Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 12. marz 1976 Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra: Aðsóknin að öldungadeildunum sannar ótvírætt þörfina á fullorðinsfræðslu Meðal þeirra mála, sem liggja fyrir Alþingi, er frumvarp um fullorðinsfræðslu. Með þvi fylgja mjög itarlegar athugasemdir og yfirgripsmikið nefndarálit. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir siöasta Alþingi, en var þá ekki út- rætt. Nýlega mælti menntamála- ráðherra Vilhjálmur Hjálmars- son,fyrirfrumvarpinu, og vitnaði þá til ræöu sinnar, sem hann flutti i fyrra, og lét sér nægja að rifja upp örfá efnisatriði, svo og gera grein fyrir þeirri einu breytingu, sem gerð hefði verið á frumvarp- inu frá þvi það var i fyrsta sinn lagt fram á Alþingi. Sagöi menntamálaráðherra þá m.a.: Framkvæmd laganna fari eftir fjár- veitingu hverju sinni Eftir þinglok i fyrra fór ég þess á leit við milliþinganefndina, að hún ásamt tveimur nefndar- mönnum úr menntamálanefnd þessarar hæstvirtu deildar litu á athugasemdir og ábendingar þær, sem fram höfðu komið og legði niður fyrir sér, hversu með skyldi fara. Hvort t.d. væri skyn- samlegt að breyta frumvarpinu áður en þaö yrði lagt fyrir Alþingi á ný með tilliti til hinna ýmsuum- sagna og ábendinga, eða með til- liti til breyttra aðstæðna i þjóð- félaginu t.d. á hinu fjárhagslega sviði.Takae.t.v.einstakaþætti út úr og láta aðra biöa o.s.frv. Niðurstaðan af þessum at- hugunum varð sú, að skynsam- legast væri að leggja frumvarpið fyrir Alþingi óbreytt að öðru leyti en þvi, að aftan við 39. grein ,,lög þessi öölast þegar gildi” komi sú viðböt, sem þar greinir og felur i sér að um framkvæmd laganna fari eftir fjárveitingum hverju sinni, nema hvað 30. og 31. grein, sem fjalla um námsflokka og námshópaogsvobréfaskóla komi til framkvæmda eigi siðar en á árinu 1977. Með þvi að hafa þennan hátt á ætti að vera unntaðbyrja aö fikra sigáfram meöframkvæmd þeirr- ar stefnu sem i frumvarpinu felst, þó fjárhagsástæður rikissjóös leyfi ekki framkvæmd allra þátta frumvarpsins i einni svipan. 1 fvrra var gerð grein fyrir áætluðum kostnaöi af fram- kvæmd frumvarpsins i heild. Endurskoðun þeirrar áætlunar liggur ekki fyrir á þessari stundu en ég mun hlutast til um að slik endurskoðun verði framkvæmd hjá Hagsýslustofnun rikisins og menntamálanefnd þessarar hv. deildar geri grein fyrir niðurstöð- um. Meginefnið að menn geti aukið þáttum i menntun sina hvenær sem þeir vilja 1 stuttu málier meginefni þessa lagafrumvarps, aö bæta skilyrði til þess að menn geti aukið þátt- um i menntun sina — helzt alla ævi — aö loknu eða þá utan hins venjulega skólanáms. Þetta er af ýmsum ástæðum mjög mikil- vægt. Vegna sibreytilegra starfs- hátta i þjóðfélögum nútimans þurfa menn að eiga þess kost að endurhæfa sig i starfi, m.a. þeir, sem um sinn hafa horfið frá vinnu utan heimilis en hefja þau störf á ný, þegar aðstæður breytast, svo sem nú er orðið um margar konur t.d. Þótt menn af ýmsum ástæð- um hverfi frá námi við lok skyldufræðslu, þá á að vera unnt að taka upp þráðinn á ný, ef áhugi er á þvi. Oft er nauðsynlegt að geta búið sig undir störf á alveg nýjum vettvangi sbr. þaö, sem allir þekkja og mjög algengt er að menn óski og jafnvel þuífi að breyta um störf af ýmsum per- sónulegum ástæðum. Einnig er það mjög æskilegt að menn geti átt þess kost að verja tómstund- um sinum til náms sér til aukins þroska og ánægju almennt talað. Það er vafalaust miklum vand- kvæðum bundið að búa skilyrði til sliks náms þannig, að bæði verði auðvelt fyrir þá, sem þess vilja njóta, og þóekki um of kostnaðar- samt fýrir rikið, sveitarfélög og einstaklinga og vinnuveitendur og aðra, sem undir kostnaði standa. Hér sem annars staðar verður að leitast viö að þræða hinn gullna meðalveg. Aðrar þjóðir verja miklu fé til fullorðinsfræðslu Það hefur verið upplýst, að árið 1972-73 vörðu Danir til fræðslu Vilhjálmur Hjálmarsson fullorðinna sem svarar 20 mill- jörðum isl. króna eða um 4.000 Isl. kr. á hvern ibúa Danmerkur. 1 Finnlandi er framlagið nokkru minna eða sem svarar 3.000 Isl. kr. á hvern ibúa. 1 Noregi er það 3.500 kr. og i Sviþjóö um 5.500 isl. kr. á ibúa. Af þessu er ljóst, að nálægar þjóðir verja nú þegar miklum fjárhæðum til þessa þáttar menntunar. Þrátt fyrir þetta ræða forráða- menn skólamála i nálægum rikj- um mjög um nauðsyn þess að efla fræðslu fullorðinna. Sannleikur- inn er sá, að flestar þjóðir leggja nú mikla áherzlu á þetta. — Þessu næst greindi mennta- málaráðherra frá þvi i ræðu sinni, áð menntamálaráðherrar aðildarrikja Evrópuráðsins hefðu i júnimánuði sl. haldið fundi i Stokkhólmi, og þar hefði verið fjailað um fræðslu fullorðinna. t ályktun eöa yfirlýsingu þess fundar segir m.a.: „Höfuötakmark endur- menntunar er að veita hverjum einstaklingi færi á að taka eigin ákvarðanir um framtiö sina. Hún vinnur gegn rikjandi misrétti i rikjandi menntakerfi og tækifæri til menntunar veitist mönnum alla ævi”. Mörgu fleira greindi ráðherr- ann frá úr áiyktunum fundarins, gébé Rvik — Nýlega varð sam- komulag milli Bandalags starfs- manna rikis og bæja og fulltrúa fjármálaráðherra um launa- hækkun, sem er 6% frá 1. marz. Aætiað er að útborgun þessarar hækkunar hefjist I dag, en fast- ráðnir starfsmenn BSRB fá yfir- leitt greidd laun sh fyrirfram. Þá var samþykkt sérstök uppbót fyrir láglaunafólk, en samningar BSRB eru gerðir með hliðsjón af kjarasamningum ASt. — Raunar er þetta framlenging á gildandi samningum BSRB, sem gilda til 1. júlí n.k., sagði Kristján Thorla- cius formaður BSRB. Kristján sagði, að fimmtán hundruð króna uppbót kæmi á laun þeirra starfsmanna sem ’nefðu minna en 54 þúsund krónur, en þeir, sem hefðu laun frá 54 til 57 þúsunda, fengju hækkun sem nemur helming af þvi, eða 750.00 kr. Viðræður halda áfram um kjaramál og saminga fyrir næsta timabil, sagði Kristján milli fulltrda BSRB og fjármálaráð- sem hann sagði að væru hinar itarlegustu. M.a. væri þar rætt um nauðsyn þess að gera fram- haldsmenntun yfir höfuð hæfari til að mæta þörfum fólks með mjög ólika fortið. Og lögð væri áherzla á að endurskoða inntöku- reglur til æðri menntunar, þannig að aukið tillit sé tekið til starfs- reynslu. Þetta væri mjög at- hyglisverðir punktar og einmitt i samræmi við það sem einnig er okkar yfirlýsta stefna nú, þegar endurskoðun framhaldsskóla- stigsins er hafin að fullum krafti. Ætti að vera okkur hvatning Þessu næst sagði menntamála- ráðherra: Ég hef rifjað upp þessa þætti úr ályktunum ráðherrafundarins i Stokkhólmi 1975 til þess að minna á, hversu mjög nálægar þjóðir leggja sig fram um það nú að efla þennan þátt menntunar. Það ætti að verða okkur hvatning til þess að gefa þessum málum gaum og takast á við þau verkefni, sem leysa þarf til þess að koma þeim i viðunandi horf, einnig hér heima á Islandi. Nú þegar lög um grunnskóla og lög um skólakerfi hafa verið sam- þykkt og unnið er að þvi fullum fetum að framkvæma þessa nýju löggjöf og þegar jafnframt er haf- in endurskoðun á framhalds- skólastiginu almennt, með sér- stakri áherzlu á verkmennta- þættinum, þá fer ekki á milli mála, að nauðsynlegt er að huga einnigaö þvi, sem við höfum kall- ^ð fræðslu fullorðinna, og leitast við að koma hagfelldu skipulagi á þá fræðslu. Við skulum jafnframt gera okk- ur alveg ljóst, að þegar hefur töluvert verið aðhafzt i þessa stefnu hér á landi. Fræðsla full- oröinna hefir til þessa einkum farið fram i námskeiðum og námsflokkum með kennslu i bréfaskóla, útvarpi og sjónvarpi þó i örlitlu mælisé. Ég vil i þessu sambandi geta þess, að þó að til- raun til sjónvarpskennslu, sem eitt sinn var upptékin hafi ekki verið haldið áfram, hafa menn fullan hug á þvi að nýta sjónvarp- ið til kennslu. Er það raunar ekki vansalaust að þetta skuli hafa herra nú á næstu dögum. Hann kvaöst ekkert geta sagt nánar um þær viöræður á þessu stigi. „Ókindin" — nýtt vikublað Gsal-Reykjavik — Nýtt vikublað hefur göngu sina I dag og ber það heitið „Ókindin”, en kjörorð blaðsins er „óháð háð”. Ctgef- andi er Sjón og Saga sf. og er Ókindin fyrsta afsprengi útgáf- unnar, sem sitthvað fleira hcfur á prjónunum. Aðstandendur þessa nýja blaðs eru Ewald Ellert Berndsen. Hilmar Helgason, Hjalti Rögn- valdsson, Jökull Jakobsson, Magnús Guðjónsson, Sig. Sverrir Pálsson og Stefán Jóhannsson. 1 fyrsta tölublaði eru teikningar eftir Sigmund, Halldór Pétursson og Sigurð örn Brynjólfsson. verið vanrækt, svo mjög allt fram á þennan dag. Þá má enn minna á öldungadeild við Hamrahliðar- skólann i' Reykjavik og nú i vetur við menntaskólann á Akureyri. En einmitt aðsóknin að þessum svokölluðum öldungadeildum sannar ótviræfc {jörfina á fræðslu fuilorðinna á menntaskóla.svið- inu. Allnokkur kostnaður Að þessu, sem ég nú var að greina má ljóst vera, að þegar er varið töluverðum fjármunum til fræðslu fullorðinna. Hitt er svo ljóst, að lögfesting þessa frum- varps og siðan framkvæmda slikra iaga hefir mikið aukinn kostnað i för með sér fyrir rikis- sjóð. 1 frumvarpinu eru ýmis ákvæði um þátttöku rikisins, svo sem að fræðsla i formi náms- flokka og námshópa skuli fá 75% sannanlegs kostnaðar greiddan úr rikissjóði. Viðurkennd fræðslu- sambönd skulu fá 75% tiltekins kostnaðar, og kennslufræðilegar stöðvar i fræðsluumdæmunum skulu njóta 50% rikisstyrks vegna iauna sérmenntaðs starfsliðs og vegna skrifstofukostnaðar. Þá er einnig gert ráð fyrir þvi, að riki eða sveitarfélög láti i té kennslu- húsnæði, tæki, ljós, hita, ræstingu og húsvörzlu. Ég hef þegar minnzt á þá einu breytingu, sem gerð var á fruin- varp inu, f rá þv i þa ð va r lag t f ram á Alþingi i fyrra. Það er að taka það beinlinis fram, að hinir ýmsu þættir fuliorðinsfræðslunnar, sem um er fjallað i frumvarpinu komi til framkvæmda þá fyrst þegar féð er veitt á fjárlögum til þeirra. Þó að undanskildum þessum tveimurþáttum.námsflokkum og námshópum og svo bréfaskóla- kennslunni. Hér eru teknir fram fyrir þeir tveir þættir, sem hafa hvað minnstan aukinn kostnaö i för með sér, en hafa reynzt ákaflega vel og komið mörgum til hjálpar ekki sizt þeim, sem ýmissar að- stöðu vegna eiga erfitt með að stunda nám á annan hátt. Verður menntamálanefnd þessarar hv. deiidar sérstaklega gerð grein fyrir þvi, hvað ætla má, að fram- kvæmd þessara tveggja greina kosti rikissjóð. TVÆR þingsályktunartillögur voru afgreiddar frá Alþingi i gær. Tillaga Jóns Skaftasonar um að- stöðu til viðgerða á flugvélum á Keflavikurflugvelii var samþykkt með 32 samhljóða atkvæðum og send rikisstjórninni. Tillaga Guðmundar G. Þörarinssonar, Jóns Skaftasonar, Steingrims Hermannssonar og Halldórs Ásgrimssonar um áætl- unargerð i flugmálum var visað til rikisstjórnarinnar. 1 ræöu Jóns Skaflasonar fram- sögumanns nefndar um málið, kom fram, að nefndin hefði leitað álits samgönguráðuneytisins og flugráðs á tillögunni. Hefðu undirtektir þessara aðila verið mjög jákvæðar, og samgöngu- málaraðuneytið hefði þegar skipað flmm manna nefnd til að gera úttekt á flugmálum. Þar með var talið, að tilgangi tillög- unnar væri náð og henni þvi visað til rikisstjórnarinnar. Endurskoðuð lög um Búnaðarbankann Lagt hefur verið fram á Alþingi stjómarfrumvarp til laga um Búnaöarbanka islands. Meginbreyting frá gildandi lög- um eru þess efnis, aö Búnaftar- bankinn fœr heimild til verzhinar meö gjaldeyri, og bankaatjórum baukans veröur fjelgaö um einn til jafns viö bina rikitkaufcana. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir: Þegar iögin um Seölabanka tslands voru sett 1961, voru lög- in um Landsbanka tslands og Útvegsbanka tslands tekin til gagngerðrar endurskoðunar og aðlöguð þeim breyttu aðstæð- um, sem uröu viö tilkomu Seöiabankans og margs konar breytinga, sem orðiö höföu i þjóðfélaginu, frá þeim tima, er löggjöf um þessa banka var sett. Lögin um Búnaðarbanka lslands eru frá 1941. Mörg ákvæði laganna, meira að segja heilir kaflar þeirra, eru orðnir óraunhæfir og úreitir og þvi mál til komið, aö löggjöfin um Búnaðarbanka tslands sé sam- ræmd lögum hinna rikisbank- anna og sniðnir af þeir vankant- ar, sem á lögunum eru t.d. vegna laga nr. 45 16. aprll 1971 um Stofnlánadeild iandbúnaö- arins. Þriöji kafii iaganna um Veödeild bankans, var ekki tek- inn meö viö þessa endurskoðun, og gildir hann þvi áfram 1 ó- breyttu formi. Hugmyndir hafa komið fram um að sameina Veödeildina Stofniánadeild landbúnaðarins, eöa að gera á starfsemi hennar viðamikiar breytingar.en niðurstaöa liggur ekki fyrir. Var þvi taliö rétt aö láta þennan kafla biða, þó brýnt sé að endurskoðun á starfsemi Veðdeildarinnar færi fram eins fljótt og kostur er. Samkvæmt 10. gr. frv. er ákveðið að bankastjórar skuli vera þrir, sem hafa verið tveir, og heimiíd er veitt til að ráða aðstoðarbankastjóra. 6% launahækkun hjá BSRB — og uppbót launa fyrir láglaunafólk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.