Tíminn - 06.04.1976, Síða 18
18
TÍMINN
Þriðjudagur 6, april 1976.
Snillingar Partizan til Islands
Miklar likur eru á þvi að
júgóslavneska meistaraliðið i
handknattleik, Partizan
Bjelovar komi hingað til lands-
ins nú i vikunni i boði Vals og
leiki hér tvo leiki i Laugardals-
höllinni um næstu helgi gegn
Valsmönnum og islandsmeist-
urum Fii.
Leikmenn Partizan Bjelovar
með hina frábæru leikmenn
Hroje Horvarth og Miroslava
Pribanic, eru miklir snillingar.
Þetta er ekki i fyrsta skipti sem
þetta fræga félag kemur hingað,
— það hefur komið hingað tvisv-
ar sinnum áður. Fram lék gegn
Partizan í Evrópukeppninni
1967 og gerði þá jafntefli 16:16 i
Laugardalshöllinni — en siðan
fékk Fram-liðiö skell i Júgó-
slaviu — 9:24. FH-ingar léku
aukaleik gegn Júgóslövunum og
tapaði FH-liðið þá 16:22. Siðan
léku FH-ingar gegn Partizan i
Evrópukeppninni 1971 og máttu
þá þola stórtöp — fyrst 14:28 i
Laugardalshöllinni og siðan
8:27 i Jugóslaviu.
Partizan Bjelovar varð siðan
Evrópumeistari 1972, með þvi
að vinna sigur yfir Gumm-
ersbach — 19:14 —- i Dortmund
i V-Þýzkalandi.
—sos.
GERD MULLER. er koininn i gifurlegan ham og þá er hann
óstöðvandi.
..Bomber"á
skotskónum
GERD „Bomber" Muller var
heldur betur á skotskónum, þega r
Bayern Munchen vann sigur
(5:2) i leik gegn 1. FC Köln i
v-þýzku bikarkeppninni á laugar-
daginn. Þessi marksækni leik-
maður skoraði „hat-trick" — þrjú
mörk og átti hann stórkostlegan
leik og er kominn i mikinn viga-
hug, eins og þulur v-þýzka út-
varpsins sagöi. Þessi stórsigur
Bayern vakti mikla athygli, þar
sein Kölnar-liðið er geysilega
öflugt á heimavelli og tapar þar
sjaldan leik.
Dieter Muller skoraði bæði
mörk 1. FC Köln. en mörk Bayern
skoruðu — Gerd Muller (3), lluli
llöness og bakvörðurinn
Fermann. Með sigrinum tryggði
Bayern sér sæti i undanúrslitum
bikarkeppninnar, en úrslitin i
8-liða úrslitunum urðu þessi á
laugardaginn i v-þýzku bikar-
kepþninni:
l.FCKöln — Bayern ........2:5
Kaisersl.—Dusseldorf......3:0
Homburg—Hamburger.........1:2
Hertha—VVölkinger.........1:1
• • •
Bayern, 1. FC Kaiserslautern
og Hamburger SV, sem vann
sigur yfir Saar-liðinu Homburg,
leika i undanúrslitum, en 1. deild-
arliðið Hertha Berlin þarf að
leika aukaleik gegn Wölkinger —
um, hvort liðið leiki i undanúrslit-
um. —SOS
Ás-
skor-
aði...
Guðgeir á við
meiðsli að stríða
ÁSGEIR Sigurvinsson kom
Standard Liege á bragðið gegn
Baringen, þegar Standard-liðiö
vann góöan sigur (3:2) á útivelli.
Ásgeir skoraði fyrsta mark leiks-
ins, sem var stórglæsilegt.
Guðgeir Leifssongat ekki leikið
meö Charleroi, þar sem hann á
við meiðsli i ökla að striða.
Charleroi-liðið fékk skell (1:5) á
útivelli, þegar það mætti FC
Brugge — efsta liðinu i Belgiu.
Charleroi er nú i mikilli fallhættu
—-er i þriðja neðsta sætinu, þrem-
ur stigum á eftir fjórða neðsta lið-
inu — Beringen. Charleroi mætir
F.C. Liege á miðvikudaginn, en
þá situr Beringen yfir og siðan
mætir Charleroi Beringen á laug-
ardaginn kemur. Með sigri i þess-
um tveimur leikjum, nær
Charleroi að skjótast upp fyrir
Beringen.
—SOS.
GORDON HILL....hinn leikni út-
herji United.
QPR siglir hrað-
byri að meistara-
titlinum
— eftir góðan sigur (2:1) gegn Newcastle
á St. James Park
LUNDCNÁLIÐIÐ Queens Park Rangers siglir nú hraðbyri að Eng-
landsmeistaratitlinumjeikmenn liðsins komu á laugardaginn við á St.
James Park i Newcastle, þar sem þeir skipuðu um borð tveimur dýr-
mætum stigum i safn sitt. Það var Stan Bowles sem tryggði þeim þau, •
með þvi að skora sigurmarkið (2:1) gegn Newcastle, rétt fyrir leikslok.
Newcastle-liðið byrjaði leikinn,
þegar Alan Gowling skoraði sitt
30. mark á keppnistimabilinu.
Stuttu siðar kom fyrir umdeilt at-
vik—þegar Malcolm MacDonald
var felldur fyrir innan vitateig
Lundúnaliðsins. Allir bjuggust
viö vitaspyrnu, — en hvað gerð-
ist? Jú, dómarinn lét leikinn
lialda áfram, eins og ekkert hefði
i skorizt. Það voru allir mjög undr
andi yfir þessum viðbrögöum
dómarans — leikmenn Q.P.R.
voru mest undrandi, enda var
greinilegt á þeim, að þeir bjugg-
ust viö vitaspyrnu. En leikurinn
hélt áfram og fyrir leikhlé jafn-
aði (1:1) gamla kempan Frank
McLintock.fyrrum fyrirliði Arse-
nal, fyrir Lundúnarliðið — hans
fyrsta deiidarmark i meira en 2
ár. Og eins og fyrr segir, þá skor-
aði Stan Bowles sigurmark
Queens Park Rangers-liðsins,
1. DEILD
Arsenal.......(0) OTottenham ... (2) 3
John Pratt
John Duncan
sem á mikla möguleika á að
hljóta Englandsmeistaratitilinn i
fyrsta skipti i sögu félagsins.
Hinn 19 ára David Fairclough
er nú orðinn dýrlingur á Anfield
Road. — Þessi ungi leikmaður,
sem skoraði bæði mörk (2:0)
Liverpool gegn Burnley á dögun-
um, eftir að hann hafði komið inn
á sem varamaður fyrir Steve
Hcighway.var hetja Liverpool á
laugardaginn, þegar Mesey-liðin
mættust. Fairclough.sem kom þá
einnig inn á sem varamaður,
skoraði sigurmark Liverpool
gegn Everton, þegar aðeins 2
minútur voru til leiksloka. Hann
sundraði þá varnarvegg Ever-
ton-liðsins, með þvi að leika á 3
varnarmenn og sendi knöttinn
með þrumufleyg i netamöskva
Everton-marksins. Stuttu siðar
fengu leikmenn Liverpool tæki-
færi til að skora annað mark — en
þá misnotaði Phil Neal vita-
spyrnu.
Leeds liðið átti i mikiu basli
með Burnley á Elland Road. Dun-
can McKenzic skoraði fyrst fyrir
Leeds, en Ray Ilankin jafnaði
(1:1) fyrir Burnley — og siðan var
FRANK McLINTOCK... skoraði
þýðingarmikið mark fyrir Q.P.R.
mikill barningur á vellinum, eða
þartil rétt fyrir leikslok, að nýlið-
inn Peter Hamptontryggði Leeds
sigur. Trevor Francis tryggði
Birmingham góðan sigur (3:2)
yfir Aston Villa á St. Andrews —
þegar hann skoraði gott mark
með skalla, rétt fyrir leikslok.
Mikil slagsmál brutust út á
Highbury i Lundúnum, eftir að
leik Arsenal og Tottenham lauk
þar. Það voru ekki leikmenn lið-
anna sem tóku þátt i þeim, heldur
áhangendur þessara frægu
Lundúnaliða. —Þeir börðust með
kjafti og klóm eftir leikinn og
þurfti lögreglan að sjálfsögðu að
skerast i leikinn — og þegar
Lundúnalögreglan er komin á
skrið, þá getur enginn stöðvað
hana. Það var að sjálfsögðu lög-
reg.lan sem bar sigur úr býtum i
slagsmálunum, með þvi að
sundra mannfjöidanum. _soS
(1) 3 Aston Villa..
Andyíiray.
Kay (iraydon
.(1)2
Birmingham
Tcrry N'ihhitt.
Kcn Hurns,
Trcvor Krancis
Coventry........(0) 0 Leicester.... (1) 2
Keith Wcller,
Hoh Lee
Leeds...........(1) 2Burnley.........(1) 1
Muncan McKen/.ie, Kay llankin.
Peler llampton
Liverpool.... (0) 1 Everton.........(0) 0
David KairclouRh
Middlesbrough. (1)2 Ipswich...........(0) C
STAÐAN Á TOPPNUM
(í)
have Armstroni;
-q.p.r...........m/
Krank Mcl.intock.
David Mills,
Newcastle..
Alan (iowlinn
Stan Howles
Norwich...
I’hil Boyer
Jolin Slainrod
Tonv í'urrie
Stoke.........(0) 0 Man City....(0) !
West Ham......(0)0 Wolves.......(0)0
. (1) 1 Sheff. Utd ...
('liris (iulhrie.
(3)3
QUEENS PARK RANGERS
stendur bezt að vigi i baráttunni
um Englandsmeistaratitilinn —
liöið á nú eftir aö leika fjóra leiki
og þar al' þrjá á heimavelli. Staða
fjögurra efstu liðanna sem bcrj-
ast um meistaratitilinn, er nú
þessi:
Q.P.R...... 38 21
Liverpool ...37 19
Derby.......37 20
Man. Utd. .. .36 20
Þessi lið eiga eftir að leika eft-
irtalda leiki:
• •
11 6 57:27
13 5 54:27
10 7 63:46
10 6 62:35
53
51
50
50
Q.P.R.: — Middlesbrough (H),
Norwich (0), Arsenal (H) og
Leeds (H).
LIVERPOOL:—- Aston Villa (Ú),
Leicester (H). Stoke (H), Man-
chester City (Ú) og Wolves (Ú).
DERBY: — Manchester City
(Ú), Leicester (H), Aston Villa
(Ú), Everton (H) og Ipswich (Ú).
MANCHESTER UNITED: —
Manchester City (H), Ipswich
(Ú), Everton (H), Burnley (Ú),
Stoke (H) og Leicester (Ú).
HILL VAR OSTOÐVANDI
I STRAKARNIR hans Tommy
Docherty tryggöu sér farseðilinn
á Wembley, þegar þeir unnu
góðan sigur (2:0) yfir Derby i
I ensku bikarkeppninni. Manchest-
er United, sem hefur möguleika á
| að vinna „Double” — bæði 1.
deildar- og bikarkeppnina i Eng-
landi, mætir Dýrlingunum frá
' Southampton i úrslitaleiknum á
. Wcmbley.
Gordon Hill var hetja
Manchester United — þessi eld-
| fljóti og leikni útherji skoraði
bæði mörk United. Hill skoraði
I fyrra markið eftir aðeins 12 min.
— Þá varð Derby-leikmanninum
Colin Todd á ljót mistök. Hann
1 sendi knöttinn til Gerry Daly.sem
■ dró að sér vamarmenn og sendi
knöttinn svo aftur til Hill, sem
skoraöi með óverjandi 'skoti frá
I vftateig — knötturinn hafnaði efst
þegar Manchester United tryggði sér
farseðilinn á Wembley, þar sem liðið
mætir Dýrlingunum frá Southampton
upp i vinstra markhorninu. Eftir
þetta mark tóku leikmenn
United-liösins leikinn i sínar
hendur og Gordon Hill og Stcve
Coppell voru óstöðvandi á könt-
unum, þeir léku hina sterku
varnarleikmenn Derby oft grátt,
með leikni sinni og hraða.
Stemmningin var geysileg á
áhorfendapöllunum og að sjálf-
sögðu voru áhangendur United i
meirihluta og sungu kröftuglega
og hvöttu sina menn. Þegar 10
min. voru til leiksloka brauzt út
gifurleg fagnaðarbylgja — þá
gulltryggði Gordon Hill
United-liðinu farseðilinn á
Wembley, með góðu marki —
beint úr aukaspyrnu. Hill var
brugðið rétt fyrir utan vitateig —
hann var fljótur að stilla knettin-
um upp og láta skotið riða af.
Knötturinn skall i einum varnar-
manni Derby og þaðan skauzt
hann i netið — og fögnuðurinn var
mikill hjá áhorfendum og hinum
ungu leikmönnum United-liðsins.
Southampton tryggði sér einnig
farseðilinn á Wembley, þegar
Dýrlingarnir frá hafnarborginni
frægu við suðurströnd Englands,
lögðu (2:0) Crystal Palace, að
velli á Stamford Bridge i Lundún-
um. Leikurinn var mikill baráttu-
leikur og sást litið þar af góðri
knattspyrnu. Það voru ekki
nema 15. minútur til leiksloka,
þegar Dýrlingarnir gerðu út um
leikinn. PeterOsgood sundraði þá
varnarvegg Palace-liðsins og
sendi knöttinn til Paul Gilchrist,
sem skoraði, Stuttu siðar var
Mick Channon brugðið inn i vita-
teigi Crystal Palace og vita-
spyrna dæmd — úr henni skoraði
David Peach Þar með var
Southampton komið i úrslit i
fyrsta skipti siðan 1902, eða i 74
ár. Southampton hefur tvisvar
sinnum leikið til úrslita i bikar-
keppninni og i bæði skiptin tapað
— fyrir Bury 1900 og Sheffield
United 1902. — SOS