Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 5. marz 1976. Hlustað á fyrirlestur á einu námskeiöanna, en hópvinna var þó aðalatriðið á þeim öilum Háskóli íslands: Ókeypis tölvunotkun í 3 ár — gjöf frá IBM á Islandi gébé—Rvik. — Á fundi háskóla- ráðs Háskóla isiands nýlega var háskólanum afhent gjafabréf frá IBM þess efnis að h áskólinn fái i þrjú ár, endurgjaldslaus afnot af tölvusamstæðu IBM 360/30, sem er bæði hraðvirkari og afkasta- meiri en tölva sú, sem háskólinn hefur átt s.l. tiu ár. Tölvuafnotun- um fylgir peningagjöf til styrktar kennslu og rannsóknum er tengd eru tölvunni og reiknifræði. Kennsla i tölvufræðum og kennsla og rannsóknir, sem styðj- ast við tölvunotkun, hafa aukizt hröðum skrefum við háskólann á síðustu árum, og er nú svo komið, að gamla tölvan fullnægir ekki lengur þessum þörfum, enda er hún tæknilega úrelt. Háskólinn hefði átt mjög erfitt með að endurnýja tölvukost sinn af eigin rammleik, en gjöf þessi fullnægir helztu þörfum háskólans i þess- um efnum. Gjafaafnotin af Námskeið ísl. ungtemplara: Vímugjafar og viðhorf til þeirra gébé Rvik — islenzkir ung- templarar stóðu nýlega fyrir fjór- um þriggja daga námskeiðum um vimugjafa og viðhorf til þeirra. Námskeið þessi reyndust mjög heppileg til að ná þvi markmiði að vekja unglinga til umhugsunar um vimugjafa og efla umræður um þá. Nemendur úr 3. og 4. bekk fjögurra gagnfræöaskóla á Reykjavikursvæðinu, ásamt nokkrum ungtemplurum, sóttu námskeiðin, en alls voru þetta um tiu manns. Námskeiðin voru haldin að Hrauni i Grimsnesi og ölfus- borgum v/Hveragerði. Hér er um nýjung að ræða, sem er styrkt af Æskulýðsráði Reykjavikur og rikinu. Einnig var haft samráð við viðkomandi skólayfirvöld, sem fúslega veittu þátttakendum fri úr skóla. Bæklingurinn „Viðhorf til vimugjafa’’ var þýddur úr norsku og notaður sem uppistaða i fyrir- lestra. Námskeiðin voru öll mjög frjálsleg, þátttakendur röbbuðu saman um þessi mál og mótuðu að einhverju leyti viðhorf sin til vimugjafa. Það er von Islenzkra ungtemplara, að þeim verði fjár- hagslega kleift að halda áfram á þessari braut, enda er hér tilvalin leið til að taka fyrir efni, sem allt of lengi hefur verið vanrækt i skólakerfinu. Útgerðarfélagið Árborg: KREFST ÞESS AD FRAMKVÆMDIR HEFJIST VIÐ ÖLFUSARÓSABRÚ flutningskostnaður afla til Selfoss, Stokkseyrar og Eyrarbakka mun lækka um 2 milljónir með tilkomu brúar gébé Rvik — Nýlega var aðal- fundur útgeröarfélagsins Arborg- ar hf. haldinn á Selfossi, en félag þetta var myndað um kaup á skuttogara, sem nú er i smiðum i Póllandi. Aðalhluthafar eru sveit- arfélögin á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka, sem eiga 51% hluta- fjárins en að öðru ley ti er gert ráð fyrir alm enningshlutafélagi innan þessara þriggja sveitarfé- iaga. Undirbúningur að stofnun þessa félags hófst i desember 1974, en stofnfundur var haldinn 28 febrúar 1975. í stjórn félagsins eiga sæti: Asgrimur Pálsson, Stokkseyri, Brynleifur Stein- grimsson, Selfossi, og Vigfús Jónsson Eyrarbakka. A aðalfundi félagsins var gerð eftirfarandi tillaga: „Félagið vill eindregið hvetja stjórnvöld til raunhæfra framkvæmda viö byggingu brúar á ölfusárós. Fundurinn telur þessa brúargerð svo mikilvæga fyrir þessi byggð- arlög, bæði atvinnulega og félags- lega, að ekki megi dragast öllu lengur að hefja framkvæmdir.” Til áréttingar þessari tillögu má benda á, aö hinn fyrirhugaði togari er ætlaöur til atvinnubóta i þessum þrem sveitarfélögum, sem öll eru með fiskverkunar- stöðvar, sem skortir hráefni meginhluta ársins, en hafa hins vegar ekki hafnaraðstöðu fyrir slikt skip. Eftir að smiði stórrar hafnar i Þorlákshöfn er langt komin, er gert ráð fyrir að þetta nýja skip leggi þar á land afla sinn, og hon- um verði síðan ekið til vinnslu- stöövanna. Vegalengd milli hafn- Nöfn á nýja miðbæinn FJ-Reykjavík. Við umræður um nafngift á nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut sunnan Miklubrautar hafa eftirfarandi tillögur komið fram: Miðgarður Miðgarðar Miðmörk Esjuvellir Skúlabær Kringla Kringlubær. ar og vinnslustaðar er nú sem næst 50 km, hjá þeim sem lengst eiga, en 35 km þar sem stytzt er. Eftir að brúin kæmi yrði þessi vegalengd 12-25 km. Þá má einnig benda á, að miðað við væntanleg- an afla af þessu eina skipi, myndi flutningskostnaður lækka um u.þ.b. 2 milljónir króna við til- komu brúarinnar. Siguröur örlygsson heldur um þessar mundir málverkasýningu i Norræna húsinu. Opnaði hann sýningu sina 28. febrúar, en siðasti sýningardagur er nú á sunnudaginn 7. marz. Tiu myndir hafa selzt á sýningu Sigurðar, og keypti listasafn rikisins þrjár þeirra. Sýningin er opin frá klukkan tvö á daginn til tiu á kvöldin. Sigurður örlygsson hóf mjög ungur að leggja stund á myndlist og stundaði nám i Handiða- og myndlistarskólanum. Ariö 1974-1975 dvaldist hann i Bandarikjunum, og þaö er einmitt afrakstur þeirrar dvalar, er hann sýnir I Norræna húsinu. Myndin er af einu verkanna á sýningunni. háskólatölvunni Starfshópur um auðhringi er hópur einstaklinga, sem hafa komið sér saman um að vinna að öflun, greiningu og dreifingu upp- lýsinga um starfsemi, itök, um- svif og eðli fjölþjóðlegra auð- hringa, einkum þó þeirra, sem starfa á tslandi á einn eða annan hátt. Starfshópur þessi hefur sent Timanum svolátandi greinar- gerð: „Vegna frétta i fjölmiðlum um ákvörðun IBM, þ.e. International Business Machines, um að gefa Háskóla Islands peningagjöf og láta I té ókeypis afnot af tölvunni 360/30 i þrjú ár, telur starfshópur- inn sér skylt að vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi þetta mál: 1. Hin rausnarlega gjöf til Háskóla Islands, tölvan 360/30, hefur verið á leigu hjá Skýrslu- vélum rikisins og Reykjavikur- borgar i nokkur ár, og síðan i notkun hjá útibúi IBM á tslandi I nokkur ár til viðbótar. Þessi tölva er tæknilega úrelt, ill- seljanleg og dýr i rekstri, og þvi eðlilegt að borgað sé með henni. 2. Menntunaraðstaða i Háskóla tslands má aldrei miðast við hagsmuni utanaðkomandi að- ila. 3. Fjölþjóða fyrirtæki, s.s. IBM, gefa ekki slikar gjafir, nema það samræmist hagsmunum þeirra. Það er þvi álit „starfshóps um auðhringi” að viðbrögð IBM við tilraunum Háskóla tslands til að marka nýja stefnu i tölvumál- um sínum, séu til þess fallin að styrkja enn meir einokunar- stöðu þessa erlenda auðhrings, og þar með torvelda eðlilega þróun tölvumála i landinu. Með tilliti til aðdraganda og afleið- inga þessa máls, telur starfs- hópurinn að æðstu menntastofn- un tslendinga sé ósæmandi að þiggja þessa gjöf. Reykjavik, 4.3. ’76. F.h. starfshópsins. Ásmundur Ásmundsson, vcrkfr., Elias Daviðsson, kerfisfr., Freyr Þórarinsson, jarðeðlisfr., Guðrún Hallgrimsdóttir, verkfr., Pétur Gunnarsson, tölvari, Stefán Þorláksson, mennta- skólakennari, Svanur Kristjánsson, lektor, Sveinn Baldursson, vélvirki, Vilhelmina Loftsson, húsmóðir, Örn Ingvarsson, verkfr.” Kjarabardttunefnd námsmanna andvíg frumvarpi um námslán Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. Kjarabaráttunefnd námsmanna hefur lýst sig and- viga þessu frumvarpi, sem nefnd- in telur i veigamiklum atriðum i andstöðu við vilja námsmanna og verði til þess að skerða kjör námsmanna i framhaldsnámi frá þvi sem nú er. 1 tilkynningu frá kjarabaráttu- nefndinni segir m.a. svo um frumvarpið: „Frumvarpið eykur I engu rétt námsmanna frá þvi sem nú er, en skerðir hann að ýmsu leyti. Þannig inniheldur frumvarpið enga tryggingu fyrir námsmenn fyrir þvi, að námslánin nægi til lifsviðurværis. Samt er i frum- varpinu gert ráð fyrir svo ströng- um endurgreiðslum, að þess eru vart nokkur dæmi á venjulegum lánamarkaði. I frumvarpinu eru fjölmörg önnur atriði, sem ganga beinlinis i þá átt að skerða hag námsmanna. Kjarabaráttunefnd hefur þegar lagt fyrir þingmenn ýtarlega gagnrýni á frumvarp þetta og jafnframt komið á framfæri við þá drögum að frumvarpi, sem er i samræmi við vilja mikils meiri- hluta námsmanna. Með þessu fylgdi áskorun til þingmanna um að koma i veg fyrir það slys að frumvarp rikisstjórnarinnar verði samþykkt i óbreyttu formi, en ætlunin mun vera að keyra það i gegnum þingið á stytzta mögu- lega tima. Kjarabaráttunefnd hefur ákveðið að gangast fyrir almenn- um fundi námsmanna um frum- varp þetta miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17 i stúdentaheimilinu hjá Gamla Garði við Hringbraut. Skorar nefndin á námsmenn að fjölmenna og beita sér i þessu mikla hagsmunamáli.” Mosfellsprestakall: Sr. Sveinbjörn skipaður gébé Rvik — Þann 25. febrúar s.l. skipaði kirkjumálaráðherra séra Sveinbjörn S. Bjarnason prest i Mosfellsprestakalli I Kjalarnes- prófastsdæmi. Aðrir umsækjendur um embættiö voru: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Bragi Bene- diktsson og sr. Kolbeinn Þorleifs- son. Séra Sveinbjörn S. Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.