Tíminn - 22.02.1976, Qupperneq 15
Sunnudagur 22. febrúar 1976
TÍMINN
15
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa-
sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Að loknum starfsaldri
1 fyrri daga, þegar samhjálp öll i mannfélaginu
var á lægra stigi og ómannúðlegra en nú gerist, urðu
.menn að öngla saman efnum, með góðu eða illu, ef
þeir og þeirra fólk átti ekki að verða annarra hand-
bendi, þegar starfsgeta dvinaði eða óhöpp steðjuðu
að. í þokkabót fylgdi svo óvirðing og réttindamissir.
Hreppsómagarnir, sveitarkindurnar, urðu hornrek-
ur, börn hlutu iðulega hroðalegt uppeldi og þeir, sem
til aldurs voru komnir, voru smánaðir fyrir armóð
sinn og flest eftir þeim talið. Kennimerki þessarar
„samhjálpar” voru uppboðin á sveitarómögunum,
sem voru að þeim loknum skikkaðir til dvalar á þeim
bæjum, er tóku þá gegn minnstu meðlagi.
Ekki er lengra en svo siðan að fólk, er þegið hafði
sveitastyrk, fékk kosningarétt, að það gerðist i
minni manna sem enn eru uppi, og ennþá skemmra
er siðan ellilifeyrir var tekinn upp og aðrar þær
bætur, sem frá samfélaginu renna til þeirra, er höll-
um fæti standa.
Varla finnst neinn, sem hverfa vill aftur til hins
fyrra fyrirkomulags með þeirri hörku, ranglæti og
mannúðarleysi, sem það fæddi af sér. Aftur á móti er
mjög um það deilt, hvort sá háttur, sem nú er á hafð-
ur, fullnægir þörfum lifeyris- og bótaþega og al-
mennri réttlætiskennd þjóðarinnar. En þar getur
torveldi á að uppfylla peningaþörfina, verið góðum
vilja til réttlátrar og sanngjarnrar úrlausnar þungur
fjötur um fót, ekki sizt þegar á móti blæs i fjárhags-
málum.
í sambandi við verkfall það, sem stendur nú, hafa
lifeyrismál verið mjög til umræðu, og má heita fyrir-
sjáanlegt, að þar verði miklar breytingar á, hvort
sem samkomulag að öðru leyti er langt eða skammt
undan. óljóst er þó enn, hvernig þær breytingar
verða framkvæmdar, og sennilegt, að næstu misser-
in gildi fyrirkomulag, sem ekki er nema til bráða-
birgða.
En hvað á svo framtiðin að bera i skauti sinu, þeg-
ar þessu bráðabirgðaástandi lýkur? Þar á reynslan
og framvindan i þjóðfélaginu að vera til leiðsagnar,
og skulu engir spádómar uppi hafðir.
Spurningu má á hinn bóginn varpa fram til ihugun-
ar: Okkur hrýs hugur við þvi, sem gerðist á fyrri
timum, og megum þó minnast þess, að þá varðist
þjóðin öll að kalla i þröngri vök og átti ekki margra
kosta völ. Getur verið, að næstu kynslóðir muni einn-
ig fordæma okkur, sem nú stöndum upprétt, fyrir
þann hátt, sem við höfum á þessum málum haft?
Við íslendingar erum sem næst tvö hundruð og
tuttugu þúsund að tölu. Við erum kannski ekki forsjál
þjóð og gætin. En þorri þeirra manna, sem á starfs-
aldri eru, vinna þó að minnsta kosti ötullega, hver á
sinu sviði, og það mun ekki á neins manns færi að
leiða rök að þvi, að þeir, sem meira bera úr býtum
fyrir dagleg störf sin, séu alltaf og endilega meiri
landstólpar en hinir, sem aðeins hreppa skorinn
skammt. Nothæf mælisnúra, sem ákvarðar laun að
verðleikum hvers og eins, mun seint fást, svo að ó-
yggjandi sé.
Svo kemur að þeim tima, þegar starfsaldri lýkur.
Væri þá ekki einfaldast, mannúðlegast og réttlátast,
að allir, hvar i stétt og stöðu sem þeir hafa verið,
karlar og konur, bæjarbúar og sveitamenn, fólk i
hjúskap og einhleypingar, fengju sömu f járhæð? Er
það sæmandi að draga fólk i dilka, meta einn þetta
margra fiska og annan minna eða meira, alveg fram
á grafarbakkann? Og þá helzt ætla þeim minnst i ell-
inni, sem lagt hafa fram starfsorku sina ævilangt
fyrir minnsta fémuni?
Þetta er hugmynd til umhugsunar, nú og siðar.
—JH
ERLENT YFIRLIT
___________\_____
Perez hefur mörg
járn í eldinum
Andstæðingarnir segja hann tefla of djarft
Carlos Andrés Pérez.
KISSINGER utanrikisrdð-
herra Bandarikjanna hefur
veriö á feröalagi i rtímönsku
Ameriku siöustu vikuna og
rætt viö forustumenn rikjanna
þar. Þetta er fyrsta ferð
Kissingers til Suöur-Ameriku
siöan hann varð utanrikisráö-
herra og hefur hann þvi verið
sakaður um tómlæti i málum
rikjanna þar. Hann hefur meö
þessari ferð sinni ætlað að
hrinda umræddum ásökunum,
en talsvert er dregið i efa að
honum takist það.
Fyrsta landið, sem Kissing-
er heimstítti i ferðalagi sinu,
var Venezuela. Það þarf ekki
að þykja undarlegt, þvi að
Venezuela er nú mikilvægasta
viðskiptalandBandarikjanna i
Suður-Ameriku, sökum þess
að Bandarikin fá þaöan meiri-
hluta þeirrar oliu, sem þeir
flytja inn. Nýlega er lika lokið
þjóðnýtingu allra erlendra
oliufélaga I Venezuela og hafa
Bandarikjamenn látið það
kyrrt liggja, þótt flest þessara
félaga eða fyrirtækja, séu
amerisk. Einhvern tima hefði
slíkt verið tekið óstinnt upp af
Bandarikjamönnum. Þessi
þjóðnýting er framkvæmd
með nokkuð mildari hætti en
oftast hefur verið beitt i slík-
um tilfellum. ölloliufyrirtæki,
sem hér um ræðir, starfa
áfram með sama hætti og
áður, a.m.k. fyrstum sinn, en
sú breyting hefur hins vegar
verið gerð, að oliufélag rikis-
ins, Petroleos de Venezuela
(Petroven), á oröið meirihlut-
ann I þeim öllum. Það hefur
þótt hyggilegra að yfirtaka
félögin á þennan hátt, og láta
þau starfa áfram en að reyna
að sameina þau strax I eina
heild. Að þvi verður þó vafa-
laust stefnt i framtiðinni.
ÞAÐ er Carlos Andrés Perez
forseti, sem stjórnar þessum
róttæku aðgerðum, en hann
hefur jafnframt mörg fleiri
járn I eldinum. Venezuela
hefúr hlotnazt mikill oliugróði
sökum oliuverðshækkunar á
siðustu árum. Perez forseti
hyggst ekki leggja þessa
fjármuni i sjóði, sem kunna aö
rýrna, heldur nota þá strax til
aíhliða uppbyggingar á sviði
atvinnuvega og félagsmála.
Þannig hyggst hann leggja
grundvöll að bættum og jafn-
ari lifskjörum, en kjaramunur
er óviða meiri en i Venezuela.
Mikill meirihluti þjóðarinnar
býr við sárustu fátækt, þrátt
fyrir oliuauðinn. Perez forseti
stefnir jafnframt að þvi, að
Venezuela verði óháðari oliu-
auðnum i framtiðinni og byggi
afkomu sina á fleiri atvinnu-
greinum en oliuvinnslu. Olian
endist ekki nema i tak-
markaðan tima og hefur
stjórnin þegar gert ráðstafan-
ir til að minnka framleiðsluna
og koma þannig i veg fyrir að
olian gangi of fljótt til þurrðar.
Svo langt gengur Perez for-
seti i framkvæmdum sinum,
að andstæðingar hans ásaka
hann helzt fyrir það, að hann
ráðist i meira en geta þjóðar:
búsins leyfir. Perez segir hins
vegar, að timinn sé stuttur til
stefnu, ef tryggja eigi lýð-
ræðisstjóm til frambúðar, þvi
að ella geti öfgaöfl notaö sér
fátæktina til að koma á
einræði, eins og saga Venezu-
ela beri vitni um. Kjörtimabili
hans lýkur lika 1979 og hann
má ekki bjóða sig fram aftur.
Það kann eitthvað að ráða
gerðum hans.
YFIRLEITT er talið, að
Perez forseti sé nú athafna-
mesti stjórnarleiðtogi i
Suður-Ameriku. Hann er 55
ára að aldri. Þegar hann var
að alast upp fór með völd i
Venezuela einn iliræmdasti
einræðisherra i allri sögu
Suður-Ameriku, Juan Gomes,
en hann sat að völdum óslitið
frá 1909 til 1938. Fylgismenn
hans tóku þá við stjórninni og
fóm með hana til ársins 1945.
Þá var gerð bylting, sem bæði
hershöfðingjar og borgarar
stóðu að, og var Romulo
Betancourt skipaður forseti.
Hann lét efna til frjálsra kosn-
inga 1956 og bauð sig fram
fyrir sósialdemókratlskan
flokk, Accion Democratica.
Hann náði kosningu, en
tveimur árum siðar steyptu
hershöfðingjarhonum úr stóli,
og var Marcos Perez Jimenez
einræðisherra landsins næstu
10 árin. Honum var vikið frá
völdum 1958 og þá efnt til
frjálsra kosninga. Betancourt
var þá kosinn forseti að nýju
og fór hann með völd allt
kjörtimabilið, en þá var
flokksbróðir hans Roul Leoni,
kosinn forseti. I forseta-
kosningunum 1969 náði
frambjóðandi Kristilega
flokksins, Rafael Caldera,
kosningu, og sat hann út allt
kjörtimabilið, eða til 1974.
Caldera fékk þá 29% atkvæð-
anna, en frambjóðandi sósíal-
demókrata 28%. I forseta-
kosningunum 1973 var Carlos
Andreas Perez frambjóðandi
sósialdemókrata og vann mik-
inn sigur, hlaut 49% atkvæöa,
en frambjóðandi kristilegra
demókrata hlaut 37%.
Frambjóðandi sósialista hlaut
tæp 10%. Perez þótti sýna
mikinn dugnað i kosninga-
baráttunni. Hann hefur lika
aldrei skort pólitiskan áhuga.
Hann byrjaði að starfa i flokki
Betancourt, þegar hann var 15
ára, og hefur helgað sig
stjórnmálum stöðugt siðan. A
valdaárum Perez Jimenes sat
hann ýmist I fangelsi eða var i
útlegð. Hann var um skeið
einkaritari Betancourt á sið-
ari forsetatið hans, en siðar
varð hann innanrikisráðherra
i stjórnartíð Leonis. Hann
gekk þá röggsamlega fram i
þviaðuppræta skæruliða, sem
voru sendir frá Kúbu. Siðar
varð Perez framkvæmdastjóri
flokks demókrata, jafnhliða
þvi.sem hann undirbjó fram-
boð sitt 1973.
Siðan Perez varð forseti,
hefur hann ekki aðeins látið til
sin taka i innanrikismálum,
heldur engu siður á sviði utan-
rikismála. Hann tók fljótlega
upp stjórnmálasamband við
Kúbu, og er sambúð hans og
Castro nú betri en meðan
Perez var að uppræta skæru-
liðana. Það er lika úr sögunni,
að Castro styðji skæruliða i
Venezuela. Þá hefur Perez
beitt sér fyrir þvi, að riki
rómönsku Ameriku styrktu
samstarf sitt á morgum sviö-
um og gerðust jafnframt virk-
ari i samtökum þróunarrikj-
anna.
Þ.Þ.
Gamli og nýi timinn i Caracas.