Tíminn - 22.02.1976, Page 10
10
TÍMINN
Sunnudagur 22. febrúar 1976
En nú ætla ég að hopa aftur i
timann til ársins 1925, en þá kom
ég i fyrsta sinn til Reykjavikur og
settist i Kennaraskólann. Áður
hafði ég lokið tveggja vetra námi
við Alþýðuskólann á Eiðum, eins
og þessi skóli hét þá. Eftir þessa
skólavist hafði ég verið tvo vetur
kennari á Austfjörðum. Þessi
kennslustörf urðu mér lærdóms-
rik — og undirstaða þess, er siðar
varð. Börn hafa jafnan verið mér
mikið yndi og eftirlæti og sifellt
rannsóknarefni. Kennslustörf
kaus ég mér fyrir ævistarf og
iðrast þess aldrei.
Fyrsti leikvöllur sem ég sá i
Reykjavik var völlurinn við
Grettisgötu 11, en annar var við
Njálsgötuna, og man ég óglöggt
eftir honum, eins og hann var á
þessum ti'ma. En eftir þvi sem ég
veit bezt eru þetta tveir fyrstu
leikvellir Reykjavikurborgar.
Á Grettisgötuvellinum sá ég
nokkrar rólur, ramba eða
vegasölt, klifurgrind, sandkassa
og sivala jafnvægisslá. Ég man
ekki eftir að fleira væri til að
dreifa.
A Grettisvellinum var gæzla og
annaðist hana miðaldra eða öldr-
uð kona, virðuleg og efalaust
vönduð á alla lund. En mér virtist
starf hennar að mestu leyti i þvi
fólgið að prjóna. Jú, mikið vatn
hefur runnið til sjávar siðan 1925.
En framfarir Ieikvallamálum,
hverjar hafa þær orðið? Þvi
miður fremur litlar. Og þetta
kemur greinilega fram i greininni
i Þjóðviljanum 28. júni.
Ums jónarmaður leikvalla i
Reykjavik, Bjarnhéðinn
Hallgrimsson, viðurkennir þetta
lika drengilega. Bjarnhéðinn er
gamall góðkunninjgi m inn og hann
er sizt hér um að saka. En hver
ræður allri þessari kyrrstöðu?
Ég hygg að verkfræðingar bæði
i Reykjavik, stærri kaupstöðum
og kauptúnum landsins vinni á
vissan hátt þarft og gott verk t.d.
með því að að velja svæði undir
leikvelli og sjá um að grunnur
vallanna sé við hæfi. En það er
lika það eina, sem þeir geta gert i
þessu sambandi.
Ég spyr: Eru nokkrir islenzkir
sérfræðingar til i þessu um val
leiktækja og skipulagningu þeirra
á völlunum? Það væri fróðlegt að
fá að vita þetta. Og einnig, ef þeir
eru til, hvað hafa þeir látið eftir
sig liggja?
1 þessu sambandi vil ég taka
Börnin á Suðureyri nefndu þessa æfingu ,,aö hlaupa yfir fjallið”. Borð-
in, sem hlaupiðer á, fjaðra eins og myndin sýnir.
Fimm til sjö ára börn hafa litla ánægju af að stökkva hástökk á jafn-
sléttu. En með þvi að stökkva af kistuloki, sem er 15-20 sm á hæð vex
gleðin og áhuginn. Slik stökk styrkja fæturna.
1 fórum á ég til mikinn fjölda
ljósmynda af mörgum leikvöll-
um, leiktækjum, leikstörfum og
leikfimi og margs konar iþrótt-
um þar, sem ég hef skipulag
allt eftir þvi, sem efni og ástæður
stóðu til á hverjum stað.
Frá Suðureyri ætla ég að segja
þessalitlusöguumlitinnleikvöll i
ljósmyndum þótt ekki séu þær
allar jafngóðar. En „meningener
god nok”, sagði Óli Maggadon á
sinni tið. Og með skýringum eftir
föngum mun þetta skiljast, þótt
ekki skellisvo skarpt i tönnunum.
Um iþróttafræðilegt gildi mynd-
anna, þar sem það á við, hef ég
leitazt við að gera sæmilega
glögga grein. Má vera að þetta
þætti einhverjum nokkur fróð-
leikur.
Kvikmynd er þvi miður engin
til af leikvellinum á Suðureyri
eins og hann var með öllum sin-
um iþróttatækjum o.s.frv. Hitter
annað mál og '*r ef til vill einstök
eigingirni, að ég vil ógjarna að
þetta hugarfóstur mitt um fjöl-
breyttan leikvöll gleymist alveg i
sinni upprunalegu mynd. Já,
„minningar vist skulu vaka”.
Tvær kvikmyndir hef ég látið
gera af leikvöllum. Aðra frá
Ytri-Njarðvik en hina frá Búðum
i Fáskrúðsfirði. Þessar myndir
hafa báðar verið sýndar viða um
landsbyggðina og hvarvetna við
góða dóma, hvað svo sem allri
tæknilegri fullkomnun kemur við.
Þetta eru litmyndir og segja hug
minn annan og tjá hann til hlitar.
Núna nýlega athugaði tækni-
fræðingur sjónvarpsins báðar
þessar myndir og taldi sjónvarpið
sig ekki geta tekið þær til sýn-
ingar vegna þess hve rispaðar
þær voru. Rispurnar eru þó ekki
meiri en það, að á 12—15 m. færi
gæti þeirra litt og verður þessi
útúrdúr eigi lengri.
Húsið, sem rólurnar ber við, var
Ibúð skólastjórans á Suðureyri.
Þá voru ibúar i Súgandafirði
rúmiega fjögur hundruð, nem-
endur skólans á milli fimmtiu og
sextiu. Myndin sýnir börn og ung-
linga ganga syngjandi fylktu liði
úr blaktandi fánum inn á leikvöll-
inn. Þetta var vigsludaginn.
m-------------------------►
Aðalsteinn Hallsson,
skólastjóri á Suðureyri á
sinni tið og upphafs-
maður leikvallarins þar
og óþreytandi liðveizlu-
maður ungu kynslóðar-
innar.
Hinn 28. júni sfðastliöinn birtist
i Þjóðviljanum grein með fyrir-
sögninni: „Hvers vegna eru leik-
vellir ónotaðir?” Undirskrift
greinarinnar S.dór
Mér þótti grein þessi mjög góö
og hún vakti óskipta athygli
mina. Þarna voru sögð orð, sem
sannarlega voru um efni, sem
lengi hefur verið mér mjög hug-
leikið. Greininni fylgdu margar
og góðar ljósmyndir til skýringar,
en einkum þó efninu til ennþá
meiri sönnunar.
Baklega á bekk við visi að klifurgrind. Drengurinn réttir sig upp og læt-
ur sig stga til skiptis, gerir bolbeygjur o.s.frv. Æfingin styrkir kviö-
vöðvana.
Aðalsteinn Hallsson, fyrrverandi skólastjóri:
LÍTIL SAGA
UM LÍTINN
LEIKVÖLL
Aðalsteinn Hallsson
Kaðlahlið, fimm metrar á hæð, og
kistur beggja megin. Eðvarð
Sturluson, þrettán ára, sveiflar
sér sex metra á milli kistanna.
Stigi bak við kistuna til þess að
ganga upp.
Við lestur greinarinnar kom
mér i hug að rifja örlitið upp i
nokkrum dráttum ýmsar athafnir
minar við gerð leikvalla undan-
farna þrjá áratugi. Og sérstak-
lega hafði ég i huga barnaleik-
völlinn á Suðureyri i Súganda-
firði.
En það, að ég geri þetta, er alls
ekki sprottið af eintómu karla-
grobbi aldraðs manns, heldur af
fremur einlægum áhuga fyrir
börnum allt frá fyrstu tið. Fyrst
sem leikfélögum i æsku og siðar
sem kennari þeirra i þúsundatali
yfir fimmtiu ár.