Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 12. marz 1976 A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall 4 sjúkrahúsinu. Það hafa verið i gildi eins konar lög, sem útiloka þá. — Óskrifuð lög? — Já....en þau hafa þó verið virt. — Eigið þér við, að ég kunni að mæta mótspyrnu eða andúð? — Nei, ekki kannske það, svaraði hann hægt. — Stjórn- in hef ði ekki ráðið yður, ef þér hæfðuð ekki í stöðuna. — Jú, ef ekki væri neinn annan að fá. Og jafnvel nýút- skrifaðir læknar geta fengið betur launaðar stöður i Englandi. — Það er rétt. En þér vilduð heldur vera fátæk í París? Nú hló hún í fyrsta sinn og hann heillaðist gjörsamlega af hlátri hennar. — Mjög vel heppnuð, en ef ég má leyfa mér að segja það, f innst mér að þú þurf ir á því að halda, að taka þé> f ri. — Enga vitleysu, Bailey. Ég þarf ekki meira á fríi að halda en þú. Hvernig heldurðu, að ástandið yrði hér, ef annar okkar færi burt i frí? Bailey, aðstoðarlæknirinn vissi svarið og lét spurning- unni ósvarað. — Það ætti að lagast eitthvað, þegar nýi aðstoðarlæknirinn kemur, sagði hann. — Það léttir að minnsta kosti allri aukavinnunni af Harwey. — Við skulum sjá, hvað hann getur fyrst. — Hann. Ég hef heyrt að það sé kona. — Æ, ég gleymdi því. Mark fleygði frá sér handklæð- inu og bretti niður skyrtuermarnar. Siðan andvarpaði hann. — Já, nýi aðstoðarlæknirinn er kona, er ég hrædd- ur um. Því miður var ekki um annað að ræða. — En það eru margir læknar konur! — Já, líklega, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að ég vil helzt ekki hafa neinn þeirra hér. Gallinn á heimin- um í dag, Bailey, er sá að konurnar vilja ekki vera þar sem þeirra staður er. Þær vilja þrengja sér inn á okkar svið. Mark brosti einu af sínum hlýju, sjaldgæf u brosum. — En kærðu þig kollóttan um það sem ég segi. Lafði Lowell segir, að ég sé svartsýnn fyrirfram. Vængjahurðin opnaðist og Friar hjúkrunarkona kom inn, smávaxin, dökkhærð og lagleg. Sögusagnir gengu um að hún væri ástfangin af dr. Harwey, en öll sjúkra- hús eru full af sögusögnum af því tagi. — Yfirhjúkrunarkonan er i innanhússsímanum, dr. Lowell. Hún bað mig að segja, að dr. Henderson sé kom- inn og bíði í skrifstofu yðar. — Takk. Getið þér séð um, að te sé sent til hennar? Ég býst við, að hún hafi lyst á því, nýkomin beint frá Eng- landi. Segið henni, að ég komi eins f I jótt og ég get. Hann yfirgaf skurðdeildina og tvær hjúkrunarkonur stóðu og horfðu á eftir honum. — Þarna fer sjálfur ,,stórmógúllinn" hvíslaði önnur þeirra. — Láttu ekki svona, svaraði hin stuttlega. — Hann er dásamlegur! Skurðstof uhjúkrunarkonan, sem stóð nálægt og heyrði samræðurnar, sneri sér undan og brosti. Hún var í raun- inni sammála síðasta ræðumanni, leitt, að svona mynd- arlegur maður skyldi vera svona fjarlægur. Sumum hjúkrunarkonunum fannst hann meira að segja varla mannlegur og töldu víst að hann væri gjörsneyddur öll- um mannlegum tilfinningum. En hún, sem hafði ótal sinnum starfað við hlið hans, vissi, að maður, sem barð- ist svo mjög til að bjarga mannslífum, gat ekki verið að- eins vél. Einhvers staðar innan undir svölu og hörðu yfirborðinu leyndist áreiðanlega stórt og hlýtt hjarta. Polly Friar brosti með sjálf ri sér á leið niður í eldhúsið eftir teinu handa nýja aðstoðarlækninum. Tilhugsunin um að hjúkrunarkona í Englandi gerði slíkt, var næstum hlægileg. En hana langaði að sjá þennan nýja lækni og nú hafði hún tækifærið. Það er vægt til orða tekið, að Polly hafi orðið hissa, þegar hún sá Myru Henderson. Eins og allir aðrir, hafði hún haldið, að Myra væri mun eldri. En það var ekki að- eins það, sem Polly tók eftir. Hún sá líka einmanakennd- ina, sem umlukti Myru eins og skikkja og dapurleikann, sem skein út úr stórum augunum. Myra stóð við gluggann, þegar dyrnar opnuðust og horfði yf ir húsaþök Parísarborgar. Hún var að hugsa um Brent Taylor. Þetta var borgin, sem hann hafði svo oft talað um. Hér hafði hann unnið og numið og málað, mál- að og málaó..... — Þá sá maður ekkert nema Mont- martre, hafði hann einu sinni sagt. — Montmartre og bóhemlifið, nú er það St. Germain og existensíalisminn, en það er í rauninni það sama. Lífið, Paris og listin er óaðskiljanlegt! Elskan mín. Þú átt eftir að elska þá borg! FÖSTUDAGUR 12. marz 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl.7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir heldur áfram lestri sögunnar „Afsakiö, ég heiti Trana” eftir Gunvor Hákansson (5). Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Hof s ta ða br æður ” eft- ir Jónas Jónasson frá llrafnagili. Jón R. Hjálmarsson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar.Dani- el Barenboim og Enska kammersveitin leika Pianó- konsert i D-dúr eftir Ludvig van Beethoven, Barenboim stjórnar frá pianóinu. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Dtvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána. Bryndis Viglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (4). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kári Jónas- son sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleik- ari á fiðlu: Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeist- ari sveitarinnar. a. Sinfónia nr. 6 i h-moll (Pathetique) eftir Pjotr Tsjaikovský. b. Fiðlukonsert eftir Igor Stravinský. c. „Bakkus og Ariadne”. danssvninear- tónlist eftir Albert Roussel. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. — 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Kristinn' Björnsson þýddi. Sigurður A. Magnússon les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (22). 22.25 Leiklistarþáttur. Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.55 Áfangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 12. mars 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Umsjónarmað- ur Guðjón Einarsson. 21.40 Lautrec. Teiknimynd byggö á nokkrum verka list- málarans Toulouse- Lautrec. 22.00 Opri. Finnsk biómynd frá árinu t 1954.t Höfundur Kyllikki Mantyla. Leikstjóri Edvin Laine. Opri gamla varð að flýja frá átthögum sinum i striðinu og setjast að á nýjum stað. Þar unir hún sér vel, uns að þvi kemur að rifa þarf kofa hennar vegna vegagerðar. Hún fær inni á elliheimili og likar þar ákaflega illa fyrst i staö. t Þýöandi Kristin Mántyla. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.