Tíminn - 06.04.1976, Síða 2
2
TÍMINN
Þriöjudagur 6. april 1976.
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Keflavik:
FORDÆMIR LÁGKÚRULEGA RÓGSHER-
FERÐÁHENDUR DÓMSMÁLARÁÐHERRA
OG FRAMSÓKNARFLOKKNUM í HEILD
Fulltrúaráö Framsóknar-
félaganna i Keflavik hélt aöal-
fund sinn 29. marz sl. Stjórnar-
kosning fór þannig, aö Ari
Sigurösson var kjörinn formaö-
ur og aörir i stjórn Jón Einars-
son, Gunnar Sveinsson, Sigur-
björn Hallsson og Magnús
Haraidsson. i varastjórn voru
kjörnir Margrét Haraldsdóttir,
Siguröur Sigurösson, Jóhanna
Jónsdóttir, Auöunn Guömunds-
son og ólafur Guömundsson.
Endurskoöendur voru kjörnir
Hilmar Pétursson og ErUngur
Jónsson.
Miklar umræður uröu á
fundinum um starfiö framund-
an og horfumar i félagsmálum
Framsóknarmanna, svo og
stjórnmálaástandið, og tóku
margir til máls, en fundurinn
var fjölsóttur.
Eftirfarandi tillaga var ein-
róma samþykkt á fundinum:
„Aöalfundur Fulltrúaráös
Framsóknarfélaganna i Kefla-
vik, haldinn i Framsóknarhús-
inu 29. marz 1976, fordæmir hina
lágkúrulegu rógsherferö . á
hendur dómsmálaráðherra og
Framsóknarflokknum i heild, er
viss pólitisk samtryggð öfl inn-
an Alþýöuflokks og Sjálfstæðis-
flokks hafa staöið að baki. Aö
jafn brengluðog nánast frum-
stæö siðgæöisvitund skuli þrif-
ast i þjóöfélagi okkar, ætti að
vera öllum siöuöum íslending-
um alvarleg viövörun.
Fulltrúaráö Framsóknar-
félaganna i Keflavik heitir Ólafi
Jóhannessyni fyllstum stuðn-
ingi sínum og treystir á dóm-
greind almennings i máli
þessu.”
Ari Sigurösson.
FÍKNIEFNIN VORU
KEYPT í HOLLANDI
Gsal-Reykjavik — Stööugt er
unniö aö rannsókn fíkniefnamáis-
ins, sem upp komst s.l. fimmtu-
dag er ungur maöur var handtek-
inn á Keflavlkurflugvelli meö 1.2
kg af hassi. Fíkniefnin voru
pressuö I form, sem er eins og
hljómplötur i laginu og ulan um
þau sett hijómplötuhulstur. Aö
sögn Asgeirs Friðjónssonar dóm-
ara hjá fikniefnadómstólnum
hafa fleiri nöfn bætzt inn i málið,
V-íslendingar:
HÓPFERÐ
FRÁ
KANADA
gébé Rvik — Hópur Vestur-ts-
lendinga mun koma frá Kanada i
sumar, en flugvél hefur veriö tek-
in á leigu frá Air Canada. Ahugi
frænda okkar vestra aö heim-
sækja gamla landið er mjög mik-
i11, og i hópnum veröa Vesturis-
lendingar sem búsettir eru i flest-
um fylkjum Kanada. Stefán J.
Stefánsson og Ted Arnason hafa
haft forgöngu um aö leigja flug-
vélina og skipuleggja feröina.
Lagt verður upp frá Winnipeg-
flugvelli þann 29. júni n.k.
Brezku
togurunum
fjölgar
Gsal—Reykjavik. — Rólegt var á
miöum brezku togaranna i gær-
dag, að sögn talsmanna Land-
helgisgæzlunnar, en brezku
togararnir voru allir á Itvalbaks-
svæöinu. Togurunum hefur fjölg-
að nokkuð um hclgina og við taln-
ingu i gær reyndust þeir vera 39
talsins. Svo virðist sem áform
brczku togaraskipstjóranna um
það, aö flytja sig á Vestfjarða-
miö, hafi runniö út i sandinn.
Ekki var sjáanleg nein hreyfing á
skipunum um helgina né i gær, og
varðskipsmenn heyröu .ávæning
af því i talstöövum, aö togara-
skipstjórarnir væru hættir viö að
flytja sig.
Varðskipið Óðinn varð fyrir að-
kasti brezkra verndarskipa á
laugardagskvöld, og náði freigát-
an Scylla að sigla á skipið.
Ásiglingin varðekki mjög hörð og
skemmdir á varðskipinu litlar.
svo og meira af fikniefnum, en
ekki vildi hann þó tilgreina magn-
iö aö svo komnu.
Unnið er að mállnu bæöi hjá
lögreglu og fyrir dómi. Asgeir
sagði að sér virtist aö hér væri um
að ræða hóp fólks, sem lagt heföi
fram fé til kaupa á fikniefnum -v
samskotahóp — eins og hann orð-
aði það.
— Fikniefnin eru keypt i Hol-
landi, sagði Asgeir, og það hefur
komið fram við yfirheyrslur
Vísitala
byggingar-
kostnaðar:
4% hækkun
Hagstofan hefur reiknað
visitölu byggingarkostnaðar
eftir verðlagi i fyrri hluta
marz 1976, og reyndist hún
vera 105,02 stig, sem lækkar i
105 stig (október 1975=100).
Gildir hún á timabilinu
april-júni 1976. Samsvarandi
visitala miðuð við eldri
grunn er 2085 stig, og gildir
hún einnig á tímabilinu
april-júni 1976, til viðmiðun-
ar við visitölur á eldri grunni
(1. október 1955= 100). —
Visitala reiknuð eftir verð-
lagi i desember 1975 og með
gildistlma i janúar-marz
1975 var 101 stig, og er þvi
hækkunin nú 4,0%. Stafar
hún að langmestu leyti af
launahækkunum 1. marz
1976.
hvaða aðili það er, sem hefur
pressað fikniefnið i þetta form.
Við erum einnig aö athuga þann
þátt núna.
Asgeir Friöjónsson sagði, að
það sem af væri árinu hefði litið af
nýjum fikniefnamálum komið til
kasta dómstólsins, fyrir utan
stóra fikniefnamálið sem uppvist
varð á Keflavikurflugvelli, en það
er stærsta fikniefnamál hérlend-
is.
— Einingarverð á fikniefnum
er hátt um þessar mundir og það
er góðs viti á okkar mælikvarða,
sagði Asgeir.
Það nýmæli var tekiö upp I Nessókn er fyrsta ferming ársins
fór fram i Neskirkju, aö báöir sóknarprestarnir fermdu börnin.
Voru tvær fermingarguösþjónustur i kirkjunni s.l. sunnudag og
voru fermd þar samtals 67 börn. Skiptu prestarnir þannig meö
sér verkum, aö sá er haföi á hendi altarisþjónustu og ávarpaði
fermingarbörnin i messunni fyrir hádegi geröi þaö ekki i siöari
fermingunni. Viö fermingarathöfnina sjálfa, tók annar
fermingarheitið en hinn las ritningarstaf og blessunarorð.
Fermingarbörnin hafa gengið jöfnum höndum tii beggja prest-
anna til spurninga. Ekki er þetta þó einsdæmi hér á landi þvi
áöur hafa Þorsteinn Lúter Jónsson og Jóhann Hliöar sóknar-
prestar I Eyjum haft þennan hátt á, og fleiri munu hafa i hyggju
aö taka þennan siö upp i tvimenningsprestaköllum.
Myndin er tekin i Neskirkju s.l. sunnudag. Séra Guðmundur
Óskar ölafsson blessar fermingarbarn en séra Frank M.
Halldórsson les ritningarorð. Timamynd GE.
VER TIL GÆZLU-
STARFA í DAG
Gsal-Reykjavik — Nýjasta varö-
skip Landhelgisgæzlunnar, skut-
togarinn Ver, mun aö öllum lik-
indum halda á miöin i dag, aö
sögn Péturs Sigurössonar, for-
stjóra Landhelgisgæzlunnar.
Togarinn hefur siöustu daga veriö
i slipp, þar sem ýmsar smávægi-
legar lagfæringar hafa veriö
gerðar á skipinu og þaö málaö
grátt i samræmi viö iit hinna
varðskipanna.
Skipherra á þessu nýja varð-
skipi verður Kristinn Arnason,
sem áður var skipherra á Arvakri
og ennfremur taldi Pétur Sig-
urðsson liklegt i gær, að 1. stýri-
maöur Árvakurs færi yfir á nýja
varðskipið. Að öðru leyti verður
áhöfn Vers sú sama og verið hef-
ur, en nokkrir sjómannanna hafa
þó ekki viljað taka við starfi hjá
Landhelgisgæzlunni, þar sem
laun þeirra myndu minnka veru-
lega við þá breytingu.
Skuttogarinn Ver var smiðaður
i Gdynia i Póllandi árið 1974 og
keyptur þaðan af Krossvik hf. á
Akranesi. Ver er 741 rúmlest að
stærð og bar áður einkennisstaf-
ina AK-200.
Myndina hér fyrir ofan tók
Róbert i gær af Kristni Arnasyni,
skipherra, með nýja varðskipið i
baksýn og fjær er varðskipið Týr
komið i slipp.