Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 beldi i ýmsum myndum er orðið daglegt brauð og sprengjutil- ræði á hverju götuhomi. I þá daga var þar heil Amerlkuný- lenda, og keiluspil spilað i Hyde Park á hverjum sunnudags- morgni. En nú eru félagar henn- ar allir farnir, með einni eða tveimur undantekningum. Þeir hafa, sem svo margir Englend- ingar reyndar lika, flúið skatt- ana, sem hún segir að séu væg- ast sagt geigvænlegir. Samt segist hún kunna vel við sig i London. England sé ennþá in- dælt, og þrátt fyrir sprengjurn- ar og allt það finnist henni ör- uggara þarna en i New York. — En hvað maður endist lengi i viðbót, er ekki gott að segja”. Upprunalega ætlaði Lee að verða ballettdansmær og lagði stund á ballett i mörg ár. Hins vegar lærði hún aldrei að leika. Hún var sextán ára, þegar hún fékk sitt fyrsta hlutverk. Það var i sumarleikhúsi, og eftir það fékk hún nokkur leiktilboð (m.a. mörg frá sjónvarpsstöðvum) og tók einu á Broadway. Hún hóf nám i College 1954, en hætti eftir þrjá mánuði til að geta helgað sig leiklistinni. Frumraun sina sem kvik- myndaleikkona þreytti hún árið 1957 i kvikmyndinni ,,A face in the crowd”. 1 hlutverki sinu i þessari mynd vakti hún mikla hrifningu. Hún fékk strax tilboð frá Hollywood, og eftir það var hún á grænni grein. Siðan þá hefur hún leikið i fjölda mynda og yfirleitt getið sér góðan orðs- tir fyrir þær. Sérstaklega þó sjónvarpsmyndir. Ekki alls fyr- ir löngu lék hún aðalhlutverkið i sjónvarpsleikriti i sjö þáttum, sem fjallar um lif Jennyar, móður W. Churchills. Fyrir túlkun sina á þessu hlutverki á- vann hún sér almenna hylli sjónvarpsáhorfenda i Englandi, ogveittu Bretar henni þrjár við- urkenningar fyrir framúrskar- andi leik. Nýlega lauk hún við að leika i kvikmynd, þar sem mótleikari hennar var Gregory Peck. Myndin, sem væntanleg er á markaðinn siðar á þessu ári, heitir „Fyrirboðinn” (The Omena) og er víst ein mesta hrollvekja, sem gerð hefur ver- ið. Særingamaðurinn (The Ex- orcist), sem nýlega var sýnd hérlendis, á m.a.s. að vera litil- fjörleg i samanburði við hana. Framleiðendurnir eru 20th Century Fox, og hafa þeir i hyggju að halda efnisþræðinum leyndum eftir föngum, þar til myndin verður frumsýnd. En i stórum dráttum er myndin um Lee Remick: Ég held ég megi teljast heppin Lee Remick er ljóshærð og blá- eyg fegurðardis. Hún er nú orð- in fertug, og er ekki hægt að segja annað en að hún beri ald- urinn vel. Hún fæddist i Boston, ólst upp i New York, en býr nú i London ásamt núverandi manni sinum, tveimur dætrum frá fyrra hjónabandi og tikinni Daisy. Þegar hún settist að i London, var hún frá sér numin yfir kyrrðinni, sem henni fannst liggja i loftinu, og örygginu, sem hvildi yfirumhverfinu. Hún sagðist óhrædd geta sent ellefu ara döttur sina i leigubil hvert sem hún vildi, án þess að þurfa að vera að sálast úr áhyggjun um hvort húnyrði brytjuð i spað á leiðinni. Áður en Lee fluttist til Englands, hafði hún alið allan sinn aldur i New York og kvað það afar taugatrekkjandi. — Það er svo ofsafengin borg, að maður finnur grimmdina og illskuna alls staðar. Þetta sagði hún fyrir sex ár- um. Nú verður hún að viður- kenna, að London hefur breytzt siðan hún kom þangað fyrst. Of- myndarleg og auðug amerisk sendiherrahjón i London, sem eignast dreng. Barnið er Anti-Kristur, og er kominn til að færa hörmungar yfir mannfólk- ið. Myndir, sem Lee Remick er þekktust fyrir, eru: Days of wines and roses, Anatomy of a murderer og Sanctuary. Lee telur sig fyrst og fremst vera húsmóður, en starf sitt sem leikkonu litur hún aðeins á sem aukastarf. Hún segist ann- ast alla eldamennsku á heimili sinu sjálf og sjá að mestu leyti um garðinn. Hún kveðst vera hamingjusöm, á mann og börn sem elska hana, og það sem bezt er, hún er heilsuhraust. Það hleðst upp hjá henni póstur, bæði frá aðdáendum sem flestir skrifa til að láta i ljós hrifningu yfir „Jennie”, og einnig fær hún send mörg kvikmyndahandrit. ,,En það eru bara svo fá hlut- verk skrifuð fyrir konur nú til dags. Hvað sem þvi liður, þá má alls ekki taka þetta þannig, að égséaðkvarta, — þviég held ég megi teljast heppin”. A myndunum sjáum við Lee i hlutverki sinu i „A face in the crowd” og með Gregory Peck og Harvey Stevens i „The Om- en”. DENNI DÆMALAUSI — Komdu með öll handklæðin, sem þú getur fundið. Ég má ekki vera að þvi að útskýra þetta nán- ar núna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.