Fréttablaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 14. nóvember 2005 5 birta-04.okt.CON.indd 1 4.10.2005 18:56:14 Baðherbergi með lítilli fyrirhöfn FALLEGUSTU BAÐHERBERGI ÞURFA ANDLITSLYFTINGU ÖÐRU HVORU. Það er segin saga að jafnvel falleg- asta baðherbergi þarf öðru hvoru að fá smá upplyftingu. Hér er ekki átt við meiri háttar endurnýjun heldur örlitlar breytingar sem kosta ekki mikla peninga en skila sér margfalt til baka. Þú þarft ekki nema örfá verkfæri, nokkra hluti og smátíma til að framkvæma eitthvað af því sem lýst er hér á eftir. 1. Taktu allt lauslegt út af baðher- berginu og skrúbbaðu það almenni- lega. Farðu milli flísanna, undir kranana og í hornin inni í skápunum. Hentu síðan öllu sem þú hefur ekki notað í meira en tvo mánuði, eins og langhálfum sjampóflöskum, gömlum snyrtivörum eða útrunn- um lyfjum. Sýndu af þér fullkomið miskunnarleysi. 2. Skiptu út gamla baðskápnum þínum. Þú þarft ekki að kaupa dýran skáp í staðinn en nýr skápur eða körfur gefa snyrtilegri blæ. 3. Ef það er lúinn dúkur á gólfinu er auðvelt að mála hann í einhverjum fallegum lit öðru hvoru og kaupa þá eitt, tvö handklæði eða sápur í stíl. Skella svo einni hvítri umferð á veggina og þá ertu með glænýtt herbergi. 4. Stundum er nóg að kaupa bara tvö ný hand- klæði, baðmottu og svo sápur og jafnvel kerti í sama lit til að skapa fallega heildarmynd á baðið. 5. Ekkert er eins niðurdrepandi inni á baði og ljót lýsing. Birtan þar inni má ekki vera hvöss og draga fram allt það ljótasta í fari þínu heldur á baðherbergið að vera griðastaðurinn þinn. Fáðu þér fallegan spegil, nú eða ódýran spegil með tréramma og málaðu hann svo eftir geðþótta og skiptu um ljósa- kúpul ef sá sem fyrir er mætir ekki þínum kröf- um. Stundum er nóg að setja bara daufari peru. { Baðherbergi } Baðherbergi: gólf, baðkar, klósett. RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR FJALLAR UM UPPREISN GEGN NAUMHYGGJUNNI Kjörorðið í ár er að þora að blanda saman, segja arki- tektar og hönnuðir á sýningunni „Hem 2005“ í Sví- þjóð. Allir stílar hafa gott af því víxlfrjóvgast við aðra stíla. Í hönnunarheiminum koma stílar og fara hratt nú sem aldrei fyrr og ef við ættum að halda okkur við einn hreinan stíl myndi það aldrei ganga upp. Við getum nefnilega ekki bara hent gömlu húsgögnun- um um leið og það kemur ný tískubylgja í husgagna- hönnun; við hefðum hreinlega ekki efni á því. Þar fyrir utan er mikilvægt að láta sér líða vel heima hjá sér og þar sem flestir einstaklingar eru hluti af stærri fjölskyldum er mikilvægt að ólíkar áherslur fái pláss og að þörfum allra á heimilinu sé mætt. Sænski stílistinn Wickelgren segir að greina skuli á milli stíls og tilhneigingar. Stíll sé það sem iðnað- urinn gerir út á, oft mjög öfgakennt en fallegt að sama skapi. Tilhneigingar eru aftur á móti það sem við sjálf veljum sem neytendur þegar við innréttum híbýli okkar. Nú hefur verið ríkjandi um skeið naum- hyggja með sínar hreinu línur en við sem neytendur veljum hins vegar vörur sem tilheyra hinum ýmsu tískustraumum síðustu aldar. Fleira aðstoðar okkur við uppreisnina gagnvart naumhyggjunni, leynt og ljóst. Nýir litir koma sífellt inn og nú er mikil gróska í textílhönnun sem er mjög í andstöðu við hinn spartanska einfaldleika sem gengið hefur að und- anförnu. Sumir stílistar hafa hreinlega gefið sig út fyrir að vera hámarkssinnar og vilja kalla sína stefnu blandaða hámarkshyggju þar sem blandað er saman gömlu og nýju en einkennandi þáttur er afturhvarf til glæsileikans með tilheyrandi gyllingum, litagleði og hæfilegum lúxus. Skandinavískir hönnuðir hafa orðið varir við auka eftirspurn í þessa veru frá ríkum Rússum sem versla við þá en þeir vilja fá húsbúnað sem minnir á glæsta fortíð keisaratímans í bland við nútímalegar innréttingar. Hrein naumhyggja héti líklega „skortur“ að mati margra Rússa. Hrein hámarkshyggja héti aftur á móti „drasl“ að mati margra Vesturlandabúa. Það væri þá heillaráð að fara einhvern milliveg og láta hjartað ráða för – innan skynsamlegra og smekk- legra marka. Lát hjartað ráða för 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.