Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 62
DRAUMAHÚSIÐ MITT REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR
Út af fyrir sig í bænum miðjumNýjasti skólinn á landinuer Akurskóli í Ytri-Njarð-
vík í Reykjanesbæ. Fyrsti
áfangi hans var vígður 9.
þessa mánaðar en vinna
við bygginguna hófst í
maí 2004. Arkitekt húss-
ins er Bjarni Marteins-
son á Arkitektastofu
Suðurnesja. Fullbyggður
verður Akurskóli um
7.500 fermetrar en fyrsti
áfanginn er 3.487 fer-
metrar. Lögð er áhersla á
einstaklingsmiðað nám
og tekur skipulagning
kennslurýma mið af því. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er þar með þrjár
kennslustofur svo nemendur geta stundað sitt tónlistarnám í grunnskólan-
um og Frístundaskólinn nýtir kennslurými skólans síðdegis. Byrjað er á
hönnun íþróttahúss og sundlaugar við skólann. Skólastjóri Akurskóla er
Jónína Ágústsdóttir.
AKURSKÓLI
Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona vildi gjarna búa í Nasa við Austur-
völl, að minnsta kosti stundum. „En annars er draumahúsið mitt ein-
býlishús á einni hæð með bílskúr og stúdíó í þægilegu úthverfi. Húsið
sjálft væri kannski ekkert óþarflega stórt en garðurinn þyrfti að vera
stór svo maður væri ekki alveg ofan í næsta manni. Og svo er nauð-
synlegt að hafa pall og heitan pott. Pallurinn þyrfti að vera nokkuð
stór og hægt að tjalda yfir hann svo hann nýttist í öllum veðrum. Þar
væri líka stórt borð svo margir gætu setið saman og borðað og haft
það gaman fram eftir kvöldi. Svo þyrfti að vera pláss til að taka í hljóð-
færi og jafnvel dansa. Og í stúdíóinu gæti ég haldið áfram að taka upp
tónlist og gæti bara gert hvað sem er hvenær sem er.“
Regína er líka mikið borgarbarn. „Ég gæti líka hugsað mér að búa al-
veg í miðjum bænum, í gömlu húsi eins og landsímahúsinu við Aust-
urvöll þar sem nú er skemmtistaðurinn Nasa.“ Og þar syngur Regína
einmitt næstkomandi sunnudagskvöld á tónleikum í tilefni af útgáfu
nýju plötunnar sinnar og getur þá ímyndað sér að hún sé bara inni
stofu.
Rúm flri›j-
ungshækkun
Fasteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu hækkaði að meðaltali
um 36,75% frá þriðja ársfjórð-
ungi í fyrra til sama tíma í ár.
Mest hækkaði fasteignaverð í
Vesturbæ Kópavogs frá þriðja
ársfjórðungi 2004 til þriðja árs-
fjórðungs 2005, um 48,8%, sam-
kvæmt tölum Fasteignamats rík-
isins sem hefur sundurliðað fast-
eignaverðið eftir hverfum og
tímabilum frá ársbyrjun 2004.
Minnst hækkun varð í Hlíðum og
Leitum í Reykjavík, 29,7%. Ef
Reykjavík er skoðuð sérstaklega
kemur Laugarneshverfið sterkast
út, þar hefur íbúðaverð hækkað
um 40,7% frá þriðja ársfjórðungi
2004 til dagsins í dag. Á vef Fast-
eignamatsins er tekið fram að
eiginleikar sem hafa áhrif á fer-
metraverð, svo sem stærð og ald-
ur geta verið mismunandi frá
einu tímabili til annars.
Jólaflorp í
Hafnarfir›i
Nýuppgert Thorsplan verður
vettvangur Jólaþorpsins.
Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar
innan tíðar í þriðja sinn. Það tókst
einstaklega vel í fyrra og mikil
ánægja var með það hjá stórum
sem smáum. Jólaþorpið mun opna
á nýuppgerðu Thorsplaninu í
Hafnarfirði 26. nóvember. Við
hönnun Thorsplansins var upp-
setning Jólaþorpsins höfð að leið-
arljósi. Þorpið verður með svip-
uðu sniði og í fyrra, fagurlega
skreytt tuttugu lítil hús þar sem
boðið verður upp á margt sem
tengist jólunum á einn eða annan
hátt. Það verður opið allar helgar
á aðventunni og á Þorláksmessu.
Jólaþorpið er miðpunktur þess
sem Hafnarfjörður hefur upp á
að bjóða á aðventunni og örugg-
lega margir sem hlakka til að
skoða það.
Stúdíó væri alger nauðsyn í draumahúsi Regínu Óskar.
SELDAR EIGNIR Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
300
250
200
150
100
50
0
FJÖLDI
23/9-
29/9
199
30/9-
6/10
181
7/10-
13/10
210
14/10-
20/10
158
21/10-
27/10
194
28/10-
3/11
168
Akurskóli er hannaður út frá þörfum nútímabarna.
48 Bak efni lesið 13.11.2005 15:53 Page 2