Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. marz 1976 TÍMINN 7 Sjötfu ára afmæli Iðnskólans á Akureyri: Tæplega 300 nemendur í skól anum á síðasta ári FYRIR NOKKRU var haldin há- tiðasamkoma i anddyri nýja Iðn- skólahússins á Akureyri, og var tilefnið það, að i nóvember á s.l. ári voru sjötiu ár liðin frá þvi Iðn- skólinn þar tók til starfa, eins og greint hefur verið frá I Timanum. Bygging nýja Iðnskólahússins hófst 1965, og 1969 hófst þar kennsla. Húsið er 8500 rúmmetrar að stærð, með almennum kennslustofum og teiknistofum, og i kjallara er aðstaða fyrir verklega kennslu. Námsflokkar Akureyrar, deildir frá Tækni- skóla íslands, Vélskóla Islands og framhaldsdeildar Gagnfræða- skólans á Akureyri hafa haft að- setur i skólahúsnæði, en Náms- flokkarnir og framhaldsdeildirn- ar þó aðeins á Akureyri um skeið. I fyrra hófst verkleg kennsla i tréiðnaðardeild og málmiðnaðar- deild verknámsskólans, og er ætl- unin að auka þá starfsemi á næstu árum. A s.l. skólaári voru tæplega þrjú hundruö nemendur við nám I Iðnskólanum. Iðnskólinn á Akureyri. MyndG.P.K. Bjarni Einarsson bæjarstjóri afhendir Jóni Sigurgeirssyni skólastjóra lykla aö Iðnskólahúsinu. — Mynd G.P.K. Þýzkur rithöfundur ræðir við mennta skólanema Ráðgert er, að Josef Reding heimsæki menntaskóla i Reykja- vik og nágrenni og fari auk þess til Akureyrar, Isafjarðar og Laugarvatns. 1 skólunum les hann úr verkum sinum og ræðir við nemendur og I Háskólanum heldur hann þrjár bókmenntaæf- ingar með stúdentum i þýzkum fræðum, þar sem fjallað verður um verk hans. Josef Reding hefur á undan- förnum árum ferðazt um Noreg, Sviþjóð og Finnland á vegum stofnunarinnar Goethe-Institut og lesið úr verkum sinum i skólum til þess að gefa nemendum tæki- færi til að komast i beint samband við þýzkar nútímabókmenntir. Josef Reding hefur hlotið f jölda bókmenntaverölauna. Meöal verka hans eru smásögur, kvæði, útvarpsleikrit, barna- og ungl- ingabækur, skáldsögur og sjón- varpskvikmyndahandrit. Siðan 1952 hafa birzt 25 bækur eftir hann. Fyrir skömmu var Reding kosinn varaformaður Sambands þýzkra rithöfunda (Deutscher Schriftstellerverband). FRÁ 21. marz til 3. april n.k. mun þýzki rithöfundurinn Josef Red- ing dveljast hér á landi á vegum Félags þýzkukennara og þýzka sendikennarans við Háskóla Is- lands, dr. Egon Hitzler. Nemendur I tréiðnaðardeiid aö námi i Iðnskólanum, ásamt kennara. Rauðhetta frumsýnd á Akureyri 1 KVÖLD frumsýnir Leikfélag Kópavogs barnaleikritið Rauð- hettu eftir Robert Burkner J þýö- ingu Sverris Haraldssonar. Inn I leikinn er fléttað söngvum, og hefur Þóra Steingrimsdóttir samið bæði ljóð og lög. Leikstjóri er Jóhanna Norðfjörð, en Ingi- björg Björnsdóttir hefur samið dansana. Leikmyndina gerðu Hulda og Helga Harðardætur, en Sigurliði Guðmundsson sér um leikmyndina. Átta leikarar koma fram I sýningunni. Um miðjan aprllmánuð mun Leikfélagið frumsýna bráð- skemmtilegan gamanleik, og er Gisli Alfreðsson leikstjóri. Myndin var tekin á æfingu hjá LK. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.