Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. marz 1976. TÍMINN 7 Agnar Guönason, blaöafulltrúi Búnaöarfélags Islands f ræöustól. Timamynd: PÞ. „ÝMISLEGT SEM ÉG HEF SKRIFAD UM LANDBÚNADARMÁL HEFUR VERIÐ RANGT" — sagði Jónas Kristjónsson, ritstjóri á fundi um landbúnaðarmól í Aratungu P.Þ.—Sandhóli — Framsóknar- félögin i Arnessýslu héldu al- mennan fund um landbúnaöar- mál i Aratungu sunnudaginn 22. febrúar s.l. eins og frá hefur veriö skýrt i blaöinu. Frum- mælendur á fundinum voru Agnar Guönason blaðafulltrúi, Jónas Jónsson ritstjóri, Björn Matthiasson hagfræöingur og Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Fundarstjórar voru Agúst Þor- valdsson, fv. alþingismaður Brúnastööum og Sigurður Þor- steinsson, Heiöi. Fundarritarar voru Böövar Pálsson, Búrfelli og Guðmundur Jónsson, Kóps- vatni. Jónas Kristjánsson ritstjóri tók fyrstur til máls af frum- mælendum og geröi verðlags- mál landbúnaðarins og sjávar- útvegsins að umræöuefni. Hann taldi að landbúnaðarvörur væru helmingi verðminni til út- flutnings, en afuröir sjávarút- vegsins, sagði, að bændur væru tekjuminni en landsmenn al- mennt. Þá gerði Jónas að umræðuefni fjármagn að baki hvers starfs- manns í hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins, og kvað fjár- magnið mest á bak við þá, er ynnu að landbúnaðarstörfum, en mfnnst i iðnaði. Siðan ræddi hann um mismun á veröi land- búnaðarvara hér og i Dan- mörku, og sagði, að þjóðin gæti ekki staðið undir „Ingólfsk- unni” í landbúnaðinum, og taldi heppilegra að framleiða 80% af landbúnaðarvörum hér og flytja hitt inn. Jónas Kristjánsson sagði eftir að hafa sagt frá striti siðustu missera: „Ýmislegt sem ég hef skrifað um land- búnaðarmál, sé ég að hefur ver- ið rangt”. Að lokum sagði Jónas, að það ætti að afnema niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum, en hækka i þess stað fjölskyldubætur. Næstur talaði Agnar Guðna- son, blaöafulltrúi, og ræddi m.a. umforystugreinar Jónasar Krist jánssonarog þær firrur sem þar kæmu fram. Agnar taldi að framleiðsla mjólkur mætti ekki vera minni en nú, og þvi mætti gagnrýna bændasamtökin fyrir það að reka ekki áróður fyrir auknum landbúnaði. Hann sagði, að færi svo, að land- búnaður ykist ekki, kæmi að þvi að skortur yrði á landbúnaðar- vörum hér. Þá nefndi Agnar, að ef deilt væri niður á hektara styrkjum norskra og islenzkra bænda, kæmi i ljós, að islenzki bóndinn hefði 11 þús. kr. á hvern ha„ en norski bóndinn 80 þús. krónur. Þá ræddi Agnar um siöustu forystugrein Jónasar, sem hann hafði ritaö um landbúnaðinn i Dagblaðið, en i þeirri grein skýrir Jónas frá verði nokkurra landbúnaðarvara i Danmörku og verðleggur islenzkar land- búnaðarvörur samkvæmt þvi. 1 greininni komst Jónas að þeirri niðurstöðu, að framleiðni is- lenzks landbúnaðar væri ekki 5 milljarðar, heldur 2 milljarðar á ári. Agnar spurði i þessu sam- bandi, hvort Sviar notuðu danskar viðmiðunartölur, þegar þeir reiknuðu út framleiöslu eigna landbúnaðar. Að lokum sagöi Agnar, að vissulega mætti margt betur fara i islenzkum landbúnaöi, bæta þyrfti innlend- an fóðuriðnað og margt fleira. Þá tók Björn Matthiasson hagfræðingur til máls og ræddi fyrst um þróun islenzks land- búnaðar, þúfnabana og fleiri vélar, sem komið hafa i stað fólksins og sagði að þrátt fyrir þessa breytingu væru bændur tekjulægsta stétt þjóðfélagsins. Siðan fór Björn með framleiðslu og niðurgreiöslutölur og sagðist vera þeirrar skoðunar, aö halda bæri uppi landbúnaðarfram- leiöslu hér á landi með innan- landsmarkað einan i huga. Jónas Jónsson ritstjóri talaði siöastur frummælenda. 1 upp- hafi máls sins ræddi hann um þekkingarleysi Jónasar Krist- jánssonar á landbúnaðarmál- um, sem nægt hefði honum i tuttugu leiðara i blöðum sinum tveim, og kvaðst hann vonast til þess, að hann þyrfti ekki þriðja blaðið! Jónas ræddi siöan um hina miklu möguleika til búskapar hér á landi, og taldi, aö landið væri einstakt gras- ræktarland, og vitti jafnframt vantrú á landið. Jónas las þvi næst upp úr leiðara nafna sins, sem nefndist „Sjálfsafgreiðslan mikla”. Hann beindi þeirri fyrirspurn til Jónasar Kristjánssonar, hvaða atvinnugrein gæti tekið við að landbúnaðinum. Að lokum sagði Jónas Jóns- son aö sér gremdist mest af öllu það vanmat, sem kæmi fram, hjá mörgum varðandi eina af höfuðatvinnugreinum landsins. Fjölmargir tóku til máls i hin- um frjálsu umræðum og bar þar margt á góma. Fjölmenni var mikið á þessum fundi, eða um 300 manns. Meðal þeirra, sem tóku þátt I frjálsum umræöum á fundinum, var Helgi Haraldsson á Hrafnkels- stöðum. Helga var vel fagnað, þegar hann steig f pontu. Til hliðar við Helga eru frummælendurnir, Björn Matthiasson, hagfræðingur, Jónas Kristjánsson, ritstjóri, Agnar Guðnason, blaðafulltrúi og Jónas Jónsson ritstjóri. Timamynd: PÞ. Vorkaupstefnan í Leipzig: Sjálfvirkni og vísindatæki skipa veglegan sess á sýningunni Frá haustsýningunni I Leipzig 1975. Neyzluvörur eru sýndar í 16 verzl- unarhúsum á miðju sýningarsvæðinu. SJ-ReykjavIk Vorsýning Kaup- stefnunnar i Leipzig veröur haldin dagana 14.-21. marz 1976. Yfir 900 framleiðendur og útflytj- endur frá 60 löndum hafa tilkynnt þátttöku. Einnig munu viðskipta- menn, visindamenn, tæknifræð- ingar og sérfræðingar frá um 100 þjóðlöndum sækja sýninguna. íslendingar taka nú i 20. skipti þátt i sýningunni i Leipzig og hefur Útflutningsmiðstöð iðnað- arins annazt undirbúning að þessu sinni. Samband Islenzkra samvinnufélaga sýnir þar ullarfatnað, gærur og húðir, ásamt sýnishornum af fiskimjöli. Sölustofnun lagmetisiðnaðarins sýnir grásleppukaviar og fl. og fyrirtækið Triton sýnir einnig niðursuöuvörur. Þá verður á sýn- ingunni upplýsingabæklingar frá Glit. Tækni- og neyzluvörur verða sýndar á 340.000 ferm. gólfgleti. Sýndar eru nýjungar i iðnaðar-, framleiðslu- og neyzluvarningi, svo og visinda og tækniframfarir sem miða að bættari lifskjörum. Alþjóðleg viðskipti og sam- vinna fær mikilvægan stuðning með sifellt aukinni hagræðingu og samvinnu sósialistarikjanna. CMEA löndin hafa á árunum 1970- 1975 náð bezta árangri sinum á sviði framfara og hagræðingar CMEA löndin munu sýna mikið af samvinnuframleiöslu sinni, svo sem: verkfæri, rafmagnstæki, sjálfvirk tæki, þungavélar, landbúnaöartæki o.fl. Aöeins fáum vikum fyrir 9. þing Sameinaða sósialistaflokksins munu yfir 4000 erlend fram- leiðslu- og útflutningsfyrirtæki og framleiðendur frá A-Þýzkalandi sýna á vörusýningunni i Leipzig árangur siðustu 5 ára áætlunar þeirra og framtiðaráform. A-Þýzkaland er nú i 10. sæti meðal þjóða heims hvað varðar iðnaðarframleiðslu og i 7. sæti meðal þjóða Evrópu. Meðal helztu sýningarmuna á vorsýningunni i Leipzig má nefna: Vélaverkfæri, matvæla- framleiðslu og pökkunarvélar, málmiðnaðarframleiðslu, þunga- vélar, rafmagnsvöruframleiðslu, sjálfvirkni vélar og tæki, tölvur, skrifstofuvélar, landbúnaðar- og byggingavélar og verkfæri og allskonar neyzluvörur. Þátttaka meira en 2.200 sýningaraöila frá 27 Evrópu- og vestrænum iðnaðarlöndum sanna hinn mikla áhuga á alheims viðskiptastaðnum Leipzig. Ennfremur mun um helmingur þessara landa hafa opnar opin- berar upplýsingadeildir, þeirra á meðal: Frakkland, Bretland, Italla, Austurriki, Belgia, Japan, Holland, Bandarlkin og Astralia. 1 fyrsta sinn mun Viðskipta- ráðuneyti Bandarikjanna standa fyrir samsýningu á sviði sjálf- virkni og tækjabúnaðar fyrir vis- inda- og rannsóknarstofur alls konar. Sex sameiginlegar deildir brezkra útflytjenda munu verða i Leipzig undir stjórn Viðskipta- ráðuneytis Bretlands. Ferðamiðstöðin hf. Aðal- stræti 9, simi 11255 skipuleggur ferð á vorsýninguna i Leipzig 1976 og hefur nú þegar útvegaö gistirými meðan á sýningunni stendur. Að venju eru kaupstefnukort v/vorsýningarinnar i Leipzig af- greidd á skrifstofu Kaupstefn- unnar — Reykjavik hf. Hafnar- stræti 5, simi 11517. Skátar stofna styrktar- félag gébé Rvik — Skátasamband Reykjavikur hefur ákveðið að stofna styrktarfélag eldri skáta. Tilgangurinn meðstofnun styrkt- arfélagsins er fyrst og fremst sá, aö styrkja vaxandi starf i ört stækkandi borg, en Skátasam- bandið býr við rýran f járhagsleg- an kost. Þá er tilgangurinn einnig sá, að koma til móts við óskir fjöl- margra eldri skáta og velunnara hreyfingarinnar, sem vilja halda sambandi við hana og leggja lið þvi þjóðþrifastarfi, sem skáta- starfið er, segir i tilkynningu frá Skátasambandinu. Einnig má lita á félagið sem til- raun til að koma á sambandi við það fólk, sem gjarna vill taka upp þráðinn að nýju og starfa að mál- efnum hreyfingarinnar. Argjald styrktarfélagsins er 1500,00 kr., sem er hið sama og árgjald Skátafélaganna i Reykjavik. Leiðrétting I frétt um stofnun kattavina- félags i Reykjavik var ekki rétt fariö með fjölda stofnfélaga. Þeir eru fleiri en sagt var, eða alls 80. Leiðréttist þetta hér með.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.