Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 „Varðskipsmenn hafa staðið sig afburðavel og þeir verða síðastir til þess að snúa við í baráttunni við Breta" r — sagði Olafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, er eiginkonur, unnustur og mæður varðskipsmanna gengu á hans fund í gær Selma Júlíusdóttir hafði orð fyrir konunum í gær, og hér sést hún lesa upp öskir kvennanna, sem þær afhentu dómsmálaráðherra i gær. Timamynd: Gunnar Gsal—Reykjavik — Rúmiega fjörutiu eiginkonur, unnustur og mæður varðskipsmanna héldu niður i Alþingi i gærdag og báðu um áheyrn hjá Ólafi Jóhannes- syni, dómsmálaráðherra. Ráð- herra varð fúslega við þeirri ósk og ræddi við konurnar i tæpa tvo stundarf jórðunga i anddyri Alþingishússins. Konurnar færðu ráðherra í upphafi fundarins svo- hljóðandi bréf: 1. Það er mjög brýnt að komið verði með aukaáhöfn til að hvila áhafnir varðskipanna. 2. Við leggjum þunga áherzlu á bættan Þorsteinn M. Jónsson látinn Þorsteinn M. Jónsson andaðist að Vifilsstöðum á miðviku- daginn, 17. marz rúmlega ni- ræður, fæddur að Útnyrðings- stöðum á Völlum 20. ágúst 1885. Þorsteinn var kennari, út- vegsmaður, bóndi og kaup- félagsstjóri á Norðausturlandi framan af árum, og árið 1916 varð hann annar tveggja þing- manna Norömýlinga og sat á alþingi fram til ársins 1923. Var hann i sambandslaga- nefndinni, sem samdi viö Dani um fullveldi islendinga árið 1918, og hefur nú um langt árabil veriö einn á lifi þeirra manna, er þvi trúnaðarstarfi gegndu. Arið 1921 fluttist hann til Akureyrar, þar sem hann gerðist fyrst kennari og siðar skólastjóri gagnfræðaskólans þar. Jafnframt rak hann bókabúð og hóf bókaútgáfu, sem hann rak með myndar- brag um marga tugi ára. Loks gerðist hann einn ötulasti, vandfýsnasti og mikilvirkasti bókasafnari landsins. Þorsteinn M. Jónsson var einn af stofnendum þingflokks Framsóknarmanna og oftast ritari hansá meðan hann sat á þingi. A Akureyri var hann mjög við bæjarmál riðinn.auk margvislegra félagsmála, og gegndi mörgum trúnaöar- störfum þar nyrðra. Þorsteinn var kvæntur Sigurjónu Jakobsdóttur frá Básum i Grimsey. skipakost fyrir Landhelgisgæzl- una. Þá las Selma Júliusdóttir, kona eins varðskipsmannanna upp skrifað bréf, þar sem segir m.a. að mjög hafi á það skort, að varð- skipsmenn fengju aðstöðu og kennslu i landi til þjálfunar i þvi margþætta og hættulega starfi sem þeir eiga að vera færir um að inna af hendi á sjónum.” — Það er ábyrgðarhluti, sagði Selma, að láta menn óþjálfaða mæta þeim fjölþætta vanda sem á þeim hvilir við strandir hins stormasama og erfiða lands okk- ar. Ráðherra lýsti i upphafi ánægju sinni með heimsókn kvennanna i Alþingi, og kvaðst skilja ákaflega vel þeirra hug. Hins vegar gæti enginn sett sig i spor þeirra. — Eiginmenn ykkar hafa staðið sig afburðavel, og það á jafnt við alla varðskipsmennina, þótt svo ábyrgðin sé mest hjá yfirmönn- unum. Þeir eru vagkir og hafa farið hyggilega að — og náð mikl- um árangri, sagði Ólafur. . Varðandi óskir kvennanna um skiptiáhöfn, svo áhafnirnar gætu hvilt sig betur, sagði Ólafur, að honum hafi verið það ljóst að nauðsyn bæri til að hafa skipti- áhafnir, og verið væri að athuga það. Um siðari atriðið sem konurnar tiltóku i bréfi sinu sagði Ólafur: — Það er áhugamál mitt ekki siður — og vonandi allra alþingis- manna — að bæta skipakost Landhelgisgæzlunnar. Ég hef gert tilraunir til þess að fá leigt skip, en ég veit ekki hvort þær bera árangur. Það er verið að at- huga það og það er róið á fleiri en ein mið i þvi sambandi. Baráttan verður hins vegar eftir sem áður jafn ströng, þvi sú þjóð sem við eigum i höggi við, getur sifellt bætt fleiri skipum við. Dómsmálaráðherra sagði siðan, að hann skildi vel að koiiurnar væru órólegar, þegar siglt væri á varðskipin og þau færu út eftir bráðabirgðaviðgerð. Ráðherra upplýsti, að nýlega hefði verið óskað eftir þvi við Siglingamálastofnun rikisins, að stofnunin legði til mann, sem hefði það hlutverk, að skoða skip- in að bráðabirgðaviðgerð lokinni og meta hvort þau væru hæf til að leggja á miðin á ný. — Hættan er hins vegar aíltaf fyrir hendi i starfi varðskips- manna, að visu óvenjulega mikil núna... — En þeir eru ekki striðsmenn. Þeir voru ekki undir það búnir i haust, þegar 200 milna lögsagan tók gildi að fara i strið, sagði ein konan, og önnur spurði hvort þetta væri ekki ævintýramennska og hvort ekki væri hyggilegra að semja. — Ég veit ekki betri þjálfun en þá, sem þeir fengu i siðasta þorskastriðinu við Breta. Fram- ganga þeirra nú ber þvi glöggt vitni, að þeir voru undir þetta búnir, sagði ráðherra. Konurnar gagnrýndu það, að hvergi væri til bókstafur fyrir þvi, að ef varðskipsmenn féllu frá við skyldustörf, yrði fjölskyldum þeirra hjálpað. Ólafur Jóhannesson sagðist vera sannfærður um það, og kvaðst raunar fullyrða, að Alþingi myndi ekki skorast undan þvi að hjálpa þeim — en hins veg- ar kvaðst hann að sjálfsögðu von- ast til þess, að á slikt myndi ekki reyna. Ein kvennanna benti á, að sum- ir varðskipsmannanna hefðu ver- ið nær samfleytt úti á sjó i fjóra mánuði, og þvi bæri brýna nauðsyn til þess að hvila áhafn- irnar með skiptiáhöfnum. Ráðherra kvaðst vera þeirrar skoðunar, að skiptiáhafnir væru nauðsynlegar, eins og áður hefði komið fram, og verið væri að at- huga hvort hægt yrði að útvega fjármagn til þess að koma þvi á. Þá sagði ein konan, að ef ekki væri hægt að fá fjárveitingu til þess að hafa skiptiáhafnir, væri ekki annað að gera, en að hætta við 200 milna fiskveiðilögsöguna! — Það verður reynt að mæta ykkar óskum, eftir þvi sem unnt er, sagði dómsmálaráðherra, og vissulega er það satt,,að það eru fáir menn sem standa i barátt- unni. — Þeir eru lika orðnir vonlaus- ir, sagði ein kvennanna. — Ég leyfi mér að fullyrða, að varðskipsmennirnir verða siðast- ir til þess að snúa við i þessari baráttu, sagði ólafur Jóhannes- son. í lok fundarins kom fram ágreiningur milli kvennanna um það, hvort rétt væri að semja við Breta um veiðar i fiskveiðiland- helginni. Sumar kvennanna Framhald á bls. 23 Guðrún Pálsdóttir, og Astriður Hannesdóttir fyrir utan Alþingishúsið I gær. Tíundi hluti þjóðarinnar hefur séð óperuna Carmen — fertugasta sýningin á sunnudagskvöld A sunnudagskvöldið verður 40. sýning á óperunni CARMEN i Þjóðleikhúsinu, og hefur engin ópera, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt, náð slikum vinsældum. Rúmlega 21 þúsund manns hafa nú séð óperuna. Sú ópera, sem áður hafði oftast verið sýnd, var Rakarinn i Sevilla (1958), sem var sýnd i 31 skipti fyrir 17.685 -áhorfendur, en flestir sýningar- gestir höfðu áður orMð á Rigo- letto (1951): 18.605 gestir á 29 sýningum. A sýningunni á sunnudagskvöld syngur brezki söngvarinn Simon Vaughan hlutverk nautabanans i stað Jóns Sigurbjörnssonar. Simon Vaughan dvelst hér á landi um þessar mundir og söng hlut- verk Escamillos á einni sýningu fyrir nokkru. Mun hann syngja i a.m.k. þremur næstu sýningum. Sigrfður Ella Magnúsdóttir syngur Carmen og Magnús Jóns- son Don José. Aðrir helztu söngv- arar eru: Ingveldur Hjaltested, Elin Sigurvinsdóttir, Svala Niel- sen, Kristinn Hallsson, Garðar Cortes, Hjálmar Kjartansson og Hallddr Vilhelmsson. Hljómsveit- arstjóri er Ragnar Björnsson. Mikil aðsókn er ennþá að CARMEN en búast má við, að sýningum taki þó senn að fækka. Sýningar Þjóðleikhússins hafa veriö vel sóttar að undanförnu. Um siðustu helgi komu um 3300 manns á þær 7 sýningar, sem sýndar voru um helgina á Nátt- bólinu, Carmen, Karlinum á þak- inu, Inúk og gestaleik Ebbe Rode. A myndinni eru Magnús Jónsson og Ingveldur Hjaltested i hlutverkum Don José og Micaelu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.