Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 13
12 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 Föstudagur 19. marz 1976 TÍMINN 13 i Sigurjón Pdlsson Galtalæk: ER OFBEIT BLÁSTURS ORSÖK UPP- Á ÍSLANDI? A allmörgum undanförnum ár- um hefur veriö hamrað á þvi, bæði af skógræktar- og fræði- mönnum á sviði gróður- og land- verndar, aö búsetan i landinu hafi gengið svo nærri gróðurriki þess, að til landauðnar horfi, og nú hylji gróöurteppið ekki nema litinn hluta þess, sem var við upphaf landnáms. Skógræktar- og fræöi- menn lepja það upp hver eftir öðrum, að sauðkindin sé sá skað- valdur, sem þessum óförum hefur valdið. Þessi óhugnanlegi og stór- hættulegi áróður hefur orðiö sá draugagangur i hugarheimi þeirra manna, sem að honum standa, að Fróöárundur Eyr- byggju og aðrar furöusögur lið- inna alda verða bragðlausar enda meinlausar samanboriö við of- beitarkjaftæöi nútimans. f Landnámu segir að landið hafi verið viði Vaxið milli fjalls og fjöru, þegar landnámsmenn settust hér aö. En af þessum oröum verður ekkert um það full- yrt, hvaö gróðurinn hefur náð langt inn á hálendið. Af öörum og siðari tima heimildum er það óvéfengjanlegt, að svo hefur ver- ið. Það sanna þær rústir eyðibýla, sem fundizt hafa langt fyrir ofan þau byggðamörk, sen nú eru. Spurningin er þvi ekki sú, hvort gróið land hefur minnkaö, heldur hitt af hvaða ástæðum eða orsök- um þessar staöreyndir eru sprottnar. Hér skal því slegiö föstu, að búsetan á ekki sökina og sizt af öllu sauðkindin. En áður en rök veröa færð fyrir þvi, set ég fram önnur sjónarmið og afdrifa- rikari. Ekki liggur ljóst fyrir, hvenær uppblástur á Islandi hefur hafizt, svo að óyggjandi sé, en allmiklar likur eru hinsvegar á þvi, að hann Sé eldri en búsetan i landinu.Hér i byggð eru bersýnilega ævafornir uppblástursgárar. Þaö sýnir landslagið svo vel, að ekki verður um deilt. Bakkar allra upp- blástursgára eru auðþekktir á þvi, að þeir eru brattir og nokkuð beinir á þeirri hlið, sem að upp- blástursgáranum veit, en brúnin er hæst og litils háttar halli inn á gróöurtorfuna, sem eftir hefur staöið. Þetta stafar af þvi, að áfokið er mest viö brekkubrún- ina, en minnkar eftir þvi sem fjær henni dregur. Jarðvegsmyndunin verður hægari inni á miðri gróðurtorfunni og styttra á milli þekktra öskulaga, en við jaöars- brúnina. Þessar gömlu gróður- torfur eru mörgum metrum þykkari en sá hluti landsins, sem upp hefur blásiö, enda þótt jarð- vegsmyndunin sé farin að nálgast einn metra og sums staðar skógi vaxinn. Aldur þessara ævafornu uppblástursgára gæti Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, fundið með sinum stórmerku öskulagarannsóknum, og væri honum það sæmra, en að draga úr eyðileggingarmætti Heklugosa og þakka fyrir þá fáu og smáu skógargeira, sem hún til þessa hefur skilið eftir i nágrenni sinu. Það er einkum tvennt, sem hafa ber i huga, þegar þessi mál eru rædd. t fyrsta lagi hafa eldgos ekki verið eins tfð, bæði fyrir landnám og fyrstu aldirnar eftir að land var numið. í ööru lagi hef- ur veöurfar verið hlýrra og gróðri hagstæöara, en siðar varð. En þetta hvort tveggja, eldgos og veöurfar, hafa skapað allan þann uppblástur og aðrar land- skemmdir, sem til eru hér á landi. Eldgos: Hekla — Katla — Skaftáreldar. Það er ekki langur timi liðinn frá landnámi, þegar elztu heim- ildir greina frá eyðileggingar- mætti eldgosa. í Landnámu segir svo: ,,En um nóttina kom þar upp jaröeldur, og brann þá Borgar- hraun. Þar var bærinn, sen nú er borgin.” Borgarhraun hefur runnið yfir gróið land og eyði- leggingin er þvi ekki af völdum ofbeitar. Arið 1000 stefnir eld- hraun á bæ eins hálfkristna goðans og rennur að miklu leyti yfir gróna jörð. Ekki er búsetunni þar um að kenna. Árið 1104 gýs Hekla þvi stærsta gosi, sem hún hefur nokkurn tima gosið. Þetta eina gos leggur Þjórsárdalinn i eyði á örfáum klukkutimum ásamt einhverri byggð, sem verið hefur á afrétt- um Hreppamanna og viðar. Gosið skilur eftir vikurdyngjur milli Þjórsár og Ytri-Rangár, sem enn i dag eru fjögra metra þykkar og um eöa yfir tvo km. á breidd. Hvaö þykkur þessi gosgeiri hefur verið nýfallinn, skal hér ósagt lát- ið og engum getum að þvi leitt aö sinni, en vist er um það, að veður og vindar hafa um aldirnarskafið mikið ofan af honum og fært yfir á skóglendið beggja megin við hann. Það verður ekki i efa dregið, að vikur þessi hefur falliö á all stórvaxinn skóg. Þaö sýna þeir lurkar, sem upp koma, ef grafið er niður að grunni. Það má likja þessum gosgeira við garö, sem jafnt og þétt fýkur ofan af, en um langan aldur færist stutt fram i skóglendið og myndar bratta brún á báðum hliðum. En um leið og hann færist fram, skefur hann börkinn af trjánum og þar með falla þessir útverðir skóganna eitthvað á hverju ári, en mismun- andi mikið, eftir þvi hvernig legið hefur á veðurguðunum hverju sinni. Svona heldur eyöileggingin áfram, hægt i fyrstu en markviss. Garðurinn lækkar, brekkan ■ fram i skóginn verður hallaminni og minna og minna af áfokinu fellur i það skjól, sem hún áður veitti. Að lokum hefur áfokið náð skógarbotninum, rof fara að myndast, hin ákjósanlegasta vig- staða fyrir harðviðri miðalda að moka burt hinum varnarlausa og veika skógargrunni. Þetta, sem hér hefur verið lýst i fáum orðum, hefur átt sér stað, bæði vestan Þjórsár og austan Ytri-Rangár, nema að þvi leyti, að þar hefur vikurinn að mestu falliö á fjalllendi og skjólin fleiri og stærri, sem tekiö hafa viö áfokinu. Ekki verður hér rakin saga Heklugosa, eða þeirra, sem orðið hafa f nágrenni hennar, en alls eru þau orðin 20, síðan land byggðist. Sum þeirra hafa verið væg og valdiö litlu tjóni bæði á fénaði og gróðri. önnur hafa verið stórgos og þau eru fleiri. Þessi stórgos hafa valdið óútreiknan- legu tjóni, lagt fjölda jarða i eyði, sumar um skamman tima, en aörar um tima og eilifið. Stór- ar lendur hafa lagzt undir bruna- hraun Heklu, bæði i byggð og óbyggðum, svo mörgum tugum ferkilómetra nemur. En hitt hefur þó o.rðiö örlagarikara, sem eyðzt hefur af þvi óhemjulega gjóskumagni, sem Hekla hefur ausið yfir nágrenni sitt og viðar. Meö þvi hefur veriö lagt til efnið i allan þann uppblástur, sem hér um slóðir hefur átt sér stað og reyndist svo örlagarikur, sem raun ber vitni á þvi harðinda- timabili, sem hefst á seinni hluta 16. aldar, og stendur með litlum hvildum fram undir okkar daga. Siðasta Heklugos árið 1970, sem án efa er eitt af þeim minnstu, sem oröiö hafa, lagði undir hraun nokkra ferkilómetra af grónu og hálfgrónu landi, allar hinar svo- kölluðu Skjólkviar og nokkuð af vallgrónum hluta Sölvahrauns. Gosmalarlagið, sem féll yfir inn- hagana i Næfurholti, og var þar um 23 cm þykkt, lagði i auðn all mikla haga, og heldur sú eyði- legging áfram, þegar hvassveður renna vikrinum eftir gróðurtorf- unum, sem af hefur fokið og sverfur grassvörðinn af niður i mold. A svæöinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár var þykkt ösku- geirans 23 cm niðuri 15 cm á austurbakka Þjórsár. Austast á svæðinu milli ánna hétu fagrar vallendisflatir Rjúpnavellir um 2 ferkm að stærð. Þessi fagri gras- völlur varð eftir, þegar allt fyrir vestan hann blés upp, og þoldi beit i 11 aldir. Nú á þessum 6 ár- um, sem liðin eru frá gosinu, hefur vikurinn fokið til, sezt aö i öllum lægðum, sem til voru, en sorfið grasrótina af bölunum niður i mold, og sést nú ekki annar gróður en litilsháttar eltingarhýjungur yfir hásumarið. Vestur við Þjórsá eyddust með öllu á sama hátt Kjaldragatung- ur, en þar var vikurlagið 15 cm þykkt. Á þessu landi mun aldrei vaxa nytjagróður, nema sáð verði i það bæði áburði og fræi. Ekki verður héF fleira til tint af eyðileggingarmætti Heklugosa, en af nógu er þar að taka. Katla er það eldf jall, sem næst kemst Heklu, eða stendur henni máske feti framar, hvað eyði- leggingu lands og gróðurs snert- ir. Ekki verður það fullsannað hvenær Katla gaus fyrst, en sagnir herma að það hafi verið á landnámsöld, eða árið 894. Hitt er vist, að hvert einasta gos hefur á tvennan hátt valdið stórkostleg- um landspjöllum. Vatnsflóöin, sem samfara eru Kötlugosum, eyddu allri byggð á Mýrdatesandi, sem án efa hefur verið fjölbyggð um þaö leyti, sem land varö al- byggt. Þarna hafa horfið af gróðri landsins um 600 ferkm. og er þó ekki allt með talið. Skóga- og Sól- heimasandur er einnig til orðin, vegna jökulhlaupa á Kötlu- svæðinu. Ekki eru neinar sam- timaheimildir um Kötlugos, fyrr en af gosinu áriö 1625, skráðar af Yf ir land, gegnum bæi Vörubílar af gerðinni Astro 95 Byggöir til aö vera fljótir i feröum, fara langt og skila góöum afrakstri. Hannaðir til aö hlifa vegum og veita bilstjóranum fyllstu þægindi. Með hliðsjón af strangri áætlun og miklum þungaflutningi. Úrval af þrautprófuöum diselmótorum og vagntengslum. Ávallt fyrirliggjandi Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík, Sími 38900 Þorsteini Magnússyni, sýslu- manni i Skaftafellssýlu og klaust- urhaldára Þykkvabæjar- klausturs. Annarra heimilda er aðeins getiö i fáorðum annálum, án þess að af þeim séu neinar lýsingar eða afleiðingum þeirra á nærliggjandi héruö. Eftir þvi sem ég man Kötlugosiö 1918, hefur mér alltaf fundizt, að frásögn Þorsteins Magnússonar sé sú réttasta, sem gerð hefur veriö. Þegar hann hefur lýst hlaupinu, kemst hann svo að oröi: „Strax eftir það, að vatnið fór að réna, kom hér yfir Alftaveriö niða- myrkur meö ógnarlegum elding- um og svo stórum brestum, aö ég hugði himininn mundi sundur rifna og húsið niður falla. Sjaldan var svo langt milli reiðarslag- anna, að maður gæti þorstadrykk útteygað. Eldurinn og glamparnir flugu svo þétt kring- um þá menn, sem úti voru þétt staddir, að þeir og allt i kring sýndist vera i einum loga. Og um nóttina, sem þá var dimm, var svo bjartaf logunum úr jöklinum, að hér frá Þykkvabæjarklaustri, sem þó er um 5 milur vegar, sáust öll kennileiti á Mýrdalsfjöllum.” Um afleiöingar eldgosa er ekki mikinn fróðleik að fá, og flestir þeir, sem um þau skrifa láta nægja aö lýsa gosunum sjálfum. Þorsteinn Magnússon er hér einn- ig undantekning. Eftir að hafa gert glögga grein fyrir þvi, hvaða jarðir hafa farið i eyði og bústofn mannahafi svoaðsegja gjörfallið imörgum sveitum, segir orðrétt: „Sandur hefur til muna minnkað all viða, siðan veturinn byrjaði, rignt burtu og fokið i stórviðrum, — sérstaklega hér sunnarlega um Verið og haga staðarins, undir fjalli og Landbroti, þar sem sand- ur kom ekki i mesta máta, svo þar verða menn við hús viöloð- andi á flestum jörðum, þö lands- skuldir verði að þverra eða litlar verða. En i Tungu hefur sandur litiö eða ekkert minnkað. Þar liggja 18 jaröir, þar af tvær næst fyrir austan Skaftá undir fjalli. Þær liggja sýnilega allar næsta ár eða lengur i eyði, svo ég hygg, að enginn maður fái nokkra þeirra til gagns eða nytsemda. Skógar eru þar allir á kafi i sandi, svo ei verða nýttir.” Margt fleira fróð- iegt er aö finna I riti Þorsteins Magnússonarum Kötlugosið 1625, en hér veröur látið staðar numið. Um Kötlugosið árið 1755, sem er eitt af þeim stærstu, er m.a. þetta sagt: „Yfir þessar sveitir i Skaftafellssýslu kom öskufall og sandur, Álftaver, Meðalland, Landbrot, Fljótshverfi, Siðu, Tungu og Mýrdal. 1 öllum þessum sveitum tókaf haga að mestu um fáa daga, og I Skaftártungu varð sums staðar 1 1/2 alin djúpur sandur. 1 lautum var sums staðar ekki nema brumið upp úr af skóg- inum.” Um afleiðingar annarra Kötlu- gosa á byggðir og búskap á sveit- irnar austan Mýrdalssands eru ekki neinar ábyggilegar heimildir finnanlegar. En jarðvegssagan segir þá sögu, ef að er gáð, eink- um i innanveröri Skaftártungu, þar æm öskulag er mjög greini- legt, eftir hvert einasta gos. Þó skal vakin athygli á þvi, að niöur- stööur nútima rannsókna gæfu aðeins ófullkomna vitneskju um það öskumagn, sem komið hefur i hverju gosi. Askan frá Kötlu er að mestu finn sandur, sem fýkur auðveldlega af, þegar hún þornar á yfirborði landsins. Þá sezt hún i giljabrekkur og önnur sk.jól, sem nóg er til af i fjalllendi Skaftár- tungu. Askan lendir i lækjum og stiflar þá, svo að þeir verða hinar mestu hættur fyrir búfé, en smátt og smátt ryðja lækirnir stiflunum burt og flytja þær I stærri ár og vötn, er skila þeim áleiðis til sjáv- ar. A þeirri vegferð hefur sandur- inn hækkað árbotninn, einkum þegará sléttlendið er komið. Árn- ar gera svo ýmist að vikka far- veginn eða flæða upp á bakkana ogskilja þar eftirsanddyngjur, er siðan berast meö vindi um ná- grennið og valda uppblæstri. Hitt vegur samt miklu meira, sem ár og jökulflóð hafa fært alla leið til sjávar og hafaldan eys upp á landið, eins langt og hún nær i há- flóöum og stórviðrum. Eftir það tekur vindurinn efnið og flytur æ lengra og lengra frá ströndinni inn á ldnið. Af þessum ástæðum stafar sú breiða landsspilda, sem er nær óslitin meðfram allri suð- urströnd landsins og hélt áfram að breikka, aðeins með nokkrum undantekningum, þar sem vatn taföi framgang þess, eins og átti sér stað i Meðallandi, eftir að vatni úr Skaftá var veitt suður i byggðina á öðrum tug þessarar aldar. Skaftáreldar 28 árum eftir aö Kötlugosinu 1755 lýkur gýs á Siðumannaaf- rétti. Það eru hinir örlagariku Skaftáreldar, sem ekki aðeins eyddu og spilltu Skaftafellssýslu, Framhald á bls. 19 i\jotiö þess öfyggis, sem góð heimilistngging veitir. Va N- iStá-" lClii ^ MBjjÆTL \ ? I W&æsB&k i JHa|p il Fc l Tr t 1 nfl ,:i Y t I lr T JÓN GRANNI Jakob J. Smári. Jón granni, sem býr nú vió götu næsta bér, nú við götu næsta hér, hann gjörir hvað sem er, :,: :,: já, hann bjargar sjálfum sér, :,: Og hann býr til fegurstu fíólín, fegurstu fíólin. Trillilin, trillilín ljóðar fíólín, trillilín, trillilín ljóðar fíólín, já, trillilillilín, já trillilillilín, :,: og hans ljúfa er nefnd Katrín. :,: Hollenskt lag Hann Jón granni „bjargar sjálfum sér“. Að sjálfsögðu er fyrirhyggja í tryggingamálum snar þáttur þess að vera sjálfbjarga. Það er boðskapur Jóns granna „við götu næsta hér“. Öll tryggingarstarfsemi er í eðli sínu ia/ntrygging og gagnkvæm tryggingafélög eru samtök hinna tryggðu. Samvinnutryggingar eru gagnkvæmt tryggingafélag. SAMVirVNLJTRYGGirVGAR GT. ÁRMÚLA3. SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.