Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 13
12
TÍMINN
Fösludagur 12. marz 1976
Litið yfir sextíu ára söau
— Rætt við Ólaf Hannibalsson, skrifstofustjóra Alþýðusambands Islands
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
er sextiu ára i dag. Af þvi tilefni
birtir Timinn tvö viðtöl, annað við
Jón Þórðarson prentara, sem nú
er einn á lifi þeirra manna, sem
tóku þátt i undirbúningi að stofn-
un þessara samtaka fyrir sex
áratugum, en hitt viö núverandi
skrifstofust jóra samtakanna,
Ólaf Hannibalsson. Þaðer Óiafur,
sem nú verður fyrir svörum.
Mjór er mikils visir
— Var ekki Alþýðusamband Is-
iands fámenn samtök i upphafi?
— Þau sjö félög, sem stóðu að
stofnun Alþýðusambands íslands
12. marz árið 1916, voru öll i
Reykjavik og Hafnarfirði. Það
voru félög ófaglærðra verka-
manna og nokkur iðnaðarmanna-
félög, þar á meðal Hið islenzka
prentarafélag, sem er elzta starf-
andi verkalýðsfélagið innan sam-
takanna. Jú, vitaskuld voru sam-
tökin fámenn i upphafi. Stofnfé-
lögin sjö munu hafa talið á milli
sex og sjö hundruð manna innan
sinna vébanda. í Arbókum
Reykjavikur stendur að félaga-
talan hafi verið nákvæmlega hálft
sjöunda hundrað, sem sjálfsagt
er mjög nærri lagi.
En félagsmönnum samtakanna
fjölgaði ört. A áratugnum sem i
hönd fór átti Alþýðusambandið
frumkvæði að þvi að senda menn
út um landið til þess að hjálpa
verkafólki og leiðbeina þvi við að
stofna meðsérsamtök. Segja má,
að það timabil nái allt fram undir
1940, en þá eru flest þau samtök
stofnuð, sem nú eru innan Al-
þýðusambands Islands.
Aðdragandinn að stofnun Al-
þýðusambandsins er sá, aðupp úr
aldamótunum er byrjaö að stofna
félög verkafólks. Þó var dauft
yfir þeirri starfsemi fyrst i stað,
og samstaðan virðist hafa verið
næsta takmörkuð. En margt dró
til þess að stofnuð yrðu allsherj-
arsamtök verkafólks i landinu. t
stjórnmálaheiminum voru ný
veður i lofti. Sjálfstæðisbarátt-
unni var að ljúka og flokkaskipt-
ingin að færast i það horf að
byggjast á hagsmunaandstæðum
innanlands fremur en baráttunni
út á við. Verkamenn höfðu boðið
fram i kosningum til bæjarstjórn-
ar Reykjavikur i janúar 1916. og
um þetta leyti eignast þeir lika
sina foringja, eldhuga, sem voru
að koma fram á sjónarsviðið. Má
þar nefna Ólaf Friðriksson, en
Jónas Jónsson frá Hriflu, sem um
þetta leyti hafði mörg járn i eldin-
um, studdi verkamenn einnig
drengilega. Á næstu árum á und-
an hafði Jónas unnið með verka-
mönnum i Dagsbrún og einnig i
Hásetafélaginu, sem var undan-
fari Sjómannafélags Reykjavik-
ur.
Hvað varð um blaðið
með rithönd Jónasar?
— Já, vel á minnzt: Er ckki,
eöa var ekki til plagg nokkurt
með rithönd Jónasar frá Hriflu,
þar sem lögð eru drög að stofnun
Alþýðusambands islands?
— Jú, það mun rétt vera. Jónas
hafði á sinum tima sótt skóla
brezka Verkamannaflokksins,
árið 1906, aö mig minnir, en horfið
frá námi þar, Samkvæmt gamalli
fundargerð, var Jónas „formaður
og framsögumaður” fimm
manna nefndár, sem kosin var til
þess aö semja stefnuskrá sam-
bandsins. Aðrir nefndarmenn
voru Ólafur Friðriksson, Otto N.
Þorláksson, Pétur Lárusson og
Kjartan Ólafsson. Það mun vera
staðreynd, að drög að lögum og
stefnuskrá Alþýðusambands Is-
lands hafi verið til með rithönd
Jónasar, en pólitiskir andstæð-
ingar hans lögðu mikið kapp á að
ná i plaggið og beita þvi gegn hon-
um til þess að brennimerkja hann
út um sveitir landsins sem
„hættulegan bolsa”. Um skeið
mun þetta sögulega blað hafa
verið i eigu Lárusar Jóhannes-
sonar hæstaréttarlögmanns, en
hann mun hafa lánað það flokks-
bræðrum sinum i kosningabar-
áttu norður i landi — i Skagafirði,
að mig minnir — og þar glataðist
það. Sú saga hefur gengið, að sá
flokksbróðir Lárusar, sem blaðiö
hafði i höndum, hafi krotað aftan
á það sér til minnis á framboðs-
fundum, en siðan fleygt þvi með
öðrum minnisblöðum. Svo mikið
er að minnsta kosti vist, að siðan
hefur ekki til þessa blaðs spurzt.
— og þarf ekki orðum að þvi að
eyða, hvilikur óbætanlegur skaði
er að þvi þegar slik söguleg gögn
týnast. Það finna menn bezt þeg-
ar frá liður.
Stjórnmálahreyfing og
hagsmunasamtök
— Kannski við snúum okkur þá
aftur að sjáifu Aiþýðusamband-
inu. Hvenær var fyrsta regulegt
Alþýðusambandsþing haldið, að
stofnþinginu frátöldu?
— Fyrsta reglulegt þing var
haldið sama árið og Alþýðusam-
bandið var stofnað, i nóvember
um haustið. Á stofnþinginu 12.
marz var Ottó N. Þorláksson kos-
inn forseti sambandsins, og þar
með tengdi hann stofnun Alþýðu-
sambandsins Bárufélögúnum,
sem hann hafði verið forystumað-
ur fyrir á sinum tima, og eru und-
anfari þessara samtaka verka-
fólks. En Ottó var ekki forseti
nema þessa mánuði, frá marz og
fram i nóvember. Þá var Jón
Baldvinsson kosinn forseti Al-
þýöusambandsins og Jónas Jóns-
son ritari þess. Jón Baldvinsson
var siðan forseti Alþýðusam-
bandsins til dauðadags, 1938, eða i
22 ár. En Jónas var ritari aðeins
skamma hrið. Næsta verkefni
hans var að skipuleggja Fram-
sóknarflokkinn, flokk bænda og
samvinnumanna. Sagði hann þá
af sér ritarastörfunum fyrir Al-
þýðusambandið.
1 upphafi var Alþýðusambandið
bæði stjórnmálahreyfing og sam-
tök um hagsmuni verkafólks.
Hefur þar án efa verið stuðzt við
brezkar fyrirmyndir. A milli
þessara tveggja hlutverka voru
ekki nein skýr skil, og þegar fram
i sótti kom i ljós, að þetta skipulag
setti samtökunum helzt til þröng-
ar skorður.
Fljótlega urðu samtökin við-
tækari en svo, að þau gætu ein-
ungis rúmað menn með eina póli-
tiska skoðun. Þá fóru menn að
sækja á um það, að verkalýðs-
hreyfingin yrði skipulögð án
beinna tengsla við tiltekinn
stjórnmálaflokk, og án kröfu um
að allir forystumenn hreyfingar-
innar séu jafnframt flokksbundn-
ir jafnaðarmenn. Þegar kemur
fram undir 1930, og kommúnist-
um fer að vaxa fiskur um hrygg,
þá leiðir þetta til klofnings sam-
takanna, og þá kemur fram krafa
um að hver maður, sem situr Al-
þýðusambandsþing, verði að
undirrita yfirlýsingu um að hann
sé Alþýðuflokksmaður, — en allir
aðrir eru útilokaðir. Þannig urðu
einstakir leiðtogar og heil félög
Ólafur Hannibalsson.
utan samtakanna, og hófst nú um
þetta atriði mikill bardagi, sem
stóö samfleytt i tiu ár, þangað til
Alþýðuflokkurinn og Alþýðusam-
band Islands voru formlega skilin
að upp úr 1940.
— Siöan hafa öll verkalýösféiög
átt rétt á þvi að senda fulltrúa á
Alþýöusambandsþing, hvort sem
þeim var stjórnaö af alþýöu-
flokksmönnum eöa öörum?
— Já, að sjálfsögðu. Eina tak-
mörkunin er sú, að félögin verða
■að hafa tuttugu og fimm menn
minnst innan sinna vébanda til
þess að geta sent fulltrúa á Al-
þýðusambandsþing. Skiptir þá
engu máli hvaða stjórnmálaskoð-
anir eru rikjandi i stjórnum fé-
laganna.
Fyrst eftir að skilið var á milli
Alþýðuflokksins og alþýðusam-
takanna, hófst geysileg stjórn-
málabarátta innan hreyfingar-
innar, einmitt um þetta að ná
meirihluta á Alþýðusambands-
þingi, og þar með i stjórn Alþýðu-
sambandsins. Segja má, að allt
timabilið frá þvi upp úr 1940 og
fram um 1960 hafi mótazt af þess-
um deilum stjórnmálaflokkanna
og tilraunum þeirra til þess að ná
yfirráðum i Alþýðusambandinu
og beita þvi siðan fyrir sinn póli-
tiska flokksvagn. Siðasta áratug-
inn hefur þetta hins vegar verið
miklu friðsamlegra, og nú er það
orðið heldur óalgengt að um bein-
ar pólitiskar kosningar sé að ræða
i verkalýðsfélögunum. Það er þá
fremur kosið um menn, — valið á
milli einstaklinga, hverjar sem
stjórnmálaskoðanir þeirra eru.
Við getum kallað þetta deilur á
faglegum grundvelli en ekki póli-
tiskum.
Samningar um kaup og
kjör
— Nú mun mál til komið aö þú
segir lesendum okkar eitthvað
um þau mál, sem Alþýðusam-
bandiö hefur beitt sér fyrir, og á
ég þá við þau verkefni, sem brýn-
ust hafa þótt á hverjum tima.
— Þar er af miklu að taka. A
fyrstu árunum var fyrst og
fremst barizt um sjálfan tilveru-
rétt verkalýðssamtakanna, —
fyrir utan baráttuna um sjálf lifs-
kjör fólksins. Orka samtakanna
beindist mjög að þvi að fá viður-
kenningu atvinnurekenda á þvi,
að hvert verkalýðsfélag hafi rétt
til þess að semja um kaup og kjör
félagsmanna sinna. En jafnframt
þessu var háð harðvitug mann-
réttindabarátta. A þessum árum
var fátæktin þvi nær ólýsanleg,
margir bjuggu við sárustu ör-
birgð, og þessari neyð fylgdi
skerðing á mannréttindum. Menn
voru ekki kjörgengir, ef þeir
þurftu á opinberum fjárstyrk að
halda, og hreppaflutningar voru
enn við lýði. Með fyrstu málum
sem Alþýðuflokkurinn beitti sér
fyrir á þingi voru vökulögin svo-
kölluðu, það er að segja að sjó-
mönnum væri séð fyrir nægilegri
hvild. Þvi máli og fleiri slikum
tókst að koma i gegn vegna þess
að Framsóknarflokkurinn náði
meirihluta og myndaði rikis-
stjórn 1927 með hlutleysi Alþýöu-
flokksins. Á þessum árum voru
samþykkt lög um hvildartima
togaraháseta, lög um verka-
mannabústaði, ný ákvæði um
kosningarétt, þar sem kosninga-
aldurinn var miðaður við 21 ár, og
ákvæði þess efnis að þeir sem
skulduðu sveitarsjóði skyldu
halda kosningarétti sinum, en
ekki tapa honum fyrir fátæktar
sakir. Fleiri mál væri hægt að
nefna, en þetta eru nokkur hinna
stærstu.
— Þú sagðir áöan, aö friösam-
legra heföi verið innan Alþýöu-
sambandsins, hvaö póiitikina
varöar, siðustu tiu árin eöa svo,
en ekki mun verkalýðshreyfingin
hafa setið meö hendur i skauti
þessi síðustu ár.
— Nei, rétt er það. Á þessum
árum hafa verkefni sambandsins
að ákaflega miklu leyti verið
bundin við kjarabaráttuna. ör
dýrtið og verðbólga hafa valdið
þvi, að þurft hefur að koma til
mjög tiðrar endurskoðunar á
samningum um kaup og kjör.
Aðalslagkraftur samtakanna
hefur þvi snúizt um þessi mál á
hinum siðari árum. Hins vegar
hefur það einnig gerzt á þessu
timabili, þegar svolitið verður
friðsamlegra innan hreyfingar-
innar sjálfrar, þannig að minni
orka fer i innbyrðis átök, að þá
tekst að byggja upp ýmsa merki-
lega hluti og leggja grundvöll að
íramkvæmdum, sem koma munu
framtiðinni til góða.
Fyrst ber þar að nefna orlofs-
heimilin, sem Alþýðusambandið
hafði forgöngu um að koma á fót i
Ölfusborgum, og hafa orðið öðr-
um hvatning og fyrirmynd, þann-
ig að nú eru orlofsheimilasvæði
tekin að risa i öllum landsfjórð-
ungum. Alþýðusamband
Norðurlands hefur eignazt jörð i
Fnjóskadal og byggt þar um tutt-
ugu orlofsheimili, Alþýðusam-
band Austurlands hefur komið
upp tólf heimilum að Einarsstöð
um i Fljótsdalshéraði, og Iðja
hefur eignazt jörð i Borgarfirði og
hefur, ásamt öðrum verkalýðsfé-
lögum, beitt sér fyrir þvi að
byggja þar orlofsheimilahverfi,
þar sem nú eru komin um tuttugu
hús. Alþýðusamband Vestfjaröa
er farið að hugsa sér til hreyfings
i þessum efnum lika, og sjó-
mannasamtökin eiga aðild að or-
lofsheimilum, sem verið er að
byggja „fyrir austan fjall”, eins
og komizt er að orði i Reykjavik,
og prentarar, sem i þessu eins og
ýmsu öðru hafa verið nokkurs
konar forystusveit verkalýðs-
hreyfingarinnar, eiga jörð i
Laugardal i Árnessýslu og hafa
byggt þar mörg orlofsheimili,
sem að visu eru i eigu einstak-
linga innan félagsins, en þar
hefur félagið lagt af mörkum
sameiginlega aðstöðu með þvi að
kaupa þetta jarðnæði.
Alþýðuorlof og menn-
ingarstarfsemi
Á þessum árum hefur einnig
verið komið á fót sparisjoði og
siðar banka, sem tengdur er al-
þýðusamtökunum, og nú hin sið-
ustu ár hafa verið stofnuð orlofs-
samtök Alþýðusambandsins, Al-
þýðuorlof, sem fyrir tveim árum
eignaðist ferðaskrifstofuna Land-
sýn, og hefur rekið hana til þess
að stuðla að hagkvæmum orlofs-
ferðum launþega heima og er-
lendis. Enn fremur hefur verið
komið á fót fræðslusamtökum Al-
þýðusambandsins, Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu, sem
hefur beitt sér fyrir námskeiðum
og fræðslustarfsemi til þess að
upplýsa og þjálfa forystu- og
trúnaðarmenn i verkalýðshreyf-
ingunni, og á siðasta ári var kom-
ið upp á vegum Alþýðusambands-
ins og Menningar- og fræðslu-
sambandsins félagsmálaákóla,
sem á að annast þetta hlutverk i
framtiðinni og koma starfseminni
á skipulegan og öruggan grund-'
völl. Alþýðusambandið hefur
einnig verið aðili að Bréfaskóla
SÍS og ASt, sem nú hefur verið
breytt i Bréfaskólann með við-
tækri þátttöku margra annarra
samtaka. En þvi miöur hefur ASI
ekki verið eins virkur aðili að
þessum skóla og æskilegt hefði
verið.
Þegar rætt er um menningar-
starfsemi Alþýöusambands Is-
lands, má listasafn þess ekki
gleymast, — Listasafn ASÍ. Eins
og kunnugt er, þá gaf hinn þjóö-
kunni bókaútgefandi, Ragnar
Jónsson i Smára, Alþýðusam-
bandi Islands dýrmætt málverka-
safn, —■ eða eins og hann komst
svo snjallt að orði sjálfur, — þá
gaf hann það „samtökum is-
lenzkra erfiðismanna”, svo sem
segir i gjafabréfi hans. Þetta dýr-
mæta safn hefur siðan verið
Föstudagur 12. marz 1976
TÍMINN
13
Jón Baldvinsson.
starfrækt á vegum ASI, og mér er
ekki kunnugt um neitt annað al-
þýðusamband i heiminum, sem
hefur með höndum starfrækslu á
borð við þessa. Listasafn ASI
hefur eflzt nokkuð, eftir að gjöf
Ragnars kom til sögunnar, þann-
ig að þvi hafa verið færð málverk
að gjöf. Fjárhagur þess er hins
vegar þröngur, og enn hefur ekki
tekizt að byggja viðunandi safn-
hús yfir listaverkin. Hins vegar
hafa listaverkin ekki verið látin
rykfalla i kjöllurum, heldur hafa
verið haldnar sýningar i sýning-
arhúsnæði, sem Listasafnið hefur
eignazt i húsi Alþýðubankans, og
enn fremur hefur verið fariðmeð
listaverk útá land, og þá gjarna i
sambandi við fræðslunámskeið
Menningar- og fræðslusambands-
ins, og oft hafa verið haldnir
fyrirlestrar og listkynningar I þvi
sambandi.
Enn fremur má nefna, að á sið-
ustu árum hefur verið hafizt
handa um að gefa að nýju út
Vinnuna, timarit Alþýðusam-
bandsins, sem það gaf út á árun-
um 1942—1966, en féll siðan niöur
um nokkurt árabil. Einnig er
sjálfsagt að nefna i þessu af-
mælisrabbi, að samþykkt hefur
verið reglugerð fyrir sögusafn
verkalýðshreyfingarinnar, og
þegar er byrjað að safna minjum
frá fyrstu árum einstakra verka-
lýðsfélaga og hreyfingarinnar
allrar, og ætlunin er, einmitt á
þessu ári, f tilefni af sextugsaf-
mælinu, að fara með sögulega
sýningu út um landið. Mun hún
væntanlega verða þannig upp
byggð.að ákveðinn kjarni hennar
saman stæði af ýmsum gripum,
sem eru i eigu safnsins hér i
Reykjavik, en siðan yrði ofið utan
um það til viðbótar ýmsu frá
þeim stöðum, þar sem sýningin er
stödd hverju sinni. Þvi aö ætlunin
er að sýningin verði hreyfanleg,
og að fariö veröi með hana á
nokkra staði á landinu á þessu
ári.
Af þvi sem ég hef rakið hér að
framán má ljóst vera, að megin-
verkefnið undanfarin tiu ár hefur
verið að treysta sjálft skipulag
samtakanna og koma á fót ýms-
um stofnunum, félagslegum og
menningarlegum, sem siðan eiga
eftir að sanna gildi sitt, og ég býst
við að i framtiðinni verði lögö
meiri rækt við þennan hluta starf-
seminnar en verið hefur hingað
til.
Eru þingin of þung i
vöfum?
— Þú nefndir fyrr I þessu
spjaili, að sérhvert verkalýösfé-
lag á iandinu ætti rétt á þvi að
senda fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing.' Af þvi tilefni væri
fróölcgt að heyra, hversu mörg
verkalýðsfélög eru starfandi á
landinu öilu.
— Innan Alþýðusambandsins
eru starfandi núna um hundrað
og sjötiu verkalýðsfélög. Og full-
trúatala á Alþýðusambandsþingi
nálgast núna fjögur hundruð.
Þingin eru þvi stór i sniðum og
viðamikil. Þau eru nú haldin
fjórða hvert ár, samkvæmt skipu-
Framhald á bls. 21
„VIÐ VISSUAA ÖLL TILHVERS
VIÐ VORUAA ÞARNA"
— Rætt við Jón Þórðarson prentara, sem er einn ó líti þeirra er
sótu í undirbúningsnefnd að stofnun Alþýðusambands íslands
JÓN ÞÓRÐARSON
prentari, sem er lesend-
um þessa blaðs, og þó
enn fremur starfsfólki
þess að góðu kunnur frá
fornu fari og nýju, er nú
einn á lifi þeirra manna,
sem áttu sæti i undir-
búningsnefnd að stofnun
Alþýðusambands ís-
lands fyrir sextiu árum.
Margt hefur drifið á
dagana siðan, þjóðfé-
lagið er orðið óþekkjan-
legt, nýir menn sitja
undir árum á þjóðar-
skútunni. En hin aldna
kempa, Jón Þórðarson,
hefur ekki bognað i
sviptibyljum timanna.
Hann er enn beinn i
baki, glaður og reifur og
hefur kveðskap og
margvislegan fróðleik á
takteinum, — sannar-
legur aufúsugestur þeim
er slikt kunna að meta.
Timinn fór þess á leit við Jón,
að hann segði okkur eitthvaö um
aðdragandann að stofnun Alþýðu-
sambands tslands i tilefni
afmælisins. Já, það var alveg
sjálfsagt, og blaöamaðurinn
þurfti ekki að vera að hafa fyrir
þvi að fara heim til Jóns, hann
■.unaðiekkertum að labba þennan
spöl vestan af Framnesvegi og
upp á Lindargötu, þar sem Tim-
inn er til húsa! (Hvilikur lærdóm-
ur fyrir þá, sem ekki komast
lengd sina öðruvisi en i einkabfl).
En nú er bezt að korna sér aö
efninu, Jón hefur mörgu öðru aö
sinna en að tala við blaöamenn,
við skulum ekki tefja hann meira
en góðu hófi gegnir.
— Hvernig stóð á þvi að þú
varst skipaöur I undirbúnings-
nefnd að stofnun Alþýðusam-
bands tslands?
— Upphaf þessa máls er það,
að bréf kom frá verkamannafé-
laginu Dagsbrún til Prentarafé-
lagsins, þar sem þess var óskað,
að Prentarafélagiö tilnefndi tvo
menn af sinni hálfu I undirbún-
ingsnefnd að stofnun Alþýöusam-
bands Islands. Þetta erindi flutti
formaöur Prentarafélagsins,
Hallbjörn Halldórsson, á fundi i
félaginu, og kom þvi þannig
áleiðis, eins og vera bar. Ég var
satt að segja dálítiö hissa á þvi,
aö ég skyldi veröa fyrir valinu,
þvi að ég var vist eini maöurinn á .
þessum fundi i Prentarafélaginu,
sem var dálitið hikandi gagnvart
þessari hugmynd. Ég vildi láta
athuga nánar, hvort ekki myndi
vera heppilegra að samböndin
væru tvö, og verkamenn Iöðru en
iðnaðarmenn i hinu. En fundar-
menn, flestir eða allir aörir en ég,
voru á öðru máli, og fyrst slikur
meirihluti vildi aö iönaðarmenn
gengju til samstarfs við verka-
menn, sá ég ekki neina ástæðu til
þess að skerast úr leik, en vann
heils hugar að sameiningunni,
eftir að ég hafði verið kosinn I
nefndina.
— Þiðhafið svo auðvitað haidiö
fundi til undirbúnings stofn-
uninni?
— Jú, það voru haldnir tveir
fundir. Fyrri fundurinn var
haldinn i Góðtemplarahúsinu.
Þar voru um tuttugu menn
samankomnir, fulltrúar frá
verkamannafélaginu Dagsbrún,
verkakvennafélaginu Framsókn,
Hásetafélaginu, sem seinna var
Jón Þórðarson prentari.
skfrt sjómannafélag
Reykjavíkur, Prentarafélaginu
og fleiri aðilum. Sá ljóður var á
ráði minu, að ég þekkti varla
nokkra manneskju af því fólki,
sem ég átti að fara að vinna með
þarna, þvf að ég var aökomumað-
ur i bænum og hafði aöeins átt
heima I Reykjavik i fjögur ár,
þegar hér var komið sögu. Þann
tlma haföi ég starfaö 1 Gutenberg
og Isafold. Þó var ég mál-
kunnugur Otto N. Þorlákssyni og
það var mér að vlsu ærinn styrk-
ur, þvi að hann átti aðalfrum-
kvæðið að þessum undirbúningi
og var þar ein styrkasta stoðin.
Tilgangurinn með þessu var
okkur öllum ljós. Menn vildu
mynda með sérsamtök, er skyldu
styrkja hin ýmsu félög vinnandi
fólks, bæði i kaupgjaldsmálum og
öðrum hagsmunamálum fólksins.
— Það hafa auðvitað veriö
HfC ÍSIEN7KA PRENTAKAFÉtAC
fluttar eldheitar hvatningarræð-
ur?
— Nei, slður en svo. Aö visu
voru fluttar ræður, en þær voru
hvorki langar né fyrirferðarmikl-
ar, enda þurfti þess ekki. Við
vissum öll til hvers viö vorum
þarna saman komin. Þessi fundur
varö ekkert langur, en við
ákváðum að halda annan fund
innan skamms. Sá fundur var
haldinn að Laugavegi 4, hjá Guð-
mundi heitnum Daviðssyni skóg-
ræktarmanni, sem v. ar með
bókabúð þar.
— Og þetta gerist á siðustu vik-
um ársins 1915?
— Já. Ég fékk tilnefningu mlna
frá Prentarafélaginu 12. nóvem-
ber. Upp úr þvi voru þessir tveir
fundir haldnir, báðir á árinu 1915,
og svo var Alþýðusambandið
stofnað seinna um veturinn, 12.
marz 1916. Siðari fundurinn.sem
við I undirbúningsnefndinni héld-
um, kaus fulltrúana, er sitja
skyldu stofnþing Alþýöusam-
bands tslands, þegar þar að
kæmi.
— Þú sagöist áðan hafa verið
svo að segja nýkominn til
Reykjavikur þegar þetta var. En
hvert ykkar, sem að þessum
undirbúningi unnuð, heldur þú að
hafi haft mesta þekkingu á verka-
iýðsmálum?
— öll samtök verkafólks voru
að sjálfsögðu I mótun á þessum
árum, — og væriþó liklega nær aö
segja að þau hafi verið i vöggu.
En það held ég að fari varla á
milli mala, að Ágúst Jósefsson
slðar heilbrigðisfulltrúi
Reykjavikur, hafi verið kunnugri
sllkum hlutum en nokkurt okkar
hinna. Hann var prentari að iðn,
hafði dvalizt i Danmörku frá
1895-1905, eða um tiu ára skeið og
hafði starfað að verkalýðsmálum
viK. wa'V.*í.vs.^V .'•/
-'f / y
.... ‘Y/WývAw J
^ ke-ut }
, ■ f,. , Þ.sA+vtAA, [ * ff _ .
; out
' ^ t* L vW~/- ÍWr ^ W
1 / . < y , j -j. >
zj «*. nJf jrz
Jufa. Ú' by+wO. J Uf’W
•J': :
■IWvw px'
•v* ■•'Íahí W
''x
Mynd af bréfinu tii Jóns Þórðarsonar, þar sem hann er skipaöur i nefnd
til undirbúnihgs að stofnun Alþýðusambands Islands. Gaman er að
veita þvi athygli, að bréfið er dagsett 12. nóvember, og nákvæmlega
fjórum mánuðum seinna, 12. marz um veturinn, var Alþýðusamband
isiands stofnað.
Vel má vera, að sumu ungu fólki nú á dögum þyki orðalag göinlu
mannanna óþarflega hátiðlegt: „Þér, herra prentari,” stendur i bréf-
inu. Hver kynslóð skapar sér sina tizku, og vafasamt er að siöir feðra
okkar hafi verið lakari en venjur okkar.
Timamynd Róbert.
i Danmörku á meðan hann var
þar. Jón Baldvinsson var lika
kunnugur verkalýðsmálum hér
heima. Hann haföi verið hjá
Skúla Thoroddsen á Isafirði og
fylgzt með honum suður á Bessa-
staði. Hann kom þvi vitaskuld
ekki ókunnugur að þessum verk-
efnum.
— Þarna hafa menn mætzt til
þess að vinna að hagsmunamál-
um stéttar sinnar, án tillits tii
stjórnmáiaskoðana?
—-Já.Mennvorueinhugaum aö
vinna að bættum kjörum hinna
lægst launuðu I þjóðfélaginu, án
þess aö spyrja um stjórnmála-
skoðanir hver annars, enda vissi
ég ekki eitt einasta dæmi þess að
pólitik spillti samstarfi þeirra
manna, sem unnu undirbúnings-
störfin aö stofnun Alþýðusam-
bands Islands.
— Lá ekki beint viö að þú yrðir
kosinn á fyrsta þing Aiþýðusam-
bands tslands, þar sem þú haföir
ásamt öðrum unnið mikið að
undirbúningi þess?
— Nei, það stóð aldrei til, enda
heföi ég ekki tekið þeirri kosn-
ingu, þótt böndin hefðu beinzt að
mér. Ég vann I Isafold á þessum
árum, og þar var svo óskaplegt
annriki, að ég haföi bókstaflega
engan tlma afgangs. Ég vann svo
mikla aukavinnu, að mér heföi
ekki verið nein leið að bæta á mig
meiri verkum. Ég kaus þvi að
draga mig i hlé — og mælti með
öðrum en sjálfum mér!
— Stofnun Alþýðusambands ls-
lands hefur ekki verið neinn smá-
ræðis atburður fyrir sextiu árum.
Var ekki litið á ykkur, sem aö
undirbúningnum unnuð, sem
voðalega byltingarmenn eða
jafnvel bióðrauöa boisa?
— Ekki skal ég segja þaö, en
hitt er vist, að á þvl herrans ári
1915 gerðist fleira, sem til tíöinda
mátti teljast. Þá varð hið fræga
hásetaverkfall, sem oft hefur ver-
ið vitnað til slöan. Þá fengu háset-
ar stórfellda hækkun á hinum
svokölluðu „lifrarpeningum”,
enda nutu þeir stuðnings ágætra
manna, sem höfðu sterka aðstöðu
I þjóðfélaginu. Mest munaði þó
um liðsinni Ólafs Friðrikssonar,
sem þá var ritari Dagsbrúnar, og
Jónasar Jónssonar frá Hriflu. En
þeir studdu báðir sjómennina
með ráðum og dáð.
Það var mikið umrót i þjóð-
félaginu um þetta leyti, en aldrei
varð ég var við neina andúö i
minn garð, persónulega, þótt ég
stæði i þessu.
— Þú hefur svo haldið áfram aö
fyigjast með verkaiýðsmálum og
þjóðmáium yfirleitt, þótt það yrði
ekki hlutskipti þitt að sitja á þing-
um Alþýðusambandsins?
— Fyrstu árin eftir að Alþýöu-
samband Islands var stofnað,
fylgdistég ekkertsérlega vel meö
opinberum málum. Ég átti ákaf-
lega annrikt, og vinnan tók eigin-
lega allan tima minn. Ég hand-
setti til dæmis allan Magna fyrir
Björn Jónsson, þegar hann (þ.e.
Björn) var settur af á sinum
tima. Sjálfur átti ég allt blaðið,
frá fyrsta eintaki til hins siðasta,
en gaf það Prentarafélaginu
seinna. Liklega er ég eini núlif-
andi maðurinn á Islandi, sem veit
hverjir voru höfundar greina,
sem birtust þar undir dulnefni, en
sú vitneskja fer með mér I gröf-
ina, þvi að það er siðferðileg
skylda prentara að segja ekki frá
slflku, sem þeir verða áskynja i
starfi sinu.
Seinna gerðist það, aö blaðiö
Timinn fluttist til okkar i
Acta-prentsmiðjuna, i ársbyrjun
1921. Þá fór ég að vinna viö um-
brot og siöar setningu Timans og
geröi það I áratugi. Eftir þaö
komst ég ekki hjá þvi að fylgjast
rækilega með þvi sem var að ger-
ast i þjóðfélaginu, en þaö er önnur
saga, sem ekki kemur þessu
spjalli okkar við. — VS.