Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 1

Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 14. nóvember 2005 — 308. tölublað — 5. árgangur BUBBI MORTHENS SPILAR EKKI ÓSKALÖG Á ÚTGÁFUTÓNLEIKUM Kýs að lifa í núinu FÓLK 34 Listahátíð í Neskirkju Steingrímur Þórhallsson vonast til þess að hátíðin muni vaxa og dafna ár frá ári en fyrsta hátíðin var haldin í fyrra. MENNING 22 Atvinnumennska á næsta leiti Teitur Þórðarson, þjálfari KR, segir að ef fram heldur sem horfir muni atvinnumannafélög verða starfrækt í íslenskri knattspyrnu innan fimm ára. ÍÞRÓTTIR 28 VALA MATT Geymsla fær nýtt hlutverk • fasteignir • hús Í MIÐJU BLAÐSINS STYKKISHÓLMUR Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa í Stykkishólmi ætlar að bjóða upp á kengúru, dádýr og lynghænu á fjögurra rétta matseðli í stað hefðbundins jólahlaðborðs á aðventunni. „Við ætlum að leika okkur með framandi hráefni og vera með ken- gúru, dádýr, lynghænu og kannski strútskjöt. Við gerðum þetta líka í fyrra og buðum fólki þá að smakka dúfu í mismunandi útfærslu á aðventunni,“ segir Sæþór H. Þor- bergsson, matreiðslumeistari á Narfeyrarstofu. Sæþór segir að þau hjónin hafi ákveðið í fyrra að jólahlaðborðin væru komin á endastöð og ákveð- ið að leyfa fólki að prófa eitthvað nýtt. Þau fái hráefnið í gegnum birgja í Reykjavík og ætli að búa til fjórrétta jólamatseðil. „Ég er nokkuð viss um að við komum til með að reykja kengúruna. Dádýrið verður aðal- réttur því að við erum með svo góða steik, lund úr dádýrinu. Lynghænan verður ábyggilega milliréttur og svo eigum við eftir að búa til skemmtilegan eftirrétt sem fer vel með þessu. Við erum ekki enn dottin niður á hann,“ segir Sæþór. Narfeyrarstofa er í 100 ára gömlu húsi í Stykkishólmi. Óvenjulegur jólamatseðill á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi: Reykt kengúra og strútur í boði KENGÚRA OG JAFNVEL STRÚTSKJÖT Sæþór H. Þorbergsson, veitingamaður í Stykkishólmi, ætlar að bjóða upp á kengúru, dádýr, lynghænu og jafnvel strút á jólamatseðlinum í ár. EINAR GUNNARSSON ÞAÐ VERÐUR NORÐVESTANÁTT í dag, hæg í fyrstu en bætir eitthvað í vind þegar líður á daginn. Það kólnar aftur og frystir víða í dag. Él fyrir norðan en þurrt syðra. VEÐUR 4 � �� � �������������������� ÁGÆTIS HLUTUR FRÁ NYLON EKKERT TIL SPARAÐ Á NÝJU PLÖTUNNI TÓNLIST 70 Oft erfitt en alltaf skemmtilegt Hólmfríður Karlsdóttir var valin ungfrú heimur fyrir tuttugu árum. TÍMAMÓT 18 Flytur Da Vinci lykilinn út fyrir landsteinana Námskeið séra Þór- halls Heimissonar um Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown vekja mikla lukku. Nú vilja brottfluttir Íslendingar fá sitt námskeið. FÓLK 34 KJARASAMNINGAR Bjartsýni ríkir um að samkomulag náist í samn- ingaviðræðum Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands. Forsendunefndin hittist aftur eftir hádegi í dag en fyrir hádegi ræða fulltrúar nefndar- innar við sína heimamenn innan ASÍ og SA. „Ég tel að það hafi þokast í við- ræðunum en get samt ekki tíund- að neitt öðru fremur. Það er bara verið að vinna í þessu og skoða alla þætti,“ sagði Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um niðurstöðu fundar forsendunefndarinnar í gær. „Það er ekki komin niðurstaða en ég geri mér vonir um að hún náist samt sem áður. Það er marg- falt meira hagsmunamál fyrir launþega og efnahagslífið í heild að ná saman. Mér finnst í raun fráleit niðurstaða fyrir okkur öll að missa málið út í það fen að ná ekki saman og segja upp samn- ingum. Öll tíðindi úr umhverfinu finnst mér að styðji það frekar en ekki að niðurstaða eigi að geta náðst.“ Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, vildi ekkert segja um viðræðurnar í gærkvöld. „Það eru engin tíðindi af fundin- um og lítið frá að segja. Við erum bara að vinna að þessu með sama hætti og áður og erum að ræða allt málið, ekkert öðru fremur. Það eru alltaf að fæðast og deyja tillögur og lítið frá því að segja. Vð þessar aðstæður er rangt að fara að tíunda það.“ Frestur til að segja upp kjara- samningum á almennum markaði rennur út á miðnætti annað kvöld og eru enn stór mál ófrágengin. Verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á samkomulag um launa- hækkun, atvinnuleysistryggingar og myndarlegri aðkomu stjórn- valda að örorkubótum á almennum markaði en örorkubyrðin á mark- aðnum í heild sinni nemur um 3,5 milljörðum króna. Þá er stefnt að löggjöf um starfsmannaleigur og myndarlegan kraft í aukna mögu- leika á endurmenntun. Samkvæmt heimildum blaðsins er verkalýðs- hreyfingin bjartsýn. ghs@frettabladid.is Bjartsýni um samkomulag Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar telja ekki ólíklegt að samkomulag náist í samninga- viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands áður en fresturinn rennur út á miðnætti annað kvöld. „Ég tel að það hafi þokast í viðræðunum,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. VERÐLAUN Edduverðlaunin voru veitt í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöld. Við það tækifæri var Vilhjálmur Hjálmarsson úr Mjóafirði, fyrrum menntamálaráðherra, heiðraður. „Það má segja að hann sé guð- faðir greinarinnar því hann var sá sem endanlega kom því í gegn að Kvikmyndasjóður og Kvik- myndasafn voru sett á laggirnar árið 1978 og án þessara stofnana væri bransinn ekki til,“ segir Ásgrímur Sverrisson, stjórnar- maður í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. „Það sem er einkennandi fyrir þessa hátíð í ár er þessi alþjóðlegi blær á tilnefningunum sem er bara staðfesting á því hvað íslensk kvikmyndagerð er orðin alþjóð- leg,“ segir Ásgrímur. Vel á annað hundruð manns komu að þessari hátíð sem er sú stærsta sem haldin hefur verið. „Hún hefur stækkað á hverju ári og er nú orðin helmingi stærri en hún var á sínu fyrsta ári,“ segir Ásgrímur og hvarf svo í mannhafið á Hótel Nordica í gærkvöld. -jse Edduverðlaunin afhent: Guðfaðirinn heiðraður EDDAN VEITT Ilmur Kristjánsdóttir var valin besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Stelpurnar á Edduhátíðinni í gærkvöld. Kvikmyndin Voksne mennesker eftir Dag Kára hlaut fern verðlaun, var meðal annars valin mynd ársins. Pálmi Gestsson var valinn besti leikarinn í aukahlutverki fyrir Áramótaskaup Sjónvarpsins. Ágústa Eva Erlendsdóttir, Silvía Nótt, hlaut tvenn verðlaun, sem sjónvarpsmaður ársins og fyrir besta sjónvarpsþáttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.