Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Föstudagur 5. marz 1976.
halda uppi hrókaræðum um geddur, ála og silunga.
Þannig virðist auðveldast að vekja áhuga hans. Má og
vel vera, að við komumst að einhverju áhugaverðu um
leið. ^
Morguninn eftir komst Holmes að raun um það, að við
höfðum alveg gleymt að taka með okkur flugu eða spón
til beitu við fyrirhugaða veiðiför. Þetta hindraði okkur
frá fiskdrætti þann daginn. Klukkan nálægt ellefu fór-
um við í skemmtigöngu, og Holmes fékk leyfi til að hafa
svarta loðhundinn með í förinni.
— Hér er staðurinn, sagði Holmes, er við komum að
stóru, tvöföldu hliði með gammi í skjaldarmerki, sem
gnæfði yf ir hliðinu. — Hr. Barnes segir, að gamla lafðin
fari í sína daglegu ökuferð um hádegisbilið. Vagninn
verður að hægja ferðina meðan hliðið er opnað. Þegar
vagninn er kominn gegnum hliðið, átt þú, Watson, að
stöðva ökumanninn með einhverri spurningu, sem þér
dettur í hug. Kærðu þig ekkert um mig. Ég ætla að
standa bak við runnann þarna og athuga hvað fyrir
augun ber.
Þetta varð ekki löng varðstaða. Eftir stundarf jórðung
kom stór, f jórhjólaður opinn vagn, sem ekið var niður
trjágöngin. Fyrir honum voru tveir gullfallegir gráir
hestar, hágengir og fjörugir. Holmes kraup bak við
runnann og hélt í hundinn. Ég stóð kæruleysislega á
veginum og sveif laði staf mínum. Hliðvörður hljóp til og
opnaði hliðið. Vagninn nam staðar, og ég fékk gott færi á
að sjá þá, er í honum voru. Ung kona með hörgult hár og
ósvíf nislegt augnaráð sat öðrum megin. Við hlið hennar
sat gömul kona, lotin í herðum, og svo dúðuð með sjölum
um höfuðog herðar, að óglöggtsá í andlit hennar. Þegar
hestarnir komu út á þjóðveginn, rétti ég upp höndina og
vagnstjórinn nam staðar. Ég spurði, hvort Sir Robert
væri heima á herrasetrinu. I sama bili kom Holmes f ram
og sleppti hundinum, sem stökk með feginsýlf ri að vagn-
inum og upp á vagnþrepið. En fagnaðarlæti hundsins
breyttust skjótt í reiðilegt urr, og hann glefsaði í sjölin,
sem voru fram undan honum.
— Akið af stað, haldið áfram, var sagt með hásri og
hrjúfri rödd. Vagnstjórinn sló í hestana og við félagar
stóðum eftir á veginum.
— Þá er þessu lokið, Watson, sagði Holmes um leið og
hann læsti saman festina og hálsbandið á hinum æsta
loðhundi. — Hann hélt, að það væri húsmóðir sín, en sá,
að það var ókunn persóna. Hundum skjátlast ekki.
— En þetta var karlmannsrödd, sem talaði, síagði ég.
— Alveg rétt. Við höfum fengið nýtt spil í höndina,
Watson, en nota verður það með allri gætni.
Félagi minn sýndist ekki hafa fleiri fyrirætlanir
þennan dag, svo að við gerðum alvöru úr veiðif örinni og
veiddum í Myllulæknum nógan silung f kvöldverð okkar.
Eftir kvöldverðinn sá ég, að Holmes hugði sér til ein-
hvers hreyf ings. Við héldum enn af stað sömu leiðina og
f yrr um daginn, veginn, sem lá að hliðinu við trjágöngin.
Dökkhærður, hávaxinn maður beið okkar þar, og reynd-
ist það vera kunningi okkar, John Mason þjálfari.
— Gott kvöld, herrar mínir, sagði hann. — Ég fékk
miðann frá yður, hr. Holmes. Sir Robert er enn ekki
kominn, en mér er sagt, að hans sé von í kvöld.
— Hversu langt er frá húsinu að grafhvelfingunni?
spurði Holmes.
— Hér um bil hálfur kílómetri.
— Ég héld, að við skeytum engu um húsbóndann, sagði
Holmes.
— En ég get ekki leyft mér það, hr. Holmes. Strax, er
húsbóndinn kemur, gerir hann boð eftir mér til að fá
nýjustu fregnir af Prinsinum.
— Ég skil þetta, og f yrst þannig stendur á, verðum við
að vera án yðar aðstoðar. Þér getið sýnt okkur graf-
hvelfinguna og horfið síðan burt.
Það var koldimmt og tunglsljóslaust, en Mason fylgdi
okkur alla leið, unz við sáum glóra í svarta hæð fram
undan okkur. Það var gamla kapellan. Við komum inn i
einhverja rúst, sem áður hefði verið forskyggni kapell-
unnar. Fylgdarmaður okkar staulaðist yfir múrsteins-
hrúgur á undan okkur, þar til við komumst inn í eitt horn
kapellunnar, þar sem brattur stigi lá niður í hvelf inguna.
Þegar hann kveikti á eldspýtu, kom í Ijós leiðinlegur
staður og draugalegur með röku og þungu lofti. Veggir
voru úr illa tilhöggnu grjóti, og bar mest á háum hlöðum
af líkkistum, ýmist úr steini eða blýi, og náðu hlaðarnir
víða upp undir bogadregið loftið, sem grilla mátti í yfir
höfðum okkar, Holmes hafði kveikt á Ijóskeri, og brá það
daufri birtu yfir þennan dauðra reit. Þaðglampaði víða
á skildi með áletrunum og skjaldarmerkjum þessarar
Omögulegt yðar hágöfgi!
BViarnir sprungu allir ! ■
tætlur.
Funduð þið lik
Geira?
Einvaldurinn Ming.i
En i
fjarlægu
þorpi...
Skattheimtumenn Mings
eru þarna, stela öllu frá
fólkinu.
Slapp einhver? Nei, enginn! |
/Þeir voru allir
drepnir.
FÖSTUDAGUR
5. mars
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Magnea Matthiasdótt-
ir les siðari hluta italska
ævintýrsins „Gattó pabba”.
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Spjallað við bændur
kl. 10.05. Gr handraðanum
kl. 10.25: Sverrir Kjartans-
son sér um þáttinn. Morg-
untónleikar kl. 11.00/
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Hof-
staðabræður” eftir Jónas
Jónasson frá Hrafnagili,
Jón R. Hjálmarsson les (6).
15.00 Miðdegistónleikar. Kon-
unglega hljómsveitin I
Kaupmannahöfn leikur
„Sögudraum”, hljómsveit-
arverk op. 39 eftir Carl Niel-
sen, Igor Markevitsj stj.
Filharmoníuhljómsveitin i
Stokkhólmi leikur Serenööu
í F-dúr fyrir stóra hljóm-
sveit op. 31 eftir Wilhelm
Stenhammar, Rafael Kube-
lik stjr.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
Spjall um Indiána. Bryndis
Viglundsdóttir byrjar frá-
sögu slna.
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands I
Háskólabiói kvöldið áður.
Stjórnandi: PállP. Pálsson.
Einleikari á pianó: Halldór
Haraldsson.a. Fornir dans-
ar eftir Jón Asgeirsson. b.
Pianókonsert nr. 2 i G-dúr
eftir Tsjaikovský. c.
Petrúsjka, balletttónlist eft-
ir Stravinsky. — Jón Múli
Amason kynnir.
21.30 Útvarpssagan:
„Kristnihald undir Jökli”
eftir Halldór Laxness. Höf-
undur les sögulok (17)
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (16)
22.25 Dvöl. Þáttur um bók-
menntir. Umsjón: Gylfi
Gröndal.
22.55 Afangar. Tónlistarþátt-
ur I umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
5. mars 1976
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós. Umsjónar-
maöur Guðjón EinarsSon.
21.40 i skugga fortiðarinnar.
(Mickey One). Bandarisk
biómynd frá árinu 1965.
Leikstjóri er Arthur Penn,
en aðalhlutverk leika
Warren Beatty, Hurd Hat-
field og Alexandra Stewart.
Mickey One er skemmti-
kraftur á næturklúbbi. Vin-
sældir hans fara þverrandi,
og hann hefur glatað sjálfs-
traustinu. Umboðsmaður
hans er i slagtogi við glæpa-
menn, sem hyggjast græða
á Mickey. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
23.15 Dagskrárlok.