Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. raarz 1976 TÍMINN 5 Árangursríkt Búnaðarþing Margar merkar samþykktir voru gerðar á Búnaðarþingi, sem lauk i fyrradag, en alls stóð þingið i 17 daga. Fyrir þingið voru lögð 53 mál og hlutu 48 afgreiðslu. Ásgeir Bjarnason formaöur Búnaðar- lélags islands gerði grein fyrir störfum þingsins, er þvi var slitið. I Taldi hann, að I áiyktun um kjarnfóðurfram- leiðslu innanlands hefði verið eitt merkasta mál þingsins, auk orkumála og lánamála landbúnaöarins, en á þinginu voru gerðar itarlegar tillögur um lán til jarðakaupa og lán til framkvæmda i landbúnað- Níu punktar Bnginn efi er á þvi, að efling fóöuriðnaöar innanlands cr citthvert brýnasta mál is- lenzks landbúnaöar um þessar mundir. i ályktun um þaö mál lagöi Búnaðarþing áherzlu á eftirfarandi niu atriöi: ) Bndurskoðuð verði gildaúdi lagaákvæöi um grænfóður- verksmiöjur m.a. með þaö fyrir augum að auka áhrif bænda og samtaka þeirra á stjórn og rekstur verk- smiðjanna. 2) Uppbygging i fóðuriðnaði verði auðvelduö, m.a. með föstum tckjustofnum, hag- stæðum lánum, afnámi tolla og skatta og öðrum ráöstöf- unum, hliöstætt og gerist i skyldum iðnaði, svo sem þörungavinnslunni á Heykhólum. 3) Hraöað verði rannsóknum á þvi, hvernig hagkvæmast sé að nota ódýra afgangsraf- orku og jarðvarma til þurrkunar fóðurefna. 4) Auknar verði rannsóknir á þvi, hvaöa efnum, sem til falla eða vinna má innan- lands, sé hugsanlegt að blanda i grasköggla til að fá hagkvæmar kjarnfóður- blöndur. 5) Gerðar verði viötækar fóður tilraunir með innlendar fóðurblöndur, svo að skýrt komi i ljós, að hve miklu leyti slik kjarnfóðurfram- leiðsla geti komið i stað inn- flutts kjarnfóðurs. 6) Lögö veröi aukin áherzla á ræktunartilraunir, m.a. á ræktunarlöndum verk- smiðjanna, bæöi er varðar stofna og áburð, með það fyrir augum að auka upp- skeru og gera hana árvissa. 7) Kannaðir verði möguleikar á útflutningi á grasköggl- 8) Athugað verði, hvernig hagkvæmast er að liaga geymslu og flutningi á gras- kögglum, enda við það mið- að, aö þeir verði seldir á sama verði á ölium verzlunarstöðum tandsins. 9) llraðað veröi útvegun fjár- ntagns til hönnunar, upp- byggingar og endurbóta þeirra grænfóðurverk- smiöja, er þegar hafa verið hafnar framkvæmdir við, svo að unnt verði að ljúka “PPbyggingu þeirra á næstu 5 árum. Lónakjör landbúnaðarins Eins og að framan getur voru lánamál landbúnaðarins til umræðu, staða Stofnlána- deildar landbúnaðarins og iánageta Veðdeildar Búnaðar- bankans til jarðakaupa. Afkoma Stofnlánadeildar liefur verið crl'iö og virðist ohjákvæmilegt að breyta lánareglum hennarog tryggja rekstrargrundvöll liennar til frambúðar. Sömuleiðis er Ijóst, að lánageta Veðdeildar Búnaðarbankans til jarða- kaupa er ófullnægjandi. i þe s s u samba ndi lýsti Búnaðar- þi n g y f i rl stuðningi sin-f um við þá’ ákvörðun Halldórs E.| Sigurðssonar landbúnaðar- ráðherra að' skipa nefnd til að gera tillögur um úrlausn þessara vanda- mála, og benti á eftirfarandi atriði, sem nefndhi þyrfti að taka til skoðunar: 1. Hvort ekki sé rétt að veita mismunandi hátt hlutfall lána miðað við stofnkostnaö framkvæmda og bústofns- kaup cftir þvi. hvers konar framleiðsla hentar á við- komandi svæði, livað fram- leiöslu- og markaðsskilyröi snertir. 2. Hvort ekki sé cðlilegl og sjálfsagt aö setja hámark á ián til einstakra fram- kvæmda, likt og nú er gert varðandi ibúðarhúsalán. 3. Hvort ekki sé rétt að útiloka lánveitingar til bygginga vcrksmiðjubúa líkt og Norð- menn liafa gert. 4. Hvort ekki sé rétt, að ibúöa- lán I sveitum verði færð til Húsnæöismálastofnunar rikisins, enda verði stærðarmörk íbúða i sveit- um höfð verulega rýmri en i þéttbýti. þar sem byggja þarf fyrir starfsfólk jafn- framt fjölskyldu. 5. Hvort ekki sé rétt að fella jarðakaupalánin undir Stofnlánadeild og skylda Byggðasjóö til að veita við- bótarlán i þvi skyni. 6. Hvort gengistapi og visi- töluálagi lánsfjár Stofn- lánadeildar verði mætt með hækkuðu búvörugjaldi, cr komi i framleiðslukostnað búvaranna og minnkuð verði þannig þörf á að verð- tryggja útlán deildarinnar til bænda. Ástæða væri til að geta inargra annarra mála, seni Búnaðarþing fjallaöi um, m.a. orkumálin, þ.e. rafmagn frá samveituin á alla sveitabæi. og jöfnun raforkuverðs. En það verður að biöa betri tima. — a.þ. Góöir Hós9a9n°' dei\a S\NV\ »6'U2 SSffi&r tssþ* SófaseA?AUr Kommoöur járnrúm 1 Vörumarkaðurini hl. ÁRMÚLA 1A Óskum Alþýðusambandi Islands allra heilla á 60 ára afmælinu Rafiðnaðarsamband íslands aðildarfélög þess Búnaðarfélag íslands AAálm- og skipasmiðafélag íslands Félag járniðnaðarmanna Félag bifvélavirkja Félag bilamálara Félag blikksmiða Sveinafélag skipasmiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.