Tíminn - 22.02.1976, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 22. febrúar 1976
Gamla framhúsiö frá Hæringsstöðum 14/9. 1975.
-
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga
"-- J
„Bæjarfjöl” frá Hæringsstööum I Svarfaöardal.
Litum norður i Svarfaðardal.
Þar er gamla stórbýlið Atla-
staðir fremsti bær norðan (vest-
an) ár. Bærinn stendur hátt og
erútsýn hin fegursta. Atlastaðir
lágu fyrrum allmjög i þjóð-
braut, ásamt Koti handan ár,
meðan ferðast var á hestum og
tveimur jafnfljótum! Frá bæn-
um liggur leið um Heljardals-
heiði yfir i Kolbeinsdal i Skaga-
firði, og einnig leiðir i utanverð-
an Skagafjörð. Var oft gest-
kvæmtá Atlastöðum. Þaðan var
lagt upp á vesturleið og komið
þangað að vestan. Gamli bærinn
var stór og myndarlegur,
fremst framhús með timburþili,
en gaflar Ur torfi og grjóti norð-
antil og þak úr torfi. Fyrir ofan
dyr var fjöl og á hana skorið
bæjarnafnið og ártalið 1878 B.S.
Þessifjöl er nú i forstofu ibúðar-
hússins, steinhús sem reist var
1955. Úr framhúsi lágu löng
| göng með búr og eldhús, sitt
I hvoru megin, en innst var bað-
í stofa i þremur hólfum, allt úr
torfi, en þiljað innan að mestu,
eða nokkru. Var búið i gamla
bænum til 1956, eða þar um bil.
Nú mun verið að rifa bæinn sbr.
mynd er undirritaður tók af
honum 14. sept. 1975. Til vinstri
sést verkfærageymsla, er jafn-
framt mun vera viðgerðarverk-
stæði. (Nýja húsið er lengra
uppi i brekkunni).
A Hæringsstöðum, austan ár
nokkru utar, reisti Bergur
Bergsson bóndi sérkennilegt
framhús úr timbri árið 1896.
Yfir dyr setti hann skrautlega
útskoma fjöl, sem hér er sýnd
mynd af. Skar Jón Bergsson
fjölina út. Litir eru bláir og
brúnir. Karl Karlsson bóndi i
Kleifabrekknakoti lét taka
myndina af fjölinni og Utvegaði
myndirnar tvær af Atlastöðum
1944. Fjölin er geymd á Hær-
ingsstöðum, en framhúsið var
flutt fyrir alllöngu að Klaufa-
brekknakoti og stendur þar nú
sem geymsluhús, spöl frá ibúð-
arhúsinu. Myndin tekin 14. sept.
1975sýnir gamla framhúsið. Sjá
timburlistana, litlu 6 rúðu.
gluggana og dyrnar. Húsið
vottar gamla og góða timbur-
smið, og fjölin listfengi.
1 fyrra var birt 'mynd af
gamla bænum á Hreiðarsstöð-
um i Svarfaðardal. Munu þessir
bæir á Atlastöðum og Hreiðars-
stöðum brátt jafnaðir við jörðu
og með þeim hverfa gömlu torf-
bæirnir i Svarfaðardal.
Framhúsiö á Atiastööum i Svarfaöardai 1944.
Atlastaöir f Svarfaöardal 1944.
Gamii bærinn á Atlastööum i Svarfaöardal 14/9. 1975.