Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 10 get ekkert gert hér að gagni, fer ég bara aftur. Hann brosti og fór. Myra stóð andartak og horfði á gamla manninn. Hann var varla annað en skinn og bein og húðin hrukkaðist og pokaði í smábeinóttu andlitinu. ósjálfrátt tók hún sjúkraskýrslu hans og las hugsandi. Þar sem nafnið átti að vera, var eyða. — Veit þá enginn, hver hann er? spurði hún nærstadda hjúkrunarkonu. Henni til undrunar var það Mark, sem svaraði: — Við köllum hann Jósep gamla, sagði hann. — Með þennan hvíta makka og skegg, líkist hann einna helzt einhverri biblíupersónu, ekki satt? Hann gleymdi nafninu sínu fyrir mörgum árum — að minnsta kosti segir hann það. Mark leit vingjarnl. á gamla manninn. — Mig lang- aði til að sjá, hvernig hann væri á sig kominn núna — ekki að við getum gert neitt fyrir hann, nema gef ið hon- um góðan mat og lofað honum að hvíla sig. Svo verðum við að senda hann út aftur... — En hvað gerir Englendingur í slíku ástandi hér í París? spurði Myra. Þau gengu hlið við hlið út úr mót- tökusalnum. — Ja, hvað gera svo margir hér í París? endurtók hann aðeins. — Maður skyldi ætla, að ekki væri neinn Eng- lendingur hér, sem þannig væri ástatt með, hélt hann áf ram. — En það eru nokkrir, sem koma hér stöku sinn- um. Ég er með nokkrar athyglisverðar sjúkraskýrslur á skrifstof unni, ef þér haf ið áhuga á að sjá þær. — Takk, það vil ég gjarnan. Hann gekk á undan. — Tökum til dæmis Jósep. Allt, sem við vitum um hann, er að hann er málari — eða var. Hann hlýtur að hafa komið til Parísar fyrir heilum mannsaldri. — Á hann enga ættingja í Englandi? — Það gæti vel verið. Við getum ekkert gert, fyrr en maðurinn man hvað hann heitir. — En lögreglan? Getur hún ekki hjálpað? Eða sendi- ráðið? — Ef til vill. En væri það Jósep gamla til gangs, að láta þá aðila vita um hann? Hann opnaði dyrnar fyrir henni og bauð henni að ganga á undan inn í skrifstofuna. — Hugsið um það, læknir. Jósep gamli hef ur tekið ástfóstri við París. Hann yrði ekki ánægður annars staðar. — Jafnvel þó hann svelti? — Jafnvel þó hann líði skort á öllum sviðum. Hann er ekki sá eini. Hér er annað tilfelli hann ýtti skýrslu yf ir borðið til hennar. Myra opnaði hana. Hún f jallaði um Englending, sem komið hafði til Parísar á ungdómsárum sínum og starf- að hjá ferðaskrifstofu. En skrifstofan varð gjaldþrota og maðurinn farið að vinna eitt og annað, sem til féll. Hann hafði aldrei komizt neitt áf ram í líf inu, en var f u11- komlega hamingjusamur, bara ef hann gat verið áf ram í París. — Frekar fátækt í París, en auðævi annars staðar, það er inntak þessarar sögu, sagði Mark. — Loks varð hann veikur og kom til okkar. Við settum okkur í samband við ættingja hans í Englandi, sem höfðu ekki úr miklu að spila, en hjálpuðu honum þó yf ir sundið. Við áttum ekki von á að sjá hann aftur. En okkur skjátlaðist. Hann kom aftur og hversu oft sem hann var sendur heim, tókst hon- um alltaf að komast aftur til Parísar. Hann einfaldlega gat hvergi annars staðar verið. Myra lokaði skýrslunni og opnaði aðra. Þar kvað við nánast sama tón. Hún blaðaði í henni og sá, að þarna var um að ræða mjög ungar manneskjur. — En þessi? sagði hún og benti á skýrslurnar. — Já, unglingarnir eru ennþá verri en gamlingjarnir, sagði Mark. — Ungar stúlkur starfa sem barnfóstrur, ' vinnukonur og svoleiðis og þær verða jaf n gagnteknar af París. Þér verðið undrandi eftir nokkurn tíma hérna, yfir aðsjá hve margir útlendingar koma til Parísar í leit að lífshamingjunni. — Finna þeir hana? — Ég veit ekki, en þeir setjast að minnsta kosti að hérna. Ég veitekki, hvað á að kalla þetta, en París virð- ist bókstaflega verða hluti af líkamsstarfseminni hjá sumum. Þetta er eins og árátta. Hann komst næstum við yf ir meðaumkuninni í augum hennar, þegar hún las um þessi mismunandi örlög fólks- ins í skýrslunum. Hann sá eitthvað annað þar líka. Þrá? Var það þetta, sem f rænka hans hafði séð í augum henn- ar? Var það það, sem hafði fengið hana til að halda, að stúlkan væri óhamingjusöm? Hann ýtti hugsununum frá sér. Estelle var allt of rómantísk í sér og hafði allt of mikinn áhuga á einkalífi annars fólks. En stundum, já anzi oft reyndar..... hafði hún þó á | f öllum hverfum Mongo | þýðir nafnið Hvell Geiri I von, von um frelsi i undan þrælahaldi ' Mings. Það tók mörg ár, en að lokum tókst mönnum Geira að steypa Ming af stóli.... Og hann var \'Nafn hans lifir sendur i útlegð. meðal þess, en núnai Hvell Geiri var spyrja allir jarðar átrúnaðargoð j búar sjálfa fólksins! síg. Við náðum tveim af f jórum Djöfull, • ekki svo slæmt, þeir munu vísa okkur " i á hina seinna. .r—-— Ámorgun: Varúð! FÖSTUDAGUR 19. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.25 Miðdegissagan: „Mað- urinn frá Minap” eftir Júlíj Daniel. Halldór Stefánsson les siðari hluta sögunnar i þýðingu sinni. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dagiegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni i Prag i sumar. 20.25 Svipleiftur úr sögu Tyrkjans. Sverrir Kristjánsson flytur næstsið- asta erindið i þessum flokki: Dauðateygjur ós- manska veldisins. (Hljóð- ritun frá nóv, i vetur). 21.J.5 Útvarpskórinn i Vinar- borg syngur kórverk eftir Bruckner og Ligeti: Gott- fried Preinfalk stj. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Kristinn Björnsson þýddi. Sigurður A. Magnússon les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (28). 22.25 Óperan „Don Carlos” eftir Giuseppe Verdi. Hljóð- ritun frá tónlistarhátiðinni i Salzburg i Austurriki i ágúst. Guðmundur Jónsson kynnir fyrri hluta verksins (siðari hlutinn verður á dagskrá siðdegis á sunnu- daginn kemur). Flytjendur: Mirella Freni, Christa Lud- wig, Nicolai Ghjauroff, Placido Domongo, Piero Cappuccilli o.fl. einsöngvar- ar ásamt Rikisóperukórn- um og kór Tónlistarfélags- ins i Vinarborg og Fil- harmóniusveit Vinar. Stjórnandi: Herbert von Karajan. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 19 marz 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.40 Hreyfingar, Stutt, finnsk kvikmynd. (Nordvision- Finnska sjónvarpið) 21.55 Dagbók djáknans Danskt sjónvarpsleikrit, byggt á sögu eftir Steen Steensen Blicher. Klaus Rifbjerg færði i leikbúning, en leikstjóri er Jonas Cornell. Aðalhlutverk Lars Knutzon, Lane Lind og Nis Bank-Mikkelsen. Blicher skrifaði þessa sögu árið 1824. Hún er rituð sem dag- bók djáknans Mortens Vinge á árunum 1708-1753. Er sagan hefst, er Morten ungur bóndasonur. Hann ræðst til óðalsbónda og verður ástfaginn af Soffiu dóttur hans. Soffia strýkur að heiman með Jens veiði- manni, en Morten gerist hermaður og dvelst fjarri ættjörðinni um árabil. Á efri árum fer hann aftur heim og hittir gamla kunningja. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision-Danska sjónvarpið) 23.15 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.