Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. marz 1976 TÍMINN 3 Spariskírteinin uppseld: Keypt fyrir 500 millj. kr. á nokkrum klukkustundum OÖ—Reykjavik. — Spariskir- teini fyrír 560 milljónir króna seldust upp svo aö segja á svip- stundu s.l. miðvikudag. Skir- teinin voru sctt á markaft aft morgni miðvikudags. Um liádegi voru öll skirteinin, sem voru Ul sölu i aðalbanka Lands- bankáns búin. Var þá farift aft hringja i útibú bankans til að fá viftbót ef til væri, en hvergi var bréf aft fá. Sömu sögu er afi ÁRANGURSLITLIR FUNDIR EYSTRA gébé—Rvik. — Aft sögn Sigfinns Karlssonar formanns Alþýðu- sambands Austurlands hafa undanfarna daga verift haldnir fundir i sjómannadeilunni, en i gær var varasáttasem jara Austurlandskjördæmis, sr. Sigurði Guðmundssyni, Eskifirfti, kynnt málin og var ákveðið aft hanh héldi fund meft fulltrúum sjómanna og útvegsmanna f dag á Eskifirði. Sigfinnur Karlsson sagði, aft þaft væri fyrst og fremst skipta- prósentan sem undirmenn á minni skuttogurunum væru óánægðir meöog vildu ekki sætta sig vift. Hann sagðist hafa reiknað út, að meðalkaup þeirra miftaft við ársgrundvöll væri um 160 þús- und krónur á mánuði, en aft þessi tala væri þó ekki nákvæm, þar sem hann heffti tekið Skinney frá Homafirfti meft i dæmift, en Skinney var aðeins meft 135 út- haldsdaga, sem gerir dæmift mun lakara. Ekki vildi Sigfinnur segja neitt um hvernig útlit væri á samningum, en eins og kunnugt er, munu sjómenn á Austurlandi fara i verkfall innan fárra daga eða þegar skuttogararnir koma úr veiðiferðum sfnum næst, en ekkert samkomulag hefur náftst við útvegsmenn. Kaffi hækkar um 20% gébé—Rvik. — Frá og með degin- um i dag hækkar kaffi um 20%. Hækkun þessi er vegna erlendra verðhækkana, sem hiutust af bresti á uppskeru i Brasiliu vegna frosta. Þá hækkar Tropicana appclsinusafi einnig nokkuð, og tekur sú verðhækkun einnig gildi frá og með deginum i dag. Um 24% hækkun á fiski til neytenda varft 6. marz s.l., og er fiskur fyrir neytendur á Reykjavikursvæðinu dýrari heldur en úti á landi. Kilóið af kaffi í smásölu hækkar úr sex hundruft krónum i sjö hundruð og tuttugu. Einn litri af Tropicana kostar nú 163,- en var áftur 146.-, tveggja litra fernur kosta nú 306.- en kostuðu áður 27Í.-. Nokkru dýrara er fá sér fisk i soðið núna heldur en fyrir 6. marz, og þó er það dýrara fyrir Reykvikinga og nágrannabyggðir heldur en fyrir þá, sem úti á landi búa. Kernur þar til aksturs- kostnaður hráefnisins. Hausaður þorskur kostar i Reykjavik og nágrenni hvert kg. kr. 141.- (var 114.-) enkostar útiá landikr. 134.- (var 107.-). Fiökuft ýsa kostar sunnanlands 253.- pr. kg. (var 204.-) en úti á landi kr. 242.- (var 192.-). GÆZLUVARÐHALDIÐ FRAMLENGT Gsal-Reykjavik— Gæzluvarft- haldsúrskurftur þriggja manna, sem taldir eru viöriðnir hvarf Geirfinns Einarssonar, rann út i gærmorgun. Hallvarftur Ein- varðsson, vararikissaksóknari: lagði fram kröfu af hálfu ákæru- valdsins um framlengingu gæzlu- varfthaldsins, og siftan kvaft örn Höskuldsson, sakadómari upp þann úrskurð, aft gæzluvarðhald þeirra skyldi framlengt allt aft þrjátiu dögum. Hallvarður Einvarðsson, vara- rikissaksóknari, krafðist þess ennfremur fyrir hönd ákæru- valdsinns, að fram færi dóms- rannsókn vegna hvarfs Geirfinns, en það hefur i för með sér að rétt- argæzlumenn fanganna fá að vera viðstaddir yfirheyrí?lur. örn Höskuldsson kvað siðan upp úrskurð þar að lútandi. Liklegt er talið, að dómsrannsóknin fari fram fyrir luktum dyrum. Gæzluvarðhaldsúrskurður fjórða mannsins, sem situr inni vegna hvarfs Geirfinns Einars- sonar rennur út siftar i mánuftin- um. Þá var gæzluvarfthald eins þeirra, sem i haldi er vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar, framlengt um 90 daga i gær. Ekki hefúr enn verift látið neitt uppskátt um gang rannsókn- arinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar, en rannsóknin á hvarfi Guðmundar Einarssonar er hins vegar vel á veg komin, en þrir menn hafa sem kunnugt er játað, aft hafa orftið valdir að dauða hans. Ósennilegt að um nýja • • 14% hækkun gongu se að ræða gébé Rvik — Þrir bátar fengu fullfermi af loðnuaustur af Vest- mannaeyjum i gærdag, en að þeirra áliti, telja þeir ekki aft þetta sé ný loðnuganga á þessum scgja uin aftra staði, sem höfðu spariskirteinin til sölu. E.t.v. hefur eitthvaft verift óselt af skirteinunum i bankaútibúum úti á landi fram eftir deginum, en óhætt inun aft fullyröa aft langmcstur hiuti skirteinanna hafi selzt strax og þau komu á inarkaft. Spariskirteinin hljóða upp á 10, 50 og 100 þúsund krónur. Lit- ift mun hafa borift á að meiri eftirspurn hafi verift eftir einum verftflokki öftrum fremur, nema aft trútegt er aft stærri upphæftir hafi farið i 50 þús. kr. bréfin, en ekki er mikift um að keypt séu eitt og eitt bréf af þessu tagi, eins og algengt er þegar happ- drættisskuldabréf eru sett á markaft, en þau eru einatt notuft til gjafa. Meftalvextir af spariskirtein- unum, sem gekk svo vel aft selja ifyrradag, er4% fyrir allt tlma- bilift, þeir hækka afteins þegar lifturá lánstimann, en eru 3% til aft byrja* meft. Skirteinin eru bundin byggingavisitötu og greiftasti eitt skiptifyrir öll meft visitölubótmft. Hægt er aft leysa þau inp eftir fimm ár, en geta staftið ínni i allt aft 18 ár. ASÍ sextugt í dag: 189 félög með 43 þús. félagsmenn innan vébanda ASI i dag — 12. marz — er Alþyöu- sambandiö 60 ára. Stofnendur þess voru 7 félög verkafólks, sjómanna og iftnaðarmanna i Reykjavik^og Hafnarfirfti, meft um 700 félagsmenn. Nú erú innan ASI 189 félög meftum 43 þúsund félagsmenn. 50 félög hafa beina aöild aft ASÍ, þar af 12 landsfélög, þ.e. félags- svæfti þeirra er landift allt. Önn- ur félög hafa skipað sér i lands- sambönd eftir starfsgreinum og eru þau 8 talsins. öll aðildar- samtök, sem i sambandinu eru, hafa fulit frelsi um innri mál sin, þó svo aft ekki brjóti i bága við sambandslögin efta sam- þykktir sambandsþinga. Hlutverk Alþýftusambandsins er aft hafa forystu i stéttarbar- áttu og félagsstarfsemi alþýft- unnar á tslandi meft þvi m.a. aft móta og samræma heildar- stefnu samtakanna i launa- og kjaramálum. Framkvæmdir i þessu skyni annast stéttarfélögin sjálf, efta sambönd þeirra i umboði félag- anna, ásamt þingi, sambands- stjórn og miftstjórn Alþýftusam- bandsins. A sjálfu afmælinu verður ekki mikið gert af hálfu Alþýðusam- bandsins til hátiftabrigfta. Verft- ur það geymt til 33. þiíi6o .am- bandsins, sem haldið verður i nóvember i haust, eða um svip- að leyti og framhaldsstofnþing- ið 1916, sem endanlega gekk frá stofnun þess. Starfsemi sambandsins á ár- inu mun hins vegar mótast nokkuð af afmælinu. Þannig er nú aft störfum nefnd, er semja skal drög að stefnuskrá þess i félagslegum og menningarleg- um efnum er lögft yrðu fyrir þingift. Gert er ráð fyrir, aft 1. mai hátiðahöldin beri svipmót af af- mælinu. Ennfremur er ráðgerð uppsetning sögusýningar i Reykjavik, og mundi siðan kjarni hennar fara út á land og sýndur þar með viðbótum úr sögu viðkomandi verkalýðs- félaga. Sérstakt afmælishefti af Vinn- unni mun koma út, helgað sögu verkalýðssamtakanna og fram- tiftarverkefnum. Fleira er i blgerft, en ekki endanlega ákveðið, en reynt verftur aft hafa samráft vift for- ystumenn samtakanna um allt land um að fá sem almennasta þátttöku félagsmanna i starfi og hátiftahöldum samtakanna á þessu ári. Vinstri menn sigruðu í stúdentaráðskosningunum Verðandi fékk 54,7% atkvæða gébé Rvik — Stúdentaráftskosn- ingar fóru fram i Háskóia tslaads i gær, og unnu vinstri mean, B-Iisti yfirburfta sigur yfir Vöku A-lista. Talningu lauk kl. 20:30 i gærkvöldi. A kjörskrá voru 2.784, en þar af greiddu atkvæði 1.621, sem er 58,23%. Þafter heldur minni þátt- taka heidur en i fyrra, en þá greiddu atkvæði 61,12%. Alisti Vöku, hlaut 706 atkvæfti efta 45,26% af greiddum og gild- um atkvæftum. B-listi vinstri manna hlaut 854 atkvæfti efta 54,74% af greiddum og gildum at- kvæftum. Auftir seftlar voru 46 og ógildir 15. t kosningunum á síðastliftnu skólaári voru 2.549 á kjörskrá, en þar af greiddu 1.558 atkvæfti se m skiptust þannig: A-listi Vöku. 671 atkvæði B-listi vinstri manna 848 atkvæfti. Hermann Sveinbjörnsson tæmir atkvæðakassann er talning var aft hefjast I gærkvöldi. Tfmamynd: Gunnar á fargjöldum Hafnarfjarðar- vagnanna gébé Rvík — Samkvæmt upplýsingum, sem blaðift hefur aflað sér, hækka fargjöld með strætisvögnum Hafnarfjarðar um 14% frá og með laugardeginum. Þá varð breyting á flugfargjöld- um innanlands, þó ekki hækkun i þetta skipti, heldur sú breyting að flugvallarskattur, sem var 150.00 kr, og rann áður til rikissjóðs, rennur nú beint til flugfélaganna. slóðum, enda virðist meiri hluti loðnunnar sem þeir fengu vera hrygndur. Rannsóknarskipið Arni Friðriksson var ekki kominn á þessar slóðir i gærkvöldi. Loftn- an virftist nú meðöllu vera horfin i Breiftafirfti eftir siftustu brælu. Margir bátar voru þar viö veiðar i gær en afteins tveir fengu reytingsafla. Bátarnir, sem fengu afla austan við Vestmannaeyjar, skammt austur af Vik i Mýrdal i gær, voru þessir: Sæbjörg með 300tonn. Náttfari með 260 tonn og Isleifur með 260 tonn. Allar likur benda til þess að loðnan sé lögzt til hrygningar á Breiðafirði, og voru skipin flest á leið austur i gærkvöldi. SJÓMENN í EYJAHRDI FELLDU SAMNINGANA gébe—Rvik. — Sjómannafélag Eyjafjarftar felldi s.l. miðviku- dagskvöld sjómannasamningana meft 54 atkvæöum gegn tiu. Guft- jón Jónsson, formaður félagsins, sagfti i gær, aft sem kunnugt væri hefði félagið frestaft vinnustöftv- un, og aft undanförnu hefði verift unnift aft þvi aft kynna sjömönnum samningana, og heffti verift rætt vift skipshafnir togaranna þegar þeii’ komu aft landi. Þess vegna heffti alkvæftagreiðslan ekki farift fram fyrr. Sjómannafélag Eyja- Ijarðar hefur í mörg ár verift meft Sjómannasambandi islands i samningum, og aö sögn Jóns Sigurðssonar, formanns sam- bandsins, i gær, bjóst hann við að fundur yröi boftaður með sa muinganefnd kl. 14 næsta mánudag, en irúlegt væri aft siftan yrfti leitaft á ný til sátta- sem jara. Til Sjómannafél. Eyjafjarðar teljast Ólafsfjöröur, Dalvik og Akureyri. Guðjón Jónsson sagði i gær. þegar hann var spurður um hvort útlit væri fyrir verkfall, að erfitt væri að segja um það á þessustigi málsins, — ,,við vilj- um biða fyrst um sinn og sjá hvort viðræöur hefjast ekki fljót- lega", sagði hann. ,,Menn hafa litið viljað tjá sig um annað her en skiptaprósentuna. sem þeir eru mjög óánægðir með."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.