Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 5. tnarz 1976. TÍMINN 13 Mjólkinni hellt niöur. Tlmamynd Karl. VERKFÖLL ERU OG VERÐA ALLTAF TIL SKADA — segir Haukur Halldórsson bóndi f Sveinbjarnargerði KS—Akureyri — Haukur Hall- dórsson, bóndi I Sveinbjarnar- gerði á Svalbarösströnd, er einn fjölmargra kúabænda, sem urðu fyrir óbætanlegu tjóni vegna verkfallsins. 80-90 mjólkandi kýr eru i Sveinbjarnargerði, auk um 50 kálfa og geldneyta. Mjólkur- magnið úr kúnum er nálægt 1000 litrum á dag. Mjólkurtankar eru þar fyrir um 3600 ltr., en auk þess reyndiHaukur að geyma 4000 ltr i plastpokum, sem hann setti i plasttunnur og gróf i snjóskafl skammtfrá bænum. Allri þessari mjólk hefur bóndinn nú orðið aö hella niður, þar sem verkfallið hefur dregizt á langinn og ekki fengizt leyfi til að vinna úr mjólk- inni. Verðmæti mjólkurinnar, sem farið hefur I súginn á þessum bæ, er liðlega hálfrar milljón krdna virði. Fréttamaður Timans hitti Hauk að máli, skömmu eftir að hann hafði lokiö við að hella þess- um verðmætum niður, og spurði hann álits á verkfallinu. — Verkföll eru að minum dómi öllum til skaða. Bændur eru lág- launastétt, og viö megum illa við þeim búsifjum, er við höfum nú orðið fyrir. Hjá okkur er þetta bein kjaraskerðing. Við verðum að gefa skepnunum sama magn af fóðri og áður, þótt við losnum ekki við afurðimar. Tökum sem dæmi, að stæði verkfall yfir i hálf- an annan mánuð og ég orðið að hella niður allri mjólkinni á þeim tima, hefðu svo að segja allar minar árstekjur mnnið út i sand- inn. Er slikt forsvaranlegt? Það má ef tilvillsegja, að verkföll hafi verið nauðsynleg aðgerð fyrir 30-40 árum, en undanfarin ár hafa þau ekki reynzt verkafólki það vopn i kjarabaráttunni, að dugað hafitil kjarabóta. Kjarasamning- ar gerðir undir verkfallsaðgerð- um eru alltaf nauðungarsamn- ingar, sem fólk telur sér yfirleitt ekki skylt að hsilda. Sú er lika raunin, að bæði átvinnurekendur og verkalýðsforystan eru pressuð til samninga, eftir að út i verkfall er komið. Stóran galla á kerfinu tel ég vera, að launþegasamtökin skuli ekki öll vera með sama samningstima. þvi að meðan svo er ekki, geta smáhópar launþega lamað og jafnvel stöðvað stórar atvinnu- og þjónustugreinar. ASl-forustan talar mikið um lág- launastefnu, þ.e.a.s. að bæta hag hinna lægstlaunuðu, en raunin er hins vegar sú, aö hún framfylgir alls ekki láglaunastefnu I reynd að minum dómi. Hinar svokölluðu launajöfnunarbætur vom upphaf- lega greiddar til að jafna launa- misrétti, en siðan gerist það, að allir fá þessar bætur. Svona að- geröir álit ég alls ekki launajöfn- unarstefnu I framkvæmd. Bænd- ur áttu einnig að fá, og fengu sumir hverjir láglaunabætur, en framkvæmd þeirra var hreint út sagt skripaleikur. Ég álit einnig, að launamisrétti sé alltof mikið. Hvaða réttlæti er i þvi að vissir starfshópar hafi margföld laun bænda og verkamanna, og hvaða rök em fyrir þvi, að t.d. mjólkur- fræðingar og kjötiðnaðarmenn, er vinna úr afuröum bænda, hafi langtum hærri laun en þeir? Og fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að fyrir erfiðustu og sóöalegustu störfin bera menn ævinlega minnst úr bitum, þó svo að þau störf séu jafnnauðsynleg öðrum störfum þjóðfélagsins. A.S.Í. tel ég einnig hafa mis- stigið sig viðvikjandi skattalækk- ununum. Láglaunamenn hafa yfirleitt svo litlar tekjur, og þar af leiöandi lága skatta, að það atriði skiptir þá sáralitlu máli. Hins vegar veldur það minnkandi samneyzlu, sem er mjög til óhag- ræðis fyrir láglaunafólk. Ég álit, að rikisstjórnin og atvinnurek- endur hafi allt of seint farið af stað til móts við launþegasamtök- in I upphafi vinnudeilanna. A.S.l. hafði gefið upp ákveöna samn- ingspunkta með nægum fyrir- vara, en þeim var ekki sinnt i tima. Aðlokum þetta: Verkalýðs- leiötogi nokkur lét svo um mælt fyrir skömmu, að samningarnir og verkfallsaðgerðirnar færu vel og hátiðlega fram, en ég sé afar litið hátiðlegt við það að þurfa að hella niður verðmætum fyrir mörg hundruð þúsund krónur. En hátiðleg verður hins vegar sú stund, er við íslendingar losnum við verkföll og vinnudeilur og það óbætanlega tjón, er það veldur þjóðfélaginu i heild. Úr fjósinu i Sveinbjarnargerði. Timamynd Karl. Haukur bóndi grefur m jólkurtunnur I snjó. Tlmainynd Karl. Raunvísindastofnun Háskólans skipt í fimm rannsóknarstofur SJ-ReykjavIk Um siðast liðin áramót tók ný reglugerð um Raunvisindastofnun Háskólans gildi, og skiptist hún i fimm rann- sóknastofur: jarðvisinda-, eðlis- fræði-, stærðfræði-, efnafræði- og reiknistofu. Raunvisindastofnun Háskólans var stofnuö árið 1966 Fyrirrenn- ari stofnunarinnar var Eðlis- fræðistofnun Háskólans, sem var stofnuð árið 1957 jafnt og prófess- orsembætti I eðíisfræði. Prófessorsembætti þessu hefur Þorbjörn Sigurgeirsson gegnt frá upphafi. Frá þvi að RH var stofnuð, hefur Magnús Magnússon prófessor gegnt þar forstöðu og leitt stofnunina farsællega I gegn- um fyrsta áratuginn. Hefur stofnunin dafnað vel og sannað tilverurétt sinn margsinnis. Nú starfa 70 manns við stofnunina. Forstöðumenn rannsóknastof- anna hafa nýlega verið kjörnir til fjögurra ára, og eru þeir: Siguröur Þórarinsson fyrir jarðvisindastofu, Páll Theodórs- son fyrir eðlisfræöistofu, Eggert Briem fyrir stærðfræðistofu, Sig- mundur Guöbjarnason fyrir efna- fræðistofu og Oddur Benediktsson fyrir reiknistofu. Formaður stjórnar stofnun- arinnar er kosinn af deildarráði Verkfræði- og raunvisindadeild- ar, og var Sveinbjörn Björnsson kosinn til næstu fjögurra ára. Stjórn stofnunarinnar skipa stjórnarformaöur, forstöðumenn rannsóknastofa og einn fulltrúi kosinn til eins árs i senn af öllum starfsmönnum stofnunarinnar. Þessi fulltrúi er nú Sigrún Helga- dóttir. Stjórn stofnunarinnar fjallar um öll sameiginleg málefni rannsóknastofa, samþykkir rekstraráætlanir stofanna, til- lögur um fjárveitingar og skipt- ingar þeirra milli stofanna og staðfestir reikningsyfirlit liðins árs. Stjórnin markar stofnuninni stefnu i rannsóknum og hvað snertir val meiri háttar verkefna. ,Hún skipuleggur samstarf stof- anna eftir ástæðum og tekur ákvörðun um sameiginleg rannsóknarverkefni. 1 nýju reglugerðinni er heimilaö að ráða framkvæmda- stjóra til að sjá um almennan rekstur stofnunarinnar, og skal framkvæmdastjórnun vera aðal- starf hans. Búið er að auglýsa þessa stöðu og umsóknarfrestur rann út 15. fébrúar s.l. Atta umsækjendur sóttu um stööuna. Karlakór Keflávikur og Karlakórinn Þrestir iHafnarfirði efna til óvenju fjölbreyttra tónleika, sem verða haldnir i Bæjarblói, Hafnarfirði, föstudagskvöldið 5. marz og I Félagsblói, Keflavlk, laugardaginn 6. marz. Auk framangreindra kóra, sem syngja bæði sitt I hvoru lagi og sameiginiega, mun koma fram blandaður kór frá Hafnarfirði, tvöfaldur kvartett frá Keflavlk og einsöngvararnir Inga Maria Eyjólfs- dóttir, Hafnarfirði, og Ilaukur Þórðarson, Keflavik, sem syngja einsöng og tvlsöng. Stjórnendur kóranna eru Gróa Hreinsdóttir og Eirlkur Sigtryggsson og undirleikarar m.a. Agnes Löve, Gróa Hreinsdóttir og Ingvi Steinn Sigtryggsson. Með tónleikahaldi þessu er stefnt að nýbreytni I samstarfi kóra og I tónlistarllfi Hafnarfjarðar og Keflavlkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.