Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. marz 1976. TÍMINN 11 N V, (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Mjólk og markaður Á seinni árum hefur það orðið eins konar tizka meðal þeirra, sem minnst þekkja til hinna raun- verulegu atvinnuvega landsmanna, að fjargviðrast um of mikla framleiðslu búnaðarafurða. Sann- leikurinn er þó sá, að svo tæpt stendur með mjólkurframleiðsluna, að á þessum vetri hefur orð- ið að sækja mjólkurafurðir til Akureyrar til þess að metta markaðinn i byggðarlögunum við Faxaflóa. Að sjálfsögðu er ekki i kot visað, þar sem Ey- firðingar eru, þvi að ekki eru annars staðar betri mjólkurafurðir að fá. En á hinn bóginn eru þetta fyrirhafnarsamir aðdrættir og valt á þá að treysta, ef veðurguðunum rennur i skap. Nú getur meira að segja svo farið, að sú stöðvun á mjólkurvinnslu, sem verkföllin höfðu i för með sér, valdi smjörþurrð i landinu, og leiðir það hugann að þvi, að varla getur verjandi talizt að láta mjólk verða ónýta i upphafi verkfallssviptinga, öllum landslýð til stórtjóns. Sú vægð er til dæmis sýnd i frystihúsum, að vélum er haldið gangandi langan tima eftir að verkföll eru hafin, svo að ráðrúm vinn- ist til þess að semja, án þess að verðmætum sé fórn- að um skör fram. Svipað tillit ætti að taka, þegar mjólkurframleiðsla er annars vegar, og það þeim mun fremur sem launastéttir i landinu eiga engar sakir við bændur, og mjólkurleysið bitnar á al- menningi, þar á meðal fjölskyldum þeirra, sem tal- ið hafa sig knúna til þess að heyja launastrið sitt með verkföllum. Um það ættu að fara fram viðræð- ur meðan stund gefst milli striða, að til slikrar stöðvunar komi ekki aftur að tilefnislitlu. Aðrar orsakir þess, að framboð á mjólkurafurð- um er tæpast fullnægjandi eru að sjálfsögðu marg- vislegar. Fólki i bæjum og þorpum fjölgar, heyin frá siðast liðnu sumri eru viða miður góð, og margir bændur hafa haft tilhneigingu til þess að hverfa frá kúabúskap að fjárbúskap, þar eð þvi fylgir meira frjálsræði suma árstima. Þetta er þó óheppilegt af fleiri ástæðum en einni. Það væri illt afspurnar og þjóðinni allri tjón, ef að þvi ræki, að innlendur markaður fyrir mjólk og mjólkurafurðir yrði ekki fullnýttur, og það er viða varhugavert að fjölga sauðfé i sumarhögum, án umfangsmikillar hagaræktunar, rækilegrar rann- sóknar á beitarþoli og strangra ákvarðana um leyfilegan fjölda fénaðar. Þessarar varúðar mun að visu ekki þörf i öllum landshlutum, þvi að sums staðar eru sumarhagar taldir þola meiri beit en nú mæðir á þeim, en annars staðar mun þeim sannan- lega nú þegar ofgert. Þar sem svo er ástatt, verða afleiðingar svipaðar og á miðum, þar sem fiskur er veiddur um of. Fráleitast er náttúrlega að hverfa frá kúabúskap að fjárbúskap i sveitum, sem liggja vel við mjólkur- markaði, en hafa ekki þá sumarhaga sauðfénaði að bjóða, að þar sé á bætandi. Sá hörgull á mjólkurafurðum, sem gert hefur vart við sig i vetur hér syðra, er áminning um, hve litið má út af bera til þess, að mjólkurframleiðslan verði ónóg, og i sumum landshlutum hefur hún raunar verið það um skeið, svo sem sums staðar á Vest- fjörðum. Þetta er lika áminning um það, hve þeir menn, sem telja samdrátt i búskap hagfelldan, eru utan garna i þjóðmálaumræðum. Vonandi tekst að bjarga fiskstofnunum, svo að fiskibæir landsins geti vaxið og dafnað um ókomin ár með siaukinn mark- að fyrir búnaðarafurðir. ERLENT YFIRLIT Jackson þykir ekki nógu skemmtilegur En hann er í fremstu röð bandarískra þingmanna Jackson og frú. EFTIR úrslit prófkjörsins i Massachusetts virðast þrir menn keppa um það að verða frambjóðandi demókrata i forsetakosningunum i Bandarikjunum á hausti kom- andi. Þessir menn eru þeir Jimmy Carter, Henry Jackson og Hubert Humprey. Aður virtist Jimmy Carter vera sigurvænlegastur þeirra, sem hafa þegar gefið kost á sér, en Jackson bætti mjög stöðu sina með sigrinum i Massachus- etts, og getur þvi orðið Carter skeinuhættur. Humphrey tek- ur ekki þátt i prófkjörinu, en náist ekki samkomulag um neinn þeirra, sem keppt hafa i prófkjörunum, þykir liklegast að samkomulag verði um hann á flokksþinginu, sem til- nefnir frambjóðandann. Fyrir Humphrey er þvi ekki annað að gera en biða átekta og skipta sér sem minnst af hjaðningavigunum i sambandi við prófkjörin. Hann þarf, ef hann verður forsetaefni flokksins, að geta átt stuðning þeirra allra i kosningabarátt- unni. Eins og dæmið stendur nú, er það ekki ósennilegasta spá- in, að Carter yrði sigurvæn- legastur þeirra þremenning- anna sem frambjóðandi i for- setakosningunum. Það er heldur ekki ósennilegt, að hann myhdi reynast bezt sem forseti. Hann virðist liklegast- ur til að flytja með sér ný við- horf i Hvita húsið og opna það fyrir ferskara lofti en verið hefur þar um skeið. Humphrey og Jackson eru búnir að vera svo lengi i Washington, að þeir eru orönir samgrónir jarðveginum þar. Báðir eru þeir þó miklir hæfi- leikamenn og hafa reynzt vel á þingi. Verulegur munur er ekki á skoðunum þeirra, en Humphrey hefur þó tekizt aö hafa á sér frjálslyndari blæ i seinni tið. Einkum hefur Jackson fengið á sig hægri blæ, sökum afstöðu sinnar til alþjóðamála. En þó er sennilega minni munur á afstööu þeirra þar en yfirleitt er álitið. Þannig má ekki á milli sjá, hvor er meiri stuðningsmaður Israels. Mun- urinn á Humphrey og Jackson felst ef til vill mest i þvi, að Humphrey er miklu svipmeiri og fjörmeiri persónuleiki og þvi liklegri til að reynast betur i kosningabaráttunni. Aðal- gagnrýnin, sem hefur beinzt gegn Jackson er sú, að hann sé sviplitill og leiðinlegur og nái þvi ekki til fólks. Hann er t.d. litill ræðumaður og þykir bragðdaufur i sjónvarpi. Vafalaust er hann sá þessara þremenninga, sem yrði ólik- legastur til sigurs i forseta- kosningunum. Þvi er hins veg- ar haldið fram og getur það orðið honum til styrktar, að hvaða demókrati, sem er, eigi að geta sigrað annanhvorn þeirra Ford eða Reagan i kosningunum i haust. Fjórði demókratinn, sem getur haft möguleika til framboðs, eins og nú standa sakir, er Udall, ef honum tekst að sameina frjálslyndari arm demókrata um framboð sitt. Til þess eru nú auknar likur eftir úrslitin i Massachusetts, en þrátt fyrir það virðast þrir hinna áðurnefndu standa nú nær framboðinu en hann. ENDA þótt Jackson þyki leiðinlegur, getur hæglega svo farið, að hann veröi hlut- skarpastur á flokksþingi demókrata. Styrkur hans ligg- ur i þvi, að hann er heiöarleg- ur og vinnusamur, og getur bent á góðan starfsferil á þingi. Hann getur bent á, að hann hafi yfirleitt veriö rót- tækur i innanlandsmálum, t.d. alltaf stutt mál blökkumanna og verkalýðshreyfingarinnar og verið fyrstur þingmanna til aö láta umhverfismál og náttúruvernd til sin taka. Hann hefur lifaö óbreyttu og eyðslulitlu lifi. Þannig getur hann bent á, að hann hafi alltaf látiö sér nægja að lifa á þingmannslaununum einum saman, þvi að hann hefur látið ailar aukatekjur sinar renna i sjóö til styrktar námsmönnum i heimariki sinu. Á timum Watergatemálsins er ekki litill styrkur fyrir Jackson að geta bent á þetta. I utanrikismál- um hefur hann alltaf veriö sjálfum sér samkvæmur sem eindreginn andstæðingur kommúnismans og annarra einræðisstefna. Þrátt fyrir þetta er ekki vist, að utan- rikisstefna Bandarikjanna yrði ósveigjanlegri, þótt hann yrði forseti. Þannig má benda á, að Nixon tók upp breytta stefnu gagnvart kommúnista- rikjunum, þótt hann þætti ekki liklegur til þess fyrirfram. Það gæti gilt nokkuð svipað um Jackson og Nixon, að hann ætti auðveldara með að fá al- menning til að sætta sig við bætta sambúð, sökum þess, að menn treystu honum vegna fyrri afstöðu hans. JACKSON er kominn af norskum foreldrum i báðar ættir. Hann er fæddur i Everett i Washingtonriki 31. mai 1912 og veröur þvi senn 64 ára. Faðir hans var verka- maður og þurfti hann þvi snemma að fara að vinna fyrir sér. Hann lauk laganámi 1935 og var þremur árum siðar kosinn saksóknari og vann áer mikið álit i þvi starfi. Arið 1940 náði hann kosningu til full- trúadeiidar Bandarikjaþings og var endurkosinn þangað sex sinnum. Arið 1952 náði hann kosningu til öldunga- deildarinnar og hefur verið endurkosinn jafnan siðan. Hann hefur þannig átt sæti i fulltrúadeildinni i 12 ár og i öldungadeildinni i 24 ár. Meðal þingmanna nýtur hann mikils álits og er yfirleitt talinn einn áhrifamesti maðurinr. i öldungadeildinni. Um skeið var góð vinátta milli hans og Kennedybræðra og hafði John Kennedy látiö i ljós, að hann vildi helzt fá Jackson sem varaforsetaefni sitt i forseta- kosningunum 1960. Niðurstaö- an varð samt sú, að Johnson varð fyrir valinu. Eftir þaö kólnaði milli Jacksons og Kennedybræðra. Arið 1968 fór Nixon þess á leit við Jackson, að hann yrði varnarmálaráð- herra i stjórn sinni, en Jack- son hefur jafnan sýnt varnar- málunum mikinn áhuga. Jackson hafnaði þvi. Jackson var piparsveinn þangað til hann var 49 ára, en þá giftist hann fráskildri skrif- stofustúlku, sem var 21 ári yngri en hann. Þau hafa eign- azt tvö börn, dreng og stúlku. Jackson keppti að þvi að verða frambjóðandi demó- krata i forsetakosningunum 1972. Hann tapaði þá i öllum prófkjörum, en komst þó næst George McGovern á flokks- þinginu, þegar forsetaefnið var valið. Hann fékk þá 534 at- kvæði. Hann þarf að tvöfalda þessa tölu til þess að hljóta út- nefningu nú. Þ.Þ. Moynihan og Jackson — stuöningur Moynihans styrkti Jackson I Massachusetts. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.