Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 5. marz 1976. TÍMINN 21 Atriði úr bailettnum Dauðinn og unga stúlkan, Helga Bernhard og örn Guðmundsson Önnur sýningin á list- dösunum n.k. þriðjudag i febrúar siðast liðnum ákvað Ljósmyndarafélag tslands að gera Jón Kaldal ljósmyndara að heiöursfélaga sinum. Jón Kaldal er gerður að heiöursfélaga Ljósmyndarafélagsins fyrir sitt sérstæða framlag til Ijósmyndagerðar á islandi og i tilefni þess að á þessu ári verður Jón Kaldai áttræður og Ljósmyndaraféiagið 50 ára. Jón Kaldai er einn af stofnféiögum Ljósmyndaraféiagsins og hefur siðan 1925 rekið Ijós- myndastofu að Laugavegi 11 i Reykjavik. 58 brautskráðir frá Háskólanum gébé Rvik — S.l. fimmtudags- kvöld var frumsýning I Þjóðleik- húsinu á nokkrum listdönsum, þar á meðai frumuppfærsla á nýj- um islenzkum ballett eftir Unni Guðjónsdóttur, en einnig stjórn- aði brezki ballettmeistarinn Alexander Bennett tveim ballett- um, Dauðanum og ungu stúlkunni og nokkrum atriöum úr Þyrni- rósu. önnur sýning verður n.k. þriöjudag, 9. marz. Dauðinn og unga stúlkan er fluttur viö tónlist Schuberts, en Alexander Bennett hefur samiö dansinn og stjórnaö ballettinum. Hann hefur starfaö sem gesta- ballettmeistari viö Þjóðleikhúsiö frá áramótum. Bennett æfði einnig og stjórnaöi þriöja liö sýn- ingarinnar, sem eru atriöi úr Þyrnirósu viö tónlist Tsjai- kovskis. Það eru íslenzki dans- flokkurinn og nemendur við List- dansskóla Þjóöleikhússins sem dansa, en alls koma um 30 manns fram i sýningunni. Cr borgarlifinu nefnist ballett Unnar Guðjónsdóttur, en hann er saminn viö tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, að viðbættri pop-tónlist. Leikmynd og búning- ar eru einnig eftir Unni. Með aðaldanshlutverkin fara Nanna ólafsdóttir, Auöur Bjarnadóttir og Randver Þorláksson, en auk þeirra dansa 8stúlkur úr Islenzka dansflokknum. Alexander Bennett er viö- kunnur dansari og ballettmeist- ari, var um skeið aöaldansari viö konunglega brezka ballettinn og ballettmeistari óperunnar i London. Hann hefur starfað sem ballettmeistari viöa um Banda- rikin, i Suöur-Afrlku, og siðustu tvö árin I Brasiliu, þar sem hann var ballettmeistari i RIó de Janeró. Bennett kom hingað til lands áriö 1970, og stjórnaöi þá listdanssýningu á vegum Félags isl. listdansara. Áfengisvarnardð: Smygl sjaldan meiraen ásíðustu árum Þar eð frétt frá Áfengisvarna- ráði virðist hafa valdið nokkrum misskilningi er rétt að taka fram eftirfarandi: 1) Landssambandið gegn áfengis- bölinu er ekki bindindissamtök heldur samstarfsvettvangur um 30 aðilja sem vinna vilja gegn þvi tjóni sem ofneyzla áfengis veldur. Meðal aðilja að Landssambandinu eru t.d. Al- þýðusambandið, Slysavarna- félagið og Læknafélag tslands, Kennarasamtökin, ISI, UMFI og Bandalag islenzkra skáta auk bindindisfélaga og kristilegra samtaka. 2) 1 bindindishreyfingunni á Islandi eru um 10.000 félagar. Fjölmennustu samtökin eru Góðtemplarareglan ásamt Unglingareglunni. önnur bindindissamtök eru Bindind- isfélag Islenzkra kennara, Bindindisfélag ökumanna. Hvita bandið, Islenzka bindindisfélagið og Islenskir ungtemplarar. Auk þess gera ýmsir söfnuðir ráð fyrir bindindi félaga sinna. 3) Afengisvarnaráði er að sjálfsögðu ljóst að meira er drukkið á Islandi en tölur frá ATVR gefa til kynna. Þar kemur til löglegur innflutning- ur flugliða, farmanna og feröamanna svo og smygl. Þessu er einnig þann veg háttaö I nágrannalöndum okkar og sjálfsagt viðast hvar i heiminum. Til að mynda veldur tollfrjálst áfengi, sem selt er á ferjum milli Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar, all- miklum vanda i löndum þess- um. Hvað smygi snertir má geta þess að likur benda til aö sjaldan hafi það verið meira en á siðustu árum. Hefur þó áfengisdreifing i landinu aldrei verið frjálslegri siðan um alda- mót og vinveitingahús aldrei fleiri. Töldu reyndar Bakkusardýrkendur á sinni tið að þau myndu leysa flestan vanda,- kenna fólki að drekka hóflega. Afengisvarnamenn hafa þó jafnan bent á þá staðreynd að slik hús kenna annað fremur en hófsemi, enda siðleysi ýmiss konar fylgifiskur vinveitinga og smygl gjarnan stundað i tengslum við löglegar áfengisveitingar. Frábær árangur íslenzks námsmanns í Bandaríkjunum SJ—Reykjavik — Blaöinu hefur borizt bréf frá Dartmouth College i Hanover, New Hampshire i Bandarikjunum, þar sem greint er frá frábærum námsárangri is- lenzks nemanda viö skólann, Björns Guðmundssonar nú i vet- ur. Enskukennari Björns, prófessor Schultz, hefur gefið honum sérstakan vitnisburð, sem er óvenjulegt um nemendur, sem skammt eru komnir i námi við skólann eins og Björn. Prófessor Schultz gat þess að Björn hefði sýnt næmt imyndunarafl, frábæra sjálfsögun, góða náms- hæfileika og hann heföi skrifað afbragðs ritgeröir, og lausn hans á prófverkefni hefði veriö snjöll. Björn las m.a. verk þeirra Shake- speares og Miltons. Björn Guö- mundsson er útskrifaður úr Rétt- arholtsskóla. gébé Rvik — Afhending prófskir- teina til 58 kandidata fór fram við hátiðlega athöfn i hátíðasal Há- skóla islands s.l. laugardag. Guðlaugur Þorvaldsson ávarpaði kandidatana og deildarforsetar afhentu prófskirteini. Háskóla- kórinn söng nokkur lög undir stjórn Ruth L. Magnússon. Eftir- taldir 58 stúdentar iuku prófum i lok haustmisseris við Háskóla is- lands: Embættispróf i læknisfræði: Aðalsteinn Asgeirsson, Anna Býörg Halldórsdóttir, Arni Tómas Ragnarsson, Arni Björn Stefáns- son, Bjarni Jónasson, Björgvin Asbjörn Bjarnason, Friörik Jóns- son Guðbjörn Björnsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Helgi Hauksson, Hilmir Hrafn Jóhannsson, Jón Hjaltalin Ólafs- son, Kristján Erlendsson, Páll Niels Þorsteinsson, Sigurður Arnason, Stefán Finnsson, Sveinn Magnússon og Uggi Þórður Agn- arsson. Embættispróf i lögfræði: Andrés Fjeldsted, Björn Baldurs- son, Dan Valgarð S. Wiium, Július Magnússon, Ólafur Sigur- geirsson, Pétur Kristján Haf- stein, og Rafn Hafsteinn Skúla- son. SJ—Reykjavik — islendingar eru þritugasta þjóðin i röðinni á lista yfir áfengisneyzlu i ýmsum lönd- um. Árið 1973 neyttum við 2.9 I af 100% áfengi á hvern íbúa að meðaltali. Aðeins fimm þjóðir eru fyrir neðan okkur: ibúar Perú, Mexikó. Kúbu og israel, en Tyrk- ir eru neðstir með 0,5 1 á mann. Hæstir eru Frakkar með 16,9 1. Pólverjar drekka mest þjóð- anna af sterkum drykkjum, eða 4,21 af 100% áfengi á mann. Italir og Frakkar drekka mest af létt- um vinum eða 109 og 106 1 á ibúa. Vestur-Þjóðverjar eiga metið i drykkju sterks öls með 147 1 á Kandidatspróf i viðskiptafræði: Aðalsteinn Helgason, Geir Thor- steinsson, Guðmundur Hannes- son, Guðmundur örn Hauksson, Guðrún Geirsdóttir, Gunnar N. Sveinsson, Jóhann B. Kristjáns- son, Jónas H. Jónsson og Steinvör Edda Einarsdóttir. BA-próf i heimspekideild: Eirikur Brynjólfsson, Elsa Sigriður Jónasdóttir, Erlingur Sigurðarson, Guðmundur Heiöar Frimannsson, Kristján Jóhann Jónsson, Magnús Rafnsson, Matthias Már Kristiansen og Sigriður T. Erlendsdóttir. BA-próf i sálarfræði: Gyða Jóhannsdóttir, Jón F. Sigurðs- son og Pétur Jónas Jónasson. Lokapróf i byggingarverkfræöi: Þorbergur Karlsson. BS-próf i verkfræði- og raunvisindadeild: Hermann Sveinbjörnsson, Sigurður Greipsson, Sigurður Guðmundsson, Laufey Hannes- dóttir, Margrét Kjartansdóttir, Snorri P. Snorrason og Ólafur Gunnar Flóvenz. BA-próf i almennum þjóðfé- lagsfræðum: Guðmundur Bjart- marsson, Gunnhildur Gunnars- dóttir, Katrin Pálsdóttir, Val- gerður Jónsdóttir og örlygur Karlsson. mann. Tékkar drekka 146 1 og Ungverjar 143 1 af sterku öli. tslendingar drukku samkvæmt þessum lista 2,51 á mann af sterk- um drykkjum. miðað við 100% áfengi. og 2 1 af léttu vini. Uppl. þessar eru frá Afengis- varnaráði. Bla boken. Þess skal getið. að þarna mun ekki meðtal- ið það áfengi. sem kemur toll- frjálst inn i landið með ferða- mönnum. flugfólki og sjómönn- um. Og að sjálfsögðu ekki smygl- að áfengi. Hvort við erum af- kastameiri á þeim sviðum en aðr- ar þjóðir. svo að það rugli röðinni á listanum, skal ósagt látið. 50 sveitarfélög eiga aðild að umferðarskól- anum Ungir vegfarendur — nærri 18 þúsund börn fá verkefni frá skólanum SJÖUNDA starfsár umferðar- skólans Ungir Vegfarendur er hafið, og þessa dagana eru fyrstu sendingar ársins að ber- ast börnum, sem eru i skólan- um. 50 sveitarfélög eiga aðiid að skóianum, og bættust 5 ný sveit- arfélög viö þetta ár. Þau eru: Reyðarfjaröarhreppur, Hofsós- hreppur, Stokkseyrarhreppur, Blönduóshreppur og ölfus- hreppur. t þessum 50 sveitarfé- lögum eru 17.771 bam á aldrin- um 3ja til 7 ára. Umferðarskól- inn Ungir Vegfarendur er bréfa- skóli, og fá börnin sendingar I febrúar, marz, april, mai, ágúst, september, október, nóvember og desember, og eru sendingar frá skólanum rúm- lega 100 þúsund talsins. Kostn- aður við skóiann er áætlaður á þessu ári 5,3 milljónir króna, þar af greiða sveitarfélögin 4,5 miiijónir en Umferðarráð 800 þúsund krónur. A þeim fjórum árum, sem börnineru i umferðarskólanum, fá þau send 25 verkefni. Verk- efnin eiga börnin að vinna með aðstoð foreldra. Lögð er áherzla á það, aö verkefnum sé haldið saman þessi fjögur ár og séu tekin fram öðru hverju til þess að rifja upp efni þeirra. Reykjavik hefur alla tið verið aðili að umferðarskólanum Ungir Vegfarendur, og þar hafa umferöarslys á börnum ekki aukizt, eins og meðfylgjandi tafla gefur til kynna, heldur hefur frekar verið um fækkun að ræða undanfarin ár: 1974 1975 Börn flutt á slysadeild 100 58 Slösuö 62 35 Ekki slösuð 38 23 Meiriháttarmeiðsli 41 18 Minni háttar meiðsli 21 17 Tilgangur með starfi umferð- arskólans er að kynna foreldr- um þau vandamál, sem barnið á við að striða i umferðinni, og að- stoöa þá I kennslu barna sinna i undirstööureglum umferðarinn- ar og leggja þar með grundvöll aö betri hegðun þeirra sem veg- farendur. Aukin áherzla hefur þvi verið lögð á foreldrafræðsl- una, og nú hafa verið samin ný foreldrabréf. 1 bréfum þessum eru útskýrð þau vandamál, sem börnin eiga við að glima sem byrjendur i umferð, og lögð áherzla á góða leikaöstööu fyrir börnin. Er þaö von Umferðarráðs að foreldrar kynni sér þetta efni vel. Fræðsl- an er foreldrum að kostnaðar- lausu, en unnt er að fá möppur undir verkefnin með þvi aö greiða 350 kr. inn á giróreikning Umferðarráðs nr. 83600. íslendingar í 30. sæti á lista yfir áfengisneyzlu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.