Tíminn - 13.04.1976, Síða 4

Tíminn - 13.04.1976, Síða 4
4 TÍMINN Priðjudagur ja. april 1976. Greta Garbo situr fyrir Hvað kemur til að Greta Garbo er farin að sitja fyrir hjá ljós- myndara? Og berleggjuð i þokkabdt? Reyndarerþetta hún og myndin ein af mörgum, er birtust i april-hefti Ladies Home Journal. Myndirnar voru teknar i Svi'þjóð s.l. sumar stuttu fyrir sjötugsafmæli stjörnunnar fyrr- verandi. Hún átti ekki von á að myndirnar yrðu birtar, þvi að ljósmy ndarinn var Jóhann Bernadotte, greifi (frændi Sviakonungs), en Greta dvaldi siðastl. sumar með honum og konuhans i sumarleyfi sinu i Sviþjóð. Greifynjan, sem er fyrrverandi blaðakona, stöðst ekki freistinguna að láta mynd- irnar af hendi til bi'rtingar gegn ótilgreindu gjaldi. Stjarnan er sögð mjög óhress yfir þessu öllu, en eins og allir vita hefir hún mjög forðazt fjölmiðla um áratugi. AAary Pickford vill leika á ný Mary Pickford er nú 82 ára, en hún var nefnd „eftirlæti Ameriku” á árunum kringum 1920, er hróður hennar var hvað mestur i þöglu myndunum. Henni voru nýlega veitt sérstök Óskarsverðlaun og i tilefni af þvi veitti hún fréttamanni New York Times viðtal gegnum sima, en hún er hlédræg mjög engu að siður en Greta Garbo. Hún býr enn i húsi sinu Pickfair i Hollywood, þar sem hún bjó áður með miklum glæsibrag með eiginmanni nr. 2,Douglas Fairbanks. Mary sagði við fréttamanninn, að það væri ekk- ertþvitilfyrirstöðu.aðhún tæki að sér hlutverk, hvort heldur i kvikmyndum eða sjónvarpi. Hún kvaðst mundu veröa viö- stödd Óskarsverðlaunaaf- hendinguna, en sú athöfn þykir mikill viðburður i Hollywood og fer fram að viðstöddu fjöl- menni. Þriðji eiginmaður stjörnunnar, Buddy Rogers, sem er 71 árs, fyrrum hljóm- sveitarstjóri, taldi þó að spenningurinn við hátiðahöldin gæti orðið henni ofviða. A eldri myndinni sjáið þið Mary drið 1929 með Pickford, en á hinni er hún með manni sinum Buddy Rogers nú nýverið. Enn fjölgar stöðumælum Parísarborgar Þaö eru aðeins tiu ár frá þvi Frakkar urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að fá stöðumæla fyrir bila sina i Paris. Nú er svo komið, að þeim finnst ekki hægt að vera án þeirra. Ætlunin er að bæta 4100 stöðumælum viö i borginni.en þegar eru þar fyrir um 22 þúsund mælar. Stöðu- mælagjald i Paris er um 90 krónur fyrir hverja klukku- stund, en búizt er við, að þessi upphæð verði hækkuð á næst- unni. Við getum þvi vel við unað hér á landi, á meðan viö borgum ekki nema 10-20 krónur fyrir sama ti'ma, eftir þvi hvar er i borginni Jú, sjáið þér til yfirlæknir, ég fann ekki nein róandi meööl i skápnum, svo mér fannst ég veröa aö reyna aö gera eitt- hvaö..... DENNI DÆMALAUSI Nú veit ég loksins hvert hann fer á kvöldin. Pabbi segir, aö hann sé þar sem citthvaö er aö gerast.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.