Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. marz 1976
TÍMINN
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausa-
sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaöaprenth.f.
Glíman við erfið-
leikana
1 blöðum stjórnarandstæðinga ber nú i vaxandi
mæli á þeirri óskhyggju, að efnahagserfiðleik-
arnir séu svo miklir, að vafasamt sé, að rikis-
stjórninni takist að ráða við þá. í þvi sambandi er
bent á, að mikill halli sé liklegur á rikisrekstrin-
um og gjaldeyrisverzluninni og hvort tveggja
muni aukast vegna hinna nýju kjarasamninga.
Hinir nýju kjarasamningar muni einnig valda at-
vinnurekstrinum stórfelldum erfiðleikum. Við
þetta allt bætist svo óhjákvæmilegur samdráttur
þorskveiðanna.
Allt er þetta rétt. Það væri rangt af stjórnar-
sinnum að mótmæla þvi, að erfiðleikarnir eru
miklir. Vafalitið hefur engin hérlend stjórn feng-
izt við meiri efnahagsvanda en núverandi stjórn
allan þann tima siðan hún kom til valda, þegar
rikisstjórnirnar á árunum 1934-1939 eru undan-
skildar. Að einu leyti er þó staða núverandi
stjórnar erfiðari en framannefndra stjórna.
Þjóðin hefur búið við miklu betri kjör siðustu ára-
tugina en átti sér stað fyrir 1934, og gerir þess
vegna miklu meiri kröfur og sættir sig við minni
kjaraskerðingu en hún gerði þá. Hvers konar
stéttarsamtök hafa eflzt siðan, sum ótrúlega
smá, og hóta að hafa ákvarðanir stjórnvalda að
engu, ef þær samrýmast ekki þrengstu hagsmun-
um þeirra. Það þýðir ekki annað en að horfast i
augu við það, að vald Alþingis og rikisstjórnar er
ekki lengur slikt og það var, og þvi er ætlað að
vera samkvæmt stjórnarskipan landsins.
Þetta allt var hinum tveimur stærstu flokkum
þjóðarinnar ljóst, þegar þeir tóku höndum saman
fyrir tæpum tveimur árum, eftir að aðrir flokkar
höfðu skorazt undan þvi að axla byrðarnar.
Vissulega hefur þetta samstarf stóru flokkanna
borið góðan árangur á mörgum sviðum. ísland er
eina land Vestur-Evrópu, ásamt Noregi, þar sem
teljandi atvinnuleysi hefur verið afstýrt á þessum
tima. ísland hefur hafið nýja stórsókn til að
tryggja þjóðinni full yfirráð yfir fiskimiðunum
við landið. Stórframkvæmdum hefur verið haldið
uppi til að tryggja sem mesta nýtingu vatnsork-
unnar. Ekkert lát hefur orðið á byggðastefnunni.
Þannig mætti áfram telja. Eftir stendur þó hitt,
að ekki hefur tekizt að ná nægilegum tökum á
verðbólgunni, þótt verulega hafi dregið úr henni
siðustu mánuðina, og enn versnar gjaldeyrisstað-
an og afkoma rikissjóðs.
Vissuiega er hér úr vöndu að ráða, en ýmis ráð
eru þó tiltæk. Það myndi t.d. draga úr þörf
margra atvinnugreina fyrir verðhækkanir, og
hamla þannig gegn verðbólgunni, ef vextirnir
væru lækkaðir. Vaxtalækkun myndi einnig óbeint
tryggja hlut sparifjáreigenda, þvi að ekkert fer
verr með sparifé en vaxandi verðbólga, sem m.a.
hlýzt af háum vöxtum. Þetta gæti einnig styrkt
útflutningsatvinnuvegina og aukið þannig gjald-
eyrisöflunina. Samdráttur vissra opinberra
framkvæmda á lika rétt á sér til að koma i veg
fyrir ofþenslu, sem hefur verið hér siðustu árin,
og aukið verðbólguna og gjaldeyriseyðsluna.
Það er áreiðanlega ekki ósk þjóðarinnar, að
stjórnarflokkarnir gefist upp við þessi örðugu
verkefni, heldur treysti þeir betur samstarfið um
að leysa þau. Hún krefst jafnframt ábyrgrar af-
stöðu af stjórnarandstöðunni.
Eiríkur Tómasson skrifar fró Lundi:
Þora Svíar að
fella Palme?
Tvísýn úrslit þingkosninganna í haust
t HAUST fara fram þing-
kosningar i Sviþjóð. Hin
eiginlega kosningabarátta er
nú i þann veginn að hefjast,
þvi að þessa dagana eru
stjórnmálaflokkarnir i óða
önn að útnefna frambjóðendur
sina. Áður en sjálf lokaorrust-
an hefst, er ekki úr vegi að lita
yfir vigstöðuna og reyna að
gera sér grein fyrir þvi,
hvernig væntanlegum átökum
lykti — og þar með, hverjir
haldi um stjórnartaumana i
Sviþjóð á næsta kjörtimabili.
1 komandi þingkosningum
verður kosið um 349 þingsæti i
stað 350 i siðustu konsingum,
er fram fóru i september 1973.
Þá skildu borgaraflokkarnir
og sósiölsku flokkarnir jafnir
— hlutu hvorir 175 sæti á þingi.
Þar með kom upp sú kynlega
staða, að enginn ákveðinn
þingmeirihluti fyrirfannst.
Störf þingsins hafa þvi
skiljanlega einkennzt af
nokkru handahófi, þar eð úr-
slit i mikilvægum málum hafa
iðulega oltið á hlutkesti.
Sænskir stjórnmálaforingjar
hafa þvi gripið til þess ráðs að
fækka þinginönnum um einn ,
til þess að koma i veg fyrir, að
slikt „dautt” jafnvægi mynd-
ist að nýju.
t siðustu þingkosningum
hafa borgaraflokkarnir sem
heild unnið jafnt og þétt á og i
kosningunum i september 1973
skorti þá aðeins herzlumun-
inn, til að fá hreinan meiri-
hluta á þingi. Það voru þvi
margir, sem spáðu þvi, að
kosningarnar i september 1976
ættu eftir að marka timamót i
sænskum stjórnmálum — að
þvileyti, aö borgaraflokkarnir
þrir fengju meirihluta á þingi
og þar með lyki stjórnarfor-
ystu jafnaðarmanna, er staðið
hefur óslitið i rúm f jörutiu ár.
EN ÞAÐ ER engan veginn
vist, að þessir spádómar ræt-
ist. I febrúar létu þrjú af út-
breiddustu dagblöðum
Sviþjóðar kanna fylgi .flokk-
anna. Niðurstöðurnar, er birt-
ar voru i fyrri viku, benda til,
að fylgi fimm stærstu flokk-
anna sé nú þannig:
Jafnaðarflokkurinn 44.0%
Miðflokkurinn 20.0%
thaldsflokkurinn 18.0%
Þjóðarflokkurinn 11.5%
Kommúnistaflokkur-
inn (VPK) 4.0%
Yrðu úrslit þingkosning-
anna þessi, hlytu borgara-
flokkarnir meirihluta á þingi:
178 sæti gegn 171. Sósiölsku
flokkarnir virðast þvi standa
höllum fæti um þessar
mundir. Slikt er þó engin
nýlunda — svo skömmu fyrir
kosningar.
Niðurstöður sambærilegrar
skoðanakönnunar, er gerð 'var
i febrúar 1973, gáfu til kynna,
að borgaraflokkarnir nytu þá
eins og nú stuðnings meiri-
hluta sænskra kjósenda:
51.5% gegn 47.0%. Munurinn
var þvi enn meiri en nú —
borgaraflokkunum i vil. t
kosningunum sjö mánuðum
siðar hlutu þeir aftur á móti
aðeins 48.8% atkvæða gegn
48.9% sósiölsku flokkanna.
Þá bendir skoðanakönnun,
er gerð var á vegum sænska
sjónvarpsins, til þess, að
jafnaðarmenn og kommúnist-
ar njóti mun traustara fylgis
en andstæðingar þeirra. 47.8%
aðspurðra kváðust staðráðnir
að ljá sósiölsku flokkunum
tveimur atkvæði sitt, meðan
37.1% lýstu yfir eindregnum
stuðningi við borgaraflokk-
ana. Þessi könnun er þó ekki
talin áreiðanleg.
Af þessu verður dregin sú
ályktun, að sigur borgara-
flokkanna i komandi kosning-
um sé ekki eins vis og margir
höfðu imyndað sér.
ÞAÐ GETUR skipt sköpum i
kosningunum, hvort komm-
únistar ná þvi marki að fá 4%
atkvæða. Samkvæmt sænsk-
um stjórnlögum þarf
stjórnmálaflokkur að fá
a.m.k. 4% af heildaratkvæða-
magni i þingkosningum, til að
koma manni á þing. Færi svo,
að Kommúnistaflokkurinn
fengi engan mann kjörinn,
næðu borgaraflokkarnir að
öllum likindum traustum
þingmeirihluta, þvi ósennilegt
er, að Jafnaðarflokkurinn fái
jafn mörg atkvæði og and-
stöðuflokkarnir þrir saman-
lagt.
Harðvitug átök kommúnista
innbyrðis að undanförnu hafa
svo glætt vonir þeirra, sem
vilja steypa stjórn jafnaðar-
manna. Óliklegt er aftur á
móti, að þær rætist.
Kommúnistar virðast þegar
njóta stuðnings 4% sænskra
kjósenda, þrátt fyrir innbyrðis
flokkadrætti. Að auki eiga þær
visan stuðning óánægðra
jafnaðarmanna og róttækra
vinstrisinna, sem fremur vilja
greiða VPK atkvæði sitt en
kasta þvi á glæ með þvi að
sitja heima eða kjósa aðra
smærri flokka. Þegar öllu er á
botninn hvolft, sýnist það þvi
fjarlægur möguleiki, að
kommúnistar hafni undir
,,rauða strikinu” i komandi
kosningum.
Og þá beinist athyglin aö
sjálfsögðu að jafnaðarmönn-
um. Við fyrstu sýn þykir það
undrum sæta, hve þeir standa
traustum fótum i Sviþjóð. A
meðan fylgi systurflokkanna i
Danmörku og Noregi hefur
hrapað úr næstum 50% at-
kvæða i u.þ.b. 30% á siðustu
árum hefur fylgi Jafnaðar-
flokksins i Sviþjóð staðið
nálægt þvi óhaggað.
Astæðurnar eru efalaust
margslungnar. Ein þeirra er
sú, að sænskir jafnaðarmenn
hafa notið óskipts stuðnings
verkalýðshreyfingarinnar —
og njóta enn. Kommúnistar
hafa að visu aflað sér nokk-
urs fylgis i einstaka verka-
lýðssambandi, en ekkert
bendir til þess, að þeir ógni
yfirráðum jafnaðarmanna.
Samstarf rikisvaldsins og
verkalýðshreyfingarinnar i
Sviþjóð hefur þvi verið eins
gott og bezt verður á kosið.
Verkföll eru þar af leiðandi
mjög fátið. Og óneitanlega
hljómar það undarlega i eyr-
um tslendinga að heyra for-
seta sænska alþýðusambands-
ins lýsa þvi yfir, að i bili sé
ekkert svigrúm til almennra
kauphækkana.
Jafnaðarmönnum hefur —
að flestra dómi — tekizt að
byggja upp i Sviþjóð fyrir-
myndarþjóðfélag sem ein-
kennist af almennri velmeg-
un. Spurningin er aftur á móti
sú, hvort öðrum hefði ekki tek-
izt það sama, ef þeir hefðu
fengið tækfæri til. Og vist er
ýmislegt, er finna má að
sænsku þjóðfélagi. Stjórn eins
flokks um áratugaskeið býður
óneitanlega heim þeirri hættu,
að stöðnunar verði . vart og
spilling taki að grafa um sig.
Þvi er eðlilegt, að sænskir
kjósendur séu — a.m.k. i aðra
röndina — orðnir þreyttir á
stjórn jafnaðarmanna og vilja
leyfa andstæðingum þeirra að
spreyta sig. Hvort meirihluti
þeirra þoriraðstiga þaðskref,
er aftur á móti annað mál.
Olof Palme forsætisráðherra og fjölskylda hans.
Þ.Þ.