Tíminn - 07.05.1976, Síða 15

Tíminn - 07.05.1976, Síða 15
Föstudagur 7. mal 1976. TÍMINN 15 leggjast niður? Eru dætlunarferðir með almenningsbifreiðum að SJ-Reykjavík.Á einu ári 1974—’75 fækkaði ferðum i sérleyfisakstri um 21,6% úr 36. 787 i 28.833. Arið 1975 var sætanýting aðeins 29,8%. Svo er nú komið, að sérleyfisakst^ ur hefur nær lagzt niöur i heilum landshlutum, svo sem á Austfjöröum og á Norð- urlandi eystra. 1 sömu átt stefnir á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Viða ann- ars staðar á landinu hefur orð- iö svo mikill samdráttur i feröum almenningsbifreiða, að verði hann meiri, koma þær að litlu gagni. Leyfishafar til sérleyfisaksturs eru nú 27 hér á landi, og hefur þeim fækkað um 59% frá 1960, en þá voru þeir 67. Þeir reka sérleyf- isferðirá 50leiðum viðs vegar um landið, en 1960 voru sérleyfisleiðir 117, og hefur leiðum þvi fækkað um 56%. Bifreiöakostur i sérleyfisakstri er 133 bifreið- ar með 5.307 sæti. Sérleyfisleiða' netið spannaði 12.059 km vega- lengd 1960, en hefur dregizt sam- an um 42% og er nú 6.991 km. Farþegum hefur fækkað á þessu timabili úr 1.558.467 I 1.252.603 ár- ið 1974, og enn virðist farþegum fækka. Séu farþegar meö Hafn- arfjarðarvögnum og flugvallar- farþegar undanskildir, hefur fækkunin orðið 21,8% úr 527.059 niður i 412.022. Ástæðuna fyrir þessari þróun telja sérleyfishafar vera stöðugt auknar og ósanngjarnar álögur á þessa atvinnugrein, samfara si- auknum ivilnunum i aðflutnings- gjöldum, rekstrarsköttum og lánamálum til helztu keppinauta almenningsvagna, svo sem flug- véla og skipa, sem hafi algjörlega kippt samkeppnisgrundvelli undan sérleyfisþjónustunni. Stjórn Félags sérleyfishafa vinnur nú að þvi að skapa skilning hjá stjórnvöldum á nauðsynleg- um úrbótum hvað snertir ferðir með almenningsbifreiðum. Helztu atriðin, sem þeir leggja á- herzlu á, eru að þungaskattur á sérleyfisbifreiðir verði lækkaður og verði hlutfallslega jafnhár og á aðrar diselbifreiðir. Lækkun á að- flutningsgjöldum á bifreiðirnar og helztu rekstrarvörur þeirra, til að jafna samkeppnisaðstöðuna við flugvélar og skip, en af þeim greiðast engin aðflutningsgjöld. Komið veröi á stofnlánasjóði, sem láni til kaupa á almennings- bifreiðum. I þessu sambandi er bent á að sérleyfishafar, einir hliðstæðra aðila, greiða 3% skatt Úrslit í ritgerða- samkeppni Sjómanna- blaðsins Sjómannadagsblaðið efndi i vetur til ritgerðasamkeppni um sjómannastarfið og gildi þess fyr- ir þjóðarbúið, svo og um mikil- vægi sjóminjasafns. Alls bárust 24 ritgerðir i sam- keppni þessa. Dómnefnd lauk störfum 1. mai. Verðlaunin 100 þúsundkrónur, hlautritgerð, sem reyndíst vera eftir Jóhann J.E. Kúld, rithöfund, Litlagerði 5, Reykjavik. Mun verðlaunaritgerðin birtast i Sjómannadagsblaðinu i ár, en dómnefnd mælti með að keyptur yrði birtingarréttur á sjö öðrum ritgeröum. Dómnefnd skipuðu: Gils Guð- mundsson, alþingismaður, Guð- mundur H. Oddsson, skipstjóri og Ólafur Valur Sigurðsson, stýri- maöur. (Fréttatilkynning) 10 og 12 ára drengir óska eftir að komast í sveit. Nokkuð vanir. Sími 91-85788. af brúttótekjum til rikisins, sem njóti engrar fyrirgreiðslu i lána- málum. Sérleyfishafar harma það, að aðstaða samgöngufyrirtækja til þátttöku i öflun ferðamanna er stórlega skert i frumvarpi til nýrra laga um ferðamál. Vonast þeir til að þar sé um athugunar- leysi að ræða, sem verði leiðrétt i meðförum á Alþingi. Sérleyfishafar trúa þvi að þjón- usta almenningsbifreiða sé nauð- synleg og telja.að vart myndu bæjarfélög greiða nær 400 mill- jónir i meðgjöf með slikri þjón- ustu með sinum eigin vögnum, ef svo væri ekki litið á. RAFMAGNSVERKFRÆDINGAR SKORA Á RÍKISSTJÓRNINA AÐ LEITA UNDAN- ÞÁGU TIL BYGGINGAR JARÐSTÖÐVAR A fundi i Rafmagnsverkfræði- deild Verkfræðingafélags Islands 27. april 1976 voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: 1. Skorað er á rikisstjórnina að leita nú þegar undanþágusamn- inga við Stóra Norræna Ritsima- félagið, er miðist við að hér verði byggð jarðstöð i stað lagningar nýs sæstrengs. Félagið bendir á, að Stóra Nor- ræna Ritsimafélagið gæti náð jafnmiklum hagnaði af rekstri jaröstöövar, ef hún yrði rekin i samvinnu við Islendinga, eins og af rekstri sæstrengs. Félagið bendir jafnframt á, að tillögur Stóra Norræna um rekst- ur sæstrengsins i samvinnu viö íslendinga fela þegar i sér undan- þágu frá upphaflegum samningi, sem gerir ráð fyrir óskoruðum einkarétti Stóra Norræna til allra fjarskipta viö útlönd. Nýlega opnaði Gunnar Guðjónsson rakari rakarastofu og snyrtivöruverzlun fyrir herra, sem hann nefnir Figaró, I húsi Iðnaðarmannafélagsins við Hallveigarstlg. Stofan er hin vistlegasta, og nýstárleg- ar innréttingar. Meðfylgjandi Timamynd tók Gunnar nýlega I nýju rakarastofunni. Aöur starfaði Gunn- ar Guðjónsson á rakarastofunni á Klapparstignum. Félagið bendir á, að stofnkostn- aður jarðstöðvar er litlu meiri, eða 700-900 millj. kr. heldur en stofnkostnaður sæstrengs, sem er um 650 millj. kr. 2. Félagið telur þaö ólýöræöis- legar aðferðir að gera ekki al- menningi rækilega grein fyrir þeim valkostum, sem um er að ræða I stórmálum sem þessu, áöur en ákvarðanir eru teknar eða framkvæmdir hafnar. Þessum ályktunum hefur verið komið á framfæri við rikisstiórn- ina. (Fréttatilkynning). Karlinn á þakinu á förum Nú eru aöeins eftir tvær sýningar á barnaleikriti Þjóð- leikhússins, Karlinn á þakinu, en leikrit þetta hefur verið mjög vel sótt og hlotáð góðar viötökur leikhúsgesta. Sýningar eru orðnar 31, og verður næst siðasta sýning á sunnudaginn kl. 15. Höfundur leikritsins, Astrid Lindgren, er vel kunn fyrir barnabækur sinar hérlendis, Lihu Langsokk, Emil i Kattholti o.fl. Leikstjóri barnaleikritsins er Sigmundur Orn Arngrimsson, en með helztu hlutverk fara Stefán Jónsson og Eyþór Arnalds, sem leika Bróa til skiptis, Randver Þorláksson leikur Kalla, karlinn á þakiru, og Þóra Friðriksdóttir og Gisli Alfreðsson leika foreldra Bróa. Höfum opnað TEPPADEILD að Smiðjuvegi 6 100 mismunandi gerðir og mynstur af enskum gólfteppum fró GiltEdge og CMC í hóum gæðaflokki SMIDJUVEGl 6 SÍMI44544

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.