Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. marz 1976 TÍMINN 9 :■ Námsmenn úr Handiða- og myndlistaskólanum ryöja á brott drasli úr „Sölubúöinni”, þar sem kaffisala og sölumennska fara fram i dag og á morgun. „Hann vann mikið og áhrifaríkt ævistarf" VIÐ UPPHAF þingfundar i gær minntist forseti Sameinaðs þings Þorsteins M. Jónssonar með svo- felldum orðum: Aður en gengið verður til dag- skrár vil ég minnast Þorsteins M. Jónssonar fyrrverandi skóla- stjóra, alþingismanns og bókaút- gefenda, sem andaðist i gær, 17. marz, i Vifilsstaðaspitala, niræð- ur að aldri. Þorsteinn M. Jónsson var fædd- ur á útnyrðingsstöðum á Völlum i Suöur-Múlasýslu 20. ágúst 1885. Foreldrar hans voru Jón bóndi þar Ölason bónda á Útnyrðings- stööum Isleifssonar og kona hans, Vilborg Þorsteinsdóttir bónda og skálds i Mjóanesi á Völlum Mika- elssonar. Hann lauk gagnfræða- prófi á Akureyri voriö 1905, var heimiliskennari á Akureyri vet- urinn 1905—1906 og kennari við barnaskólann á Seyðisfirði 1907—1908. Veturinn 1908—1909 var hann við nám í Kennaraskól- anum i Reykjavik og lauk þaðan kennaraprófi um vorið. Hann stofnaði unglingaskóla I Borgar- firði eystra haustið 1909 og hélt hann til 1919. Skólastjóri viö barnaskólann þar var hann 1910—1919. Búskap rak hann að Hvoli I Borgarfiröi 1910—1918 og í Stóru-Breiðuvik 1918—1921, enn fremur smábátaútgerð i Bakka- gerði 1913—1918. Kaupfélagsstjóri i Bakkagerði var hann árin 1918—1921. Arið 1921 fluttist hann til Akureyrar og var kennari við barnaskólann þar 1921—1932 og skólastjóri gagnfræðaskólans á Akureyri 1935—1955. Jafnframt hafði hann búskap i Skjaldarvík syðri við Eyjafjörö 1922—1924 og að Svalbarði á Svalbarðsströnd 1934—1939. Hann rak bóka- og rit- fangaverzlun á Akureyri á árun- um 1923—1935. Árið 1924 hóf hann bókaútgáfu, sem hann stundaði fram á elliár. Hann átti sæti i stjóm Sildarverksmiöja rikisins 1936—1943 og var sáttasemjari i vinnudeilum á Noröurlandi 1939—1956. Alþingismaður Norð-Mýlinga var hann kjörinn haustiö 1916 og sat á þingi til 1923, á 9 þingum alls. Þorsteinn M. Jónsson var einn hinna mörgu bókhneigðu og nám- fúsu unglinga á fyrstu áratugum þessarar aldar, sem brutust til mennta af litlum efnum, en áttu engan kost þeirrar skólagöngu, sem þeir þráðu. Hann stundaði framhaldsnám i skólum þrjá vetur undir handleiðslu afburða- kennara. Þó aö hann hafi lagt hönd að mörgu siðar um ævina, var langstærsti þátturinn i starfs- ferli hans að fræða aðra. Hann var kennari og skólastjóri fimm áratugi, mikill skólamaður. Jafn- framt var hann stórvirkur bóka- útgefandi, gaf út skáldrit nokk- urra fremstu höfunda íslenzkra á þeim tima, ýmislegan þjóðlegan fróðleik og margar kennslubæk- ur. Hann gaf út tfmaritiö Nýjar kvöldvökur og var ritstjóri þess 1933—1956, og ásamt Jónasi Rafn- ar yfirlækni safnaði hann þjóðleg- um fróðleik og gaf út i ritinu Grimu á árunum 1935—1950. Hann eignaðist mikið og vandað bókasafn, sem hann rækti af alúö og kappi, og nýtur nú Stofnun Arna Magnússonar góðs af þvi eljuverki hans. ÞorsteinnM. Jónssonhóf ungur afskipti af félagsmálum. Hann var einn af stofnendum ung- mennafélags á Akureyri árið 1906 og átti sfðar á sama ári frum- kvæöiað stofnun ungmennafélags heima i Vallahreppi, hinsfyrsta á Austurlandi. Hann var bindindis- maður, ferðaðist á vegum Stór- stúkunnar um Austurland voriö 1908, þegar bannmáliö var á döf- inni, og var siðar lengi formaöur áfengisvarnanefndar Akureyrar. Hann var hreppsnefndarmaður og sýslunefndarmaður siðustu ár sin á Borgarfirði eystra og siðar bæjarfulltrúi á Akureyri 1942—1956, forseti bæjarstjórnar- innar 1944—1956. Og á Akureyri átti hann sæti i skólanefndum barnaskóla, gagnfræðaskóla og húsmæöraskóla. Nú eru senn sex áratugir siðan Þorsteinn M. Jónsson tók fyrst sæti á Alþingi. Hann var I hópi yngstu alþingismanna á þeim tima. Flokksbræöur hans völdu hann til setu I sambandslaga- nefndinni 1918, og var honum ljúft starf að vinna i þeirri nefnd að þvi að losa um stjórnarfarsleg tengsl íslands við Danmörku og ná þeim mikilvæga áfanga, sem þá vannst. Á Alþingi 1922 flutti hann og fékk samþykkta tillögu til þingsályktunar um útgáfu á sögu Alþingis I tilefni þúsund ára af- mælis þess. Hann flutti á þingi 1923 frumvarp um stofnun menntaskóla Noröur- og Austur- lands á Akureyri og var á Alþingi einn forvigismanna aö stofnun þjóöleikhúss. Hann var snjall rit- höfundur og ræðumaöur, rökfast- ur og fylginn sér I málflutningi. Hann liföi langa ævi og vann mik- ið og áhrifarikt ævistarf; kom viða við sögu þjóðmála og menn- ingarmála á fyrri helmingi þess- arar aldar. Skóla- og menntunar- starfið mun hafa verið honum hugleiknast, enda léthannsvo um mælt í blaðaviötali áttræður að aldri, aö hann mundi kjósa skóla- starfið, ef hann ætti aö velja á nýjan leik. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn aö minnast Þorsteins M. Jónssonar með þvi aö risa úr sæt- um. ■11 I Rt ■ KAFFISALA OG LISTA VERKABASAR Núlifandi kynslóð Reykvikinga hefur horft á margnefnda Bern- höftstorfu grotna niður fyrir aug- um sér og siðan fá skyndilega andlitslyftingu, er framtaksamt fólk tók sig til og málaði forhliðar húsanna einn góðviðrismorgun fyrir nokkrum árum. Við það hef- i gamla húsinu og jafnframt verður þar á boðstólum kaffi og Bernhöftsbollur. Myndlistar- nemendur standa fyrir veitingum og söluvarningurinn er allur gerður af þeim og mun kenna þar margra grasa, myndlistarverk af ýmsu tagi verða til sölu, grafik, Bernhöftstorfan að komast í gagnið ur setið fram að þessu, en nú gefst fólki kostur á að skoða hluta af þessum umdeildu menningar- verðmætum að innan. En það kostaði lika málningu, þvi húsin eru ekki betur farin hið innra en þau voru að utan. Félagar úr Torfusamtökunum og nemendur á þriðja ári i Mynd- lista- og handiðaskólanum fengu leyfi til að ryðja út haugum af drasli og mála nokkur herbergi i húsi þvi sem eitt sinn var kallað sölubúðin, og var byggt árið 1884. í dag og á morgun og ef til vill á sunnudag verður sett upp sölubúö fatnaður, leikföng og sitthvað fleira, svo sem keramik og list- iðnaður alls konar. Basarinn og kaffisalan verður i þrem herbergjum á neðri hæð hússins. Agóði rennur i ferðasjóð nemenda sem varið verður til að kosta ferð til Amsterdam, þar sem þeir hyggjast auka listrænan anda sinn i prýðisgóðum söfnum borgarinnar. Er liður að vori, er ráðgert, að Torfusamtökin haldi sýningu i „sölubúðinni” þar sem sýndar verða hugmyndir um framtiðar- skipulag húsanna. Þeir veiða annað en sniáfisk á Skagaströnd. Þennan fagra fisk drógu þeir t.d. á land nýlega. Maðurinn sem á fiskinum heldur er 186 sm á hæð. Ljósmynd Sigursteinn Guðmundsson Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. mars 1976. Auglýsing Skólastjórastaða við Sjúkraliðaskóla Is- lands er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi i hjúkrunarfræði. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 18. april n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.