Tíminn - 06.04.1976, Síða 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 6, apríl 1976,
llll
Þriðjudagur 6. apríl 1976
Heilsugæzla
Slysavaröstofan: Simi 81200,
eftir skiptborðslokun 81212.
Sjúkrahifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100, Hafn-
arfjörður, simi 51100.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apóteka i Reykjavik
vikuna 2. til 8. april er i Lyfja-
búðinni Iðunni og Garðs
apóteki.Það apótek, sem fyrr
er nefnt, annast eitt vörzlu á
sunnudögum, helgidögum og
almennum fridögum.
Sama apótek annast nætur-
vörzlu frá kl. 22að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga, en til
kl. 10 á sunnudögum, helgi-
dögum og almennum fridög-
um. Athygli skal vakin á þvi,
að vaktavikan hefst á föstu-
degi.
Hafnarfjörður — Garðabær:
Nætur og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöð-
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Pagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Kvöld- og næturvakt: Kl.
17:00-08:00 mánud-föstud.
simi 21230. A laugardögum og
helgidögum eru læknastofur
lokaðar, en læknir er til viðtals
á göngudeild Landspitalans.
simi 21230. Upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu
eru gefnar i simsvara 18888.
Ileimsóknartimar á Landa-
kotsspitala:
Mánudaga til föstud. kl. 18.30
til 19.30.
Laugardag og sunnud. kl. 15 til
16.
Barnadeild alla daga frá kl. 15
til 17.
Kópavogs Apótek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opið kl. 9-12 og sunnu-
daga er lokað.
Ileilsuverndarstöð Reykjavfk-
ur: ónæmisaðgerðir fyrir full-
orðna gegn mænusótt fara
fram i Heilsuverndarstöð
Reykjavikur á mánudögum
kl. 16.30-17.30. Vinsamlegast
hafið með ónæmisskirteini.
L.ögregla og
slökkvilið
Reykjavik: Lögreglan simi
11166, slöKkvilið og sjúkrabif-
reið, simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi
41200, siökkvilið og sjúkrabif-
reið, simi 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan
simi 51166, slökkvilið simi
51100, sjúkrabifreiðsími 51100.
Bílanatilkynningar
Rafmagn: 1 Reykjavik og
Kópavogi isima 18230. 1 Hafn-
arfirði i sima 51336.
Hitavcitubilanir simi 25524.
Vatnsveitubilanir simi 85477.
Simabilanir simi 05
Hilanavakt borgarstofnana.
Simi 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til ki. 8
árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Tekið við tilkynningum um
bilanir i veitukerfum borg-
arinnar og i öðrum tilfellum
sem borgarbúar telja sig
þurfa að fá aðstoð borgar-
stofnana.
Vaktmaður hjá Kópavogsbæ.
Bilanasími 41575, simsvari.
Söfn og sýningar
GORKi-sýningin
i MtR-salnum, Laugavegi 178,
er opin á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 17.30—19 og á
laugardögum og sunnudögum
kl. 14—18. Kvikmyndasýningar
kl. 15 á laugardögum. Aðgangur
öllum heimill. — MIR.
Félagslíf
Kvenfélag Kópavogs: Fundur
verður i Félagsheimilinu
fimmtudaginn 8. april kl.
20,30. Mætið vel og stundvis-
lega. — Stjórnin.
Kvenfélag Breiðholts: Fundur
verður haldinn fimmtudaginn
8. april kl. 20,30 i samkomusal
Bre iðholtsskóla, fundarefni:
Æskulýðsmál, Hinrik Bjarna-
son og Hjalti Jón Sveinsson
koma á fundinn. Allir
velkomnir. — Stjórnin.
Kvenfélag Háteigssóknar:
Fundur verður haldinn i' Sjó-
mannaskólanum þriðjudaginn
6. april kl. 20,30. Árni Johnsen
kemur á fundinn og skemmtir.
Athugið að saumafundirnir á
miðvikudögum verða fram-
vegis að Flókagötu 59 en ekki
Flókagötu 27. Stjórnin.
Kvenfélag Laugarnessóknar,
heldur fagnað i Fóstbræðra-
félaginu við Langholtsveg,
föstudaginn 9. april i tilefni af
35 ára afmælinu Þær sem ætla
að vera með eru vinsamlega
beðnar að hafa samband við
Astu i sima 32060 sem allra
fyrst.
Sálarrannsóknarfélagið i
Hafnarfirði, heldur fund i Iðn-
aðarmannahúsinu miðviku-
daginn 7. april, er hefst kl.
20,30. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf Erindi flytja
Ævar Kvaran leikari og frú
Elisabet Helgadóttir.
Siglingar
Skipafréttir frá skipadeild
Jökulfell fer i dag frá Gauta-
borg til Svendborgar. Disar-
fell fer væntanlega 8. þ.m. frá
Ventspils til Svendborgar og^
Larvikur. Helgafellfer i kvöld
frá Heröya til Reyðarfjarðar.
Mælifell fer væntanlega i
kvöld frá Gufunesi til Heröya.
Skaftafell fer væntanlega á
morgun frá Keflavik til
Gloucester.
Hvassafell fer i Heröya.
Stapafell fór i gær frá Horna-
firði til Weaste. Litlafe 11 losar
á Norðurlandshöfnum. Svanur
lestar i Antwerpen um 12.
april. Suðurlandfer i dag frá
Holbæk til Reyðarfjarðar.
Tilkynning
Fótaaögerðir fyrir aldrað fólk
i Kópavogi. Kvenfélagasam-
band Kópavogs starfrækir
fótaaðgeröarstofu fyrir aldrað
fólk (65ára og eldri) aö Digra-
nesvegi 10 (neðstu hæð gengið
i inn að vestan-verðu) alla
i mánudaga. Simapantanir og
upplýsingar i sima 41886.
Kvenfélagasambandið vill
, hvetja Kópavogsbúa til að not-
færa sér þjónustu þessa.
Kvenfélagasamband Kópa-
vogs.
Nes- og Seltjarnarnessóknir.
Viðtalstimi minn i kirkjunni er
þriðjudaga til föstudaga kl. 5-
-6.30 og eftir samkomulag^
simi 10535. Séra Guðmundur
Öskar Olafsson.
Fundartimar A.A. Fundar-
timar A.A. deildanna i
Reykjavik eru sem hér segir:
Tjarnargötu 3c mánudag,
þriðjudaga, miðvikudaga,
| fimmtudaga og föstudaga kl. 9
e.h. öll kvöid. Safnaðarheim-
ilinu Langholtskirkju föstu-
daga kl. 9 e.h. og laugardaga
kl. 2 e.h.
Skagfirska söngsveitin minnir
á happdrættismiðana, gerið
skil sem fyrst i verzlunina
Roöa Hverfisgötu 98 eða
hringiö i sima 41589 eða 24762
og 30675.
8. april hefst, i samvinnu við
hjálparsveit skáta tveggja
kvölda námskeið, þar sem
kennt verður m.a. meðferð
áttavita og gefnar leiðbeining-
arum hentugan ferðaútbúnað.
Mosfellssveit:
Sameiginlegt
átak við
byggingu
íþróttahúss
Mó-Reykjavik. Myndarlegt
iþróttahús mun væntanlega verða
tekið i notkun að Varmá i
Mosfellssveit í vor . Margir hafa
lagt hönd á plóginn til að koma
þeim gamla draum i fram-
kvæmd. Margir hafa unnið mikið
i sjálfboðavinnu, bæði verktakar,
gröfustjórar og vörubílstjórar.
Bændur hafa gefið efni i grunn
hússins, og mikill fjöldi lagtækra
manna og kvenna hefur tekið
virkan þátt i smiðinni, endur-
gjaldslaust.
Byggingarframkvæmdir hófust
siðast liðið vor, og i þessum
áfanga verður aðeins salurinn
byggður, en búningsklefar við
sundlaugina verða notaðir fyrir
iþróttasalinn fyrst um sinn.
Byggingariðjan hf. i' Reykjavik
framleiðir húsið úr strengja-
steypu, og skilar efninu frá-
gengnu utan og innan.
Bygging þessi er mikið átak
fyrir sveitarfélagið, en það nýtur
almenns stuðnings, og einnig
ýmissa félaga og klúbba, og
mynda formenn félaganna sér-
staka fjáröflunarnefnd. Nefndin
hefur ýmis fjáröflunarmál á
döfinni, m.a. að gefa út skulda-
bréf, og verða þau til sölu næstu
daga. Með þessu framtaki er nú
öllum gert kleift að legg ja hönd á
plóginn, ungum sem gömlum, og
þó einkum þeim, sem ekki hafa
haft aðstöðu til þess að vinna i
sjálfboðavinnu. Skuldabréf þessi
verða með hæstu vöxtum og eru
samtals að upphæð 15 milljónir
króna. Þau eru bæði 5 og 10
þúsund krónur að verðgildi hvert
bréf.
Námsmenn
erlendis mótmæla
SEÞ-Reykjavik. Samtök náms-
manna i Lundi, Air-en-Provence
og Gautaborg hafa mótmælt hinu
nýja lánafrumvarpi rikisstjórn-
arinnar, sem m.a. gerir ráð fyrir
fullri visitölubindingu og lág-
marksafborgun 50 þús. á ári mið-
að við núverandi verðlag. Telja
þeir að tilgangurinn með lána-
frumvarpinu sé sá að fækka láns-
umsóknum i haust og verið sé að
fæla fólk frá háskólanámi. Að sið-
ustu leggja samtök námsmanna
áherzlu á, að lánamál náms-
manna verði skoðuð i efnahags-
legu og félagslegu samhengi og
að erfiðleikar i efnahagslifi þjóð-
arinnar eigi ekki að leiða til þess
að aðeins efnafólk geti sent börn
sin i háskóla.
SKIÞAUTGCItÐ RÍKÍSINS
AA/s Hekla
fer frá Reykjavík mánudag-
inn 12. þ.m. austur um land i
hringferð.
Vörumóttaka
miðvikudag, fimmtudag og
til hádegis á föstudag til
Austfjarðahafna, Þðrshafn-
ar, Raufarhafnar, Húsavik-
ur og Akureyrar.
BÆNDUR —
BÆNDUR
Röskur 15 ára piltur,
sem vanur er sveita-
störfurn, óskar eftir
surnarvinnu.
Upplýsingar í sírna
38196, Reykjavík.
2186
Lárétt
1. Stara 6. Vökva. 8. Lausung.
10. Blóm. 12. Titill. 13. Eldivið.
Í4. Svenhljóð. 16. Nóasonur.
17. Mann. 19 Æpa.
Lóðrétt
2. Dýr. 3. Hvilt. 4. Tvennd. 5.
Bál. 7 Svivirða. 9. Maðk. 11.
Kveða við. 15. Læsing 16. llát.
18. Eins.
Ráöning á gátu No. 2185
Lárétt
l.Fákar. 6.Sál.8. Dót. 10. Afl.
12. DL. 13. Æö. 14. AAA. 16.
Úrg. 17. Náð. 19. Ismar.
Lóðrétt
2. Ast. 3. Ká. 4. Ala. 5. Oddar.
7. Flögg. 9. Óla. 11. Fær. 15.
Ans. 16. Úða. 18. Ám.
Starfsmaður óskast
óskum eftir að ráða ungan reglusaman
mann til starfa frá 1. júni n.k. við eftirlit
með mælingastöð og til aðstoðar við rann-
sóknarstörf. Tæknimenntun æskiieg.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Raunvisindastofnun
Háskólans, Dunhaga 3, Reykjavik, fyrir 1.
mai n.k.
<k Jj,. Aðalfundur
A V Dansk-íslenzka
félagsins
verður haldinn i NORRÆNA HÚSINU
þriðjudaginn 13. apríl 1976, kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórn-
ar, tillaga um hækkun félagsgjalda.
Að fundarstörfum loknum verður sýnd
kvikmynd um ROBERT JAKOBSEN, pró-
fessor og myndhöggvara.
Stjórnin.
V
Innilegar þakkir færi ég öllum, sem heiðruðu mig á 70 ára
afmælisdaginn, með heimsóknum, heillaskeytum, blóm-
um og góðum gjöfum.
Guð blessi ykkur öll.
Björg' Árnadóttir
frá Stóra Hofi.
f +
5íimi
Innilegustu þakkir flytjum við öllum þeim, er sýndu okkur
samúð og vináttu vegna andláts og útfarar
Ólafar Guðmundsdóttur,
Sléttubóli, Austur-Landeyjum.
Guð blessi ykkur öll.
Vandamenn.
Konan min
Sigurbjörg Helgadóttir
Mávahlið 44
lézt laugardaginn 3. april að Hátúni 10B.
Jóhannes Ormsson.
I
Útför mannsins mins
ólafs ólafssonar,
kristniboða, Ásvallagötu 13,
sem lézt 30. marz, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 6. april kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast af-
þakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á
kristniboðið i Konsó.
Herborg Ólafsson.