Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 12. nVarz 1976 ® ASÍ 60 ára lagsbreytingu, sem gekk i gildi árið 1966. Hugmyndir sem höfðu komið fram um að fækka fulltrú- um á Alþýðusambandsþingum og kjósa til þeirra með óbeinumhætti i gegnum landssambönd eða fjórð- ungssambönd, hefur ekki náð frám að ganga. Það hefur þvi ekki fækkað á þessum þingum, og um það eru sennilega jafnskiptar skoðanir enn þann dag i dag, hvort stefna beri að þvi að gera þingin minni um sig. Yfirleitt er það hverju félagi metnaðarmál að eiga sinn fulltrúa á Alþýðu- sambandsþingi, og einnig má segja, að þannig sé auðveldara að virkja alla hreyfinguna, heldur en ef kosningar eru óbeinar og þing- in smærri. — Nú erum við hér að visu ekki til þess að fella dóma, heldur tii þess að rekja sögu, en samt er freistandi að spyrja i framhaldi af þessu: Eru þessi þing ekki ó- þægiiega fjölmenn og þung i vöf- um, þannig að það geti beinlinis tafið fyrir framgangi og af- greiðsiu tiitekinna mála? — Jú, það er mikið til i þessu. Að minu viti gæti verið nauðsyn- legt að hafa dálitið annan hátt á, þannig að þingið yrði takmarkað við fá mál og stór, sem væri búið að ræða i verkalýðshreyfingunni, áður en til þings kemur, og menn kæmu til þingsins til þess að gefa stefnunni i þessum málum endan- lega mynd, fremur en að þar upp- hæfust frumumræður um stór- mál, sem hæglega gætu tekið marga daga. Þvi er ekki að neita, að stundum hafa þingin orðið helzt til þung i vöfum, og það er vitaskuld engum til góðs. Látum lýðræðið ná til allra þátta þjóðfélagsins — Það fer nú að líða að lokum þessa spjalls okkar, en ég mætti kannski spyrja þig að iokum, Ólafur, hvernig þú, sem skrif- stofustjóri Alþýðusambands is- lands, hyggur tii framtiðarinnar á þessum timamótum. Heldur þú að alþýðusamtökin á islandi hafi ástæðu til bjartsýni? — Já, ég held það, en fram- undan biður gnótt verkefna, og þá er spurningin, hvernig tekst að virkja fólk i verkalýðshreyfing- unni til þess að hrinda þeim mál- um i framkvæmd. Hin pólitiska AUGLÝSIÐ í TÍMANUM TÍMINN togstreita, sem setti svip sinn á Alþýðusambandið fyrstu áratug- ina eftir að það varð sjálfstætt og óháð stjórnmálaflokkum, — sú togstreita er nú langt að baki, og ég held, að fólkið i alþýðusamtök- unum geti orðið sammála um fjölmörg mikilsverð mál, þrátt fyrir að það skipar sér i hina ýmsu stjórnmálaflokka. Þar á ég meðal annars við mál eins og al- þýðutryggingar, húsnæðismál, og siðast en ekki sizt að útfæra íýð- ræði i þjóðfélagi okkar, þannig að það nái til efnahags einstaklings- ins og vinnustaðar hans. Menn þurfa að gera þær kröfur til vinnustaðar sins, þar sem þeir eyða mjög miklum hluta af vöku- stundum lifs sins, að hann sé mannsæmandi og menn hafi á- kvörðunarrétt varðandi skipu- lagningu vinnustaðarins og vinn- unnar sjálfrar. Þetta er gifurlega mikið verkefni, og þarna erum við vafalaust einum til tveim ára- tugum á eftir frændum okkar á Norðurlöndum, en ég held, að verkalýðshreyfingin verði að snúa sér mun meira að þessum félagslegu þáttum. Það er ekki einvörðungu kaupið sjálft eða krónutala þess, sem er grundvöll- ur lifskjara, heldur verða menn að lita á heildina og reyna að bæta hag verkafólks á öllum sviðum og sameina það til átaka. Það er hægt að ná atvinnutækjum i sinar hendur á annan hátt en þann að taka fyrst rikisvaldið og þjóðnýta siðan allt saman. Þetta er lika hægt að gera eftir leiðum sam- vinnu og með hægfara útfærslu lýðræðis til allra þátta þjóðfé- lagsins. _vg Bankastræti 9 • • Sími 11811 21 Fermingarfafnaðurl STULKUR: Buxnadragt 5 litir DRENGIR:/ Flauelsföt 5 litir Blússur og peysur Skyrtur Pils Sendum gegn póstkröfu samdægurs M Kji: ii læaurs v",ííN J sendir Alþýðusambandi fslands beztu árnaðaróskir á 60 ára afmæli þess ■N Margar gerðir mæla í bifreiðir, báta og vinnuvélar HLOSSB-------------- Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun - 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa - Permobel HLOSSI! Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verVstæöi • 8-13-52 skrífstofa Blöndum bílalökk IssítH:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.