Tíminn - 06.05.1976, Síða 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 6. mai 1976.
Starfsemin að Kjarvals-
stöðum efld
og eru i þvi verk eftir alla þekkt-
ustu lisamenn þjóðarinnar, með
sérlegri áherzlu á September-
málurunum svokölluðu, og hefur
margt af þvi ekki komið fyrir al-
mennings sjónir áður.
Þann 18. ágúst mun Félag is-
lenzkra myndlistarmanna taka
við báðum sölum og göngum
hússins, og mun félagið opna
Haustsýningusina i lok mánaðar-
ins og verður þá Kjarvalssýning-
in tekin niður og ekki sett upp aft-
ur fyrr en að sumri 1977. Mun
Haustsýningin standa fram i
miðjan september.
Þá taka við tvær meiri háttar
sýningar i húsinu. Vinir og kunn-
ingjar Halldórs Péturssonar
halda upp á 60 ára afmæli hans
með yfirlitssýningu á verkum
hans i vestursal hússins, en á
sama tima mun Gunnar Hannes-
son ljósmyndari sýna verk sin i
austursalnum.
í septemberlok mun
Agústsson opna einkasýningu i
vestursal og fast á eftir fylgir
Kristján Davfðsson með einka-
sýningu.
Rekstur hússins, Kjarvals-
staða, er i höndum sérstakrar
hússtjórnar, sem starfar undir
yfirstjórn borgarráðs og kosin er
hlutfallskosningu af borgar-
stjórn. Hússtjórn skipa Ólafur B.
Thors, Davið Oddsson og Elisabet
Gunnarsdóttir. Þau eiga einnig
sæti i listráði auk þriggja fulltrúa,
sem Félag islenzkra myndlistar-
manna skipar, eins fulltrúa, sem
stjórn Bandalags islenzkra lista-
manna tilnefnir og skal tilnefn-
ingin háð samþykki borgarráðs.
Skal síðastnefndi fulltrúinn vera
úr annarri listgrein en myndlist.
t hinu nýja listráði eru: form.
Ólafur B. Thors, Jóhannes Jó-
hannesson listmálari, Davið
Oddsson borgarfulltrúi, Þorgerð-
ur Ingólfsdóttir kórstjóri, Elisa-
bet Gunnarsdóttir kennari, Snorri
Sveinn Friðriksson myndlistar-
maður og Guðmundur Benedikts-
son myndhöggvari.
Listráð ákveður hverjum skuli
heimilað að halda sýningar I svo-
nefndum vestursal Kjarvalsstaða
og hve lengi. Ennfremur ákveður
ráðið hvort og hvenær skuli
heimila afnot salarins til annarra
nota, t.d. til tónleikahalds, upp-
lestra eða áþekkrar starfsemi.
Salurinn i austanverðu húsinu,
Kjarvalssalur, er fyrst og fremst
ætlaður til sýninga á verkum Jó-
hannesar S. Kjarvals. Onnur
notkun salarins til listrænnar
starfsemi skal háð samþykki list-
ráðs.
Listráð getur haft frumkvæði
að hverju þvi máli, sem það telur
að bæta muni rekstur hússins og
færa það nær þvi takmarki að
vera lifandi vettvangur lista og
menningar i borginni. Listráði er
og skylt að vera til ráðuneytis og
samstarfs við hússtjórn um upp-
setningu myndverka að Kjarvals-
stöðum eða ráðstafanir sem hafa
áhrif á útlit hússins, t.d. gerð
varanlegra veggskreytinga. Skal
slikt rætt á fundum listráðs.
SJ-Reykjavik Nú er i ráði að efla
starfsemi Kjarvalsstaða, en nýtt
iistráð hefur tekið þar til starfa,
sem og framkvæmdastjóri þess
Aðalsteinn Ingólfsson iistfræðing-
ur, en Alfreð Guðmundsson er
enn sem fyrr forstöðumaður
hússins. Reykjavikurborg hefur
aukið fjárveitingar til þ,ússins og
starfseminnar þar og er nú m.a.
verið að gera ýmsar umbætur
utanhúss. Sýningarskrá stóru
sýningarsalanna tveggja i húsinu
er að heita má fullskipuð út þetta
ár. Með haustinu er ætlunin að
margs konar önnur starfsemi
hefjist I húsinu, þ.á.m. reglulegir
fyrirlestrar um nútimamyndlist,
litlar sýningar I glerskápum á
göngum og I kaffistofu, og e.t.v.
reglulegar --sý-ningar.I litilli
gallerlaðstöðu innan hússins.
Nýlega er hafin á vegum
Kjarvalsstaða og pólska sendi-
ráðsins yfirgripsmikil sýning á
pólskum plakötum i göngum og
kaffistofu, en eins og kunnugt er,
eru pólverjar heimsfrægir fyrir
framlag sitt til þeirrar listgrein-
ar. Eru þetta allt plaköt fyrir alls
konar menningarstarfsemi
taka þátt i sýningunni
rómuðustu listamenn pólverja á
þessu sviði, t.a.m. Mlodozeniec,
Swierzy og Gronowski. Stendur
þessi sýning liklega fram i mai-
lok.
Finnsk listakona Tertta Jur-
vakainen er með sýningu i
vestursal Kjarvalsstaða og mun
hún sýna mestmegnis oliumál-
verk. Þann 15. mai mun svo Ei-
rikur Smith opna einkasýningu i
vestursalnum, en siðan, þann 26.
mai tekur Listahátið við báðum
sölum hússins. 1 vestursalnum
mun félagið Islenzk Grafik
væntanlega standa fyrir yfirlits-
sýningu á Islenzkri graflk frá
upphafi og fram á vora daga, en I
austursal hússins mun verða sýn-
ing á 40 gvassmyndum eftir viö-
frægan listmálara, Gérard
Scfcneider. Schneider er fæddur I
Svisslandi árið 1896, en er nú
franskur rikisborgari. Hann var
einn af þeim listmálurum, sem
ásamt Hans Hartung og Pierre
Soulages settu mikinn svip á þró-
un málaralistar i Frakklandi á
árunum eftir heimstyrjöldina sið-
ari og er Schneider talinn einn af
frumkvöðlum nútima lýriskrar
afstraktlistar.
Meðan á sýningum þessum
stendur mun margt annað fara
fram að Kjarvalsstöðum á vegum
Listahátiðar. M.a. mun hér troða
upp leikflokkurinn Comuna frá
Portúgal, sem hefur vakið mikla
athygli meðal leikhússfólks i
Evrópu, Sviinn Gunnar Walkare
mun flytja afriska tónlist ásamt
þ::rlendum tónlistarmönn'im,
Brecht-söngkonan Gisela ?Iay
rnun syngja hér og ræða um þ.mn
ágætá leikhúsmann, flokkui inn
Ars Anticamun leika á forn hljóð-
Barbara Arnason.
Gunnar Hannesson.
Halldór Pétursson.
tæn og Rithöfundasamband Is-
lands mun halda hér Skáldavöku.
Væntanlega mun einnig verða
flutt klassisk tónlist, bæði gömul
og ný, I sölum eða göngum.
Strax að lokinni Listahátið
munu Norrænu Músikdagarnir
fara fram að Kjarvalsstöðum, —
og reyndar annarsstaðar. Föstu-
daginn 18. júni verða haldnir
Kammertónleikar i vestursaln-
um, og flutt verða ný verk eftir
norræn tónskáld, þ.á m. Hegdal,
Rozmann og Atla Heimi Sveins-
son. Laugardagskvöldið 19. júni
fer hluti tónleika fram hér, og
verða þá flutt kórverk, öll ný af
Aðalsteinn Ingólfsson.
nálinni, og á sunnudag 20. júni
flytur The New Music Ensemble
frá Toronto fyrri tónleika sina, en
þeir siðari fara einnig fram að
Kjarvalsstöðum mánudagskvöld-
ið 21. júni. Munu Kanadamenn-
irnir flytja nær eingöngu verk eft-
ir norræn tónskáld.
I byrjun júli munu ættingjar
listakonunnar Barböru Árnason
efna til stórrar minningarsýning-
ar um hana og mun sú sýning
standa fram til 18. júli og sam-
timis verður sett upp Kjarvals-
sýning I austursal hússins, þar
sem reynt verður að sýna nýjar
hliöar á þeim listamanni.
Er þessari minningarsýningu
lýkur, mun einn af frumkvöölum i
islenzkri ljósmyndalist, óskar
Gislason, setja upp sýningu á
verkum sinum i vestursalnum.
I byrjun ágúst mun svo vestur-
salnum verða skipt i tvo hluta.
Annan helminginn mun sænska
grafikfyrirtækið Sporrong A.B.
nota til sýningar á ,original”
grafik eftir heimsfræga lista-
menn og er þetta sölusýning.
Verða m.a. til sýnis grafikmyndir
eftir Salvador Dali, Marc Cha-
gall, Taples, Miróo.fl.
Hinum megin i salnum munu
Kjarvalsstaðir sýna einkasafn
málverka og teikninga Gunnars
heitins Sigurðssonar i Geysi, i
samráði við ekkju hans. Er þetta
sérstaklega smekklega valið safn
Aðalfundur K.Þ.:
Heildar-
veltan
1975
varð 1,8
milljarðar
Þ.J. Húsavik. — Aðalfundur
Kaupfélags Þingeyinga var hald-
inn i Húsavik 27. og 28. april.
Mættir voru á fundinum 115 full-
trúar, félagsstjórn, endurskoð-
endur og kaupfélagsstjóri.
Formaður kaupfélagsins, Teit-
ur Björnsson, stjórnaði fundin-
um, raktihann störf félagsstjórn-
ar, og lýsti aðal framkvæmdum
K.Þ. á árinu. Heildarfjárfesting-
ar voru með minna móti. Byggt
var lyftuhús við Verzlunarhús
K.Þ., stækkað útibúið á Laugum,
lokið að mestu við byggingar
Efnalaugarinnar og haldið áfram
að endurbyggja gamla hús Mjólk-
ursamlagsins. Auk þessa var
unnið að ýmsum minni háttar
framkvæmdum.
Finnur Kristjánsson kaupfé-
lagsstjóri las og skýrði reikninga
félagsins fyrir s.l. ár. Heildar-
velta félagsins varð 1,8 milljarð-
ar, þar af sala i verzlunarbúðun-
um 828 milljónir, og er það 43%
aukning. Tekjuafgangur á rekstr-
arreikningi nam rúmlega 2
milljónum króna. 1 ræðu kaupfé-
lagsstjóra kom fram, að rekstr-
arfjárskortur er nú mjög tilfinn-
anlegur, og stendur heilbrigðum
verzlunarrekstri félagsins mjög
fyrir þrifum.
Á fundinum var varið úr Menn-
ingarsjóöi K.Þ. til ýmissa félags-
mála I héraði 350 þúsund krónum.
í félagsstjórn voru endurkjörn-
ir Baldvin Baldursson Rangá og
Skafti Benediktsson Garði. En i
varastjórn óskar Sigtryggsson
Reykjarhóli og Þráinn Þórisson
Skútustöðum. Endurskoðandi
Hlöðver Hlöðversson Björgum.
Samþykkt var á fundinum til-
laga um að K.Þ. gerist aðili að
hlutafélagi, sem stofna á, um
kaup og rekstur skuttogara, er
gerður verður Tit frá Húsavfk.
Miklar umræður urðu að vanda
um rekstur og starfsemi kaupfé-
lagsins.
í fundarlok var samþykkt eftir-
farandi ályktun:
Aðalfundur K.Þ., haldinn á
Húsavik 27. og 28. april 1976,
sendir starfsmönnum Land-
helgisgæzlunnar beztu þakkir
fyrir vel unnin verk og óskar
þeim giftu og farsældar i þvi
erfiða starfi, er þeir inna af hendi
til verndar lifshagsmunum okkar
i nútið og framtið.
Að kvöldi fyrri fundardagsins
bauð K.Þ. fulltrúum og gestum
þeirra til samsöngs i Félagsheim-
ilinu. Þar söng karlakórinn
Hreimur undir stjórn Rudolf
Cech, undirleikari var Milada
Cechova.
Árbók F.í.
1976
Arbók Ferðafélags Islands 1976
er komin út, og fjallar hún að
þessu sinni um Fjallabaksleið
syðri, eða nánar til tekið, leiðina
úr Skaftártungu að Rangárvöll-
um, sunnan Torfajökuls. Þessa
árbók ritaði Arni Böðvarsson
cand. mag. en hann er borinn og
barnfæddur Rangvellingur og
þaulkunnugur þessari leið og
nágrenni hennar. Bókin er liðlega
200 blaðsiður að stærö, prentuð á
vandaðasta pappfr og skreytt
fjölda mynda.
Þessi Arbók er sú 49. I röðinni,
en fyrsta árbók F.I. kom út árið
1928. Fjallaði hún um Þjórsárdal.
Fyrstu árbækurnar eru löngu
uppseldar, en félagið hefur látið
ljósprenta þá árganga, sem selj-
astupp, jafnóðum, og eru þvi all-
ar árbækur félagsins fáanlegar
nú, nema árbækurnar frá 1931 og
1963. Þær árbækur eru i ljósprent-
un og munu væntanlega tilbúnar
til sölu innan fárra vikna.