Tíminn - 06.04.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 06.04.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 6. april 1976. VHABCCC SUNDABORG Klettagörðum 1 Simi 8-66-80 Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg — Klettagöröum 11 — Simi 86644 Eigendur sumardvalarsvæðastofna félag Framreiðslumenn Aðalfundur félags framreiðslumanna verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 7. april kl. 14,30 að Óðinsgötu 7. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. FÖSTUDAGINN 26. marz var fundur haldinn að Hótel Sögu, til undirbúnings stofnun félags sumardvalarsvæða á íslandi. Til fundarins boðuðu áhugamenn um rekstur tjald- og hjólhýsasvæða og stuðning við útilif almennings. Formaður Ferðamálaráðs, Lúð- vík Hjálmtýsson, annaðist undir- búning fundarins og stýrði hon- um. Fundinn sóttu fulltrúar ýmissa stofnana og annarra aðila, sem eiga og reka tjaldsvæði viða um land, eða láta sig varða ferða- og útivistarmál. Á fundinum var ákveðið að stofna Félag sumardvalarsvæða og kosin bráðabirgðastjórn. For- maður hennar er Eirikur Eyvindsson, Laugarvatni. Þá var rætt um þörf fyrir fleiri og betri tjaldsvæði ibyggðum landsins, og æskilega aðstoð þess opinbera við þau, enda er hér um menningar- starf að ræða, sem reynslan hefur sýnt að ekki verður unnið svo sómi sé að, nema með almennri aðstoð. Innan vébanda félagsins eru i upphafi 17 tjaldsvæði og sumardvalarsvæði viða um land. Tilgangur félagsins er að vinna að aukinni og bættri ferðamenn- ingu og þjónustu við almenning á tjaldsvæðum, gera tillögur um samræmdar reglur og gjaldskrá i samræmi við nýsetta reglugerð um tjald- og hjólhýsasvæði, vera félögum sinum til ráðuneytis og málsvari þeirra. Stefnt er að þvi að halda fram- haldsstofnfund i tengslum við ferðamála ráðstefnu , sem væntanlega verður haldin að hausti. Kaupmenn — Innkaupastjórar Páskaegg fyrirliggfandi til afgreiðslu strax Sœlgætisgerðin Víkingur Ráðherrafundur um náttúruverndar- og umhverfismál: Nauðsynlegt að samræma reglur um friðun farfugla RAÐHERRAR, er fara með nátt- úruverndar- og umhverfismál i aðildarrikjum Evrópuráðsins eða fulltrúar þeirra, komu saman til fundar i Brussel dagana 23. og 24. sl. Einnig tóku fulltrúar Finn- lands, Kanada, Júgósiaviu, Lichtenstein, Portúgals og Spán- ar þátt i fundinum. Er þetta i ann- að sinn sem Evrópuráðið efnir til ráðherrafundar um þessi efni, en fyrri fundurinn var i Vinarborg 1973. Sameinuðu þjóðirnar héldu alþjóðlega ráðstefnu um þessi efni i Stokkhólmi 1972. Umhverf- ismálum er. nú æ meiri gaumur gefinn, einkum i þéttbýlum iðn- aðarlöndum, þar sem margs kon- ar mengun hefur valdið þungum búsifjum. Á fundinum i Brussel var lögð áherzla á að i atvinnumálum yrði tekið tillit til náttúruverndar og almenningi tryggður aðgangur að þjóðgörðum og öðrum friðuðum svæðum, og einnig var mikil á- herzla lögð á verndun jurta- og dýralifs, þar sem einstaka teg- undir kynnu að vera i útrýming- arhættu. Var i þessu sambandi rætt um nauðsyn á friðun og verndun farfugla, ekki einungis i sumarlöndum þeirra, heldur hvarvetna þar sem leið þeirra lægi um, en friðunarreglur i þessu efni eru mjög mismunandi frá landi til lands, og strangastar i Norður-Evrópu, bæði að þvi er varðar löggjöf og viðhorf almenn- ings. Samstarf stjórnvalda og á- hugamannasamtaka um náttúru- verndarmál var talið mjög æski- legt. Stefnt er að þvi að samræma löggjöf um umhverfismál og nátt- úruvernd og framkvæmd hen ar, svo sem eðlilegt telst og tök eru á. Af tslands hálfu var á fundinum gerð grein fyrir meginþáttum i náttúruverndarstarfi á tslandi og lögð áherzla á að stefna tslend- inga i þessum efnum væri friðun og ræktun i stað rányrkju og bent á að tslendingar hefðu á alþjóða- vettvangi haft forystu á sumum sviðum i þvi efni, svo sem um. verndun fiskstofna. Af tslands hálfu tóku þátt i fundinum Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri, Knútur Hallsson skrifstofustjóri og Eyþór Einars- son varaformaður Náttúruvernd- arráðs. A föstudag útskrifuðust tólf nýir þroskaþjálfar úr Þroskaþjálfaskóianum á Kópavogshælinu. Þetta er i fimmtánda sinn, sem skólinn útskrifar nemendur, og bætast nú enn velkomnir kraftar i starfsgrein, þar sem brýn þörf er fyrir þá. Þetta er annað skólaárið, sem skólinn starfar samkvæmt nýrri reglugerð. Þroskaþjálfanám tekur nú 2 1/2 ár og er bæði verklegt og bóklegt. Oddný Jóhannesdóttir náði beztum námsárangri af þeim, sem að þessu sinni útskrifuðust. Tlmamynd Róbert Undirmenn á kaupskipum: Samningar undir ritaðir gébé Rvik — Seint á þriðjuaags- kvöld voru undirritaðir samning- ar milli undirmanna á kaupskip- um og útgerða kaupskipanna, hjá sáttasemjara rikisins. Samning- arnir voru undirritaðir með þeim fyrirvara að þeir yrðu bornir upp á ielagsfundi undirmanna og hefst atkvæðagreiðsla I dag á skrifstofu Sjómannafélags Reykjavikur og að sögn Guö- mundar Hallvarössonar mun at- kvæðagreiðslan hugsanlega standa yfir i þrjár vikur, svo hægt verði að ná til sem flestra. Afangahækkanir eru hinar sömu að hundraðshluta og á sömu timum og samið var um milli ASI og Vinnuveitenda og er verð- trygging kaups einnig i samræmi við þann samning. Meginbreyt- ingin ásamningum undirmanna á kaupskipum er sú, að þegar undirmenn vinna að losun eða lestun á farmi á ströndinni, i tengslum við verkamenn sem vinna samkvæmt bónuskerfinu, þeim fái þeir sérstaka greiðslu tilvikum. Guðmundur Hallvarðsson, Sjó- mannafélagi Reykjavikur sagði, að samningafundir hefðu staðið i um 160 klukkustundir, en kröf- urnar voru lagðar fram 24. febrú- ar sl. Húsmæðrafélagið mótmælir hækkunum Framkvæmdanefnd Húsmæðra- félags Rvikur, mótmælir harð- lega þeim gegndarlausu verð- hækkunum sem orðið hafa á nauðsynjavörum undanfarið. Nefndin telur að launahækkanir þær sem fengust i siðustu kjara- samningum séu þegar far^ar út i verðlagið og vel það. Það er stað- reynd að stórvægilegar hækkanir á hita, rafmagni, og sima, sem eru nauðsynlegir liðir á hverju heimili, ásamt hækkunum á nauðsynlegum matvælum koma verst niður á þeim heimilum sem sizt þola. Það er óraunhæft að ætla að t.d. ellilifeyrisþegar geti greitt hús- næði með rafmagni og hita keypt ofan i sig mannsæmandi fæði hvað þá fengið sér nauðsynlegan fatnað, miðað við verðlag i dag. Vélsleoa- SÝNING Hvar: Hjá okkur í Sundaborg. Hvenær: Dagana 5. til 12. apríl. Hvað sýnt: SKI-DOO ALPINE 2ja belta, 65 hö. SKI-DOO TNT ARTIC CAT PANTHER HARLE Y-DAVIDSON. Ef veður er hagstætt verður mönnum lofað að prufukeyra. Einnig sýnum við: Aftan-i-sleða. Áttavita. Burðargrindur. Yfirbreiðslur HD. Margt fleira. Til flutnings á sleðunum: kerrugrindur og jeppakerrur. Sýningin verður opin: Virka daqa frá 9-6. Laugardag 10/4 frá 10-6. Sunnudag 11/4 frá 2-6.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.