Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 21
• • Föstudagur 19. marz 1976 TÍMINN 21 Björg- vin með Víkings- liðinu — sem mætir r Armanni í bikarkeppninni í kvöld BJÖRGVIN Björgvinsson veröur i sviðsljósinu i Laugardalshöllinni i kvöld, en þá leikur hann með Víkingsliðinu gegn Armanni i bikarkeppninni i handknattleik. Tveir leikir verða leiknir i bikar- keppninni — IR-ingar mæta Stjörnunni úr Garðabæ kl. 20.15, og strax á eftir leika Vikingur og Ármann. Lesið undir próf.... Þessa skemmtilegu mynd tók Róbert ljósmyndari i Sund- höllinni, þegar bikarsund Sundsambandsins fór þar fram um sl. helgi. Myndin sýnir ungan pilt, sem var að lesa undir próf, á milli þess sem hann keppti. ungar blaka tslandsmót öldunga I blaki hefst á sunnudaginn kl. 19.00 i iþróttahúsi Hagaskóla. Alls taka 13 lið þátt i þessu fyrsta islands- móti öldunga, sem haldið er hér á landi. Þessi mikla þátttaka sýnir, að full ástæða er til að sinna mun meir þessum aldursflokki en hingað til hefur veriö gert, ekki aðeins i blaki, heldur lika i öðrum greinum iþrótta. Þótt hér sé talað um öldunga, er það engan veginn svo, að þátttakendur þurfi að vera orðnir fjörgamlir. Blaksam- band islands setur aðeins þau skilyrði, að viðkomandi leikmenn verði minnst þritugir á keppnis- árinu, og lciki ekki með öðrum flokkum I opinberum blakmótum á árinu. i tilefni af þessu fyrsta islands- móti öldunga hefur stjórn BLÍ ákveðið að gefa út veifur til minningar fyrir leikmenn og jafnvel fleiri, sem þær vilja kaupa. Víðavangs- hlaupið... Viðavangshlaup islands verður háð á sunnudaginn kemur — við Háskólavöllinn kl. 14. Hlaupið verður frá Háskólavellinum og um Vatnsmýrina. Aðstaða fyrir kcppendur verður á Melavellin- um og verða búningsklefar þar opnaðir kl. 13. „KEISARINN" SIGURSÆLI FRANZ „Keisari” Beckenbauer, fyrirliði Evrópumeistara Bayern Munchen og landsliðs V-Þjóð- verja, sem er heimsmeistari og Evrópumeistari i knattspyrnu, mun á næstunni bæta enn einni skrautfjöðrinni i hattinn sinn. Þessi frábæri knattspyrnumaður, sem er einn bezti og iitrikasti knattspyrnumaöur, sem heimur- inn hefur átt þarf nú aðeins að leika fjóra landsleiki fyrir V- Þjóðverja til að ná 100 landsleikja markinu, þvi að hann hefur þegar leikið 96 landsleiki fyrir Franz Beckenbauer hefur unnið alla þá titla sem knattspyrnu- maður getur unnið. Hann er margfaldur meistari (4) og bikarmeistari (4) með Bayern Munchen i V-Þýzkalandi, og með þessu frábæra liði hefur hann tvisvar sinnum orðið Evrópu- meistari - 1974 og 1975 - og einu sinni Evrópumeistari bikarhafa — 1967. Þá varð hann heims- meistari 1974 með V-Þýzkalandi, og hann lék með V-Þjóðverjum i HM-keppninni 1966, þegar þeir hlutu silfrið og 1970, þegar þeir hlutu bronsið. Þessi mikli knatt- spyrnukappi sem var kjörinn knattspyrnumaður ársins i Evrópu 1972, á nú ekki langt i land með að slá landsleikjamet Bobby Charlton, sem lék 108 landsleiki fyrir England. Það er ekki að efa, að hann mun slá það met, þvi að hann á eftir að vera á toppnum i mörg ár til viðbótar. RKA EINS OG HJÓL" — segir Jón Guðlaugsson, sem hefur fundið upp nýjan hlaupastíl, sem hann ætlar að nota til að endurheimta íslandsmet sitt í AAaraþonhlaupi þvi, ef ég hefði ekki uppgötvað þetta nýja hlaupalag. Það er þannig, að maður hleyp- ur niðurlútur og boginn i baki. Ég kem niður á hælana, og siðan nýti ég fallið fram, með þvi að beygja hnén — og læt mig falla niður á tærnar, sem virka þá eins og fjaðrir. Þetta hefur þau áhrif á fæturna, að þeir virka eins og hjól og maður verður af?lappaður. — Ég er hissa á að enginn skuli hafa fundið þennann hlaupastil fyrr. Ég hef reynt alla hlaupa- stila, sem ég hef vitað um og lært, og þessi hlaupastill er sá bezti, sem ég hef notað. Eftir að ég fór að nota hann, finn ég ekki fyrir 20 km sprettum, en áður stirðnaði ég upp og það fór að draga af mér eftir stuttar vegalengdir. „Hleyp þar til ég dey" — Nú ertu að nálgast fimmtugt Jón. Hefur þú ekki hugsað þér að hætta að hlaupa og taka þátt i keppnum? — Nei, árin segja ekkert um það, hvenær maður á áð hætta að hlaupa — heldur lifsþrótturinn og heilsan. Ég hef lifað reglusömu iifi og borðað holla fæðu og tekið þátt I þlaupum sl. 30 ár — ég mun hlaupa, þar til ég dey, sagði þessi gamla kempa. — Ertu byrjaður að æfa fyrir mettilraunina? — Já, ég hef æft mjög vel að undanförnu, og nýja hlaupalagið hefur mjög góð áhrif á mig. Ég finn ekki fyrir 15-20 km sprettum, sem ég hleyp nú á 18-20 km hraða — og get farið upp i 25-30 km hraða, þegar bezt lætur. — Er 200 milna hlaupið það erfiðasta, sem þú hcfur hlaupið? — Já, það var mjög strembið, og um tima hélt ég, að það myndi gera út af við mig. Ég var 5 daga að jafna mig eftir hlaupið, en ég var rúmlega 37 klukkutima á hlaupum samanlagt. Ég hvildi mig á milli, svaf og borðaði hressandi fæðu. — Ilvað borðaðirðu, á meðan hlaupið stóð yfir? — Ég útbjó sérstakan matar- böggul, sem ég hafði meðferðis. 1 honum mátti finna hunang, rúsin- ur, súrmjólk og djús. — Nú tekur þú þátt i Viöavangs- hlaupi 1R á sumardaginn fyrsta — i 24 sinn. — Já, ég hef tekið þátt i hlaup- inu 23 sinnum, og ég hef ákveðið að slá metið, sem KR-ingurinn Oddgeir Sveinsson á — hann hljóp 25 sinnum i IR-hlaupinu. Ég mun slá metið 1978, sagði Jón Guðlaugsson að lokum. -SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.