Tíminn - 13.04.1976, Page 6

Tíminn - 13.04.1976, Page 6
6 TÍMINN Þriðjúdagur 13. aprll 1976. ’ m Húsakostur Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins i Keldna- holti. Hægra megin á myndinni er nýja álman, viðbyggingin við rann- sóknarstofurnar. Frá 100. stjórnarfundinum. Fremst á myndinni er Gissur Simonarson, en honum á vinstri hönd situr Pétur Stefánsson siðan Hákon ólafsson, Halldór Jónsson, Gunnar S. Björnsson, Gunnlaug- ur Pálsson, Sigfús örn Sigfússon, Haraldur Asgeirsson og Guð- mundur Magnússon. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: 100. stjórnar- fundurinn — ný álma tekin í notkun, sem gjörbreytir starfsaðstöðu stofnunarinnar ins og Hagstofu íslands um út- reikninga og útgáfu á fjölþættum visitölum,, sem unnar eru i sam- ræmi við kostnaðarkerfi Rann- sóknastofnunarinnar. Á 100. stjórnarfundinum lágu út- reikningar fyrir á visitölum byggingarhluta i handunnu formi, sem siðar kæmi i tölvu- færðu formi. 1 ljós kom við fyrstu útreikningana, að byggingarvisi- tala hafði verið svo til óbreytt frá 1. nóvember 1975 til áramóta, og aö á fyrsta ársfjórðungi þessa árs haföi hún hækkaö óverulega, eða um liölega 5%. Hinsvegar bar nokkuð á mismun milli visitalna einstakra byggingarhluta (sjá meðf. geiraskiptingu). A fundinum var einnig rætt um þá samvinnu, sem tekizt hefur við Húsnæðismálastofnun rikisins, en hún hefur verulega styrkt marg- vislegar rannsóknir við Rb. Vonast er til aö samstarf þetta hafi gagnkvæm jákvæð áhrif og gébé Rvik — Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hélt sinn hundraðasta sjórnarfund þann 31. marz s.l., en I tilefni þess boðaði stjórnin blaðamenn á sinn fund og kvnnti þeim starfsemi stofnunar- innar. Nýiega var tekinn i notkun hluti af nýrri álmu, sem er viðbygging við hús stofnunarinnar i Keldna- hoiti og var 100. stjórnarfundur- inn haldinn þar. Álma þessi bætir úr brýnni húsnæðisþörf stofnunarinnar, og með þvi að taka hana i notkun, gjörbreytist starfsaðstaða stofnunarinnar. Eitt megin verkefni stofnunar- innar er útgáfustarfsemi, og hcfurnýlega verið gefíð út á veg- um hennar rit, sem nefndist Hljóðtæknifræði, hljóm- burður — hljóðeinangrun, sém mun vera fyrsta ritið sinnar tcgundar sem keinur út á is- lenzku. Samstarf hefur verið hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- aö um verulega aukningu hús- næðisrannsókna verðiaö ræða. — Um samstarf stofnunarinnar við Vegagerð rikisinserþað að segja, að verið er aö ganga frá samningi við vegagerðina um verulega aukna rannsóknavinnu og vega- rannsóknir hjá Rb. Nú mun vera að komast fastara mótá samstarf þessara tveggja stofnana en verið hefur, en það hefur verið hvati að jarðtæknirannsóknum viö Rb og auknum tækjabúnaði. Samkvæmt hinum nýja samningi mun einn starfsmaöur Rb vinna eingöngu að rannsóknastörfum i þágu Vegagerðar rfkisins, og er þetta talinn vera vísir að vega- og gatnadeild hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. undirtektir og forráðamenn Rb hrós fyrir. Eitt megin verkefni stofnunar- innar I útgáfustarfsemi hefur verið útgáfa tækniblaða, Rb-blaða, i lausblaöaformi, sem safnaö er saman i þar til gerðar möppur og sent áskrifendum, en auk þess selt i lausu til þeirra, sem not hafa fyrir þau. Meðal út- kominna verkefna hjá Rb eru þessi: Jarðvatnslagnir við hús; pök, hlutverk, gerðir og vanda mál: Gólfeiningar: Bygginga- samþykkt, fyrir skipulagsskylda staði utan Reykjavikur: Og Skipuiagsdrög. Þá hefur stofnunin nýlega gefið út rit sem nefnist Hljóðtækni- fræði, hljómburður—hljóð- einangrun. Rit þetta er hið fyrsta sinnar tegundar, sem kemur út á islenzku, og á án efa eftir að njóta vinsælda hjá mörgum, m.a. námsmönnum, sem þetta efni nema. Stjórnarformaöur Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins er Guðmundur Magnússon, en i stjóminni eru auk hans, Sigfús örn Sigfússon, Gunnar S. Bjöms- son, Gissur Simonarson, Pétur Stefánssm og Halldór Jónsson. Forstjóri stofnunarinnar er Haraldur Ásgeirsson, Hákon Ölafsson er yfirverkfræðingur og Gunnlaugur Pálsson deildar- stjóri, og sér hann jafnframt um útgáfustarfsemina. ..............T l i Bilasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið aila . ' virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. ■ Bílasalan Höfðatúni 10 < Umræður hafa verið milli Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins og Verkfræði— og raunvisir.dadeildar Háskóla Islands, um aðstöðu fyrir prófess- ora Háskólans til rannsókna við Rb. Telur stjórn Rb, að slik tengsl geti verið mikilvægur þáttur til próunar rannsóknarstarfsemi i landinu. I ágúst á s.l. ári var haldin ráðstefna I Reykjavik um efna- breytingar i steinsteypu, en Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins gaf út bók nýlega, sem inniheldur alla fyrirlestra og annað, sem þar kom fram. Er bókin á ensku og hefur verið send viða um lönd og hlotið hinar beztu m .....— > Geiraskipting byggingarkostnað- ar. 1. undirbygging, 2. yfir- bygging, 3. frágangur yfir- byggingar, 4. innréttingar, 5. út- búnaöur, 6. ytri frágangur og 7. ýmislegt annaö.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.