Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. marz 1976. TÍMINN 15 „Heimsókn handan við Hraundranga” Svo nefndist kvikmynd, sem Ómar Ragnarsson sá um og var á sl. vetri I sjónvarpinu. Um myndina ætla ég mér ekki aö dæma. En nafn myndarinnar gefur mér ástæöu til aö rita þessar linur, þótt tilefniö sé ef til vill ekki stórvægilegt. Aldrei segir maöur „handan viö” fjall, nema hann eigi viö eitthvaö, sem er bak viö fjalliö, en ekki um þaö, sem aö honum snýr. Mér þótti þvi þessi nafngift næsta hláleg. Drangi og félagar hans (hinir drangarnir) eru ekki slöur Hörgárdals megin en öxnadals. Fjalliö er þarna örþunnt, og standa drangarnir upp úr fjalls- egginni meö smásköröum á milli, og sjást jafnvel úr báöum dölunum, þótt þeir hafi dálítiö aöra lögun, eftir þvl úr hvorum dalnum á þá er horft. Þykir mér þeir öllu frföari á aö lita Ur Hörgárdal, en hrikalegri og stórfenglegri úr Oxnadal séö. Málvenja þar um slóöir er aö tala um einn drang, aöaldrang- inn, sem jafnan er nefndur Drangi (eiginlega oröiö sér- nafn). Raunar eru drangarnir þrlr (fyrirutansmánippur). Yzt er litill drangur, oftast kallaöur Litli-Drangi. Þar næst Drangi sjálfur, langhæstur. Fremst (syöst) er Kistan (Dranga- kista), sem ekki er eiginlega drangur, heldur kistulaga klett- ur og sést öllu betur úr Hörgár- dal en öxnadal. Vanalega er talaö um Dranga, sem einn drangur væri. Fjalliö milli dal- anna, þar sem drangarnir sitja á, er nefnt Drangafjall eöa há- fjall. Hörgdælireiga þvl Dranga engu siöur en öxndælir. En llk- lega veröa aldrei landamerkja- þrætur um Dranga, þótt á þess- ari auraöld veröi jafnvel þrætur útafblásnum mel,en af Dranga er vlst litlar nytjar aö hafa, enda eru landamerkin þarna glögg. Drangi, eöa drangarnir, koma lltt viö sögu fyrri alda. Þó er dranganna getiö viö landnám i Hörgárdal (en ekki öxnadal). I Landnámu segir svo: „Maöur hét Þóröur slltandi. Hann nam Hörgárdal upp frá Myrká og of- an til Dranga (liklega hér fleir- tala) öörum megin”. Vafalaust hefir Þóröur búiö I Flögu, neöst i landnáminú, sbr. Flögusel, fremsta bæ sama megin dals- ins, en þar hefir veriö selstaöa frá Flögu. Þegar Landnámu sleppir hefi ég ekki getaö fund- iö, áö Drangi komi viö sögu. 1 þjóösögum Jóns Arnasonar (II, bls. 95-96, eldri útg. Leipzig 1864) er minnzt á Dranga, en nokkuö er þar málum blandaö. Þar segir svo: „Hjá Steinsstöö- um I öxnadal er tindur einn mjög hár, sem Drangur heitir. Sagt er, aö Grettir hafi eitt sinn klifraö upp á Dranginn og lagt þar til sannindamerkis hnlf sinn ogbelti og sagt, aö hvorttveggja skyldi sá eignast, sem sækti. Neöan máls stendur aö sr. Magnús Grimsson kalli tindinn Grettisgnipu og ber fyrir sig sögu öxndælings 1847. En ekki hefir sá verið fróður um stað- hætti, er setti Dranga niöur hjá Steinsstööum. I sóknarlýsingum Hins is- lenzka bókmenntafélags (sem Fjölnismenn gengust fyrir, aö prestar geröu á árunum 1839-1854) er Dranga getiö I sóknarlýsingu Bakkasóknar á þessa lund, er fjallinu og um- hverfinu hefir verið lýst: „Þessi klettastrókur er kallaður Hraundrangi, þar hann er beint upp frá þeim bæ (Hrauni) öxnadalsmegin, en upp frá Nýjabæ hins vegar I Hörgár- aáínum og sýnist gina yfir höfö- um mann, þar bærinn (Nýibær) stendur undir snarbrekktu fjall- inu”. Staðarbakki, þar sem myndin var tekin, er svolltiö skáhallt móti Dranga. Einnig blasir Drangi vel við bænum Flögu, sem er næsti bær viö Staöarbakka, lltiö eitt neöar I dalnum, en I Flögu ólst ég aö nokkru leyti upp, og varö Drangi mér til daglegs augna- yndis á að horfa. Sóknarlýsing sú, er ég hefi vitnað i, er ekki undirrituö, og þætti mér ekki ósennilegt, aö hún væri runnin undan rifjum Jónasar Hallgrimssonar. Eiöur fræöimaöur Guömundsson á Þúfnavöllum hefur getiö þess til, aö hún sé samin af Tómasi Asmundssyni, mági Jónasar. önnur skýrsla er um Bakkasókn eftir sóknarprestinn, Kristján Þorsteinsson á Bægisá. 1 henni er Drangi ekki nefndur, enda er lýsingin lltt nákvæm. Sama er aö segja um lýsingu sr. Gamall- elsÞorleifssonará Myrkársókn, aö þar er Dranga ekki getiö, en sú lýsing er einnig lítt merk. Steindór Steindórsson frá Hlööum, fyrrv. skólameistari, telur vitaskuld ekki Dranga fremur til öxnadals en Hörgár- dals I hinni skilmerkilegu bók, Lýsingu Eyjafjaröar (AK. 1949), er hann fjallar um dalina báöa og fjallið á millum þeirra. Llklega hefir Drangi ekki al- mennt veriö kenndur viö Hraun, fyrr en kvæöi Jónasar, Feröa- lok, varö kunnugt. Drangi virö- ist hafa veriö Hörgdælum hug- stæðari en Yxndælum, þvl aö þeir fyrrnefndu hafa oft minnzt hans I^ljóöum, Sigurgeir Sigurösson, er bjó alUengi I Nýjabæ, orti: Mörgum strangir stormar klfs steini I fang mér senda. Undir Dranga leiöir lifs llzt mér ganga á enda. Móti Dranga hinum megin Hörgárdals er fjallið Flögu- kerling (oftast kölluö Keriing- in). Er hún bústnari og meiri um heröar en Drangi og lltiö eitt hærri (1182 m á hæö, en Drangi 1075m). Er þeim stundum jafn- aö til hjóna. Um þau kvaö Kristján Þorsteinsson, er hokr- aöi á Framlandi, mesta ör- reytiskoti, afi Bjarnar Jónsson- ar, fyrrv. ráöherra: Hjónin bæöi brúnagrett blína yfir dalinn. Þeim var stæöi þarna sett, þeygi er aö ræöa um annan blett. Ég rita ekki þessar línur, sem nokkuö hefir teygzt úr, af nokkrum sveitametnaði, enda var Hörgárdalur og öxnadalur einn og sami hreppur, heldur blöskraöi mér, hve furðulega var fávislega aö oröi komizt, þar sem sumir menn skilja ekki svo algeng orö sem „handan við”. Jóhann Sveinsson frá Flögu. Ath. Fyrst ég fór aö skrifa um þetta, ætla ég til gamans og fróöleiks aö bæta viö þessari vlsu, er ég gleymdi aö geta um. Er hún einnig eftir Kristján á Framlandi um Drangakistu: Drangi kistu eina á og með vistir fulla. Marga lystir svoddan sjá, sveröa kvistur enginn má. Aö lokum vil ég benda veg- faröndum á, ef I Hörgárdal skyldu koma, aö vert er að skoöa Myrkárgiliö. En um þaö fellur Myrká milli Flögu og Myrkár, prestssetursins gamla. Þar I gilinu er foss, er Geirafoss (eöa Geirufoss) nefnist, einhver meðal allra hæstu fossa á land- inu og fagur aö þvl skapi, þótt hann sé litt kunnur. Giliö eða gljúfriö er og mjög sérkennilegt og hrikalegt. J.Sv. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10,22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir október, nóvember og desem- ber 1975, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif- stofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 2. marz 1976 Sigurjón Sigurðsson. cfþig Mantar bíl Til að komast uppi sveit.út á land eðai hinn enda borgarinnarþá hringdu i okkur ál r V r \ n j áL ] LOFTLEIDIR BÍLALEIGA Súcrsta bilalciga landsins q^|| ^21190 DATSUN _ 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Midborg Car Rental , Q , QOi Sendum I"”4-t2| Auglýsið í Tímanum Seljum í dag 1975 Mazda 929 Coupé 1974 Chevrolet Blazer Cheyenne V8 sjálfskiptur meö vökvastýri 1974 Chevrolet Nova 6 cyl. sjálfskiptur, vökvastvri. 1964 Scout II V8 sjálfskiptur, vökvastýri 1974 Vauxhall Viva De Luxe 1974 Chevrolet Vega station sjálfskipt. 1974 Chevrolet Vega 1974 Austin Mini 1974 Fiat 132 GLS 1800 1974 Fiat 128 Rally 1974 Volkswagen 1300 1974 Ford Econoline sendiferöa. 1973 Chevrolet Nova, sjálfskiptur meö vökvastýri. 1973 Pontiac Le Mans 2ja dyra 1973 Ford Escort station 1973 Chevrolet Chevelle 6cyl. sjálfskiptur meö vökvastýri 1974 Mercury Montego M X 2ja dyra V8, sjálfskiptur, meö vökvastýri. 1973 Scout II V8 sjálfskiptur, vökvastýri 1972 Chevrolet Blazer CST V8, sjálfskiptur meö vökva- stýri. 1972 Chevrolet Chevelle meö vökvastýri 1972 Oldsmobile Cutlass sjálfskiptur vökvastýri 1971 Plymouth Duster 6 cyl. sjálfskiptur. 1970 Vauxhall Viva GT. 1967 Taunus 17 m. Samband Véladeild Menntamálaráðuneytið, 3. marz 1976. Laus staða Kennarastaöa, ætluö hjúkrunarfræöingi, er laus til umsóknar við Fjölbrautaskólann I Breiðholti I Reykja- vík. Kennaranum er ætlað aö sinna kennslu og leiðbein- ingarstörfum á heilsugæslubraut skólans, m.a. i sam- bandi við verklega þjálfun nemenda aö sumarlagi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 3. april n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Útboð Tilboð óskast i smiði á gufuskiljúm, raka- skiljum og hljóðdeyfi vegna Kröfluveitu fyrir Orkustofnun. Otboðsgögn verða afhent gegn 5.000 kr. skilatryggingu hjá Virki h.f., Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásveg 19 og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, Reykjavik. Tilboðum skal skilað 22. marz 1976. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir viö að skipta um dekk þótt springi á bílnum.— Fyrirhafnarlaus skyndi- viögerð. Loftfyllíng og viðgerð í einum brúsa. Islenzkur leiðarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. ARMULA 7 - SIM1 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.