Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 7. maí 1976. Lækkun viðskiptahallans verður að fást með 4% lækkun þjóðarútgjalda í SJ-Reykjavik — Efnahags- ástandiö var mjög erfitt og óvenjulegt á árinu 1975. Áriö reyndist eitt mesta veröbólguár, sem yfir þjóöina hefur gengið, þó aö veröbólga væri aö visu nokkru minni en 1974. Svo fórust Ragnari ólafssyni hæstaréttarlögmanni formanni bankaráðs Seölabanka Islands orð á 15. ársfundi bankans, sem haldinn var i gær. Rekstrarhagnaður bankans á árinu 1975 varö aðeins um 14 milljónir króna, en þá höfðu verið færöir til gjalda 14% vextir af eig- in sjóðum að fjárhæð 113 milljónir króna og aröur af stofnfé 30 milljónir króna. Rekstrarhagnað- ur ársins á undan nam rúmlega 51 milljónir króna. Opinber gjöld námu á sl. ári 48 millj. króna, til reksturs þjóðhagsstofu runnu 22 milljónir króna og til reksturs Reiknistofu bankanna 35 milljón- ir króna, en afskriftir af kostnaði viö bankabyggingar námu 20 milljónum króna. Til að ger sér grein fyrir rekstursafkomu bankans á sl. ári, þarf einnig að athuga gjaldeyris- stöðu bankans og þróun gengis- mála á árinu. Gengisbreyting var framkvæmd i febrúar og auk hennar urðu verul. breytingar i gengisskráningu á árinu, sem höföu þau áhrif, að staða gengis- breytingareikninga bankans breyttist úr 497 millj. kr. jákvæðri stööu I ársbyrjun yfir i tæplega 727 millj. króna neikvæða stööu i árslokin eða versnuðu um kr. 1224 milljónir i heild. Var ákveðið að afskrifa 315 millj. króna af gengisbreytingareikningum og lækka þannig neikvæða stöðu þeirra i 412millj. króna i árslokin. Að sjálfstöðu getur bankinn ekki staðið undir byrðum sem þessum til lengdar. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að slikL komi ekki fyrir aftur. Enda nauð- synlegt að fjárhagur bankans sé traustur, bæði út á við og inn á viö. Engin breyting varð á almenn- um vaxtakjörum við bankann á árinu 1975. En staða viðskipta- bankanna við Seölabankann var ólikt betri en áriö á undan og tekj- ur bankans af skuldavöxtum frá þeim þvi ólikt lægri nú en 1974. Staða rikissjóðs fór hins vegar m jög versnandi á árinu og greiddi hann bankanum verulega vexti. Eigin sjóðir bankans hækkuðu samtals um 140 milljónir á árinu og námu I árslok 1052 milljónum króna. 1 tölum þessum er ekki tekiö tillit til breytinga á stöðu gengisbreytingareiknings bank- ans, sem áöur er frá greint. Séu þeir hins vegar teknir með, nem- ur eigið fé bankans I árslok kr. 640 millj. Tekjur Arðsjóðs námu alls 42,4 millj. króna og var helmingi þeirrar fjárhæðar ráðstafað til Visindasjóðs. t upphafi fundar minntist Ragnar Ólafsson Sigurjóns Guö- mundssonar framkvæmdastjóra, sem átti sæti i bankaráði Seðla- bankans i tæp ellefu ár sem lézt i september, og Kristins Hallgrimssonar hagfræðings Seðlabankans, sem féll frá fyrir skömmu. Jón Skaftason alþingis- maður tók við sæti Sigurjóns Guð- mundssonar i bankaráðinu. Dr. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans flutti greinargerð bankastjórnar um ástand og horfur i efnahags- málum. I henni kom m.a. fram, að þróun þjóðartekna og við- skiptakjara hefur örsjaldan verið þjóðarbúskapnum óhagstæðari en á árinu 1975. 1 ræðu sinni sagði Jóhannes Nordal m.a.: A undanförnum tveimur árum hefur mest öll orka stjórnvalda i hagstjórnarmálum farið i að sinna skammtima verk- efnum, þar sem reynt hefur verið að bregðast við sibreytilegum ytri aðstæðum og sveigja útgjöld þjóðarbúsins til samræmis við krappari kjör og minnkandi þjóðartekjur. Þegar litið er til þróunar efna- hagsmála I umheiminum i dag, eru sem betur fer merki þess, að efnahagsstarfsemin sé á leið upp úr öldudalnum, og þjóðarbúskap- ur okkar er þegar farinn að njóta fyrsta yls þessa nýja vors i hægt batnandi viðskiptakjörum og greiðari sölum á helztu útflutn- ingsafurðum. Það er þvi ástæða til að vona, aö við séum hér við timamót, og að framundan sé nokkurt skeið meiri stöðugleika i efnahagsþróun, er veiti stjórn- völdum og fyrirtækjum tækifæri til þess að beita kröftum sínum i vaxandi mæli að hinum mörgu skipulags- og uppbyggingarverk- efnum, sem ýta hefur orðið til hliðar i umróti siðustu tveggja ára. Og þessi verkefni eru þeim mun brýnni vegna þess, að allar horfur eru á þvi, að hagvaxtarmöguleik- um tslendinga verði þröngur stakkur skorinn allra næstu árin, jafnvel þótt við leyfum okkur nokkra bjartsýni á efnahagshorf- ur i umheiminum. Astæðurnar fyrir þessu liggja ekki sizt i þvi, að gengið hefur verið á tvennan hátt á sjóði framtiðarinnar, og þær skuldir verður að greiða að stórum hluta á næstu árum. Ég á hér annars vegar við ofnýtingu fiskstofnanna við landiö, en hins vegar hina miklu skuldasöfnun við útlönd. Um fyrra atriðið, afleiðingar ofveiði islenzkra fiskstofna á undanförnum árum, skal ég vera fáorður. A meðan ekki hefur verið af Alþingi og rikisstjórn mörkuð ákveðnari stefna varðandi hugsanlegar veiðitakmarkanir til verndar ofveiddum fiskstofnum á þessu og næstu árum, er erfitt aö gera sér grein fyrir þvi, hver sé likleg þróun framleiðslumagns sjávárútvegsins I náinni framtiö. Hins vegar sé ég ekki, hvernig hægt er að taka skynsamlegar ákvarðanir um friðunaraðgerðir, nema áður hafi verið lagt efna- hagslegt mat ákostnaðog ávinn- ing þeirra friðunarleiða, sem um getur verið að velja. Hver sem niðurstaðan veröur i þessum efn- um er a.m.k. engin ástæða til að Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra þakkaði fyrir hönd gesta sem sátu ársfund Kcölabankans. Talaði hann i léttum tóni að loknum máls- verði, sem fram varreiddur. Minntist hann afmælis Seðlabankans, sem hann taldi nú kominn vel á legg. Gagnrýndi hann nafn bank- ans og kvaðst telja að GuII- banki væri betra nafn. Ein- hver bið yrði samt á þvi að hann gæti borið það nafn með rentu, þvi áður en það gæti orðið yrðum við að endurnýja „fiskibankana" við iandið. búast við þvi, að aukinn sjávar- afli létti róðurinn I efnahagsmál- um á næstu árum. A siðara atriðið, skuldabvrðina við útlönd, hef ég þegar drepið, og á ársfundi bankans fyrir réttu ári lagði ég áherzlu á nauðsyn þess, að viðskiptahallinn við út- lönd yrði þurrkaöur út á næstu þremur til fjórum árum til að forðast óbærilega aukningu greiðslubyrðarinnar. Þvi miður tókst ekki að ná þeim bata i við- skiptajöfnuöi á siðasta ári, sem þá var að stefnt. Skuldabyrðin er þvi orðin meiri en reiknað hafði verið með, og er þvi enn brýnna en áður, að þessu markmiði verði náð. Ef haft er i huga, að við- skiptahallinn við útlönd nam ná- lægt 12% af þjóðarframleiðslunni á siðasta ári, er augljóst, að þetta getur þvi aðeins tekizt, að þróun þjóðarútgjalda næstu árin verði settar mjög þröngar skorður. Á þessu ári virðist ekki vera að vænta neinnar aukningar þjóðar- tekna, svo að lækkun viðskipta- hallans verður að öllu leyti að fást með lækkun þjóðarútgjalda um nálægt 4%, eins og ég hef þegar minnzt á. Hvort halda verður enn áfram að þrýsta þjóðarútgjöldum niður á næstu árum, til að ná þessu marki, skal engu um spáð. Hins vegar mun það fyrst og fremst ráðast af þvi, hver skilyrði verða til aukinnar þjóðarfram- leiðslu og útflutnings, þrátt fyrir ástand fiskstofnanna og nauðsyn- legar friðunaraðgerðir. Ég er hins vegar vantrúaður á, að það takist að tryggja verulegan hag- vöxt hér á landi næstu árin, nema stefnunni i fjárfestingar og at- vinnumálum verði breytt, og hinu takmarkaða fjármagni, sem til ráðstöfunar er, beint i auknum mæli til þeirra greina, sem bezt skilyrði hafa til arðbærrar fram- leiðsluaukningar og útflutnings. Á efri myndinni sést Jóhannes Nordal flytja ræðu sfna, bankaráðsmenn Seðlabankans eru t.v., en til h. sitja ráðherrar, en ríkisstjórnin var öll viðstödd. A neðri myndunum sjást aörir fundarmenn. TimamyndirG.E. Þjóðháttasöfnunin: Fjárhagsgrundvöllur kominn á Norðurlandi enn vantar mikið á í öðrum F.J. Rvik — Um siðustu mánaða- mót fóru nokkrir stúdentar, sem hyggjast starfa við heimildasöfn- un um þjóðhætti i sumar, norður i land og héldu fundi með þeim fjölmörgu aöilum, sem sótt hefur verið um fjárstuðning til i þessu skyni. Undirtektir uröu svo góð- ar, að telja má nokkurn veginn vist,að6-7stúdentargeti unnið að þessu verkefni 3 mánuöi i sumar i Norðurlandsfjórðungi. Telja má, að af þeim 3 milljón- um, sem til þyrfti i Norðlendinga- fjórðungi, liggi 2^4 milljónir á borðinu i loforöum og vilyrðum. Tæp milljón hefur boristaf öðrum landshlutum enn sem komið er, en reiknað hefur verið út, að um’ hálfa milljón þurfi á hverja sýslu að meðaltali, ef vel á að vera. Leitað var bréflega til 4-500 aðila um fjárstuðning: hreppsnefnda, sýslunefnda, kaupfélaga, bún- aðar-, kvenfélaga- og ungmenna- sambanda. landshlutum í lok apríl höfðu borizt um 50 svör,iir flestum sýslum landsins, einkum þó af Norður- og Suður- landi. Svör, sem á annaö borö berast, eru yfirleitt jákvæð. Þá höfðu nokkrir stærri aðilar lagt fram fé, t.d. Stéttasamband bænda 200 þús., Brunabótafélag íslands 100 þús. Þjóðminjasafniö hefur bæði lagt fram fé og auk þess veitt margháttaða aðstöðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.