Tíminn - 12.03.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. marz 1976
TÍMINN
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa-
sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Vopnin þrjú
1 dag eru liðin sextiu ár frá stofnun Alþýðusam-
bands Islands. Einn aðalhvatamaður að stofnun
þess var jafnframt aðalstofnandi Timans, Jónas
Jónsson frá Hriflu. Hann var þá að leggja grund-
völl að þeirri flokkaskipan, sem siðan hefur mótað
islenzk stjórnmál. Þótt Jónas hafði þá þegar valið
sér stað i öðrum flokki en verkamannaflokki, taldi
hann mikla nauðsyn á verkamannaflokki og
verkamannasamtökum. Hann samdi fyrstu lög
Alþýðusambands Islands, og lagði þannig grund-
völl að starfi þess og stefnumótun. Aðalsamstarfs-
maður hans við það verk var Ólafur Friðriksson,
höfuðbrautryðjandi jafnaðarstefnunnar á Islandi.
Samstarf þeirra Jónasar og Ólafs leiddi til þess, að
jafnaðarstefnan á íslandi var frá upphafi mjög
mótuð af islenzkum aðstæðum, og ekki nema að
takmörkuðu leyti byggð á erlendum kennisetn-
ingum. Um þetta vitnar bezt forsiðugrein i fyrsta
tölublaði Dagsbrúnar, blaðs jafnaðarmanna, sem
hóf göngu sina 10. júni 1915. Þar vekur sérstaka
athygli, hve mikil áherzla er lögð á hlutverk sam-
vinnufélaganna. Meginstefnan er sögð sú að út-
rýma fátæktinni, og ,,það eru þrjú vopn sem við
einkum ætlum að vega með, til þess að útrýma fá-
tæktinni, þ.e. með samvinnufélagsskap, verka-
lýðsfélögum og með þvi að hafa áhrif á löggjöf og
stjórn landsins, þar með talin áhrif á sýslu- og
sveitastjórnir.” Þessi þrjú vopn eru siðan skil-
greind nánar, og er samvinnufélagsskapurinn
nefndur fyrst. Þar segir m.a. á þessa leið:
,,Við viljum af fremsta megni styðja kaupfélög
og önnur samvinnufélög, og þarf til þess fyrst og
fremst að auka þekkingu almennings á þeim mál-
um. Við álitum að það eigi að vera kaupfélög um
allt land, sem myndi innbyrðis samband, er hafi á
hendi heildsölu (og verksmiðjuframleiðslu, þegar
þvi verður við komið) og væntum við að þá fyrst,
þegar þetta er komið á batni verulega hið afar
mikla ólag, sem nú er á verzluninni hér á landi.”
I greininni er lögð áherzla á að mikilvægustu at-
vinnufyrirtækin verði opinber eign, en ,,svo nefn-
um við eigi aðeins eignir landsjóðs, sýslueignir og
eignir sveitafélaganna, heldur einnig eignir sam-
vinnufélaga.” Réttara er þó talið, að fyrirtæki,
sem hafa einokunaraðstöðu (t.d. vatnsveitur og
rafveitur), séu eign rikisins eða sveitarfélaga,
heldur en samvinnufélaga. Um landbúnaðinn er
svo þetta tekið fram: „Til þess að valda ekki mis-
skilningi, skal þess getið hér, að við ætlumst til
þess að landbúnaðinn (sem um langan aldur hlýt-
ur að vera aðalatvinnuvegur íslendinga) stundi
sjálfstæð bændastétt, er hafi með sér öflugan sam-
vinnufélagsskap til vörukaupa, afurðaútflutnings
og vélanotkunar.”
Þá er gerð sérstök grein fyrir hlutverki verka-
lýðsfélaga, sem eigi að beinast að þvi að tryggja
fullvirði fyrir vinnuna. En þótt miklu megi koma
fram með þessum tveimur vopnum, samvinnufé-
lagsskapnum og verkalýðsfélögunum, sé þriðja
vopnið eigi að siður mikilvægt, en þar er átt við
áhrifin á löggjöf og landstjórn.
Siðustu sextiu árin hefur verið sótt fram á
þessum grundvelli. Alþýðusambandið var stofnað
tæpu ári siðar og heildsala SIS hófst skömmu sið-
ar. Flokkar samvinnumanna og jafnaðarmanna
komu lika til sögu um likt leyti og hafa haft mikil
áhrif á löggjöfina. Á íslandi er þvi annað og betra
þjóðfélag i dag en fyrir sextiu árum. Svo vel hefur
þessum þremur vopnum verið beitt. En samt er
enn margt óunnið, sem vinna ber að i anda frum-
herjanna. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hverjir hafa grætt á
detente-stefnunni?
I VESTRÆNUM löndum
sætir hin svonefnda
detente-stefna, eöa slökunar-
stefna, vaxandi gagnrýni.
Þetta kemur m.a. fram ikosn-
ingabarátiunni i Bandarikjun-
um. Ihaldsflokkarnir i Vest-
ur-Þýzkalandi og Bretlandi
beita þessari gagnrýni einnig i
vaxandi mæli. Aðaluppistaðan
i dróðri þeirra er sú, að
detente-stefnan hafi gert vest-
rænu rikin andvaralausari, og
að Sovétrikin hafi hlotið ýms
aukin hlunnindi, t.d. á við-
skiptasviðinu, i skjóli hennar.
Einnig reyni Sovétmenn aö
færa sig upp á skaftið i Afriku
og Asiu i skjóli hennar.
Ef mál þetta er skoöaö niður”
i kjölinn, verður næsta erfitt
að dæma um, hvort
detente-stefnan hefur fært
Sovétrikjunum eða vestrænu
rikjunum meiri hagnað. Hið
rétta er, að hún hefur fært
báðum nokkurn hagnað, sem
er fólginn i þvi, að samskipti
þjóðanna eru orðin mannlegri
en áður, og gagnkvæm kynni
hafaaukiztá mörgum sviðum.
Sú kenning, að detente-
stefnan hafi dregið úr
varúð vestrænna rikja, fær
ekki staðizt, þegar þess er
gætt, að öllum hlutlausum
stofnunum, sem miðla upplýs-
ingum um vigbúnaðarmál,
ber saman um, að riki At-
lantshafsbandalagsins verji
enn samanlagt miklu meira fé
til vigbúnaðar en riki Varsjár-
bandalagsins. Riki Atlants-
hafsbandalagsins hafa að visu
dregið nokkuð hlutfallslega úr
herkostnaði, en þrátt fyrir það
er hann enn verulega meiri en
hjá Varsjárbandalagsrikjun-
um, samkvæmt áðurnefndum
skýrslum. Þvi verður þess
vegna ekki haldið fram, með
neinum rökum, að þau hafi
dregið úr varúð sinni, Menn
verða að taka með gætni öllum
upplýsingum, sem hershöfð-
ingjar og flotaforingjar
hampa i þessum efnum, eða
fulltrtiar hergagnaiðnaðarins,
en þeir nota alls konar leiðir til
að koma áróðri sinum á fram-
færi, ekki sizt hjá fjölmiðlum,
sem eru i einkaeign.
VIÐ þvi var aldrei að búast,
að detente-stefnan yrði til þess
að draga úr áróðursstriðinu,
sem stendur yfir milli vest-
rænnar lýðræðisstefnu og
kommúnismans. Það hlaut að
halda áfram og mun halda
áfram, þótt friðvænlegra verði
i heiminum. En þvi fer fjarri,
að detente-stefnan hafi bætt
áróðursstöðu kommúnismans
meira en lýðræðisstefnunnar.
Miklu frekar er þessu öfugt
farið. Helsinkiyfirlýsingin
felur t.d. i sér margs konar
fyrirheit um aukin og frjálsari
samskipti þjóöa. Þar strandar
nú á kommúnistarikjunum að
standa við þessi fyrirheit.
Kastljósið beinist þvi enn
meira að þvi en áður, að
mannréttindum er mjög
ábótavant I löndum þeirra og
miklu meira en i vestrænum
lýöræðisrikjum, þótt ýmsu sé
þar ábótavant. Ef vestrænir
lýðræðissinnar nota sér Hel-
sinkiyfirlýsinguna með lagni,
ætti hún ekki aðeins að geta
styrkt áróðursstöðu þeirra
gagnvart kommúnismanum,
heldur einnig haft áhrif á, að
ýmsar tilslakanir verði gerðar
á sviði mannréttinda I komm-
únistarikjunum.
Ford og Bréznjev
Af hálfu þeirra, sem gagn-
rýna detente-stefnuna vestan
tjalds, hefur verið látinn uppi
sá ótti, að hún gæti leitt til
þess, ef menn gættu ekki vöku
sinnar, að eins konar finnskt
ástand geti skapazt I löndum
Vestur-Evrópu, og eiga menn
þá við svipað ástand og nú
rikir i sambúð Finnlands og
Sovétrikjanna. Ekki hefur þó
borið neitt á þessu enn.
Detente-stefnan hefur hins
vegar beint og óbeint leitt til
þess, að Rússar hafa orðið að
milda tökin i fylgirikjum sin-
um. Það eru ekkert minni lik-
ur á að þar geti skapazt
finnskt ástand en i Vestur-
Evrópu.
EF TIL VILL er þaö rétt hjá
Ford forseta, að timi hinnar
svonefndu detente-stefnu sé að
verða liðinn. Fyrirbrigði eins
og kalda striðið og
detente-stefnan eru oftast
bundin við visst árabil. Eins
og kalda striðið leiddi til
breyttra viðhorfa og myndaði
jarðveg fyrir detente-stefn-
una, er hún einnig likleg til að
leiða til nýrra viðhorfa og
stefnubreytingar. Ein bein og
óbein afleiðing hennar er td.
breyting á starfsháttum
stærstu kommúnistaflokk-
anna i Vestur-Evrópu, þ.e. i
Frakklandi og Vestur-Þýzka-
landi. Bæði risaveldin fylgjast
með þessum breytingum með
áhyggjum. Ráöamenn Sovét-
rikjanna óttast, að þær geti
leitt til þess, að þeir missi þau
áhrif;, sem hafa fylgt tengsl-
um þessara flokka við Sovét-
rikin. Ráðamenn Bandarikj-
anna óttast, að þetta geti leitt
til þess, að kommúnistar
komist i stjórn á Italiu og i
Frakklandi, og það geti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Þetta getur vel verið upphaf
breytinga, sem hafa mikil
áhrif i Evrópu i náinni fram-
tið. Þetta sýnir jafnframt, aö
risaveldin ráða ekki jafnmiklu
um þróunina og áður, en það
getur þó eigi að siður haft
mikil áhrif, hvort viðbrögð
þeirra verða jákvæð eöa nei-
kvæð við slikum breytingum.
— Þ.Þ.