Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. marz 1976. TÍMINN 3 Engar víðræður fyrr en atkvæða- greiðsla hefur farið fram í öllum félögunum gébé Rvik. — Ég ræddi viö sáttasemjara i dag, en fyrr en atkvæöi hafa verið greidd i öll- um sjómannafélögum, veröur ekki boðað tii samningavið- ræðna, sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Islands i gærkvöld. — Það eru aðeins tvö félög, sem ekki hafa tekið afstöðu til samninganna enn, sagði Jón. — Það er Sjó- mannafélag Eyjafjaröar og sjó- mannadeild verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, en bæði þessi félög frestuðu samningunum. Félagsfundir hafa ekki verið boðaðir i þessum félögum enn, og mun nií unnið aöþviað kynna sjómönnum samningana. Þá kvaðst Jón hafa fengið loforð um það hjá Útvarpinu, að þar yrðu samningarnir kynntir rækilega, en engin ákvörðun hefði verið tekin um það, hvort slik kynning færi fram i sjón- varpi. Frá æfingu. Ragnheiður Steindórsdóttir sem ófelfa, John Gaffikin- Cowan sem Hamlet og Sigurborg Sigurbjarnardóttir sem drottningin, móðir Hamlets, eti þau stunda öll nám i enskudeild Háskólans. Stílfærður Hamlet í Félagsheimili Seltjarnarness Hinn 7. marz 1976 verður frum- sýnt I Félagsheimili Seltjarnar- ness leikritið Hamlet eftir Willi- am Shakespeare i leikgerð Charles Marowitz. Sýningin er á vegum enskudeildar Háskóla Is- lands og er verkið flutt á ensku. Enskudeild Háskólans hefur áður flutt leikrit, veturinn 1973-’74 voru flutt verkin The Beaux’ Strata- gem eftir Farquhar og The Duch- ess of Malfi eftir Webster. Leikgerð Charles Marowitz er mjög ólik hinu upprunalega verki. Að visu er allur textinn tek- inn úr verkinu, en honum er rugl- að, hann stokkaður upp, sum til- svör lögð annarri persónu I munn en upphaflega var, og allt er þetta flutt i afar and-natúraliskum stil. Hugmyndin að baki þessarar leikgerðar er sú, að Hamlet i sinni upphaflegu mynd sé orðið óvirkt leikrit, m.a. vegna þess að það er orðið alltof kunnuglegt. Þess vegna sé ómaksins vert að taka verkið til róttækrar endurskoðun- ar og lita á persónuna Hamlet frá dálitið öðru sjónarhorni en gert er i upphaflega verkinu. Með þessu er verið að reyna að gæða texta Hamlets nýju lifi. Sýningu þessari stjórn þau Nigel Watson og Inga Bjarnason, en leikendur eru nemendur við Enskudeild Háskólans og nokkrir fleiri áhugamenn. Sýningunni er ætlað að gleðja augað ekki siður en eyrað, og er það skoðun þeirra, sem að henni standa að hún geti orðið áhorfendum að gagni jafn- vel þótt þeir skilji ekki allan þann texta, sem fluttur er. Sýningar verða 7. marz kl. 9,11. marz kl. 9, 12. marz kl. 9 og 14. marz kl. 9. Stórauka verour upp- byggingu þjóðvega — segir í ólyktun Búnaðarþings MÓ-feeykjavik— 1 gær var sam- þykkt á búnaðarþingi ályktun, þar sem skorað er á samgöngu- ráðherra, alþingismenn, lands- hlutasamtökin og Vegagerð rikis- ins að leggja stóraukna áherzlu á uppbyggingu þjóðvega i byggðum landsins almennt, og sérstaklega þar sem snjóþungi hamlar sam- göngum mikinn hluta vetrar. Jafnframt skorar þingið á sam- gönguráðherra og Vegagerð rikisins að breyta gildandi regl- um um snjómokstur, þannig að Vegagerð rikisins greiði þrjá fjórðu hluta kostnaðar við snjó- mokstur á snjóþungum flutnings- leiðum, I staö þeirra helminga- skipta, sem nú gilda. Einnig veröi tekiö tillit til breyttra aðstæðna varðandi mjólkurflutninga og akstur skólabarna frá þvl gild- andi reglur voru settar. Þá verði verkstjórum heimilað, i samráði við 'sveitarstjórn, að láta framkvæma mokstur á ein- stökum vegum, ef þeir eru aðeins lokaöir á fáum stöðum. Hamli veöur snjóruðningi þá daga, sem opna skal vegi, verði mokað næsta færan dag. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags Islands að fylgja þessu máli fast eftir. Borgarfulltrúar íhalds og Alþýðuflokks: Vilja áframhaldandi viðskipti við Breta FJ-Reykjavik. Á fundi borgarstjórnar I gær var felld tillaga frá þeim Alfreð Þorsteinssyni (F) og Sigurjóni Péturssyni (Ab) um að meðan Bretar fari með ofbeldi á tslandsmiðum, yrði stefnt að þvi að innkaup Reykjavíkurborgar yrðu ekki gerð i Bretlandi. Miklar umræður urðu um tillöguna, og lögðust fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, með Birgi Isleif Gunnarsson borgarstjóra I broddi fylkingar, gegn henni, og fylgdi þeim borgarfullfrúi Alþýðuflokks- ins, Björgvin Guðmundsson. Búnaðarþing ályktar: Niðurgreiðslur búvöruverðs ákveðsn prósenta af verði hverrar vöru til neytenda Mó-Reykjavlk — „Búnaðarþing vekur athygli á þvi, aö niður- greiðslum, sem stjórnvöld á- kveða hverju sinni til að halda gébé Rvik — Eftir nokkurt þóf felldu sjómenn kjarasamningana með 68 atkvæðum gegn 56. en þá tók trúnaðarráð og stjórnir sjó- mannafélaganna I taumana á hverjum stað fyrir sig og frestuðu verkfalli, sagði Alexander Stefánsson, fréttaritari Timans i Óiafsvik. Það verður sennilega ekkert gert meira i samninga- málum á þessari vertið, en nýja samningsuppkastiö látið gilda. Bátarnir fóru allir út á veiðar i gærmorgun, sagði hann. — Eftir það slæma ástand sem verið hefur hér i atvinnumálum allt siðan i haust, sagöi Alexand- er, og einnig f janúarmánuði, kom þetta þriggja vikna verkfall eins og rothögg. Bátarnir voru rétt að byrja vetrarvertiðina, þegar verkfallið skall á, á bezta vertíð- artimanum. Þetta er mjög alvar- legt fyrir staði, sem byggja svo Rannsókn Alþýðu- banka- málsins að Ijúka Gsal-Reykjavik — Að sögn Sverris Einarssonar saka- dómara er rannsókn Alþýðu- bankamálsins svonefdna vel á veg komin, og kvaðst Sverrir vonast til að ljúka rannsókn málsins fyrri hluta næstu viku og senda það þá til rikissak- sóknara, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Svo sem kunnugt er, óskaði bankaráð Alþýðubankans eftir opinberri rannsók'n d viðskiptum bankans, eftir að báðum bankastjórunum var vikið úr starfi, en rannsóknin i sakadómi fólst m.a. i þvi, hvort þeir hefðu framið sak- næmt athæfi. Sverrir Einarsson vildi ekki tjá sig frekar um málið. niðri vöruverði i landinu, megi ekki beita þannig, aö þær raski verulega verðhlutföllum milli einstakra vörutegunda,” segir I mjög á vetrarvertið. Fjárhags- tjónið er geysilegt, og ekki er séð fyrir endann á þvi enn. Leiðrétting á frétt um viðskipti við A-Þjóðverja SJ-Reykjavik. 1 frétt I blaðinu á miðvikudaginn, siðasta blaði fyrir verkfall, um viðskipti Is- lendinga og A-Þjóðverja, var sú villa að vöruskiptajöfnuður land- anna i fyrra var sagöur okkur hagstæður, en þessu yrði væntan- lega öfugt farið árið 1976. Þarna höfðu orðin meira og minna vixl- azt. Rétt er, að við keyptum meira af A-Þjóðverjum I fyrra en þeir af okkur, en þessu verður væntanlega öfugt farið núá árinu, enda var fréttin um mikla sölu á fiskmjöli nú i ársbyrjun. Vonum þvi að vöruskiptajöfnuðurinn verði okkur hagstæður 1976. Geir skarst í leikinn IBÚAR i Keflavik, Grindavik og d Höfn i Hornafirði lokuðu i miðri siðustu viku vegum að herstöðvum Bandarikja- manna, og vildu með þvi mót- mæla framferði Breta á mið- unum, en þá geröu þeir svi- virðilegri árásir á islenzku varðskipin en nokkru sinni fyrr. Var grjóti og möl ekið á vegina. Vegartálmarniir voru þó fjárlægðir þegar á föstudag og laugardag, vegna tilmæla for- sætisráðherra sjálfs. Hafði hann kvatt suma af forvigis- mönnum þessara aðgerða á sinn fund persónulega, en tal- að við aðra i sima. Tjáöi hann þeim, að aðgeröir sem þessar myndu spilla fyrir málstað Is- lendinga. ályktun, sem samþykkt var á búnaðarþingi I gær. I ályktuninni er einnig sagt, að allar umtals- verðar sveiflur á niðurgreiðslum séu viðsjárverðar, bæði fyrir neytendur og framleiðendur. Telji stjórnvöld æskilegt, að niðurgreiðslum búvöruverðs verðihaldið til frambúðar, skorar búnaðarþing á rikisstjórnina að koma þeim i það horf, að þær séu ákveðinn hundraðshluti af verði hverrar vöru til neytenda. Þá er þess óskað i ályktun bún- aðarþings, að Framleiðsluráð landbúnaðarins og sexmanna- neftid taki til endurskoðunar hlut- föll á verði milli einstakra mjólkurvörutegunda i þvi skyni að tryggja sem jafnasta rekstrar- möguleika mjólkursamlaganna i landinu. Samninga- viðræður í gangi — hjd flugmönnum, flugvirkjum og flug- umsjónarmönnum Engin verkföll hafa verið boðuð enn gébé Rvik — Samningaviöræður við flugvirkja, flugmenn og flug- ui isjónarmenn eru. á ýmsum stigum. sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða I gær. Viðræðurnar eru einna skemmst á veg komnar hjá flugmönnum, en enginn þessara hópa hefur enn boðað verkfall. Viðræður við flugvirkja, en þar er einnig átt við flugvélstjóra, eru i gangi þessa dagana, undirbún- ingsfuntfir hafa veriðhaldnir með flugmönnum og fundir með flug- umsjónarmönnum hafa verið haldnir. Allir þessir hópar verða að boða verkfall með viku fyrir- vara.en eins og áður getur, hefur það enn ekki verið gert. Frumsýning á Hvammstanga HHJ Rvik — Ungmennafélagið Kormákurog kvenfélagið Björk á Hvammstanga hafa að undan- förnu æft gamanleikinn Betur má ef duga skal eftir Peter Ustinov i þýðingu Ævars Kvarans. Frumsýningin á leiknum verður i félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardagskvöld kl. 21. önnur sýning verður á sama stað og tima á sunnudagskvöld. Leik- stjóri er Magnús Guömundsson. Nýja samningsupp- kastið lótið gilda — trúnaðarrdð og stjórnir sjómannafélaga d Snæfellsnesi frestuðu verkföllum, þótt samningarnir hefðu verið felldir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.