Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. marz 1976
TÍMINN
15
In! iftjfi.. 1111
Listsýning Ásgrims á
Kjarvalsstöðum
Nú eru hundraö ár liðin frá
fæöingu Asgrims Jónssonar,
þessa ágæta heiðursmanns.
Fyrstur var hann atvinnu-
málara á voru landi og á þess
vegna þakkir skilið. I tilefni af
þessari hátið, hafa ættingjar
hans og vinir efnt til sýningar á
mörgum verkum hans að
Kjarvalsstöðum. Það er að
segja á verkunum, sem hann
átti seinustu árin, sem hann liföi
og gaf þjóð vorri. En þarna eru
þvi miöur fá af hans góðu
verkum. Þau eru fyrst og
fremst frá hans seinustu árum
og nokkur frá þeim fyrstu og
meðal þeirra eru 2 litlar sjálfs-
myndir, fíngeröar og fallegar.
Asgrlmur var hreinn I lund,
töluvert barnalegur, laug aldri
og var áhrifagjarn. Þess vegna
málaöi hann slnar beztu myndir
meðan hann var einsamall
málari á landinu sem nokkuð
kvað að. Þótt Þórarinn Þor-
láksson væri kominn á undan
honum, þá gifti hann sig og varð
þvl að fá sér annað að gera til að
sjá fjölskyldu sinni borgið
þvi að tekjur voru svo óvissar
af að mála, að málari varð að
vera ungkarl — og gekk illa. Ás-
grlmur hafði verið húsamálari i
Höfn og var það allan timann á
meðan hann var við nám, svo
hann var þá aldrei blankur.
Þess vegna var það á árunum
1910-1920 sem hann málaðisinar
beztu myndir. En þá fóru aðrir
málarar að koma hingað og
margir þeirra miklu lélegri en
Asgrlmur. En það merkilega
sem gerðist var, að hann þessi
fastmótaði málari, sem hafði öll
þessi ár lært af Islenzkri
náttúru, fór að verða fyrir
áhrifum af þessum lýð. Þetta
gerðistsvo alla hans ævi og varð
seinast „klára della”. Hvar
sjáum viö hér t.d. rauða mold
eins og hann málar i Húsafells-
skógi. Við veröum aö fara til
Suður-Frakklands til að sjá svo
rauða mold. A veginum frá
Marselin tíl Nizza er á einum
stað rauð mold. Sama má segja
um eldgosamyndirnar og foss-
ana, þær eru óíslenzkar.
Einhver bezta mynd eftir
Asgrim er Hvitá I Borgarfirði.
Hún er I rikissafninu máluð um
það bil 1917-’18, keypt af
Matthlasi Þórðarsyni, og er nú
sennilega á Bessastöðum. Þessi
mynd er heilsteypt, hálslenzk og
hefur sannarlega safnlegt gildi,
sem ekki verður sagt um mynd-
irnar, sem nú eru sýndar.
Hvað á að gera við öll þau
málverk, sem rikinu eru gefin?
Einn af okkar mislukkuðu
málurum arfleiddi rikið að
öllum sinum verkum. Þau voru
sýnd I safnhúsinu við mikinn
orðstir Gunnlaugs Þórðarsonar.
Gunnlaugur Þórðarson keypti
útlenda mynd, ef mynd skyldi
kalla, nokkur strik — og færði
þetta safninu að gjöf með mikilli
viðhöfn. Svo fór hún Selma
okkar til Parisar og komst i
kjallarann fræga og keypti
handa safninu — og það var nú
það. Og svo það sem hún hefur
svo keypt af löndum vorum.
Annaö eins safn sést ekki i
Evrópu. Þaö er rusl, rusl!
Hvar eru verkin, sem fyrst
voru gefin og safnið stofnað
með? Verkin, sem Björn
Bjarnarson safnaði i Dan-
mörku? Hvar eru verkin, sem
Matthlas keypti? Hver er
verkið, sem Kaaber gaf, og hvar
eru verkin eftir Guðmund Thor-
steinsson, sem Riseby .gaf
o.s.frv. Þessar myndir eru I
húsum stjórnarinnar og á
Bessastöðum. Orvaliö af þvl,
sem safniö á, eftir er ruslið, sem
enginn vill hafa á vegg. Hvar I
heiminum myndi annað eins
þekkjast?
Það hefði átt betur við, að As-
grlmur hefði verið heiðraður á
hundrað ára afmæli með fal-
legri sýningu á verkum hans og
um leið sögulegri.
Það má lika bæta þvi við,
hvers vegna er ekki sýningin
opin á mánudögum, og hvers
vegna ekki fyrr en eftir kl. 4,
þegar þarf að fara að nota raf-
magnsljós?
Fólkið er tizkufólk, það
breytist ekki, en einstöku menn
ættu að vera yfir tizkuna hafnir,
þroskaðir, og ráða yfir söfnum.
A siðastliðnu hausti sá ég
Italska nútlðar-sýningu i
Miinchen, — hún var gullfalleg,
fingerð i lit og naturalistisk.
Asgeir Bjarnþórsson
tllllllll
1111
Af 12. hliómleikum
Sinfóníuhljómsveitar-
innar
Sinfónluhljómsveit Islands hélt
12. reglulegu tónleika sina hinn
11. marz sl. I Háskólabiói, en 11.
tónleikarnir féllu niður um sinn
vegna verkfalla og annarra ó-
viðráðanlegra orsaka. Á efnis-
skránni voru þrjú verk, svítan
Bacchus et Ariane op. 42 eftir
Albert Roussel (1869-1937),
fiðlukonsert Stravinskýs i
D-dúr, og 6. sinfónia
Tsjækovskýs I H-moll op. 74.
Guðný Guðmundsdóttir
konsertmeistari lék einleik á
fiðlu, en Karsten Andersen
stjórnaði.
Þessi vika var vika 20. -aldar
tónlistar hér i Reykjavik, þvi
auk tveggja af þremur verkum
Sinfóniuhljómsveitarinnar voru
öll fjögur verk Kammersveitar-
innaraf þvitagi. Svíta Roussels
er hin áheyrilegasta, samin upp
úr ballettónlist frá 1931.
Blásarar hljómsveitarinnar
fengu gott tækifæri til að taka
ljós sin undan mælikerjum og
blésu fagurlega.
Fiðlukonsert Stravinskýs var
saminn 1931 . Tónleikaskrá
segir hann bera gott vitni um
hinn nýklassiska stil sem tón-
skáldið var aö taka upp um
þessar mundir, ungu tón-
skáldunum til mikillar
hrellingar. Vilji menn fá
frekari hugm. um konsertinn
en tónleikaskrá og tónleikarnir
sjálfir gáfu, þá hefur Stravinský
lýst tónlist sinni með mynd.
Viðmælandi hans (Robert
Craft) spyr: „Gætir þú teiknað
tónlist þlna, i stil við þessar
myndir?”, sem Stravinský
gerði: „Þetta er min músik”
(sjá mynd).
Litill vafi er á þvi, að Guðný
Guðmundsdóttir er okkar al-
bezti fiðlari um þessar mundir,
enda hefur hún til að bera þann
dugnað og skap sem til þarf.
Hún lék konsertinn af miklu
öryggi og þrótti. Tónninn fannst
mér ekki eins mikill og menn
eiga að venjast hjá Guðnýju, en
boginn bitur hjá henni allra
kvennabezt, enda mun hún ekki
hafa verið með sína venjulegu
fiðlu, sem nú orðið er hin foma
konsertmeistarafiðla Björns
Olafssonar, sem frægt er af
fréttum. Guðný hefur sem sagt
skap og tækni stórfiðlara, en
ætti e.t.v. i framtiðinni að stefna
að þvi' að ná mýkri tóni, þótt
ekki komi það Stravinský eða
tónleikunum á fimmtudaginn
við. Svo vitnað sé aftur i
Stravinský, sem var mikill ó-
vinur gagnrýnenda að hætti
skapandi manna („Hewhocan,
does. He who cannot,
criticizes”), þá haföi tónlistar-
gagnrýnandi nokkur farið lof-
samlegum orðum um flutning
Haydn-sinfóniu — en Stravinský
var mikill aðdáandi Haydns —
og sagt að strengirnir hefðu
Guðný Guðmundsdóttir
„hljómað sem flauel”. Þetta
þótti Stravinský gagnrýnenda-
lega mælt: stjórnandinn hefði
eyðilagt flutninginn með því að
spila andante-kaflann adagio,
og báða allegro-kaflana prest-
issimo, auk þess sem strengir
eigi að hljóma eins og strengir,
en ekki eins og flauel. „Það er
enginn önnur „túlkun” til en
taktur og still”.
Siðast á efnisskránni var hin
vinsæla 6. sinfónia Tsjæ-
kovskýs, sem frumflutt var
1893. Hún tókst ágætlega, og
rak góðan endahnút á þessa
ágætu tónleika.
17.3. Sigurður Steinþórsson.
pUiv ChftKt
N£iv tiAbsts
I
rm&,.■
rpi—i
-Q
^EZptl
.Sri?AVW5Ky
ný ryksuga
HELZTU KOSTIR
Electrolux
Rykstillir
lætur vita þegar
pokinn er fullur.
Sjálfvirkur
rykhaus
lagar sig aö
fletinum
sem ryksuga á.
850 w mótor
tryggir nægan sogkraft
Snúruvinda
dregur snúruna inn í
hjólið á augabragði.
Sjálflokandi
pokar — hreinlegt
að skipta um þá.
Léttbyggð — Lipur — Stö
VERÐ 47.300
Eignisf slíka vél
með aðeins 15.000 kr. útborgun
og kr. 5.900 á mánuði í sex skipti
Sértilboð — Kynningarkjör
Tilboð dagsins
BROYT X2B — model 1973
Getum boðið til afgreiðslu nú þegar er-
lendis frá Broyt X2B model 1973. Nýjar
fóðringar og boltar i bómu. Tvöföld
gúmmihjól. Tækið hefur allt verið yfir-
farið, viðgert eftir þörfum, hreinsað og
málað og er i góðu standi.
Ótrúlega hagstætt verð.
BROYT X2 — model 1965
Höfum til sölu innanlands Broyt X2
model 1965 i góðu standi. Tækið yfirfar-
ið og innflutt fyrir 4 árum, m.a. Volvo-
mótor og skipt um snúningskrans. — Til
afgreiðslu nú þegar, ef samið er strax.
HF HÖRÐUR
GUNNARSS0N
SKULATUNI 6 SÍM119460