Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarf lug
IHVERT SEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122-11422
63. tölublað—Föstudagur 19. marz 1976—60. árgangur
fÆHOmt
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Siglufjörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
‘Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur:—iRif iSúgandaf j!
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
7-60-66 .
=iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii=
(Nýtt verð á land-
[búnaðarafurðum í
(næstu viku
i§ Oó-Reykjavlk. Ljóst er að einhverjar hækkanir verða á l§
M landbúnaðarafurðum vegna nýgerðra kjarasamninga. Sex §j
= manna nefndin vinnur nú að verðlagsákvörðunum, en málið er =
= flókið, i fjölmörgum liðum, og margs konar ástæður sem taka E
s verður tillit til. 1 gærkvöldi var nefndin ekki búin að ljúka =
s störfum, og koma verðlagsbreytingar sennilega ekki til fram- =
= kvæmda fyrr en i fyrsta lagi i næstu viku. Þegar sex manna =
= nefndin hefur lokið störfum, verður að leggja verðákvarðanir =
S hennar fyrir rikisstjórnina til staðfestingar. =
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍ
Smjörskortur fyrirsjáanlegur:
Nytin datt úr kúnum
vegna verkfallsins
Óhrygnd loðna úti
fyrir Norðurlandi
Oó-Reykjavik. 1 fyrrinótt fengu
16 skip 5500 tonn af loðnu á svæði
um 24 milur norður af Akranesi.
Er loðnan komin svo langt inn á
Faxaflóa, að erfitt er að veiða
hana, þar sem hún er á tiltölulega
grunnu vatni og hraunbotn er
undir. Er þvi mikil hætta á að
næturnar rifni. 1 gærdag var ekki
tilkynnt um neinn loðnuafla.
Allar þrær á höfnum viö Faxa-
flóa fylltust i gær, en þrir bátar
sigldu með afla sinn til Vest-
mannaeyja. 1 dag verður nóg
þróarrými til að taka við meiri
afla, berist hann á land.
Ekkert er að frétta af loðnu-
göngunni við Suðurland, sem
fannst fyrr I vikunni, en sú loðna
reyndist dreifð og verður ekki
veiðanleg nema hún þétti sig.
Hins vegar hefur frétzt af loðnu
fyrir Norðurlandi, sem er óvenju-
legt á þessum árstima. Togarar
lóðuðu þar á þykkum torfum i
Reykjaál, og loðna hefur komið
upp i netum þeirra. Er hún
óhrygnd, en mun hrygna alveg á
næstunni. Engir loönubátar eru á
þeim slóðum, enda var ekki búizt
við möguleikum á loðnuveiði úti
fyrir Norðurlandi i marzmánuði.
Oó-Reykjavfk. Litlar smjör-
birgðir eru nú til I landinu. Hjá
mjólkurbúunum eru sáralitlar
birgðir, en hins vegar mun tals-
vert til i verzlunum. Mjólkur-
framleiðslan hefur verið litil und-
anfarið og dróst mikið saman i
verkföllunum.
Eins og alkunna er, urðu marg-
ir bændur að hella niður mjólk
vegna nýafstaðinna verkfalla, en
jafnframt minnkuðu þeir fóður-
bætisgjöfina, og þar með datt nyt-
in niður I kúnum og næst ekki upp
aftur fyrr en eftir burð. Er þvi
ekki aðeins um að ræða það tjón
er varð vegna þess að hella varð
niður mjólk, heldur hefur nytin
einnig minnkað verulega, svo að
búast má við að mjólkurskortur
verði eitthvað fram á vorið.
Timinn spurði Svein Tryggva-
son, framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, hvort
i ráði væri að flytja inn smjör.
Hann sagöi, að það kæmi ekki til
greina.enda mun gjaldeyrisstaða
þjóðarinnar ekki vera slik, að
smjörinnflutningur bæti þar neitt
úr. En þótt mjólkurframleiðslan
dragist saman, og þar meö
smjörframleiðsla, er óþarfi að
óttast algjöran mjólkur- eða
smjörskort, þvi mjaltir og smjör-
gerð halda áfram í landinu, þótt
framleiðslan dragist saman.
Varðskipin verða
skoðuð
bráðabirgðaviðgerð
Gsal-Reykjavik. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skýrði
frá þvf I gær, að þess hefði verið farið á ieit við Siglingamála-
stofnun rfkisins, að hún léti i té mann til þess aö meta, hvort
varðskipin væru fær um að halda aftur til gæzlustarfa á miðun-
III um, þegar bráðabirgðaviðgerðir hafa verið gerðar eftir ásigling-
lll ar Breta.
' " 'Á' T- - " 'V N V;- ^ V A s'vÆsVv >AAV
HOLLENZK
SKIP í
ATHUGUN
FYRIR
GÆZLUNA
Gsal-Reykjavik — Aö sögn
Baldurs Möller, ráðuneytis-
stjóra i dóm smáiaráðu-
neytinu, er nú verið aö at-
huga, hvort hægt er að fá
varöskip á leigukjörum frá
llollandi,. Hollenzkt
fyrirtæki bauð tslendingum
nýlega skip, sem sérstaklega
voru smfðuð fyrir ónefnt
Afrfkuriki, en það stóö hins
vegar ekki vib samninginn
þegar á reyndi, og þvf situr
fyrirtækið uppi meö skipin.
Nú er verið að athuga,
hvort þessi skip gætu reynzt
heppileg við Islenzkar að-
stæður, en þau eru t.d. ekki
búin hitakerfi að sögn
Baldurs.
Þessi skip eru nokkru
minni en Asheville-skipin.
RÆTT UM HALFAN
MILLJARÐ FYRIR
LANDHELGISGÆZLU
— til að mæta auknum rekstrarkostn-
aði, bæta tækjakost, koma á skipti-
áhöfnum og fá varðskip erlendis frá
Gsal-Reykjavlk — Að sögn ólafs
Jóhannessonar dómsmálaráð-
herra hefur veriö rætt við fulltrúa
I fjárhagsnefnd Alþingis um fjár-
veitingu til handa Landhelgis-
gæzlunni, og sagði Ólafur f sam-
tali við Tfmann I gær, að rétt
væri, að talan hálfur milljarður
hefði verið nefnd I þvf sambandi.
Kvaðst dómsmálaráðherra von-
ast til að þessi beiöni næði fram
að ganga.
Timinn innti Ólaf eftir þvi,
hvernig þessum fjármunum yröi
variö, og sagði ráöherra, að
kostnaður viö starfrækslu Land-
helgisgæzlunnar væri orðinn
meiri en fjárveitingin til Land-
helgisgæzlunnar næmi, og þvi
myndi hluta fjárins verða varið
til þess að greiða þann umfram-
kostnað sem þegar er orðinn. 1
öðru lagi yröi fénu varið til þess
að bæta tækjakost og búnað
Landhelgisgæzlunnar, svo og til
að koma á skiptiáhöfnum. I þriðja
lagi yrði þessum fjármunum
varið til þess að fá varðskip er-
lendis frá.
— Við höfum fyrst og fremst
haft i huga, að fá leigt skip, sagði
ráðherra, en svar frá Bandarlkj-
unum hefur enn ekki borizt.
Flugfélagið
Ernir fer
aftur í gang
GS-ísafirði. Flugfélagið
Ernir er nú aftur að hefja
starfsemi Sveitarfélögin á
Vestfjörðum munu leggja
fram til tlugsins upphæð,
sem jafngildir 300 krónum á
Ibúa á mánuði og einnig
hefur sjúkraflugsstyrkurinn
verið hækkaður I 1,5 milljón-
ir króna.
Hörður Guðmundsson,
flugmaður, er væntanlegur i
dag á flugvél félagsins og
mun flug innan Vestfjarða
þá halda áfram óhindrað að
minnsta kosti út þetta árið.
Um fjörutiu eiginkonur, unn-
ustur og mæður varðskips-
manna, gengu á fund ólafs
Jóhannessonar, dómsmála-
ráðherra f gær og ræddi ráö-
herra við þær I tæpa tvo
stundarfjórðunga. Myndin er
tekin f anddyri Alþingishúss-
ins I gær. Timam: Gunnar.