Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudaiur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj: Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Ólafur Jóhannesson, viðskiptaróðherra: Höfum ekki róð á ótak- mörkuðum innflutningi — vegna þess að við höfum ekki gjaldeyri Haraldur Kröyer ræðir við Sisco um gæzluskipið Gsal-Reykjavik — Einn mesti efnahagsvandinn, sem þjóðin á nú við að glima er varðandi gjald- eyrismálin, og þvier nauðsynlegt að takmarka gjaldeyriseyðsluna. Við höfum ekki ráð á ótakmörk- uðum innflutningi — vegna þess að við höfum ekki erlendan gjald- eyri, sagði ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra á aðalfundi Kaupmannasamtakanna i gær, og var þetta hluti svars við fyrir- spurn frá einum kaupmannanna, sem gagnrýndi þá ráðstöfun að setja hömlurá iimflutning á kexi. Kaupmaðurinn kvað innlendar kexverksmiðjur ekki anna eftir- spurn eftir kexi, og nefndi dæmi þvi til sönnunar. Ólafur Jóhannesson sagði, að kexinn- flutningur á s.l. ári hefði numið 3-400 millj. kr. og þvi mætti kannski segja, að sú fjárhæð skipti ekki sköpum, — En það safnastþóer saman kemur, sagði ráðherra, og frá minu sjónarmiði ber helzt að takmarka innflutning á vörum, sem við getum verið án, og þar sem innlend framleiðsla getur komið i staðinn. — Þó að við vildum búa við sem mest frjálsræði,— og höfum raunar gert — þá getur það orðið óhjákvæmilegt að hverfa a.m.k. um stundarsakir frá þvi frjáls- ræði. Þó hefur engin ákvörðun i þá átt verið tekin enn sem komið er. Við verðum að lifa frá degi til dags i þessum efnum sem öðrum sagði viðskiptaráðherra. Kaupmenn inntu Ólaf Jóhannesson eftir þvi, hvað við tæki er verðstöðvun lyki þann 20. þ.m. Ólafur kvað rikisstjórnina ekki hafa tekið neina ákvörðun um það mál, og þvi myndi sú al- menna verðskráning, sem i gildi var fyrir verðstöðvun aftur taka gildi. Ólafur sagði, að hann vildi gjarnan, að það gæti farið saman, að hin nýja verðlagslöggjöf, sem nú er unnið að og er langt á veg komin, gæri tekið við er verð- stöðvun samkvæmt núgildandi Framhald á bls. 23 Veiðisamningur við Færeyinga: Samningamenn með dönsku gæzluskipi til Austfjarða J.H.-Reykjavik. Þrir sendimenn landstjórnarinnar færeysku áttu að koma hingað I gær til þess að ljúka samningum við islenzku rikisstjórnina um heimild til handa færeyskum fiskiinönnum að veiða innan fiskveiðilögsögu islendinga. Flugvél frá Flugstöð- inni, sem átti að sækja þá, bilaði og sneri við, og voru Færeying- arnir á leið til Austfjarðahafnar i gærkvöldi á dönsku strandgæzlu- skipi. Mun flugvél sækja þá austur i dag — annað tveggja til Ilornafjarðar, ef skipið kemur þangað, eða Egilsstaða.ef það fer inn á Seyðisfjörð. Sendimenn þessir eru Atli Dam lögmaður, Peter Reinert sjávarútvegsráðherra og Kalls- berg, sem oft hefur verið hér i svipuðum erindagerðum. Pétur Thorsteinsson ráðu- neytisstjóri sagði Timanum i gær, að færeysku landstjórninni hefði verið sent uppkast að samningi, og verður fjallað um það i dag. Færeyingar hafa haft heimild til þess að gera út nokkra togara á Islandsmið og stunda handfæra- veiðar Uti fyrir Norðurlandi á sumrin. Munu svipuð ákvæði verða i hinum nýja samningi. og þeim, sem gilt hefur, en þó dregið úr þeim afla, sem Færeyingum verður heimill. Hinn nýi samningur verður að likindum undirritaður i dag. 60 ár w ASI 60 ár opnu OÓ-Rvik — Nokkur timi mun liða þar til endanlegt svar berst frá bandarískum stjórnvöldum um þá málaleitan islenzku rikis- stjórnarinnar um að fá keypt hraðskreitt skip þar i landi til að verja islenzku fiskveiöilögsög- una. Máliö er nú i höndum utanrikisráðuneytisins, og mun Haraldur Kröyer, ambassador i Washington, fylgja málinu eftir. Timinn hafði samband við Harald i gær.og sagði hann, að málið væri enn skammt á veg komið. Sagði ambassadorinn, að bréf viðvikjandi skipakaupunum væri nýkomið i hendur sendiráðsins, og búiö væri að biðja um viðtöl við viðkomandi aðila i Washington og gera þeim viðvart um erindið, en ekkert er vitað um undirtektir ennþá. Haraldur sagði að hann mundi tala við yfirmann Evrópudeildar utanrikisráðuneytisins siðar um daginn, — það er i gær, eftir að Timinn hafði samband við hann. En beðið væri eftir fundi með háttsettum embættismanni, og taldi Haraldur Kröyer, að Sisco varautanrikisráðherra mundi ræða málið af hálfu bandarisku stjórnarinnar. Verður málið þá lagt formlega fvrir hann eftir að islenzki ambassadorinn hefur rætt við aðra aðila i utanrikisráðu- neytinu. En það verður ekki fyrr en eftir nokkra daga, að þeir Haraldur og Sisco talast við. Sagði Haraldur, að ráðherrarnir væru mjög uppteknir af funda- höldum á hverjum degi, og ekki hlaupið að þvi að ná tali af þeim. Svo að ekki er enn vitað hvenær sá fundur getur átt sér stað, en að öllum likindum verður það ekki fyrr en eftir nokkra daga, og enn má búast við að nokkrir dagar liði frá þeim fundi þar til vitað verður hverjar undirtekir um málaleit- unina verða. Ekki kvaðst ambassadorinn geta sagt frá þvi, hvaða skip eða tæki Islendingar vildu fá frá Bandarikjunum. Það hefur verið i athugun hjá utanrikisráðuneytinu i Reykjavik, hvað eigi að biðja um og með hvaða kjörum, og er málið ekki komið það langt ennþá, að hægt sé að segja um hvaða búnað Bandarikjamenn verða beðnir að selja Landhelgis- gæzlunni. Ólafur , dómsmálaráðherra: OPIÐ BREF til Þorsteins Pálssonar, ritstjóra SJA BLAÐSÍÐU —— ©

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.