Tíminn - 06.04.1976, Side 3
Þriðjudagur 6. aprll 1976.
TÍMINN
3
Rekstrarerfiðleikar RKÍ:
Sjúkrasamlagið
greiði % hluta
flutningsgjalda
Gsal-Reykjavik — Ég tel vist að
við munum notfæra okkur þær
reglur almannatryggingarlag-
anna, að viðkomandi sjúkrasam-
lög endurgreiði 3/4 hluta sjúkra-
fiutningsgjaldanna, og það liggur
i augum uppi að Sjúkrasamlag
Reykjavikur getur ekki verið
undanskilið þessum reglum,
sagði Árni Björnsson, læknir i
samtali við Timann i gær, en eins
og frá hefur verið greint I Timan-
um á Reykjavikurdeild Rauða
krossins, sem sér um rekstur
sjúkrabifreiða á Stór-Reykja-
vikurs væðinu, nú við mikla
rekstrarörðugleika að etja.
Reykjavikurdeild Rauða kross-
ins hefur fram að þessu ekki fært
sér i nyt áðurnefnda reglu al-
mannatryggingarlaganna. Tim-
inn innti Árna Björnsson eftir þvi,
hvort hann teldi að rekstur
sjúkrabifreiðanna yrði tryggður,
ef Sjúkrasamlag Reykjavikur
greiddi 3/4 hluta kostnaðar af
sjúkraflutningum.
— Með þvi móti að við fáum inn
allar greiðslur vegna sjúkraflutn-
inga — og þá miða ég við nýgerða
útreikninga okkar — þá tel ég, að
það sé nægilegt til þess að reka
sjúkrabifreiðárnar. En það er
hins vegar önnur saga, hvort
þetta nægir til þess að endurnýja
bilakostinn, sagði Árni Björns-
son.
Fulltrúar Reykjavikurdeildar
Rauða krossins hafa átt viðræður
við heilbrigðisráðuneytið að und-
anförnu vegna þessara erfiðleika.
Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
sagði i samtali við Timann i gær,
að sá háttúr væri viðast hvar við-
hafður úti á landsbyggðinni, að sá
sem annaðist sjúkraflutninga léti
fólk greiða sinn fjórðung kostnað-
ar str.ax, en fengi siðan 3/4 hluta
hjá sjúkrasamlagi endurgreidda.
Páll sagði að einnig væri hægt að
hafa þann hátt á, að sá sem
sjúkraflutninga annaðist, léti fólk
greiða allan kostnað strax, og það
fengi siðan endurgreitt hjá
sjúkrasamlagi.
Eins og frá var greint i Timan-
um s.l. fimmtudag er nýr neyðar-
bill kominn til landsins á vegum
Reykjavikurdeildar Rauða kross-
ins. Fyrir þann bil þurfti Reykja-
vikurdeildin að greiða 1,8 millj.
kr. i aðflutningsgjöld og tolla —
en i mörgum tilvikum eru þessi
gjöld felld niður, þegar um
sjúkrabifreiðar er að ræða.
— Astæðan fyrir þvi, að ekki
var i þessu tilviki hægt að fella
niður þessi gjöld var sú, að beiðni
Reykjavikurdeildarinnar þar að
lútandi kom of seint fram, sagði
Páll. Samkvæmt lögum verður
slik niðurfelling að koma inn i
fjárlög, og það hafði verið gengið
frá þeim er umrædd beiðni kom
fram. Hins vegar teldi ég eðlileg-
ast að inn i lög væri sett almenn
heimild fyrir ráðherra að veita
slikar undanþágur, sagði ráðu-
neytisstjórinn.
Hafrannsóknarstofnunin:
VILL STÖÐVA RÆKJUVEIÐI
í ARNARFIRÐI OG EKKI
LEYFA HANA Á BREIÐAFIRÐI
— 65% undirmálsrækja í Arnarfirði og
mikið af ungýsu á rækjumiðum í Breiðafirði
Oó-Reykjavik. Allt útlit er á, að
rækjuveiðar á Breiðafirði geti
Ingvar Vaidimarsson
FELL 40 METRA í GLJÚF-
UR OG SLAPP ÓMEIDDUR
O Ó— Reykjavik. Flug-
björgunarsveitin i Reykjavik
fór til æfinga i Tindafjöll um s.l.
heigi, en þangað fer Flug-
björgunarsveitin oft i þessum
tilgangi og á þar skála. A sunnu-
dag var ætlunin að ganga á
Ými, sem er tindur i Tinda-
fjallajökli. Lagt var af stað
snemma morguns i góðu og
björtu veðri, en þegar leið á
morguninn fór að hvessa og
þykkna upp og hriðarveður
skall á svo að vart sá út úr aug-
um. Gekk ferðin upp fjöllin hægt
og þurfti fulla aðgát til að lenda
ekki i ógöngum. Þá gerðist það,
að fremsti maður i röðinni,
Ingvar Valdimarsson formaður
Flugbjörgunarsveitarinnar,
gekk á skiðum sinum fram af
hengju og hrapaði niður i djúpt
gljúfur, 30 til 40 metra fall og
Flugbjörgunar-
sveitarmenn á æfingu.
tókst svo veltil að hann stóð upp
ómeiddur.
Leiðangursmenn voru ekki
bundnir saman þar sem snjór
var mikið frosinn og hætta var á
að allir hröpuðu ef einn færi i
gljúfur eða sprungu.
Ingvar féll niður um 30 metra
og þar var undir snarbrött
brekka sem hann lenti á og
fleytti kerlingar áfram niður og
dró það smátt og smátt úr
fallinu og er það ástæðan til þess
að ekki fór verr. Þeir sem stóðu
uppi á hengjunni og sáu grilla á
eftir Ingvari niður i gljúfrið
töldu að hann hafi verið 40-50
metra fyrir neðan þá er hann
stanzaði.
Félagar Ingvars komust fyrir
hengjuna og niður i gljúfrið og
hittu hann þar kátan og hressan
eftir flugferðina.
ekki hafizt fyrr en liður á vor eða
jafnvel siðar. Astæðan er sú, að
mikið er af smáýsu á rækju-
miðunum og munu rækjuveiðar
skaða þann stofn smáfisks sem
þarna er að vaxa. Ekki hefur áður
orðið vart við svo mikið smáýsu-
magn inni á Breiðafirði. Þá munu
vera erfiðleikará að halda áfram
rækjuveiði i Arnarfirði þótt enn sé
langt frá, að búið sá að veiða upp í
þann kvóta sem þar má taka. 1
Arnarfirðinum eru erfiðleikarnir
þeir, að mikið er af undirmáls-
rækju i aflanum og þvi óráðlegt
■ að halda áfram veiðum þar. Mun
Rannsóknarstofnun sjávarút-
vegsins fara fram á það við
sjávarútvegsráðuneytið að veiðin
verði stöðvuð þar.
A Breiðafirði eru veiðar dcki
ennhafnaren vertiðinni aðljúka i
Arnarfirði. Unnur Skúladóttir
fiskifræðingur, sagði i gær, að
ráðuneytinu verði bráðlega send
beiðni um að veiðin i Arnarfirði
verði stöðvuð. 1 haust var settur
kvóti á rækjuveiði þar og sam-
kvæmt honum mátti veiða 500
tonn í vetur. En nú hefur komið
fram mjög sterkur árgangur, frá
1974, s?m er þarna á miðunum og
er 65% af veiðinni undirmáls-
rækja. Er smáa rækjan út um all-
an f jörð en ekki á neinum sérstök-
um svæðum, svo að ekki er hægt
að undanskilja nein svæði frá
friðuninni. Þegar svona er orðið
mikið af undirmálsrækju i aflan-
um, nýtisthann illa og kemur sér
auk þess miklu betur að veiða
rækjuna þegar hún er orðin
stærri. Rækjuveiðin i Arnarfirði
hefur verið sæmileg i vetur og
heldur skárri en i fyrra.
Fyrirsjáanlegt er að 500 tonna
kvótanum verður ekki náð. Þótt
ráðuneytið gefi nokkurn frest
þannig, að ekki verður hætt að
veiða strax og reglugerð verður
gefin út, mun hann ekki duga til
að veiða upp i kvótann. Má reikna
með að veidd verði um 350 tonn
áður en bannið gengur i gildi.
Nýverið er búið að rannsaka
rækjumiðin á Breiðafirði. Þar
hefur komið upp vandamál sem
er annars eðlis en i Arnarfiröi.
Breiðafjarðarrækjan er stór og
góð, en innan um hana er mikið af
ungýsu, eins til tveggja ára. Mun
rannsóknarstofnunin leggja til að
veiði verði ekki hafin þar að sinni.
Verður fylgzt með miðunum og
rækjuveiöi ekki leyfð fyrr en ljóst
verður að ungfiski stafi ekki
hætta af þeim veiðum. Að sögn
Unnar er ómögulegt að segja
neitt um það á þessu stigi hvort
eða hvenær ungfiskurinn gengur
af rækjumiðunum.
Arið 1974 kom upp svipað
vandamál í ísafjarðardjúpi. Þar
var aðallega ungþorskur, sem
gekk á rækjumiðin. Það virðast
áraskiptiá þvi hvert ungfiskurinn
gengur, þvi þetta hefur ekki kom-
ið fyrir áður á Breiðafirði siðan
rækjuveiðar hófust þar. Þar hefur
verið friður á rækjumiðum fyrir
ungfiski fyrri hluta vors, en frem-
ur yfir sumarið sem fiskurinn
hefur gengið þar inn. Rannsóknir
á fiski á fyrsta ári hafa verið
stundaðar i fáein ár og f fyrra
virtist svo sem þá væru t.d. sér-
staklega litlir árgangar af þorski.
En rannsóknirnar á fiski sem
ekki er orðinn ársgamall fara
Framhald á bls. 15
LÍKFUNDUR
Gsal-Reykjavik — Lik af karlmanni kom upp með trolli á Griiidavikur-
dýpi siðdegis á sunnudag og var sýnilegt að það hafði legið i sjó um
nokkurn tima. Ekki er vitað af hverjum likið er.
Það var um kl. 18 á sunnudag að togarinn Arnar HU-l frá Skaga-
strönd var að draga inn trollið á Grindavikurdýpi, og kom þá lik af
karlmanni upp með trollinu. Vélbáturinn Kári fór til móts við Arnar, er
fréttist af likfundinum, og flutti likið til Grindavikur.
I lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllli
Loðnuvertíöin:
Sigurður RE
aflahæstur
— heildaraflinn
um 120 þús.
tonnum minni
en í fyrra
E gébé Rvik — Eftir þvi sem =
i sjómenn segja, er loðnuveið- =
= in að fjara út. Þau fáu skip, j|
E sem enn eru að veiðum, =
= höfðu nánast ekki fengið p
= neitt i gærdag, en þau eru út =
= af Snæfellsnesi. Fengu skipin =
= ekki nema 20-40 tonn i kasti. i
1 A miðnætti hinn 3. aprfl var =
heildaraflinn orðinn 334.786 =
= tonn, sem er tæplega 120 þús- =
= und tonnum minna en á =
S sama tima i fyrra. Sigurður =
= RA er langhæstur með 13.309 =
= tonn, en alls hafa 76 skip =
= fengið afla á þessari loðnu- =
E vertið. Mestu hefur verið =
E landað i Norglobal eða sam- EE
E tals 60.249 tonnum.
= Tvö skip tilkynntu loðnu- e
= neftid um afla á sunnudag, =
1 en það voru Eldborgin og e
= Gisli Arni og voru með sam- =
H tals á fimmta hundruð tonn. =
= Veður hamlaði veiðum nokk- =
E uð um helgina. Skipin hafa =
= að undanförnu farið inn til =
E hafnar á kvöldin og aðeins =
= veitt á daginn. Vikuaflinn i
E fyrir siðustu viku varð litill, =
= aðeins 7.874 tonn sem 18 skip §
E fengu. Nú munu aðeins sex =
i skip vera að veiðum, en voru 1
= 76 þegar flest var.
i Mest hefur verið landað i E
i bræðsluskipið Norglobal, i
= sem nú er farið frá landinu, E
= eða samtals 60.249 tonnum, i
i þá koma Vestmannaeyjar j|
E með 40.263 tonn, Reykjavik e
| með 30.038 tonn og Seyðis- §
i fjörður með 26.153 tonn.
= Þau skip sem höfðu fengið =
i yfir sjö þúsund tonna afla E
E laugardag 3. aprfl: tonn |
| SigurðurRE4 13.309 =
= Guðmundur RE 29 11.759 i
= Grindvikingur GK 606 10.104 =
| BörknrNK 122 10.042 |
i Gisli Arni RE 375 9.671 E
| Eldborg GK 13 9.498 i
= Helga Guðmundsd. BA
i 77 9.448 =
| Hilmir SU 171 8.898 |
i LofturBaldvinsson EA
| 24 8.711 |
i Asberg RE 22 7.812 i
i Fffill GK 54 7.590 |
! Hákon ÞH 230 7.368 |
i RauðseyAK14 7.210 =
i Öskar Magnússon AK
| 177 7.145 i
18111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111181
Drengirnir
sem
drukknuðu
Gsal-Rvik — Drengirnir
tveir, sem drukknuðu i
Bakkatjörn á Seltjarnarnesi
að kvöldi s.l. föstudags hétu
Geir Jóhannsson og Kristján
Geir Þorsteinsson til heim-
ilis að Þórshamri Seltjarnar-
nesi. Drengirnir voru
bræðrasynir, Geir átta ára,
og Kristján sjö ára.