Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 10

Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 10
10 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR A u g lý si n g a st o fa G u ð rú n a r Ö n n u Þín skoðun skiptir máli Nánari upplýsingar á: www.reykjavik.is Borgarstjórinn í Reykjavík Hverfafundir eru kjörið tækifæri til að koma þínum skoðunum á framfæri við borgarstjóra. Þeir eru nauðsynlegur vettvangur samskipta milli borgarstjóra og íbúa. Hverfafundir eru árviss málþing um hagsmunamál íbúa og ég vona að þú sjáir þér fært að koma og ræða málin á fundi í þínu hverfi. Komdu á hverfafund og segðu hvað þér finnst. Ágæti íbúi Miðborg Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20 Næsti hverfafundur: Hlíðar Miðvikudagur 16. nóvember kl. 20 á Kjarvalsstöðum Borgarstjóri hlustar H V E R F A F U N D I R B O R G A R S T J Ó R A 2 0 0 5 Með bestu kveðju 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SJÁVARÚTVEGUR Einar Kr. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt að í fjárlögum næsta árs sé lagt til að framlög til Hafrann- sóknastofnunar verði aukin um 50 milljónir króna og síðan um 100 milljónir króna í fjárlögum ársins 2007. Stækkunin á fjárhagsramma stofnunarinnar er varanleg. Þetta er tíu prósenta aukning. Jóhann Sigurjónsson forstjóri segir að rannsóknir á vistkerfi Íslandshafs, frá Grænlandssundi norður og austur um land, verði efldar stax á næsta ári og þá sér- staklega loðnurannsóknir. Rann- sóknirnar kosta 70 til 75 milljónir á ári í þrjú ár og svo eitthvað minna næstu tvö ár þar á eftir. „Við töldum þetta svo gríðarlega mikilvægar rannsóknir að við ætl- uðum að ryðja öðrum rannsóknum úr vegi en nú þurfum við þess ekki,“ segir Jóhann. Fjáraukningin nú fer fyrst og fremst í þessar rannsóknir en einn- ig til að styrkja rekstur tveggja haf- rannsóknaskipa stofnunarinnar. Þá hefur verið ákveðið að setja 25 milljónir króna úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins í hafrannsóknir á samkeppnisgrundvelli. Auglýst verður eftir umsóknum strax á næsta ári. Staðið verður faglega að úthlutuninni með tilliti til vísinda- legs gildis verkefna. - ghs Sjávarútvegsráðherra stækkar fjárhagsramma Hafrannsóknastofnunarinnar: Rannsóknir verða stórefldar VARANLEG TEKJUAUKNING TIL HAFRANN- SÓKNA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Framlög til Hafró verða aukin um fimmtíu milljónir á næsta ári og svo um hundrað milljónir í fjárlögum 2007. Þetta er varanleg aukning upp á tíu prósent, að sögn sjávarútvegs- ráðherra. MENNTAMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir að enginn þurfi að ótt- ast að fjárhagsvandi Háskólans á Akureyri verði ekki leystur. Eftir boðaðar aðhaldsaðgerðir háskóla- ráðs er fjárþörf skólans, vegna komandi árs, 130 milljónir króna og segir Þorgerður að nú þegar hafi verið tryggðar 40 milljónir króna til að mæta þeim halla. „Fjárhagsvandi háskólans verður leystur á hægan og eins sársauka- lítinn hátt og unnt er en aðhalds- aðgerðirnar tryggja að reksturinn mun ná jafnvægi árið 2008,“ segir Þorgerður. Menntamálaráðherra telur ekki að rekja megi fjárskort háskólans til stjórnunarvanda innan skólans heldur til þess hve vöxtur skól- ans hafi verið hraður. Segir hún háskólaráð og Þorstein Gunnars- son rektor hafa tekið á vandanum af miklum metnaði með ákvörðun sinni um hagræðingu. „Það er verið að fara með Háskól- ann á Akureyri inn í framtíðina og byggja undirstöðurnar þannig að skólinn geti tekist á við vax- andi samkeppni á háskólasviðinu og stjórnvöld munu ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum,“ segir Þorgerður. - kk Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra: Fjárhagsvandinn verður leystur ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra segist vilja efla Háskólann á Akureyri og þá ekki síst hvað varðar laga- og meistaranám. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Ingi Rúnar Eðvarðs- son, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir kennara og annað starfsfólk Háskólans á Akur- eyri í óvissu með störf sín eftir að háskólaráð ákvað í vikunni að grípa til aðhaldsaðgerða sem spara eiga liðlega 50 milljónir króna í rekstri skólans. Jafnframt segir hann starfsfólk undrast að þingmenn stjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi skuli ekki hafa beitt sér af hörku til lausnar fjárhagsvanda skólans. „Þingmenn kjördæmisins úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa nokkuð tjáð sig um fjárhagsvand- ann en lítið sem ekkert hefur heyrst frá ráðherrum kjördæmis- ins og öðrum þingmönnum stjórn- arflokkanna. Það sama á við um bæjaryfirvöld á Akureyri og svo virðist sem bakland skólans sé veikt,“ segir Ingi Rúnar. Þorsteinn Gunnarsson, rektor háskólans, átti fund með kennur- um og nemendum skólans síðast- liðinn föstudag þar sem aðhalds- aðgerðirnar voru kynntar, en Ingi Rúnar segir að ekki séu allir starfsmenn skólans sáttir við nið- urskurðinn og þær lausnir sem boðaðar hafi verið. „Ég hef ekki heyrt af því að kennarar séu nú þegar farnir að hugsa sér til hreyfings en það er viðbúið að einhverjir taki poka sína. Starfsfólk skólans finnur fyrir óvissu og menn vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en þó hygg ég að flestir ætli að bíða átekta og sjá hver framvindan verður,“ segir Ingi Rúnar. Þorsteinn segir kennara ekki þurfa að óttast um störf sín því ekki verði fækkað í kennaraliði skólans, utan tveggja deildar- forseta. „Einu kennararnir sem hætta eru Mark O´ Brien, deildarforseti upplýsingatæknideildar, og Björn Gunnarsson, deildarforseti auð- lindadeildar, en þessar tvær deild- ir verða sameinaðar viðskipta- deild,“ segir Þorsteinn. Rektor segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um uppsagnir annarra starfsmanna skólans en segir að hugsanlega verði ekki ráðið í störf þeirra sem kjósa að hætta. „Tíminn mun leiða í ljós hvort nauðsynlegt reynist að segja ein- hverjum upp störfum en ljóst er að það verða engar hópuppsagnir,“ segir Þorsteinn. kk@frettabladid.is Háskólakennurum verður ekki sagt upp Órói er á meðal kennara Háskólans á Akureyri í kjölfar boðaðra aðhaldsað- gerða í rekstri skólans. Segjast þeir undrast sinnuleysi þingmanna stjórnar- flokkanna í Norðausturkjördæmi og bæjaryfirvalda á Akureyri. ÞORSTEINN GUNNARSSON Rektor segir að ekki verði fækkað í kennaraliði skólans utan tveggja deildarforseta. INGI RÚNAR EÐVARÐSSON Prófessor segir viðbúið að einhverjir kennaranna muni kjósa að hætta. VIÐ HÁSKÓLANÁM Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt nýtt deildaskipulag og breytingar á stjórnsýslu og þjónustu. Vill það búa skólann betur undir framtíðina og ná jafnvægi í rekstri. EFNAVERKSMIÐJA SPRINGUR Meira en tíu þúsund íbúar norður-kínversku borgarinn- ar Jilin þurftu að yfirgefa heimili sín þegar ríkisrekin bensínefnaverksmiðja sprakk á laugardag.FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLAN Maður um þrítugt réðst á lögregluna í Bolungarvík með snjóskóflu um þrjúleytið á laugardagsnótt. Pústrar og slagsmál höfðu verið milli manna eftir dansleik í bænum og kom lögreglan á stað- inn til að róa mannskapinn. Þegar verið var að handtaka mann kom annar að og réðst á lögregluna með skóflu. Sá var yfirbugað- ur með varnarúða og vistaður í fangageymslu yfir nóttina. Skýrsla verður gerð um málið og mun hún verða send til sýslu- manns þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. - mþþ Stympingar í Bolungarvík: Ráðist á lögreglumann

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.