Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 21

Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 21
Ef gluggar verða óþéttir getur vatn átt greiða leið inn og valdið skemmd- um bæði á íbúð og húsmunum. Innbrotsþjófar komast líka auðveld- lega inn um fúna glugga. Hafið því krækjur og stormjárn á gluggum svo að þeir fjúki ekki upp eða séu auðveld inngönguleið. Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með þakinu og þakköntum því fari að leka getur það valdið miklu tjóni. Þegar sprungur myndast í veggjum getur vatn átt greiða leið inn og valdið meðal annars skemmdum á leiðslum í þeim. Skoðið vel frágang við dyra- og gluggaumbúnað. Hugið vel að frágangi í geymslunni, bæði hurðum og gluggum. Ekki er æskilegt að hlutir séu á gólfi ef vatn kemst í geymsluna. Húseigendur geta verið ábyrgir gagn- vart tjóni sem rekja má til húseigna þeirra, til dæmis vegna foks eða af völdum húsleka. Það sama á við um slys sem rekja má til grýlukerta eða hálku sem húseigandi hefur trassað að eyða. Ábyrgðartrygging, sem tekur á þessum þáttum, er innifalin í Fasteignatryggingu en húseigendur verða sjálfir að sjá um að hafa þessa þætti í góðu lagi. (Af www.sjova.is) { góð ráð } Þú tryggir ekki eftirá NAUÐSYNLEGT ER AÐ HALDA ÍBÚÐ- INNI EÐA HÚSINU VIÐ TIL AÐ VERÐ- MÆTI EIGNARINNAR RÝRNI EKKI. Harðviðarval býður nú fyrst allra gólfefnaverslana á Íslandi upp á leiðbeiningar við parkettlagningu á íslensku. Um er að ræða almennar leiðbeiningar fyrir smellt viðarpark- et sem kemur frá Harðviðarvali. Leiðbeiningarnar er hægt að nálgast á heimasíðu Harðviðarvals, www. parket.is. Fljótlega munu bætast við fleiri leiðbeiningar um lagningu og viðhald gólfefna. { á netinu } Parketleiðbein- ingar LÆRÐU AÐ LEGGJA PARKET Á NETINU. MÁNUDAGUR 14. nóvember 2005

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.