Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 ATÓMSTÖÐIN FYRIR AUSTAN FJALL Leikfélögin Hverageröi og Selfossi. Atomstöðin eftir Halldór Laxness. Frumsýning. Leikstjóri: Steinunn Jóhannesdóttir Leikmynd: Gylfi Gíslason Lcikfélag Selfoss og Leikfdag Hveragerðis frumsýndu á þriöjudagskvöldið Atomstöðina eftir Halldór Laxness, þá leik- gerð skáldsögunnar, sem á sín- um tima var sýnd I Iðnó, en þá með nokkrum breytingum, sem geröar voru með leyfi höfundar. Leikgerð L.R. var útbúin af þeim Sveini Einarssyni og Þor- steini Gunnarssyni á sinum tima. Atomstöðin kom út árið 1948 og var þá framlag skáldsins til háværrar baráttu um stöðu Is- lands i heimsmynd stórveld- anna báðum megin Atlantshafs- ins og vakti bókin gifurlega at- hygli. Nú þegar farið er aö fyrn- ast yfir margt það sem ofarlega var á baugi fyrir næstum þvi þrem áratugum, er fróölegt að virða fyrir sér stöðu verksins, þá kemur i ljós að það heldur sinu fulla gildi, þvi ekkert hefur i rauninni breytzt. Svo nærri liggur þetta makalausa skáld- verk sjálfri þjóðarmyndinni. Atomstöðin hentar fremur illa til leikflutnings, hún er skáld- saga og skrifuð sem slik, en ekki leikrit, en á sviöinu fer leikurinn fram i 6 þáttum og einum 20 at- riðum. Milli þátta er slökkt og menn hlaupa um i rökkrinu og færa til sviðsmuni og gripi, og i svoleiðis blindravinnu truflast oft sá unaður er er var i salnum áður en ljósin slokknuðu og flutningarnir hófust. Manni varö að orði þegar Atomstööin var I Iðnó, aö liklega væri auð- veldara fyrir sendibilastöð aö setja upp svona verk en fyrir leikfélag. Samt á leikgeröin fullan rétt á sér, hinn glæsilegi texti megnar aö bera uppi hina 20 „sólmyrkva”, — leikbiöina milli atriða. Nú vikjum þá að uppfærslu austanfjallsmanna undir stjórn Steinunnar Jóhannesdóttur. I stuttu máli þá tókst þetta stór- vel, og ég hefi ekki séð betri sýningu hjá áhugafólki, ólærð- um leikurum. Auðvitað má finna að einu og öðru eins og gengur, en það má lika alltaf. Allt var hnitmiðað, og leiktjöld Gylfa Gislasonar voru með þeim skemmtilegustu og frum- Gamlárskvöld hjá organistanum Sigrlður Karlsdóttir og Valgarð Runólfsson I hlutverki LJglu oe Búa Árland legustu sem sést hafa. Léttleiki og hugkvæmni var yfir öllu, en byggt á frumhönnun þeirra er fyrstir settu upp leikinn. Auðvitað hafa stjórnandi og leikmyndasmiður haft sýningu Leikfélags Reykjavikur til fyr- irmyndar, enda sjálfsagt, en yf- ir öllu var nú meiri léttleiki,og er þá átt við umsvif og smámuni kannski fremur en sjálfan leik- inn. Einn þátt vil ég þó gagn- rýna sérstaklega, en það er inn- koma bændanna frá kirkju- smiðinni. Þar er ofleikur mikill, og fylleriið heima hjá organist- anum er dálitið yfirdrifið. Þá sýnist manni að jarðarförinni hefði máttsleppa, þótt þar verði auðvitað að fara að ráðum skáldsins. Afhending pening- anna til að kaupa minn mann lausan hefði verið ágætur endir. Um frammistöðu einstakra leikenda verður ekki fjallað hér. Hún var ótrúlega góð. Hægja má ögn á framsögninni hjá sumum, en vera kann að þetta fari sjálfkrafa af hjá fólkinu, þegar frumsýningarspennunni er lokið. Leikhljóð voru mjög góð og faglega unnin. Við sem sáum frumsýninguna á Atomstöðinni fyrir austan fjall, nutum ekki einasta góðrar sýningar heldur hlutum við einnig að sannfærast um aukið gildi leiklistar áhugaleikhús- anna. Það virðist annast auð- sætt að hollt er fyrir alla að hóa saman atvinnulitlu fólki milli vertiða og setja upp leiksýningu fyrir fólkið. Þeir, sem að sýn- ingunum vinna, hafa oftast af þvi mikla ánægju og áhorfendur i fásinninu eru þakklátir, þrátt fyrir annars misjafnan árangur þeirra sem á sviðinu standa. Það sem við sáum á Selfossi sannfærir okkur um að það er meira en hugsanlegt að unnt er að setja upp góðar sýningar svo að segja hvar sem er, með á- hugafólki einvörðungu. Mjög illa er þó búið að leiklist i mörgum sveitarfélögum, og virðist timabært að þau mál séu tekin til rækilegrar endurskoð- unar. Ein leiðin kynni að vera sú, að áhugafólk frá nágrannabæjum tæki upp samstarf sin I milli eins og gert hefur verið i Hvera- gerði og á Selfossi. Ekki er þó hægt að segja, að vel sé að þessum tveim leikfé- lögum búið. Að þvi er sagt er i leikskrá er á fjárhagsáætlun Selfosshrepps gert ráð fyrir 100 þúsund króna fjárveitingu árið 1976 til Leikfélags Selfoss. Leik- félagið I Hveragerði hlaut engan styrk úr sveitarsjóði árið 1975 og beiðni félagsins um fjárstuðning frá sveitarfélaginu fyrir 1976 er enn óafgreidd. Á Selfossi munu framkvæmd- ir vera hafnar á húsi sem hentar m.a. til leikstarfsemi, en i Hveragerði mun vera mjög bágborin aðstaða til leiksýn- inga. Það er sjálfsagt i mörg horn að lita hjá sveitarfélögum, en ef árangur leikfélaganna er ávallt i likingu við það sem við sáum á Selfossi, þá virðist það ekki vera nein goðgá að efla starf þessara ágætu félaga. Leikhópurinn Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.