Tíminn - 22.02.1976, Qupperneq 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 22. febrúar 1976
AAilli himins og jarðar
Síðbúin umsögn um
gott barnaleikrit
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Milli himins og jaröar
eftir Ionesco og
Staffan Westerberg.
Leikmynd:
Guðrún Svava Svavarsdóttir.
Tónlist:
Lasse Dahlberg og
Viihjálmur Guðjónsson.
Leikstjóri:
Briet Héðinsdóttir.
Aðstoð við táknmál:
Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Stefania Jónsdóttir og
Sigurður Skúlason.
Það mun vera venjan að gagn-
rýnendur sjái fyrstu sýningu
þeirra verka er þeir rita um,
frumsýninguna sjálfa, sem
vanalega er hlaðin einhverju
samblandi af eftivæntingu og
notalegheitum sem erfitt er að
skýra nánar. Fastagestirnir eru
i sinu finasta pússi, húsið
troðfullt og konunar eru sumar
meira málaöar en leikararnir
uppi á sviði. Það er upphafning i
sálinni, þrátt fyrir þrengslin og i
hléinu berst þú i skvaldrandi
flaumi gestanna eins og
mölkúla i þröngum fataskáp.
Sumir gagnrýnendur reyna þó
að sjá aðalæfinguna, general-
prufuna, eins og hún er gjarnan
nefnd: hafa meiri trú á að sjá
verk tvisvar, eða þrisvar, til
þess að geta lagt á það listrænt
mat, gefið þvi lif — eöa öfugt,
stigið með járnuðum skó yfir
hina veiku glóð.
En hvað um það, þessar hug-
leiðingar eru sprottnar af þvi að
það urðu dálitil endaskipti á
þessu hjá mér þegar Þjóðleik-
húsiö frumsýndi barnaleikrit
sitt „Milli himins og jarðar.”
Ég komst hreinlega ekki á
frumsýningu og svo varð ekkert
af þvi að ég heimsækti sýning-
una, fyrr en hún var sýnd i
seinasta sinn, — þá drifum við
okkur með börnin.
A seinustu sýningu.
Seinasta sýningin á Milli
himins og jarðar var á sunnu-
degi á svipuðum tima og mest
er að gera á Tjarnarbakkanum
á morgnana. Tjörnin er hrein-
lega að verða að brauðsúpu og
viðbrögð andanna eru eftir þvi,
— þær horfa á þig með augljósri
skelfingu þegar þú birtist með
brauðafgangana heiman að frá
þér og svo snúa þær sér og
synda eitthvað annað. Þegar ég
var barn þá voru endurnar á
tjörninni svangar og tóku á móti
þér með fagnaðarlátum og
vængjaslætti.
Það er nú liðin tið, en þrátt
fyrir aukna samkeppni og geð-
vondar andir, þá er nú samt
ávallt nokkuð um að vera við
Tjömina, og satt að segja þá
varð nú unga fólkið fyrir hálf-
gerðum vonbrigðum með það að
þurfa að fara i leikhús i stað
þess að fara hina vikulega eða
hálfsmánaðarlegu sunnudags-
ferð niður að Tjörn.
Milli himins
og jarðar
Milli himins og jarðar er
smælki eftir Ionesco, tilreitt af
Staffan Westerberg og i þýð-
ingu Karls Guðmundssonar, en
persónur eru mamma, pabbi,
litil stúlka og vinnukona. Pabbi
og mamma eru timbruð og
stúlkan vekur þau, siðan fær
hún sögu hjá pabba sinum. Þau
lenda i ýmsum erfiðleikum, og á
tunglinusvo eitthvað sé nefnt.
Inn i þetta var blandaö smá-
munum, áróðri og kennslu.
Lögð var áherzla á beint sam-
band við áhorfendur og börnin
fengin til þess að taka nokkurn
þátti leiknum. Börnog fullorðn-
ir lærðu um heyrnarleysingja,
að þeir geta tjáð sig á einföldu,
handhægu máli. Þetta atriði var
gott, a.m.k. fyrir fullorðna og
hefi ég ekki þrátt fyrir áratugi
þá sem ég ber á herðum og i
augnaráði ekki séð þetta tákn-
mál útskýrt fyrr, naumast vitað
að það væri til, nema þá fingra-
mál.
Sýningin er fyrir börn á for-
skólaaldri. Ekki veit ég þó alveg
hvað forskólaaldur er, mér leið
vel og svipuð liðan var hjá þeim
yngstu og þeim elztu. Kannske
erum við öll á forskólaaldrinum
enn. Kannske liður manni svona
vel milli himins og jarðar af þvi
að enginn vandræðagangur er á
börnunum, sem hafa ekki við aö
trúa og eiga svo auðvelt með
það að setja sig inn i nýja hluti.
Enn, mánuði siðar eru setning-
ar lifandi á minu heimili.
Sýningunni lauk um klukkan
tólf, en leikið var á messutima.
Sýningar hafa nú verið af-
lagðar á Milli himins og jarðar
og endurnar á tjörninni hafa til
fulls tekið við sunnudeginum
aftur og þær svamla i brauð-
súpu hægri stjórnar ihalds og
framsóknar. Vonandi verða
endurnar aldrei aftur eins
svangar og þær voru þegar ég
var barn, en hugleiða má það,
hvort ekki mætti einmitt hafa
barnaefci á boðstólnum við
Þjóðleikhúsið, eða annars stað-
ar á andati'manum, þar eð það
virðistekki hrjá andastofninn til
muna.
Leikendur
Leikendur i Milli himins og
jarðar voru þau Sigmundur örn
Arngrimsson, Briet Héðinsdótt-
ir og Þórunn Magnea Magnús-
dóttir. Leikhljóð og fl. annaðist
Vilhjálmur Guðjónsson.
Þau voru ágæt og i góðu sam-
bandi við krakkana, sem voru
einsog heima hjá sér á leiksýn-.
ingunni.
Það er hlutskipti ýmissa leik-
rita, að deyja einhverjum
óskiljanlegum dauðdaga i hinu
daglega lifi. Þau virðast týnast
og þau komast aldrei i svokall-
aða umræðu, sem er blóðvökvi
lista og menningar. Þessi ein-
falda notalega sýning, hefði átt
að ganga lengur, a.m.k. til vors
ogvonandi er það ekki gagnrýn-
endum að kenna heldur ein-
hverju öðru.
Jónas Guðmundsson
Hvernig "NTLeiðinlegt, ég / Já, skyldurækni
atmæiisveizla )fór bara vegna/öKyiaiiræKn1. / fyrir dagbókina
Geirþrúðar?
skyldurækni
u
SUNNUDAGUR
22. febrúar
8.00 Morgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Frá
flæmsku tónlistarhátiðinni i
september s.l. Félagar i
Einleikarasveitinni i Ant-
werpen leika. Armand Van
de Velde leikur á fiðlu, og
stjórnar. Flutt verða verk
eftir Pergolesi, Bach, Loca-
telliog Telemann. b. Frá út-
varpinu i Berlin: Tvö verk
eftir Bach. Rose Kirn leikur
Prelúdiu og fúgu i e-moll og
HansHeinze leikur Prelúdiu
og fúgu i Es-dúr.
11.00 Guðsþjónusta í
Hallgrimskirkju á vegum
Hins isl. bibliufélags. Prest-
ur: Séra Karl Sigurbjörns-
son. Organleikari: Páll
Halldórsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Erindaflokkur um upp-
eldis- og sálarfræði. Guðný
Guðbjörnsdóttir lektor flyt-
ur fjórða erindið: Sjálfstæð
og skapandi hugsun, er hún
hornreka i skólakerfinu?
15.00 Þorskur á þurru landi.
Drög að.skýrslu um sölu á
hraðfrystum fiski i
Bandarikjum
Norður-Ameriku. 2. þáttur:
Camp Hill og New York.
Umsjón: Páll Heiðar Jóns-
son. Tæknivinna: Þórir
Steingrimsson.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
vorhátiðinni i Prag i fyrra.
Sinfóniuhljómsveit tékk-
neska útvarpsins leikur.
Einleikari: John Lill.
Stjórnandi: Milos Kova-
linka. a. Sinfónia nr. 2 eftir
Oldrich Flosman
(frumflutningur). b. Pianó-
konsert nr. 1 i H-dúr op. 83
eftir Johannes Brahms.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Framhaldsleikrit barna
ogunglinga: „Arni i Hraun-
koti” eftir Ármann Kr.
Einarsson. VIII. og siðasti
þáttur : „Leyndarmálið i
litlu öskjunni”. Leikstjóri:
Klemenz Jónsson. Persónur
og leikendur: Arni: Hjalti
Rögnvaldsson, Rúna: Anna
Kristin Arngrimsdóttir,
Helga: Valgerður Dan,
Magnús: Arni Tryggvason,
Jóhanna: Bryndis Péturs-
dóttir, Gussi: Jón Júliusson,
Olli: Þórhallur Sigurðsson,
Sigurður skógfræðingur:
Sigurður Karlsson, Mar-
grét: Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, Sögumaður: Gisli
Alfreðsson.
17.10 Létt-klassisk tónlist.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Njósnir að næturþeli” eftir
Guðjón Sveinsson.
Höfundur les (8).
18.00 Stundarkorn með hol-
lensku söngkonunni EHy
Ameling, sem syngur lög
eftir Schubert. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Hjónakornin Steini og
Stina”, gamanleikþáttur
eftir Svavar Gests. Annar
þáttur. Persónur og
leikendur i þessum þætti:
Steini: Bessi Bjarnason,
Stina: Þóra Friðriksdóttir,
Jón Metúsalem: Ómar
Ragnarsson. Umsjón:
Svavar Gests.
19.45 Sinfónia nr. 2 eftir
Arman K ats jat ú r ja n.
Filharmoniusveit Slóvakiu
leikur, höfundur stjómar.
(Hljóðritun frá útvarpinu i
Vinarborg).
20.30 iþróttir og fjölmiðiar.
Hljóðritun frá ráðstefnu
Samtaka iþróttafrétta-
manna um iþróttir og fjöl-
miðla. Kaflar úr framsögu-
erindum og umræður. Jón
Asgeirsson stjórnar þættin-
um.