Tíminn - 06.04.1976, Qupperneq 19

Tíminn - 06.04.1976, Qupperneq 19
Þriðjudagur 6. april 1976. TÍMINN 19 Einar og félagar hans í Hamburger SV kvöddu „Bundesiiguna" Kinar Magnússo'n og félagar lians í Uamburger SV féllu niður i 2. deild i v-þýíka handknatl- leikmim, þegar þeir töpuöu (6:10) fyrir TuS Wellinghofen. Eins og sést á tölunum, þá skor- uðu leikmenn Hamburgcr að- eins 6 mörk í leiknum — furðu- legt. Göppingen þarf að leika auka- leik i suður-deild „Bundeslig- unnar", þar sem liðið tapaði (18:22) fyrir Huttenberg um helgina. Gunnar Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Göppingen, sem þarf að leika aukaleik gegn Bad Schwartau um fallið. Dankersen tapaði einnig um helgina (14:17) — fyrir Gummersbach. Axei Axelsson skoraðí flest mörk Dankersen, eða 4, en ólafur H. Jönsson skoraði l. Þrátt fyrir þetta tap, hefur Dankersen mikla mögu- leika á að leika i 4-iiða úrslitun- um um V-Þyzkalandsmeistara- titilinn. Liðið þarf að vinna sig- ur yfir Kiel, til að komast i úr- slitakeppnina. Þá má geta þess, að Dankersen leikur gegn spánska liðinu Granollers i Evrópukeppni bikarhafa og fer sá leikur fram i Barcelona á Spáni á laugardaginn. — SOS Þórdís og Lára — settu íslandsmet á Reykjavíkur- meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss Þórdis Gisladóllir, hin bráðcfni- lega hástökkkona úr ÍR. sctti nytt mct i hástökki innanhúss á mcistaramóti Reykjavíkur um helgina. Þórdis stökk 1.65 m — og siöan átti hún mjög góða til- raun við 1.70, en ráin féíl á sið- ustu stundu. Þórdis hætti met Láru Sveinsdóttur um 1 sm. Lára setti aftur á móti nýtt met i 50 m grindahlaupi — hún hljóp vegalengdina á 5.2 sek. Til gamans má geta þess, að Val- björn Þorláksson varð sigur- vegari i50 m grindahlaupi karla — hann hljóp á sama tima og Lára. — SOS Ég er mjög ánægður með árangurinn og það var gaman að geta jafningi frægra alpagreinakappa, sagði ísfirðingurinn ungi Sig- Jónsson, sem náði stórglæsilegum árangriá stórmótum á ttaliu, sem margir beztu skiðamenn heims kepptu. — Árangurinn vil ég góðri ælingu, en ég hef æft mjög vel I vetur, sagði Sigurður, en hann er nú kominn með átján punkta, samkvæmt alþjóðlegri stigatölu og er þaö mjög góður árangur. Sigurður tók þátt I tveimur keppnum i svigi og varð hann i 8.-9. sæti af 117 keppendum. Arangur, hans i Caspoggio Piazzo Cavalli-keppninni var góður, en hann kom þö rétt á eftir ttalanum Piero Gros, fyrrum heimsmeistara, i mark. Sigurður náði frábærum ár- angri i svigmótinu — Caspoggio Piazzo Cavalli — 3. april, en þar kom hann áttundi i mark, aðeins 2.23 sekúndum á eftir hinum heimsfræga ltala Piero Gros, sem varð sigurvegari i keppninni. Annar varð Rolando Thoeni frá ítaliu. sem varð þriðji á Olym- piuleikunum i Sapporo 1972 i svigi. Sigurður skaut mörgum fræg- um köppum ref fyrir rass — hann varð á undan Spánverjanum Eernandez Ochoa, sem kom skemmtilega á óvart i Sapporo, þegar hann trvggði sér gullið i svigi. Þá mátti ttalinn Herbert Plank.sem varð þriðji i brunkeppninni á Olympiu- leikunum i Innsbruck i vetur-láta i minni pokann fyrir Sigurði. Þetta er mikill sigur fyrir Sigurð. þvi að hann var með rásnúmer nr. 32 —en Gros (1), Thoeni (6) og Ochoa (5). Árangur einstakra keppenda varð þessi: 1. PieroGros, italiu........93,91 (47.81 + 46.10) 2. Thoeni, ltallu ..........94.34 (47.64 + 46.70) x. Sigurður, íslandi .... (48.79 + 47.89) 9. Ochoa, Spáni (48.72 + 47.89) 10. Plank. italiu (48.93 + 47.92). llTkeppendur tóku þátt i þessu móti og er árangur Sigurðar stór- kostlegur. þar sem þessi 16 ára lsfirðingur hefur ekki mikla reynslu i svona stórkeppnum Sigurður tók einnig þátt i svig- keppni — Chiesa Palu — 31. marz og varð hann þá i 9,sæti af 117 keppendum Sigurður fékk tim- ann 101.09 sek. — i50.08-*-5t oi> Glæsilegur árangur Sigurðar á Ítalíu — þar sem hann skaut heimsfrægum skíðaköppum ref fyrir rass —sos. Tímamynd Gunnar BJÖRGVIN BJöRGVINSSON...átti stórleik með Vlkingsliðinu. Hann var óstöðvandi á linunni og hér sést hann skora eitt af 5 mörkum sin- um. (Timamynd Itóbert) ,,Neglum þá niður" — sögðu Valsmenn og síðan skutu þeir Víkinga á bóiakaf (26:23) í bikarkeppninni ★ Valur mætir FH eða KR í úrslitum Valsmenn tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í bikarkeppninni I handknattleik. þegar þeir unnu góðan sigur (26:23) yfir Vikingum i fjörugum og skemmtilegum lcik i Laugardalshöllinni. Leikurinn var afar skemmtilegur og einn sá bezti, sem liefur verið leikinn á keppnistimabilinu, — mikið var um stórglæsileg mörk i honum. Valsmenn tóku forystuna fljót- lcga i leiknum og náðu 6 marka forskoti (11:5), en Vikingum tókst tvisvar að minnka muninn i eitt mark (12:11 og 13:12). Staðan i hálfleik var 14:12 fyrir Valsmenn, sem gerðu út um leikinn um miðj- an siðari hálfleik. þegar þeir komust yfir 20:15 og sigruðu siöan með 26:23. Ólafur Benediktsson og Guðjón Magnússon léku aðalhlutverkið hjá Valsliðinu. Olafur varöi mjög vel og Guðjón var mjög ógnandi i sóknarleiknum — hann skoraði mörg þýðingamikil mörk i siðari hálfleiknum. Þá voru þeir Þor- björn Guðmundsson og Steindór Gunnarssonog Jón Karlssongóð- ir. Valsmenn skoruöu 14 mörk með langskotum — það eitt sýnir bezt, hvað varnarleikur Vikings- iiðsins var lélegur. Mörkin hjá Valsliðinu skiptust þannig: — Steindór 6, Þorbjörn 6, Guðjón 5, Jón Karlsson 5, Jón Pétur 3 og Jó- hannes 1. Þorbergur Aðalsteinsson átti ntjög góðan leik hjá Vikings-lið- inu — þessi ungi leikmaður skor- aði 8 mörk. 7 með góðum lang- skotum og 1 eftir gegnumbrot. Björgvin Björgvinsson lék vel að vanda — þessi snaggaralegi linu- maður bregst aldrei. Björgvin skoraði 5 rnörk af linu — úr 6 skot- um. en eitt þeirra lenti i stöng. Þá fiskaði hann 3 vitaköst. Það var Viggó Sigurðsson sem mataði Björgvin á linuna og gerði hann það oft laglega — en fyrir utan þetta framlag, lék Viggó langt undir getu. Mörk Vikings skor- uðu: Þorbergur 8, Björgvin 5, Viggó 2 U), Stefán 3, Erlendur 2, Jón 1 og Magnús 1. -SOS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.