Tíminn - 22.02.1976, Síða 9
Sunnudagur 22. febrúar 1976
TÍMINN
9
Koss frá Carlosi og bréf til
mömmu. Carlos I hvltum
frakka heiisar þarna landa
sinum Hernandez Acosta meö
kossi og faömiögum um Ieiö og
hann biöur hann fyrir bréf til
móöur sinnar. Rivadh Ai-Azz-
awi sendiráösritari i Iranska
sendiráöinu horfir steinhissa
á. Al-Azzawi sá gislunum fyrir
mat og drykk meöan á fluginu
stóö og flutti boö og fréttir
milli skæruiiöanna og Bruno
Kreiskys, kanslara Austurrlk-
is.
ur og gleði mikil. Meðal gesta var
Carlos. Hann gaf sig strax fram.
— Ekkert sjálfsagðara — sagöi
hann, þegar hann var spurður
hvort hann vildi ekki koma niður
á lögreglustöð og svara nokkrum
spurningum. Þá spurði hann
hvort hann mætti ekki fara i jakk-
ann sinn. Þegar foringjarnir
höfðu ekkert við það að athuga,
gekk hann að stól þar sem jakk-
inn lá og þreif þaöan skamm-
byssu og hleypti af. Þetta gerðist
með svo miklum leifturhraða, að
lögreglumennirnir fengu enga
rönd við reist, — þeir höfðu ekki
einu sinni haft tima til að gripa til
vopna og fyrr en varði lágu þrir
komumanna i valnum, einn
þeirra var Mourkarbel.
Carlos flýði út. Parisarlögregl-
an hafði verið svo viss um að
Carlos væri fastur þarna eins og
fluga i neti, að ekki hafði verið
hirt um að setja verði við dyrnar
og á göturnar, og slapp Carlos þvi
óhindraður I burtu.
Lögreglan handtók Amparo og
var hún i varðhaldi allt til loka
ársins ’75. Þá handtók hún einnig
Johannes Weinrich nokkurn, frá
Mainz Hann hafði lagt til bilinn
sem Carlos ók i til Orly flugvall-
ar, er hann ætlaði að sprengja
upp A1 E1 þotu á leið til Israel.
Siðar voru félagarnir Böse og
Schaz handteknir i ibúð Moukar-
bels.
Samkvæmt skjölunum, sem
lögreglan komstyfir, hafði Carlos
einhver sambönd i kúbanska
sendiráðinu. Nánari athugun á
þessum þætti leiddi til þess að
þremur sendiráðsstarfsmönnum
var visað úr landi. Skjölin færðu
einnig sönnur á, að sprengjuárás-
in á Orly hafði verið verk Carlos-
ar og auk þess sprengjuárás á
lyfjabúð i St. Germaine-des-Prés
i Paris, en þar létu tveir menn
lifið og þrjátiu særðust.
1 ibúð Carlosar og við handtöku
Böse var mikið magn af vopnum
gertupptækt. Flest þeirra voru af
nýjustu gerð, þeirra á meöal
handsprengjur af gerðinni US-M
26, sem stolið hafði verið i ágúst
’74 úr bandariskri vopnabirgða-
stöð.
Sprengjur af þessari gerð voru
notaðar i árás japanskra skæru-
liða á franska sendiráðið i Haag
svo og á lyfjaverzlunina i Paris.
Þá fannst einnig mikið af föls-
uðum skilrikjum sem stolið hafði
verið frá opinberum skrifstofum i
borg i Þýzkalandi en stuldurinn á
þeim hafði upphaflega verið
skrifaður á reikning Baader
Meinhof samtakanna.
Eftir yfirheyrslur hjá frönsku
lögreglunni voru þeir Böse og
Schaz fluttir yfir þýzku landa-
mærin. Þegar þangað kom, var
þeim sleppt, þvi þeir höfðu ekki
komizt I kast við lögin i heima-
landi sinu. Skömmu siöar hurfu
þeir.
Þegar árásin á höfuðstöðvar
OPEC i Vin var gerð, kom I þeirra
stað annar félagi þeirra. Sá var
Joachim Klein. Hann særðist
alvarlega i átökunum og lézt fyrir
stuttu af völdum skotsáranna.
Klein, Böse og Weinrich höfðu
ásamt tveimur kvenmönnum,
þeim Mechthild Rogalli og
Birgitte Kuhlmann stofnað með
sér félag sem þau kölluðu R. K.
(Revolonárer Kampf).
Þegar Carlos kynntist þeim,
vantaði þau leiðtoga. Þau tóku
hann strax i hópinn og varð hann
brátt leiðandi afl innan félagsins.
Það var samstarf milli þeirra og
paléstinuskæruliða. PFLP gaf út
Kiædd siðum kjói, jakka með
skinnkraga og andlitið hulið bak
við grimu með fingurinn á gikkn-
um skipar þessi lágvaxni kven-
maður einum gislanna að ganga
út úr byggingunni. Hún er þýzk
með möndluiaga augu og áber-
andi þunnar varir. Lögreglan
leitar hennar nú ákaft auk Mecht-
hild Rogalli og Wilfried Böse, fé-
laga hennar úr R.K.
þá yfirlýsingu sumariö 1975, að
Carlos væri málaliðsmaður
þeirra og siðastliðna 18 mánuði
hefði hann stjómaö sex stærstu
hermdarverkunum. Einnig réðst
R.K. á höfuðstöövar OPEC undir
nafni þeirra.
Eftir atburðinn á Rue Trolluier
var slóð Carlosar rakin til
Madrid. Þar hjálpaði tengill hans
honum að komast til Alslr. I sjö
vikur dvaldi hann I höfuðborg
Alsir, en þangaö flaug hann ein-
mitt siðar um árið með gisla slna
frá Vinarborg. I byrjun septem-
ber fór Carlos frá Alslr yfir til
Libýu og bjó þar I allmargar vik-
ur rétt utan við Tripoli sem gestur
libönsku öryggisþjónustunnar.
Þremur vikum áður en árásin á
OPEC var gerð, fór hann frá
Libýu til Alsír og þaðan til
Madrid. Frá Madrid fór hann
siðan til Frankfurt þangað sem
hann hafði boðað félaga sina á
lokafundinn fyrir framkvæmd
áætlunarinnar.
Um haustiö hafði það borizt
saudi-arabiskum öryggisyfir-
völdum til eyrna, að Carlos dveldi
óáreittur i Libýu. Þau voru afar
áhyggjufull yfir þessum fréttum
þvi þau vissu um áform Carlosar
um að koma oliuráðherranum
þeirra undir græna torfu.
Þegar yfirmaður öryggisþjón-
ustu þeirra, major M. Ali E-Shaly
og major Fahad El-Ghannam
fóru á fund Gadafis rikisleiðtoga
Libýu, og fóru fram á að Carlos
yröi framseldur, kvaðst Gadafi
ekki hafa heyrt umrædds
Venezúelabúa getið fyrr. Carlos
var þakklátur fyrir þetta og laun-
aði gestrisnina með þvi að afsaka
það við libanska oliuráöherrann
að Libaninn Yusef Al-Szmirli
hefði beðið bana i látunum. Aftur
á móti var hann ruddalegur við
Yamani og æpti að honum
ókvæðisorðum.
Annars hagaði Carlos sér eins
og rati á meðan á flugferðinni til
Alsirborgar stóð. Hernandez
Acosta oliuráöherra Venezúela
kvað hann hafa talað stanzlaust.
Hann montaði sig af afrekum sin-
um og málakunnáttu, gaf gislun-
um eiginhandaráritun eins og
kvikmyndastjarna og skýrði frá
þvi, að hugmyndin um ránið væri
frá sér komin, hann hefði þróað
hana áfram og væri hún liður i þvi
að gera stofnun Palestinurikis að
veruleika. A þessum sjálfslýsing-
um Carlosar auk bréfs sem hann
skrifaði móður sinni var hægt að
búa til heildarmynd af Carlosi.
Umrætt bréf komst aldrei til
skila, þvi að Dona Elba' móðir
hans var horfin og svo var með
föður hans. Hann skýrði vinum
sinum frá þvi stuttu áður en þau
hjónin hurfu að hann teldi að
næstelzta syni sinum hefði tekizt
einum of illa upp, en hann myndi
aldrei skammast sin fyrir elsku
drenginn sinn.
(Þýtt og endursagt JB)
A fiugvellinum i Alslr sleppti hann glslunum og gekk meö þeim frá vél-
inni kæruieysislega meö hendur i buxnavösunum. A leiðinni frá Vin
masaði hann stööugt, hreykti sér af afrekum sínum og gaf eiginhand-
aráritanir. Fáum mánuðum áður hafði hann lent á þessum saina flug-
velli þá á flótta undan frönsku lögreglunni, sem var á hæluin hans
vegna morðs á tveimur lögregluforingjum og eins af félögum sinum.
Alsirsk yfirvöld veittu honum þá hæli sem pólitiskum flóttainanui.