Tíminn - 06.04.1976, Síða 8
8
TÍMINN
Þriöjudagur 6. april 1976.
Fóstrur mótmæla lóna
frumvarpi
A fundi fóstrunema um lana-
málin haldinn 23.3. ’76 var svo-
hljóðandi ályktun samþykkt:
,,í fyrsta lagi krefst fundurinn
þess, að i frumvarpi þvi sem nú
liggur fyrir i Alþingi um námslán
og námsstyrki sé viðurkenndur
réttur námsmanna á fullri brúun
umframfjárþarfar.
í öðru lagi mótmælir fundurinn
lánsskilyrðum þeim sem náms-
menn verða að gangast undir við
töku bráðabirgðalána, sér i lagi
telur fundurinn að námsmenn
geti ekki tekið á sig endur-
greiðsluskuldbindingar þær sem
Alþingi kann að ákveða siðar
meir.
t þriðja lagi mótmælir fundur-
irin þvi að K-lánþegum skuli að-
eins vera reiknuð 70% af
umframfjárþörf þegar öðrum
lánþegum er reiknuð 83%
umframfjárþarfar.”
Ný mat-
reiðslubók
Þannig litur islenzka álhúsið út, sem nú er fullsniiðaö og stendur við Haukanes 15 á Arnarnesi. Arkitekt-
ar að húsinu eru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir, ásamt Alusuisse. Framleiðendur og seljendur eru
Alusuisse, Constral, lspan, Málmey, Málning h.f. og fleiri aðilar. Dagana 10.—19. april verður húsið opið
almenningi til sýnis milli kl. 14 og 21, en sýnendur eru ýmsir, auk framleiðendanna.
Tímaritið Saga komið út
Saga, timarit Sögufélags,
XIII. bindi 1975, er nýlega komin
út. Sögufélagið hefur gefið Sögu
út allt frá árinu 1949, en áður gaf
félagið út Blöndu.
t þessu nýjasta hefti Sögu kenn-
ir ýmissa grasa. Sigurður
Ragnarsson menntaskólakennari
á þar ýtarlega myndskreytta rit-
gerð, er nefnist Innilokun eða
opingátt — þættir úr sögu fossa-
málsins.
Sigurður rekur hér deilur
þær sem urðu um yfirráð yfir
virkjunar'réttindum i fallvötnum,
og dvelur mest við árið 1917, en þá
voru deilur um þessi efni óvenju
harðar. Fossafélögin svo néfndu
höfðu keypt sér virkjunarréttindi
i ýmsum ám, en margir vildu
ekki að virkjunarréttur væri
afhentur slikum félögum, sem
erlendir aðilar áttu drjúgan hlut i,
heldur skyldi rikið hafa hann
með höndum. A Alþingi þetta ár
komu fram tvö gagnstæð frum-
vörp um málið, og var Hannes
Hafstein meðal flutningsmanna
annars, en Bjarni frá Vogi bar
hitt fram. Einstök blöð og stjórn-
málaflokkar urðu að sýna lit i
málinu. enda má segja aö einmitt
um þetta leyti hafi islenzk stjórn-
mál verið að færast yfir á nýtt
svið, þar eð sjálfstæðisbaráttunni
mátti heita lokið.
Bergsteinn Jónsson lektor birt-
ir i þessu hefti Sögu ritgerö sem
nefnist Mannlif í Mjóadal um
miöja 19. öld, og eru þar raktir
kaflar úr dagbókarfærslum Jóns
Jónssonar frá Mjóadal i Báröar-
dal frá árunum 1853—’61, en þá
var hann ókvæntur i föðurgarði.
Hér er um að ræða m jög athyglis-
verðar þjóðlifslýsingar, og m.a.
ber niikið á merkilegri menn-
ingarviöleitni.
Einar Bjarnason prófessor á i
þessu hefti Sögu fremur stutta
ritgerð um ætt Einars Sigurðs-
sonar, sem bjó á Hraunum i
Fljótum um 1700.
Þá kemur hér á prent siðari
hluti bréfa Valtýs Guðmundsson-
ar til Skúla Toroddsens, alls 17
bréf frá árunum 1897 til 1906,
þ.e.a.s. frá sjálfum blómatima
valtýskunnar og skipbroti henn-
ar. Fyrri tiu bréfin birtust i Sögu
1974. Jón Guðnason lektor hefur
búið bréfin til prentunar.
1 heftinu er birt Alitsgerð Ólafs
Gunnlaugssonar, kaþólsks
manns, til kardinálaráðsins i
Róm árið 1857, en þar er m.a.
fjallað um möguleika á kaþólsku
trúboði hérlendis. — Lýður
Björnsson ritar hér um höfund
tslandslýsingar þeirrar, sem ný-
lega var gefin út og talin eftir Odd
biskuð Einarsson, en Lýður dreg-
ur þá höfundargreiningu i efa.
1 Sögu 1975 birtast að venju
nokkrar ritfregnir, og er þar f jall-
að um tvö fyrstu bindi Islands-
sögu Þjóðhátiöarnefndar, um rit
Sveinbjarnar Rafnssonar,
Studier i Landnámabók, um
siðara bindi ævisögu Skúla
Thoroddsens eftir Jón Guðnason,
og um ritið Reykjavik i 1100 ár.
Loks er i heftinu ritaukaskrá um
sagnfræði og ævisögur 1974, tekin
saman af Inga Sigurðssyni bóka-
verði.
I ritstjórn Sögu eru Björn
Sigfússon, Björn Teitsson og
Einar Laxness.
Saga er afgreidd i hinni nýju
afgreiðslu Sögufélagsins að
Garðastræti 13 B, gengið inn úr
Fischersundi, simi 14620.
Afgreiðslan er opin mánud. —
föstud. kl. 14—18. Þangað geta
félagsmenn i Söfufélagi nú sótt
1975-hefti Sögu, en eftir aprillok
verður farið að senda það i póst-
kröfu, einnig til félagsmanna á
Reykjavikursvæðinu, og leggst
þá verulegur póstkröfukostnaður
ofan á félagsgjaldið.
Forseti Sögufélagsins er Björn
Þorsteinsson prófessor.
(Fréttatilkynning)
Viö matreiðum heitir ný mat-
reiðslubók, sem Isafoldarprent-
smiðja sendir frá sér þessa dag-
ana. Höfundur eru húsmæðra-
kennararnir frú Anna Gisladóttir
og frk. Bryndis Steinþórsdóttir.
Við matreiðum er i allstóru
broli, um 300 blaðsfður að stærð,
með um 750 uppskriftum auk al-
mennra leiðbeininga um fæðuval,
mál og vog, næringarefnatöflu,
orðaskrár, orðaskýringar o.fl.
1 bökinni er höfuðáherzla lög á
islenzkar aðstæður hvað hráefni
til matargerðar snertir, þ.e. hrá-
efni, sem fáanlegt er hér á landi,
s.s. kjötvörur, fisktegundir,
grænmeti, krydd o.fl.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á mislitum töflusiðum i
bókinni, þar sem er að finna
margvislegar upplýsingar og
leiðbeiningar um áætlað magn
handa hverjum manni, suðutima,
steikingartima, i ofni, á pönnu og
við ofnglóð, um geymsluþol,
hraðfrystingu og sitthvað fleira,
sem að gagni má koma.
( Ur fréttatilkynningu)
Sunna Borg
með leiklistar
námskeið
á Bíldudal
Nýafstaðið er leiklistarnám-
skeið, sem haldið var á vegum
leikfél. Baldurs á Bildudal.
Leiðbeinandi var Sunna Borg og
þátttakendur voru þrjátiu og þrir.
Atriði úr námskeiðinu voru að
lokum sýnd fyrir fullu hæusi
áhorfenda og reyndist fólk
skemmta sér hið bezta. Starfsemi
leikfélagsins hefur verið talsverð
i vetur. Formaður er Hafliði
Magnússon.
Aðalfundur Félags bifvélavirkja:
Verkndm bifvélavirkja
loks í Iðnskólanum
Aöalfundur Félags bifvéla-
virkja var haldinn laugardaginn
27. marz s.l. Fráfarandi formaöur
félagsins flutti skýrslu stjórnar
um starfsemi félagsins frá sið-
asta aðalfundi. Þar kom meðal
annars fram, að gerðir voru þrir
kjarasamningar á þessu timabili,
sem félagiö átti aðild að. Atvinna
hefur verið allgóð i greininni.
Fjöldi nýrra félaga gekk i félagið
á s.l. ári, eö 43, og voru félags-
menn alls 353 um áramótin.
Langþráðum draumi er loks
náð varðandi kennslu bifvéla-
virkjanema við Iðnskólann i
Reykjavik, þar sem verknáms-
skóli er tekinn til starfa af fullum
krafti, og er þá hægt að ljúka
námi að mestu leyti I skólanum
sjálfum. Kennarar eru tveir, þeir
Ingibergur Eliasson og Sigfús
Sigurðsson.
Dagana 21.'23. nóvember s.i.
var haldiö námskeið fyrir
trúnaðarmenn á vinnustöðum
félagsins, og var það vel sótt og
heppnaðist mjög vel.
A þessum aðalfundi lét Sigur-
gestur Guðjónsson af störfum
sem formaður félagsins, en þvi
starfi haföi hann gegnt i 16 ár. Að-
ur hafði hann veriö ritari félags-
ins i 25 ár, eða alls i stjórn félags-
ins i 41 ár, jafniengi og félagið
hefur verið við lýði, og hefur tekið
þátt I öllum samningum félagsins
frá upphafi. Var hann i þakklætis-
skyni kosinn heiðursfélagi félags-
ins.
1 stjórn félagsins voru kosnir
fyrir næsta kjörtimabil:
Formaður: Guðmundur
Hilmarsson, varaformaður:
Sigurður Óskarsson, ritari:
Snorri Konráðsson, gjaldkeri:
Samson Jóhannsson, gjaldkeri
styrkarsjóðs: Björn Indriðason.
Til vara: Jón Magnússon
Meðstjórnandi: Gústaf ólafs-
son.
Mdr Magnússon skrifar frá Vín:
Þorskastríðið breiðist út
Skömmu eftir að Island hafði
tilkynnt stjómmálaslit við Bret-
land birtist þessi skopteikni-
mynd i einu af blööunum i Vin.
Þar getur að lita fiskimenn á
Dóná og islenzkan bát, sem ger-
ir afla þeirra upptækan. En i
rammagrein við hliðina segir:
— Jafnvel þó það komi aldrei til
þess, að norðurhafsfloti Rússa
brjótist I gegn, til þess að kom-
ast á Atlantshafiö, þá er þaö
stöðugt æft. Noregur er löngu úr
sögunni en varnarlihan, sem
þeir þurfa að komast i gegnum
er Grænland, Island, Færeyjar
og skozku eyjarnar.
Island hefur sérstöðu i þessari
varnarlinu. Það væri rétt aö
gleyma fiskunum og hugsa um
hemaðarlega þýðingu þessarar
harðbýlu eyjar. Þorskastriöið
við Breta er eitt og heimspóli-
tisk áhrif þess, ef tsland gengi
úr NATO, annaD. Striðið um
fiskana gæti þó leitt til slikrar
ákvörðunar. Island hefur slitið
stjórnmálasambandi viö Bret-
land.
Bandariska flugstöðin á
hraunskaga I námunda við
höfuðborgina, Reykjavik, gegn-
irsamahlutverki ogósökkvandi
flugmóðurskip. Þaðan er flogið
könnunarflug, fylgzt er með
sovézkum kafbátum, og höfð er
stjórn á eigin flotadeildum i
Norðurhöfum.
Bandarikjamenn hafa aðstöðu
til að fylgjast með mest áríð-
andi skipaleið i heimi. Norður-
atlantshafsleiðinni, milli
Evrópu og Ameriku. Hér em
þeir i næsta nágrenni við einn af
stærstu herjum Rússa, bæði á
landi og sjó. Langt fyrir norðan
heimskautsbaug, hjá Kola
skaganum i nágrenni við islausu
höfnina Murmansk, liggja 180
kafbátar, þar af 50 kjarnorku-
kafbátar. Norðurfloti Rússa
hefur yfir 800 skipum að ráða.
Hann hefur geysisterkan flug-
her sér til aðstoðar, ennfremur
framúrskarandi sérþjálfaðar
landgönguliðssveitir og fall-
hlifasveitir. Það er sem sagt
nóg árásarafl fyrir hendi.
Það hefur þvi alltaf verið
mikiö rætt um hættuna, sem
steðjar að norðurarmi NATO.
Stjórnmálaerfiöleikar við
lsland ætti að opna augu okkar
fyrir þvi.”
Der Kabeljaukrieg weitet sich aus