Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 5. marz 1976. Baldur aö störfum viö 2 1/2 tonna bát. Timamynd Karl. Séö heim aö Hliöarenda. i bragganum iengst til vinstri smiöar Baldur stærri bátana. Timamynd Karl. Bátasmíðar og búskapur Rætt við Baldur Halldórsson, bátasmið og bónda á Hlíðarenda við Akureyri KS-Akureyri. Hlföarendi er fal- legt svcitabýli skammt frá Akur- eyri. Þar býr Baldur Haiidórsson ásamt konu sinni, Jóhönnu Lárusdóttur, og börnum. Þó svo aö Hliöarendi sé um 4 kilómetra frá sjó og f um 200 metra ofan sjávarmáls, hefur Baldur stund-. aö þar bátasmiöar um árabil ásamt búskapnum. Fréttamaöur Timans heimsótti Baldur nýlega og svaraöi hann góöfúslega nokkrum spurningum. — Hve lengi hefur þú búiö á Hliöarenda, og hvenær byrjaöir þú á bátasmíöinni? — Ég hóf búskap hér áriö 1951, og hófst þá þegar handa við báta- smíöarnar. Búiö var svo lftið, aö ég taldi nauðsynlegt aö hafa aukastarf með. Fyrstu árin sem ég bjó hér, stækkaði ég búið, byggði gripahús og viðbyggingu við Ibúðarhúsið. Það kom þannig af sjálfu sér, aö auknar fram- kvæmdir kröfðust meira fjár- magns. — Hvar læröir þú bátasmfðar, og hve marga báta hefur þú smið- aö um dagana? — Ég lærði á Akureyri á árun- um 1946-1950. Alls hef ég lokiö smiði á 44 bátum, allt frá smá- trillum upp I stærst 11 tonna dekkbát. Núeru einnig i smiðum hjá mér tveir bátar, annar 2 1/2 tonn, en hinn 6-7 tonna fram- byggður dekkbátur. — Hvað starfið þið margirað smiðunum? — Við störfum aöeins þrir við þær eins og er. Auk min starfa hjá mér synir minir tveir, Baldur og Halldór, og hefur Baldur þegar lokið námi i bátasmiði. — Hvernig hefur gengið að selja báta af þessari stærð? — Til skamms tima gekk það afskaplega vel, og var langt frá þvi aö ég gæti annaö eftirspurn eftirbátum. Þegar bezt lét, störf- uöu hjá mér alls átta menn við smiði bátanna. En snemma árs 1975 fór verulega að gæta sam- dráttar við smiðarnar, og varð ég þar af leiðandi að fækka verulega starfsliði. T.d. er stærri báturinn, sem ég er nú aö ljúka smiði á, óseldur. Það er mjög bagalegt, þar sem mikið f jármagn er bund- ið i bátunum. — Hvernig er háttað fyrir- greiðslu lánastofnana til báta- smiða, og siðar kaupenda? — Fyrirgreiðsla er aðallega með þeim hætti, aö þegar verk er vel á veg komið, leggur fisk - veiðasjóður ákveöna upphæð inn á útibú Landsbankans, sem endurlánar siðan bátasmiönum á vixlum. Þegarbátur er fullbúinn, lánar fisk veiðasjóður hins vegar 70% af matsverði bátsins. Einnig á kaupandi möguleika á að fá 15% af matsverði báts lánað úr byggðasjóði. — Hvaða ástæður telur þú vera fyrir minnkandi eftirspurn eftir smábátum? — Ég tel, að þar komi margt til. 1 fyrsta lagi minnkandi fiskgegnd á grunnmiðum landsins, i öðru lagi þrengd lánskjör og háir vext- ir, ásamtóhagstæðum lánum, og I þriðja lagi hefur fiskverö ef til vill ekki hækkað i hlutfalli við verölag báta og veiðarfæra. Nú, einnig mætti nefna, að með tilkomu hinna fjölniörgu nýju skuttogara hafi margir, er áður stunduðu veiöar á trillum og smærri bát- um, ráðið sig til starfa á þeim. — Hvernig finnst þér fara sam- an aö stunda bátasmiðar og bú- skap? — Persónulega finnst mér það hafa gefiztmjög vel. Þarna er um óskyld störf að ræða, og fjöl- breytni i störfum tel ég mjög nauðsynlega. Einnig hefur þetta komið sér vel, þar sem sveiflur hafa verið i báðum þessum grein- um, og hafi gengið stirðlega með aðra, hefur maður haft hina til að gripa i. — Að lokum Baldur. Telur þú, að smábátasmiði eigi enn framtiö fyrir sér? — Alveg tvimælalaust. Það hafa oft áður orðið sveiflur i þessu, og þóttástandið sé nú með alversta móti, tel ég að þessi stærð báta verði alltaf vinsæl. Ef ástand batnar hjá lánastofnun- um, og t.d. vextir lækkuðu jafn- hliða þvi að meiri fiskgengd yrði á grunnmið landsins með út- færslu landhelginnar i 200 sjómil- ur, horfi ég björtum augum fram á við, fullviss þess að eftirspurn eftir smábátum stóraukist að nýju. Sóley SK-8, smiðuð 1973, einn af stærstu bátunum, sem Baldur hefur smiðað. Ljósmynd Friðrik Vestmann. 6-7 tonna frambyggður dekkbátur, sem Baidur og synir hans eru aö ljúka smiði á. Timamynd Karl. Nýtt loðnuverð: 24 kr. fyrir frysta loðnu 50 kr. fyrir loðnuhrognin — fulltrúar kaupenda mótmæla lágmarksverði á loðnu til bræðslu gébé—Rvik — A sunnudagskvöld ákvaö yfirnefnd Verölagsráös sjávarútvegsins nýtt lágmarks- verð á loðnu til bræðslu og á ferskri loðnu til frystingar. Enn fremur var ákvebib lágmarks- verð á loðnuhrognum til frysting- ar. Veröið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, sem létu m.a. bóka eftirfarandi á fundinum: „Við mótmælum ein- dregið þessari verðákvörðun, þar sem enn er aukið á rekstrartap verksmiðjanna og fjárhagsstöðu þeirra stefnt I algjört öngþveiti, nema þær úrbætur, sem stjórn- völd hafa gefiö fyrirheit um, verði verulegar og komi skjótt til fram- kvæmda.” Eftirfarandi er lágmarksverð á loðnu til bræðslu eftirgreind timabil á loönuvertiö 1976: Frá 16. til 22. febrúar kr. 3,70 hvert kg Frá 23. til 29. febrúar kr. 3,40 hvert kg Frá 1. til 7. marz kr. 3,10 hvert kg Frá 8. til 14. marz kr. 2,80 hvert kg Frá 15. til 21. marz kr. 2,50 hvert kg frá 22. marz til vertiöarloka kr. 2,25 hvert kg Auk þess greiði kaupendur kr. 0,10 fyrir hvert kg 1 loönuflutn- ingasjóð frá 16. til 29. febr. og kr. 0,05 frá 1. til 14. marz. Verðiö er uppsegjanlegt með 4 daga fyrir- vara. Oddamaöur lét bóka eftirfar- andi: „Akvörðun þessi er tekin á þeirri forsendu, að rikisstjórnin beiti sér fyrir ráðstöfun á vett- vangi verðjöfnunarsjóös eða með öðrum hætti, sem fullnægjandi geti talizt til aö tryggja rekstur veiða og vinnslu.” Fulltrúar kaupenda létu hins- vegar bóka þetta: „Meirihluti yfirnefndar hefur við verð- ákvöröunina . sniðgengiö þau meginatriði, sem lögö skulu til grundvallar hverri verðákvörð- un, samkvæmt lögum um Verö- lagsráðsjávarútvegsins.enþess i staö samþykkt kröfur sjómanna og útvegsmanna um ákveðið lág- marksverð á loðnu til bræðslu, er þeir hafa sett sem skilyrði fyrir undirritun kjarasam ninga . Veröur aö vita slika málsmeðferö meirihluta yfirnefndar, er starfar sem fjölskipaður dómur.” Þá mótmæltu kaupendur verö- ákvörðuninni á þeirri forsendu, að aukið væri á rekstrartap verk- smiðjanna eins og áöur er sagt. 1 yfirnefndinni áttu sæti Ólafur Daviðsson, oddamaöur nefndar- innar, Páll Guömundsson og Tryggvi Helgason af hálfu selj- enda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. Lágmarksverð á ferskri loðnu til fiystingar var einnig ákveðiö á sunnudag, og gildir þaö frá 1. marz til loka loðnuvertiðar 1976. Skal hvert kg vera kr. 24.00. Mið- ast verðið við það magn, sem fer til frystingar samkvæmt þeim reglum, sem gilt hafa. Verðið var samþykkt með samhljóða at- kvæðum allra yfirnefndarmanna. Enn fremur var ákveðið, að lágmarksverð á loðnuhrognum til frystingar á yfirstandandi vertið skuli vera kr. 50.000 hvert kg. Verðið er miðað við þaö magn, sem fryst er. Verö á loðnu- hrognum var ákveðið af odda- manni, ólafi Daviðssyni, fulltrú- um seljenda, þeim Agúst Einars- syni og Ingólfi Ingólfssyni, en fulltrúar kaupenda, Arni Bene- diktsson og Eyjólfur Isfeld, greiddu ekki atkvæði meö fyrr- greindu lágmarksverði á loönu- hrognum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.